Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Þ eim fækkar sem muna hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hefði verið skotinn og skömmu síðar að hann væri allur. Hálf öld er liðin frá þeim atburði, en allan þann tíma hefur augnablikið það oftast verið nefnt til sögu þeg- ar spurt var um hvaða einstaka atburð jarðarbúar hefðu flestir fest svo í minni að þeir myndu alla tíð síðar hvar þeir voru staddir þegar tíðindin spurðust. Það hefur auðvitað enga sérstaka þýðingu hvar hver og einn var, en hin einstæða minning, sem var sam- eiginleg svo miklum fjölda nær og fjær, segir mikla sögu. Hvar varstu þá? Þótt það skipti minna en engu máli getur bréfritari þess að hann var staddur nærri Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur á leið frá skóla. Aðrir honum ókunnugir voru á svipuðum slóðum. Leigubílstjóri, sem ók framhjá skrúfaði niður bílrúðuna sem sneri að þess- um ósamstæða hóp og sagði: „Þeir voru að drepa Kennedy“. Svo brunaði hann burt. Hinn fámenni hópur þéttist aðeins rétt eins og hann ætlaði að hefja fund um málið en hikaði svo við. Kona í hópnum sagði: „Þetta getur ekki verið satt. Af hverju lætur maðurinn svona?“ Bréfritari trúði leigubílstjóranum og tók á rás og hraðaði sér heim til ömmu sinnar að segja henni tíðindin. Forseti fellur, goðsögn verður til Sumir segja spekingslega að ódæði Lee Harveys Os- valds hafi gert meira en að fella þennan 35. forseta Bandaríkjanna, hinn fríða kyndilbera frjálsra þjóða. Hann hafi komið honum í stjórnmálalega guðatölu á hinni sömu stundu. Það má vel vera rétt. Það hefur þó ekki verið markmið Osvalds, misheppnaðs draum- óramanns, sem haldinn var dómgreindarbresti og ranghugmyndum á því stigi að jaðraði við geðveiki. En það þarf fleira að koma til en að forseti falli fyr- ir morðingja hendi svo að slík upphafning verði. Fjór- ir bandarískir forsetar hafa hlotið þau örlög, en að- eins tveir þeirra hafa verið teknir í mannlega dýrlingatölu. Hinn var Abraham Lincoln. Lítill vafi er þó á því að Lincoln þurfti ekki aðstoð Booths leik- ara til að tryggja ódauðleika sinn og yfirburðastöðu sína í sögunni. Sagan úrskurðar iðulega með afgerandi hætti að liðinn leiðtogi (þjóðar, ríkis eða uppreisnar, svo dæmi séu nefnd) rísi undir titlinum „mikilmenni“. Mæli- stikan sem ræður niðurstöðunni er ekki tiltæk nein- um einum. Það sýnir sig einnig að það er ekki frá- gangssök að mati „sögunnar“ þótt mikilmennið sé ekki að öllu leyti gallalaust. Mikilmennið er ekki endilega jafnframt góðmenni, þótt það þætti sjálfsagt ekki lakara. Mikilmenni getur verið með skapgerð- arbresti af ýmsum toga og jafnvel hafa sumir þeirra verið forsenda þess að viðkomandi náði mikilmenna- stiginu. Mikilmennskubrjálæðið telst þó ekki með. Menn geta verið sjálfhverfir og tillitslitlir við aðra og gert óréttmætar kröfur um að flest verði að víkja svo ásetningur hins verðandi mikilmennis megi ná fram að ganga. Fleiri bækur hafa verið skrifaðar um Winston Churchill en flesta aðra stjórnmálamenn og þær draga allar upp mynd af einstæðum hæfileikamanni á mörgum sviðum, afkastamanni sem næstum flokkast undir að vera óhemja, en um leið lífsnautnamanni (þó ekki á sviði Kennedys), heillandi persónu með allan skalann í pesónu sinni: Dugnað, kappsemi, ódrepandi baráttuhug, viðkvæmni, samúð með öðrum, óbrigðult minni svo með ólíkindum þótti, og þar fram eftir göt- unum. En hann hefur átt sínar breysku stundir, verið mistækur og ósanngjarn og eru öllu þessu gerð sífellt betri skil, eftir því sem bókum fjölgar. En í hans til- felli yfirgnæfa kostirnir gallana eins og Kilimanjaro Kögunarhól. En hefði Churchill fallið fyrir tilræð- ismanni árið 1920, aðeins 46 ára gamall, eins og Ken- nedy varð, þá hefði það ekki dugað honum til að hefj- ast í hóp hinna fáu mikilmenna sögunnar. Þó hafði Churchill þá afkastað og afrekað miklu og raunar margfalt meira en Kennedy hafði þegar hann féll frá. Churchill þurfti hvorki meira né minna en sögulega nálægð við alvöru morðhund, milljónfaldan Oswald, til að lyftast á sinn stall. Hann varð persónulega and- stæðan við sjálfan Adolf Hitler á ögurstundu og þurfti því heila heimsstyrjöld til að hefjast í sínar háu hæðir. En þangað náði Churchill þótti hann gaml- aðist fyrir augunum á heiminum en færi ekki í blóma lífs. Sjarmatröllið En persónudýrkunin sem tengdist strax hinum fallna forseta kom fram af öðrum ástæðum. Forsetahjónin ungu sem settust inn í Hvíta húsið í janúar 1961, með fallegu smábörnin sín tvö, þóttu annarrar gerðar en fyrri húsbændur þess húss. Forsetinn myndarlegur og aðlaðandi í senn og forsetafrúin, Jacqueline, eins og prinsessa í ævintýri, eða draumadís tískublaða, dálítið eins og Díana hin breska varð síðar. Það staf- aði ekki bara ljóma frá þessu fólki, það beinlínis sindraði af því. Og þótt ekki væri allt eins og sýndist eins og síðar kom í ljós sáu velviljaðir fjölmiðlar um að hafa háan þagnarmúr þar í kring. Auðæfi Ken- nedyfjölskyldunnar, sem faðir forsetans hafði safnað saman af miklu afli, klókindum og með því að lögin í landinu sýndu honum hvað eftir annað meiri tillits- semi en hann þeim, dugðu sonunum vel á frama- braut. Það munaði þó ótrúlega fáum atkvæðum á Nixon og Kennedy. Flutt yfir í íslenskar tölur væri það eins og 100 atkvæði hefðu ráðið þeim úrslitum. Og því miður þykja sterkar líkur á að kosningasvindl hafi Þótt líði ár og öldin hálf * Starfsferill Johns Kennedy varekki langur, 1000 dagar í emb-ætti, og í rauninni ekki mjög margt sem gerir hann sögulegan. Reykjavíkurbréf 22.11.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.