Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 42
*Fjármál heimilannaKristín Arngrímsóttir þarf að sjá fyrir fimm köttum og sonum sínum tveimur Kristín Arngrímsdóttir er börn- unum að góðu kunn fyrir bækur sínar um Arngrím apaskott. Á dög- unum var hún að senda frá sér nýja barnabók um mektarköttinn Matt- hías og orðastelpuna og gefur bókaforlagið Salka út. Kristín er mikill kattavinur og þarf að gera ráð fyrir fimm kattarmunnum í matarinnkaupunum. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum þrjú í heimili, ég og synir mínir tveir. Auk þess búa hjá okkur fimm kettir. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf til ost, kaffi og kattamat. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Við förum með um það bil 25 þús- und krónur í mat og hreinlæt- isvörur á viku. Hvar kaupirðu helst inn? Ég kaupi yfirleitt inn í Bónus og Krónunni og í hverfisbúðinni Pét- ursbúð. Einstaka sinnum fer ég í Melabúðina, þar freistast ég til að kaupa ýmsa undarlega matvöru sem þau í Melabúðinni eiga tölu- vert af. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Sparnaðurinn í heimilisrekstrinum felst aðallega í því að nota það sem ég kaupi upp til agna. Ég fleygi ekki af- göngum af mat heldur nota þá áfram þar til þeir eru uppétnir. Auk þess á ég ekki bíl en geng þangað sem ég þarf að komast. Ef of langt er að fara gangandi tek ég strætó. Hvað vantar helst á heimilið? Það vantar ekkert á heimilið, mér sýnist vera nóg af öllu. Eyðir þú í sparnað? Hvað sparnað áhrærir þá eyði ég í svokallaðan séreignarlífeyrissparnað og legg stundum til hliðar af laun- unum mínum ef þannig stendur á. Skothelt sparnaðarráð? Skothelt sparnaðarráð er líklega að eyða sem minnst. Það gengur þokkalega, ég er frekar nægjusöm. Auk þess er ágætt að hafa í huga að eyða ekki um efni fram. KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR BARNABÓKAHÖFUNDUR Notar allt upp til agna Kristín segist vera nægjusöm og gæta sín á að eyða ekki um efni fram. Á sumum heimilum er núna verið að íhuga vandlega þann möguleika að köttur eða hundur leynist í ein- um jólapakkanum þetta árið. Lesendur vita auðvitað að gælu- dýr á ekki að gefa nema gefandinn sé tilbúinn að taka ábyrgð á dýrinu sjálfur, næstu 15-20 árin eða svo. En ef það er ekki fyrirstaða, þá er kisi eða voffi auðvitað yndisleg við- bót við heimilið. Aurapúkinn vill benda á að kettir eru alla jafna mun ódýrari í rekstri en hundar. Ekki aðeins eru kett- irnir minni og ódýrari á fóðrum heldur hafa kannanir erlendis ítrekað sýnt fram á að hundaeig- endur þurfa að eyða meiru í lækn- iskostnað og ýmiss konar annað uppihald. Kötturinn er því val hag- sýnna dýravina. Í Kattholti og Kisukoti fyrir norðan bíða fjöldamargar geldar og prúðar kisulórur eftir að eign- ast eiganda til að kela hjá, fyrir lítið. púkinn Aura- Kettir eru ódýrari S vo virðist sem kaupmálar milli hjóna verði æ algeng- ari. Sverrir Pálmason, hér- aðsdómslögmaður hjá CATO Lögmönnum, segir viðhorf almennings til kaupmála vera að breytast. „Sumum getur þótt það óróm- antískt að færa kaupmála í tal áð- ur en gengið er upp að altarinu, enda ganga flestir í það heilaga ein- mitt með það fyr- ir augum að hjónabandið vari ævina á enda. En eins og með annað í lífinu gildir það um hjúskap að í upphafi skyldi endinn skoða og ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að stór hluti hjónabanda endar með skilnaði.