Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 34
*Græjur og tækniGeimferðastofnun Bandaríkjanna NASA hefur sýslað við sitthvað fleira en geimvísindi »36 Búið að skanna inn skiptilykil og prentun hafin. Verkfæri og aðrir hlutir sem létta lífið koma vel út úr þrívíddarprenturum og þykja alveg jafn góðir. Iron Man-búningurinn er afrakstur þrívíddarprent- unar en búningurinn er gerður úr plasti. Urbee-bíllinn er fyrsti bíllinn sem prentaður er frá grunni. Allt nema vélarhlutarnir og veltigrindin er prentað. Á sýningunni í París er heill bás helgaður bíómyndum frá Legacy Effect en fyrirtækið hefur gert búninga fyrir fjölmargar myndir. AFP ÞRÍVÍDDARPRENTUNARSÝNING Í PARÍS UM HELGINA LÝKUR Í PARÍS SÝNINGU Á HLUT- UM SEM VERÐA TIL MEÐ ÞRÍVÍDDARPRENTUN. BÚIST ER VIÐ AÐ ÞRÍVÍDDARPRENTUNIN MUNI BREYTA LÍFI MANNSINS Á JAFN DRAMANTÍSKAN HÁTT OG NETIÐ GERÐI FYRIR EKKI SVO MÖRGUM ÁRUM. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Dvergur skannaður inn í tölvuna áður en hann er sendur til prentunar. Að prenta hluti, vörur og menn Nú er ekki að- eins hægt að kaupa eftirprent af listaverkum heldur einnig af listmunum. Hér má sjá Davíð og risaeðlu saman. Á sýningunni í París var margt að sjá, því þarna mátti sjá gervinýra, gerviútlimi, bíla, byssur og ótrúlegustu eftirprent af mögnuðum listaverkum. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta er að fara breyta heiminum. Þetta er algjör bylting fyrir iðnað,“ sagði James Craddock, prófessor frá Háskólanum í Nott- ingham í frétt AFP, en hann er sagður vera einn sá fremsti í heiminum varðandi notkun á tækninni. „Svona þrívídd- arprentun er ekkert endilega að fara inn á heimili fólks en okkur er að takast að prenta marga hluti sem kosta mikið og gera þá ódýrari. Meðal annars flugvélavæng,“ bætti prófessorinn við. Airbus-verksmiðjurnar stefna að því að framleiða flóknasta hluta farþega- þotunnar, vænginn, með þrívíddartækninni. Hvað er þrívíddarprentun Þrívíddarprentun virkar þannig að hiti frá leysi- geislum er notaður til að hlaða upp örþunnum lögum af muldu eða fljótandi hráefni af öllu hugsanlegu tagi og útkoman verður hlutir eins og bollar, leikföng, heyrnartæki eða jafnvel eitthvað stórt og mikið eins og til dæmis flugvélavængir, já eða jafnvel líffæri. Hvert lag af efninu er aðeins örlítið brot úr millimetra að þykkt og eru lögin soðin saman með ofurhita leysigeislans. Möguleikarnir eru endalausir en vörurn- ar eru frá upphafi sniðnar að notandanum. Auðvelt er að breyta skipunum um lög- un og efnisval í hverri tölvu eða prentara og þannig klæðskerasauma vöruna. Hægt verður að framleiða vörur allan sólarhring- inn án þess að mannshöndin geri annað en stilla tölvuna og ýta á on eða start. Tískan hefur notað þrívíddarprentun til að setja punktinn yfir i-ið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.