Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Matur og drykkir É g hef alltaf haft gaman af mat- argerð og bakstri og til gam- ans má geta þess að þegar ég var unglingur átti ég það til að spyrja mömmu hvað væri í kvöldmat- inn klukkan átta að morgni til. Það var þó ekki fyrr en ég átti strákinn minn fyrir fimm árum sem ég byrjaði að dúlla mér við þetta fyrir alvöru og baka eitthvað að ráði – í tengslum við tilheyrandi skírnarveislur og barna- afmæli,“ segir Thelma Þorbergsdóttir sem bauð heim í kaffi og kökur eft- irmiðdag einn í nóvember. Thelma er að góðu kunn fyrir bakst- ur sinn en fyrir nokkrum árum sigraði hún til dæmis í bollakökukeppni sem haldin var í tengslum við hátíðina Full borg matar. „Ég hef verið dugleg að þróa mínar uppskriftir og prófa mig áfram og svo er eiginmaðurinn settur í það að dæma afraksturinn og gefa einkunn. Bolla- kökur hafa svolítið verið mitt og áhug- inn á þeim mikill en ég hef þó fært mig yfir í alls konar bakstur og finnst gam- an að prófa eitthvað nýtt og framandi í bland við gamlar klassískar kökur.“ Thelma segir að þegar hún haldi kökuboð reyni hún einmitt að passa upp á slíka blöndu. Bakstur sem miðast við að nota kókosbollur, lakkrís og ým- iss konar sætindi – og baka í raun hálf- gert sælgæti – hafi verið vinsæll síð- ustu misserin. Slíkt góðgæti falli hins vegar ekki öllum í geð sem vilji þá frekar sígildar kökur á borð við epla- köku. „Og það má ekki gleyma að börnin vilja oft einfaldari bakstur en við sem eldri erum.“ Bók eftir Thelmu, sem ber einfald- lega heitið Freistingar Thelmu, er ný- komin út en í henni má finna alls kyns kökur og sætindi, ís og eftirrétti fyrir boð af öllum stærðum og gerðum, með- al annars þrjú barnaafmælisþemu en Thelma segist auðveldlega missa sig þegar hún er að undirbúa barnaafmæli. Auk bókarskrifa er nóg að gera í lífi og starfi Thelmu. „Ég starfa sem fé- lagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, er matarbloggari hjá Gott í matinn og svo á ég tvö lítil börn svo að dagurinn er þéttpakkaður. Mér finnst ágætt að slaka á í matargerð og bakstri – því hann er svo skapandi og alltaf hægt að gera eitthvað nýtt. Sem sagt svolítið öðruvísi slökun.“ SÆTINDI AF ÖLLUM GERÐUM Kökuboð í Hafnarfirði Móðir og systur húsfreyjunnar; Hildur Birki- sdóttir fasteignasali og Pálína Kristín Pálsdóttir sitja vinstra megin við borðið og í fangi Pálínu er sonur hennar Anton Alexander 7 ára. Son- ur Thelmu er þeim næstur, Kristófer Karl 4 ára, þá eiginmaður Thelmu, Kristinn Jónsson lögfræðingur, Thelma sjálf og loks dóttir þeirra, Hildur Emelía, 3 ára. THELMA ÞORBERGSDÓTTIR BAUÐ HEIM Í KAFFI OG MEÐ ÞVÍ EFTIRMIÐDAG EINN OG PASSAÐI AÐ HAFA BAKSTUR VIÐ ALLRA HÆFI Í BOÐI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is UM 25 KÖKUR 120 g smjör, við stofuhita 130 g ljós púðursykur 1 stk. egg 1 tsk. vanilludropar 100 g hveiti ½ tsk. matarsódi 1 tsk. kanill ¼ tsk. Maldon-salt 125 g haframjöl 100 g dökkt súkkulaði, grófsax- að 100 g H-berg rommrúsínur, grófsaxaðar 50 g hvítt súkkulaði Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur. Hrærið smjör og púðursykur saman þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggi og vanilludropum við og hrærið vel. Blandið hveiti, mat- arsóda, kanil og salti saman við. Bæt- ið því næst haframjöli saman við og hrærið. Skerið súkkulaði og romm- rúsínur gróft, blandið saman við deigið og hrærið létt. Setjið deigið í skál og kælið í 30 mínútur. Takið deigið út og myndið kúlur úr því, gott er að hafa hverja köku u.þ.b. 30 g eða rúmlega 1 matskeið að stærð. Raðið kökunum á bökunarplötuna, hafið gott bil á milli. Bakið í 12 mín- útur. Kökurnar eru frekar linar þeg- ar þær koma út en jafna sig á stutt- um tíma. Kælið kökurnar alveg. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatns- baði og hrærið vel þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg. Hellið u.þ.b. 1 tsk. af súkkulaði yfir hverja köku. Rommrúsínukökur með hvítu súkkulaði 12 KÖKUR 160 g hveiti 1 ½ tsk. engifer krydd 1 tsk. kanill ½ tsk. múskat ¼ tsk. salt 55 g smjör, við stofuhita 115 g sykur 130 g síróp 1 egg létthrært 110 ml sterkt heitt kaffi 1 tsk. matarsódi Hitið ofninn í 180 C og raðið 12 bollakökuformum í eitt stórt bollakökubökunarform. Setjið hveiti, engifer, kanil, músk- at og salt saman í skál og geymið til hliðar. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Létthrærið eggið og blandið því saman við ásamt sírópinu og hrærið. Setjið matarsóda saman við sterkt heitt kaffi og hrærið þar til matarsódinn hefur leyst alveg upp og hellið því saman við blönd- una. Blandið síðan hveitinu saman við og hrærið vel saman. Fyllið bollakökuformin til hálfs og bakið í 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kök- unnar. SÍTRÓNUKREM 250 g smjör við stofuhita 500 g flórsykur 2 msk. mjólk 1 tsk. sítrónudropar Hrærið smjör og hveiti saman og bætið flórsykrinum í smáum skömmtum í einu varlega saman við. Blandið mjólk saman við ásamt sítrónudropunum og hrær- ið vel saman eða þar til kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið krem- ið í sprautupoka með sprautustút 1M og sprautið því á kældar kök- urnar. Skreytið með piparkökum. Jólabollakökur 430 g hveiti 50 g kókosmjöl 1 msk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1 tsk. maldonsalt 225 g smjör við stofuhita 170 g sykur 150 g púðursykur 4 egg 3 þroskaðir bananar 60 ml sterkt kaffi 60 ml mjólk 2 tsk. vanilla Hitið ofninn í 180ºC og smyrj- ið ferkantað eldfast mót. Setjið hveiti, kókos, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og geymið til hliðar. Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og hrærið á milli. Stappið bananana og setjið þá saman við ásamt kaffi og mjólk og hrærið saman. Bætið þá hveitiblöndunni smátt og smátt saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið deigið í eldfast mót og setjið pekanhnetutoppinn ofan á. Bak- ið í 35 mínútur eða þar til tann- stöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. PEKANHNETUTOPPUR 45 g hveiti 50 g púðursykur ½ tsk. kanill 60 g kalt smjör Bananakaka með pekanhnetutoppi og glassúr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.