“ Allt í einn pott Kaupmáli, segir Sverrir, er lög- gerningur til að skipa fjármálum hjóna farveg með tilliti til sér- eigna og hjúskapareigna. Geta margar ástæður legið að baki þeg- ar hjón eða hjónaefni ákveða að gera með sér kaupmála. Segir Sverrir að honum virðist t.d. óal- gengara að kaupmáli sé gerður þegar mjög jafnt er á með hjón- um fjárhagslega. Er rétt að muna við giftingu að þá gildir sú meg- inregla að allar eignir hjóna verða sameiginlegar og skiptast alla jafna til helminga við skilnað. Stundum geta kaupmálar líka gagnast til að vernda viðskipta- lega hagsmuni s.s. með því að tryggja að mikilvægur eign- arhlutur í fyrirtæki teljist séreign og komi þannig ekki til skipta við skilnað. Hvort hjóna ber ábyrgð á þeim skuldbindingum sem á því hvíla, hvort sem þær stofnast fyrir hjú- skapinn eða síðar. „Það gerist að- eins í undantekningartilvikum, s.s. í tilviki vangoldins tekjuskatts, að makar beri sameiginlega ábyrgð á skuldum sem annar aðilinn stofn- aði til. Annars er ekki hægt að ganga að eignum annars aðilans vegna skulda hins, nema auðvitað þegar hjónin eru samskuldarar, eins og er t.d. algengt í tengslum við lántöku vegna fasteignakaupa.“ Ekki venjulegur samningur Hjónum er frjálst að gera samn- inga sín á milli með öðrum hætti en með kaupmála, en einungis er hægt að mynda séreign í hjóna- bandi með kaupmála, og veita því aðrir samningar ekki sömu laga- legu vernd. „Kaupmálinn verndar séreign viðkomandi og geta kröfu- hafar ekki gengið að séreignum þess maka vegna skulda hins.“ Sverrir segir kaupmálagerð iðu- lega kalla á ráðgjöf lögfræðings enda geri lögin ákveðnar kröfur um form og framsetningu skjals- ins. Vinna lögfræðingsins felst ekki síst í því að leiðbeina hjón- unum um hvað er rétt að komi fram í kaupmálanum en þar má t.d. setja ákvæði um að séreign verði hjúskapareign við fráfall annars makans og að kaupmálinn gildi ekki ef hjón eignast sameig- inlegan skylduerfingja. CATO Lögmenn halda úti vef- síðunni www.kaupmáli.is þar sem hægt er að fylla út aðgengilegt eyðublað og panta kaupmála gegn vægu gjaldi. Kaupmála þarf að skrá hjá sýslumanni og kostar skráningin í dag 6.600 kr. auk stimpilgjalds. Gjaldið er aðeins 50 kr. ef kaup- málinn er gerður á undan stofnun hjúskapar en fyrir kaupmála sem gerðir eru síðar er tekið gjald sem nemur 0,4% a þeirri fjárhæð sem gerð er að séreign samkvæmt kaupmálanum. ÓDÝRARA AÐ GERA KAUPMÁLA FYRIR STOFNUN HJÚSKAPAR EN EFTIR Kaupmáli getur veitt mikilvæga vernd KRÖFUHAFAR GETA EKKI GENGIÐ Á SÉREIGN ANNARS MAKA SKV. KAUPMÁLA VEGNA SKULDA HINS. ÁN KAUPMÁLA GILDIR LÍKA ALMENNT SÚ REGLA AÐ ALLAR EIGNIR HJÓNA VERÐA SAMEIGINLEGAR OG SKIPTAST JAFNT VIÐ SKILNAÐ. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „En eins og með annað í lífinu gildir það um hjúskap að í upphafi skyldi end- inn skoða,“ segir Sverrir um það viðhorf sem gott er að hafa til kaupmála. Morgunblaðið/Ómar Sverrir Pálmason

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.