Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Í alíslenskum vetrarkulda eru húfur, hanskar og loðkragar nauðsynlegir fylgihlutir »40 Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa stílnum mínum þannig að hann væri frekar af- slappaður. Hérna áður fyrr var ég miklu uppstrílaðri, mikil kjóla- manneskja og alltaf í hælum! Í dag, og þá sérstaklega eftir að ég eignaðist seinna barnið mitt, sem stoppar ekki, er ég meira „casual“, oftast í buxum, flottum topp og blazer. Það klikkar ekki, er alltaf smart og auðvelt að dressa upp og niður með flottum fylgihlutum. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Ég elska flottar leðurbuxur og uppáhaldsleðurbuxurnar mínar eru frá Royal Extreme, þær eru „loose fit“ og sjúklega smart og þægi- legar. Einnig elska ég flottar dragtir og mín uppáhalds er frá And- ersen&Lauth, ullartweed-dragt, vel sniðin og klassísk. Á að fá sér eitthvað fallegt fyrir veturinn? Ég ætla að kíkja í second hand/vintage-búðir og reyna að fínna mér skósíðan og hlýjan vintage-pels. Hvað úr vetrartískunni ætlar þú að tileinka þér? Það er fínt að hafa einhverja strauma til hliðsjónar en ég hugsa að ég noti bara mitt tískuvit og „mixi og matchi“ eins og ég er í stuði fyrir þann daginn. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Kaupa föt sem henta vaxtarlaginu. T.d. finnst mér mikill mis- skilningur að konur sem eru með hold utan á sér klæði sig í víð föt. Það gerir sjaldnast mikið fyrir viðkom- andi. Frekar að reyna að vinna með og draga fram þá líkamshluta sem einstaklingurinn er ánægður með. Við erum öll svo misjöfn og ekki sjálfgefið að sama „silhouettan“ eða tískan henti öllum. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Já, Elsa Schiaparelly er minn uppáhaldshönnuður. Hún gerði svo margt fyrir tískuheiminn. Svo var hún líka mikill fem- ínisti og var ein af þeim fyrstu sem hönnuðu buxur og stuttbuxur á konur. Hún vann mikið með súrreal- istunum og braut mikið upp form og var mjög grafísk. Svo er líka Nicolas Ghes- quire í miklu uppáhaldi. Hann vann fyrir Balen- ciaga í 15 ár og var núna í byrjun nóvember ráðinn til Lou- is Vuittons þar sem hann tekur við af Marc Jacobs og hannar kvenfatnað. Það verður án efa ótrúlega flott hjá honum enda tekst honum með hverri línu að koma með mjög sterkt og flott lúkk að mínu mati. Hvar kaupir þú helst föt? Það fer algjörlega eftir buddunni … Ég hef verið það heppin undanfarin ár að vinna mikið við fatahönnun og því gengið mestmegnis í hönnun eftir sjálfa mig eða samstarfsfólk og vini. Annars versla ég æ meira á net- inu og finnst það algjör snilld. Hvað er í snyrtitöskunni? CC cream frá L’Oréal, grænt te, blautur eyeliner frá mac, naglalakk, kinnalitur, tveir varalitir; einn hvers- dags og einn meira crazy eftir klukkan átta, og síð- ast en ekki síst fyrir alla sem vilja hylja bauga og vera sætari á núll einni … Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Hvítu Jordan-skórnir mínir árið ásamt Levis 501 voru fyrstu tískuflíkurnar sem ég eignaðist, keypt- ir fyrir mig í Ameríku árið 1991 en þá var ég að- eins tíu ára. Þessar flíkur höfðu gífurleg áhrif á mig og ég fæ alveg nostalgíukast að hugsa til þeirra. Hvaða tískutímaritum/bloggi fylgistu með? Ég fylgist mest með Costume, Cover, In style, ID, Wallpaper, Vogue … Mér finnst alltaf gaman að skoða facehunter, Style by Kling, The Sartorial- ist, Fashionista og Advanced Style. Elsa Schiaparelli var mikill brautryðjandi í fatahönnun. Una Hlín og hundurinn Doddi. Morgunblaðið/Rósa Braga ALGJÖR SNILLD AÐ VERSLA Á NETINU UNA HLÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, FATAHÖNNUÐUR OG MARKAÐSFRÆÐINEMI, HEFUR UNDANFARIN ÁR UNNIÐ VIÐ FATAHÖNNUN. UNA STOFNAÐI FATA- MERKIÐ ROYAL EXTREME OG HEFUR HANNAÐ UNDIR ÞVÍ MERKI ÁSAMT ÞVÍ AÐ STARFA SEM YFIRHÖNN- UÐUR HJÁ TÍSKUHÚSINU ANDERSEN & LAUTH. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Langar í skósíðan pels Leðurbux- urnar frá Royal Extreme eru í miklu uppáhaldi. Una hefur mest gaman af skandinavískum tískublöðum. Una ætlar að reyna að finna sér skósíð- an og hlýjan vintage- pels fyrir veturinn. Gullpenninn frá YSL er skyldueign. Verð: 4.799 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.