Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Þ etta er góður rjómaís. Þvert á það sem margir halda er nefnilega ekki auðvelt að finna góðan rjómaís úti í búð í dag en þar allt meira og minna mjólkurís,“ segir Árni um ísinn góða sem hann gefur hér uppskrift að. Uppástendur hann að allir ættu að geta gert rúgbrauðsísinn heima hjá sér. En hvernig bragðast rúgbrauðsís er manni spurn – varla getur hann verið sætur eða svalandi? „Hið hefðbundna íslenska rúgbrauð er reyndar mjög sætt,“ segir Árni. „Þegar maður blandar því síðan sam- an við þennan klassíska rjómaís-grunn, fær maður út ljúffengan ís með nokkurs konar rúgbrauðskaramellu,“ bætir hann við. Varðveisla uppskeru og jólin í öndvegi Það er ekki hægt að taka hús á Árna án þess að spyrja hann út í nýju þáttaröðina úr Árdal, sem senn fer í loftið. „Við verðum á svipuðum nótum og í þáttaröðinni síðastliðið sumar, nema hvað með vetrar- legum brag – blöndum saman sveitalífinu og því hvernig þetta er í Árdal að vetri til, síðan blandast jólin auðvitað inn í,“ segir kokk- urinn. Meðal annars er ráðist í flóknari ostagerð í vetrarþáttunum en síðastliðið sumar, farið er á veiðar bæði á sjó og landi og af- raksturinn eldaður, grænmeti súrsað og fleira. „Þráðurinn í gegn- um þættina nú tekur mið af árstímanum, þ.e. hvernig maður varð- veitir hráefnið og uppskeruna frá sumrinu – rétt eins og bændurnir varðveita lambakjötið að hausti með því að ýmist salta það, reykja eða setja í súr. Síðan blandast aðventan og jólabakst- urinn inn í,“ bætir hann við. Sem fyrr sér Árni um matseldina en Guðni Páll Sæmundsson leikstýrir og er á bak við linsuna og Bryndís Geirsdóttir fram- leiðir. DVD „beint frá býli“ Auk þess að leggja lokahönd á nýju þættina, sem fara í sýningu þann 1. desember næstkomandi, stefnir þríeykið einnig á útgáfu fyrstu þáttaraðar Hins blómlega bús á DVD innan tíðar. Athygli hefur vakið að þau nýta sér hópfjáröflunarvefsíðuna Karolina Fund við fjármögnun verkefnisins. „Einn stofnenda Karolina Fund, hann Ingi Rafn, er héðan úr sveitinni og hann benti okkur á þennan möguleika. Auk þess þekkjum við fólk sem hefur farið þessa leið, eins og til dæmis Jóhanna á Háafelli, sem fjármagnaði Geit- fjársetrið að hluta til með þessum hætti. Okkur fannst tilvalið að reyna þetta og kanna hvort fólk væri tilbúið til að leggja okkur lið,“ segir Árni. Hefur þeim verið afar vel tekið þessar fyrstu viku á söfnunarsíðunni og ríflega 90% fjárhæðarinnar þegar safnast. „Þó við náum upp í 100% geta velunnarar okkar enn keypt disk- inn í gegnum Karolina Fund til 9. desember. Þannig slá þeir tvær flugur í einu höggi; þeir fá diskinn á mjög hagstæðum kjörum „beint frá býli“ og styðja okkar litla framleiðslufyrirtæki milliliða- laust í leiðinni,“ bætir hann við. Varðandi hvað framtíðin beri í skauti sér, eftir að önnur þátta- röð Búsins og DVD-útgáfan eru í höfn, segist Árni rólegur. „Ég einbeiti mér að þessu verkefni í augnablikinu enda nóg að gera en vonandi förum við í þriðju þáttaröðina næsta sumar,“ segir léttur í bragði. Rúgbrauðsísinn er alvöru rjómaís og því tilvalinn t.d. um hátíðirnar. MANHATTAN-KOKKURINN ÁFRAM Í ÁRDAL Rúgbrauðsís Hins blómlega bús MARGIR FYLGDUST ÁHUGASAMIR MEÐ KOKKINUM ÁRNA ÓLAFI JÓNSSYNI RÆKTA OG ELDA ÝMISS KONAR LJÚFMETI Í ÁRDAL Í BORGARFIRÐI SÍÐASTLIÐIÐ SUMAR, Í ÞÁTTUNUM HIÐ BLÓMLEGA BÚ. ÞESSA DAGANA ER VERIÐ AÐ LEGGJA LOKAHÖND Á VETRARSERÍU BLÓMLEGA BÚSINS AUK ÞESS SEM TIL STENDUR AÐ GEFA ÞÁ FYRRI ÚT Á DVD FYRIR JÓL. ÁRNI GEFUR HÉR UPPSKRIFT AÐ LJÚFFENGUM RÚGBRAUÐSÍS. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Árni Ólafur hefur undanfarið unnið að framhaldsseríu Hins blómlega bús. Venjulega eru eggjarauður notaðar til að þykkja búðinga í ísgerð en oft finnst mér þær gefa ísnum of mikið eggjabragð. Í þessari uppskrift þykki ég búðinginn með kartöflumjöli og þannig fær rúgbrauðið að njóta sín. Ástæðan fyrir rjómaostinum er sú að í honum er mikið af kaseini sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ís- kristallamyndun þegar ísinn er frystur. Markmiðið er að ískristall- arnir í ísnum verði eins fáir og litlir og mögulegt er, svo ísinn verði al- veg flauelsmjúkur. RJÓMAÍS – UM 1 LÍTRI 500 ml mjólk 4 tsk. kartöflumjöl 250 ml rjómi 150 g púðursykur ¼ tsk. salt 3 msk. rjómaostur RÚGBRAUÐSKARAMELLA 100 g rúgbrauð, mulið í 2 cm bita 4 msk. púðursykur 25 g bráðið smjör ¼ tsk. kanill ¼ tsk. salt 1. Blandið saman 2 matskeiðum af mjólkinni við kartöflumjölið í lítilli skál og setjið til hliðar. Hrærið sam- an restinni af mjólkinni við rjómann, púðursykurinn og saltið í miðlungsstórum potti. Hitið á miðlungsháum hita og sjóðið í 5 mínútur. Hrærið stöðugt í pott- inum og skrapið botninn svo mjólk- in brenni ekki við eða sjóði upp úr. 2. Setjið rjómaostinn í stóra skál og hrærið hann út með 4 matskeiðum af heitri mjólkurblöndunni. Takið pottinn af hitanum, hrærið í kart- öflumjölinu og bætið því svo í pott- inn. Setjið pottinn aftur á helluna, hrærið stöðugt í og sjóðið blönd- una í um 1 mínútu eða þar til hún er byrjuð að þykkna og orðin að búðingi. Hellið búðingnum í skálina með rjómaostinum og blandið vel saman. Leggið plastfilmu á yfirborð búðingsins (til að koma í veg fyrir að húð myndist) og kælið í klaka- baði. 3. Gerið því næst rúgbrauðs- karamelluna á meðan búðingurinn kólnar. Forhitið ofninn í 180°C. Hrærið saman rúgbrauði, púð- ursykri, bráðnu smjöri, kanil og salti í lítilli skál. Leggið smjörpappír á bökunarplötu og dreifið rúg- brauðinu jafnt um plötuna. Bakið í 8-10 mínútur, hrærið þá í og bakið 5 mínútum lengur. Takið rúg- brauðskaramelluna úr ofninum, kælið og hrærið í af og til. 4. Þegar búðingurinn er orðinn ískaldur er hann frystur í ísvél eftir leiðbeiningum framleiðanda. Ef ísvél er ekki til staðar er hægt að frysta búðinginn í eldföstu móti í 4 tíma og mauka hann síðan í matvinnslu- vél eða frysta hann í eldföstu formi og hræra í blöndunni á 45 mínútna fresti þar til hann er farinn að líkjast mjúkum ís úr vél. 5. Setjið mjúkan ísinn í stóra skál og blandið rúgbrauðskaramellunni saman við. Flytjið ísinn yfir í það ílát sem bera á hann fram í, leggið plast- filmu þétt við yfirborðið og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Rúgbrauðsís Matur og drykkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.