Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 37
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Það var ekki bara Eiður Smári sem barðist við tárin í vikunni því Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, hélt tilfinningaþrunga ræðu á hluthafafundi fyrirtækisins þar sem hann minntist samstarfs síns og Steve Ballmers sem mun láta af starfi sem forstjóri Microsoft í næsta mán- uði. Tölvurisinn leitar nú logandi ljósi að nýjum manni í starf Ballmers sem hefur gegnt forstjórastarfinu í 13 ár og staðið sig gríðarlega vel. ?Það verður erfitt að feta í fótspor fráfarandi for- stjóra,? sagði Gates í ræðu sinni og blikkaði til Ballmers áður en hann tók aftur til máls. ?Það eru mikil forréttindi að leiða þann hæfileikaríka hóp starfsmanna sem við höf- um,? sagði Gates og ræskti sig ansi hraustlega við ræðu- höldin. Hann lagði áherslu á að finna þyrfti rétta mann- eskju fyrir fyrirtækið sem gæti sinnt því af jafn mikilli alúð og Ballmer hefði gert. Tók Gates sér smá tíma áður en hann hélt áfram og duldist engum að hann var með kökkinn í hálsinum. Gates endaði ræðuna sína með því að segja að arftakinn þyrfti að deila þeirri sýn sem þeir Ballmer hefðu á Microsoft að fyrirtækið ætti að vinna að því að gera heiminn að betri stað. BILL GATES STJÓRNARFORMAÐUR MICROSOFT Barðist við tárin Bill Gates á hluthafafundinum í vikunni þar sem hann ræddi leit Microsoft að nýjum forstjóra. AFP Hungry Shark-leikurinn er stór- skemmtilegur hákarlaleikur þar sem markmiðið er að borða flesta fiska og sérstök bónusstig eru gefin fyrir að rífa í sig baðgesti af mennskum uppruna. Einfaldur að stjórna en verkefnin eru svolítið flókin í fyrstu en líkt og með flesta aðra tölvuleiki kemst notandinn upp á lagið. Allir byrja sem lítill hákarl en ef góður árang- ur næst er hægt að enda með því að vera hvítháfur. HUNGRY SHARK Hákarlastuð í undirdjúpum Plumber Classic er komið út fyrir snjallsíma en þennan leik spiluðu margir í gamla daga þegar leikirnir voru einfaldir en góðir. Markmið leiksins er að raða saman pípum frá upphafi til enda og láta vatnið kom- ast hindrunarlaust á áfangastað. Stórgóður leikur til að gleyma stað og stund í örlitla stund en eftir því sem lengra er komist verða borðin erfiðari og erfiðari. Kostar ekkert og er til bæði fyrir Android- og Apple-stýrikerfin. PLUMBER CLASSIC Gamli góði píparinn Litlum börnum finnst mjög gaman að stelast í fína snjallsímann hjá mömmu og pabba en Moms helper, þó að nafnið sé hálfhallærislegt, kennir börnum að flokka þvott í lit- að og hvítt, setja niður blóm og taka til svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er leik- ur fyrir bæði kyn þó að nafnið bendi til að þetta sé stúlknaleikur. Kostar ekki neitt og er aðeins til fyrir Android-stýrikerfi enda þarf svolítið stóran skjá til að spila þenn- an leik. Leikur sem kennir MOMS HELPER Draumur þeirra sem auglýsa er að aug- lýsingu þeirra verði deilt svo oft á fés- bókinni að hún verði nánast að heims- frétt. Nú er akkúrat ein slík komin í umferð en það er auglýsing frá fyr- irtækinu GoldieBlox, sem auglýsir dót og bækur fyrir stelpur þannig að verk- fræði heilli þær frekar. Af einhverjum sökum er verkfræði mikil karlastétt en 89% verkfræðinga heimsins eru karlar. Því vill GoldieBlox breyta og gerði frá- bæra auglýsingu undir lagi Beasty Bo- ys, Girls. Þar kemur verkfræði einmitt mikið við sögu sem og dót frá fyrirtæk- inu og brosandi ungar stelpur með ör- yggisgleraugu. Rúmlega sjö milljónir manna hafa horft á auglýsinguna frá fyrirtækinu á youtube. Markmið GoldieBlox er að hanna og gera leikföng fyrir stelpur sem eiga að örva áhuga þeirra á að taka að sér verkfræði sem starf. Verkfræði beitir vísindalegum aðferðum, sem byggjast einkum á stærðfræðigreiningu og eðlisfræði, við hönnun, rannsóknir, verkstjórnun, eftirlit og fleira. Debbie Sterl- ing, stofnandi GoldieBlox, útskrifaðist einmitt sem verk- fræðingur fyrir tveimur árum en hún sá að karlar sóttu frekar í verkfræði af einhverjum sökum. Því vill hún breyta og gerði því þessa eftirminnilegu auglýsingu. Stelpur hvattar í verkfræði Samkvæmt rannsóknum GoldieBlox missa stúlkur áhuga á vísinda- og tæknileikföngum um átta ára aldur. iPhone Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 fæstíepli.is iPhone5c Gefðu lífinu smá lit og skelltu þér á 5c iPhone5s Hraðasti iPhone síminn hingað til! epli.is/iPhone
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.