Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 45
tryggt úrslitin. Lyndon Johnson á að hafa staðið fyrir því í suðurríkjunum, að tugir þúsunda látinna manna náðu að greiða atkvæði og gerðu það rétt, En mest hafi munað um aðfarir Daleys, borgarstjóra í Chi- cago. Það segir þó kannski mesta sögu um hve litlu munaði á hinum glæsilega, fjáða Kennedy og sjálfs- prottnum Nixon varaforseta, sem var algjör andstaða Kennedys hvað alla útgeislun snerti, að fréttaskýr- endur töldu flestir og telja enn, að úrslitum hafi ráðið að Kennedy hafi mætt vel sminkaður í sjónvarps- kappræður þeirra en Nixon ekki. Hin hliðin Alla hans forsetatíð var kvenfólki, og ekki var það allt af fínustu sort, laumað inn í Hvíta húsið eða á aðra þá staði sem forsetinn notaði það og það skiptið. Þar sem slíkur valdamaður átti í hlut vissi auðvitað stór hópur manna hvað gekk á. Samt bárust engar fréttir út. Einn fylgdist þó betur með en allir aðrir, J. Edgar Hoover, og sá var ekki lamb að leika sér við. Hoover hélt doðranta um þessa ótrúlegu framgöngu forset- ans og raunar einnig um Róbert bróður hans, sjálfan dómsmálaráðherra landsins. Þeim bræðrum var meinilla við leynilögreglustjórann en þorðu ekki að hrófla við honum. Sjálfir gáfu þeir bræður á hinn bóginn fyrirmæli um að njósnað væri um Martin Lut- her King, blökkumannaleiðtogann fræga og einhvern mesta ræðusnilling þessa tíma. Mikill eða miðlungs? Starfsferill Johns Kennedy var ekki langur, 1000 dagar í embætti, og í rauninni ekki mjög margt sem gerir hann sögulegan. Svínaflóainnrásin, sem und- irbúin var í tíð Eisenhowers, en Kennedy tók end- anlega ákvörðun um, var ömurleg aðgerð og Banda- ríkjunum til lítils sóma. Kennedy hóf hernaðaraðgerðir í Víetnam sem komust í algleyming í tíð Johnsons forseta, varaforseta Kennedys. Kúbu- deilan árið 1962 var háskaleg og meira undir en í nokkurri alþjóðlegri deilu fyrr og síðar. Ótrúlegt er hve seint Bandaríkin gerðu sér grein fyrir því hvað Sovétmenn voru að gera í landi Kastrós undan suður- strönd Bandaríkjanna. Allt fór betur en horfði til um skeið og flestir skýr- endur færa þá niðurstöðu John Kennedy til tekna. En síðari tíma upplýsingar benda til að Nikita Krút- sjov, aðalritari Sovétríkjanna hafi talið sér óhætt að stofna til svo ótrúlegra ögrana við hitt risaveldið. Eft- ir leiðtogafundi þeirra Kennedys í Vín taldi hann sig sjá að hinn ungi forseti Bandaríkjanna væri ekki að- eins reynslulaus heldur veikgeðja. Ekki er víst að kommúnistaleiðtoginn gamli hafi lesið yngri manninn rétt. Það fór þó svo að raunsæismenn í Moskvu knúðu Krútsjov til undanhalds í málinu og kjarnorkustyrj- öld var forðað og gamli aðalritarinn, böðull Stalíns í Úkraínu, var settur af ári síðar. En þá var hinn kóng- urinn á þessu taflborði fallinn fyrir morðingja hendi. Hvað ef? Þessa dagana eru miklar bollaleggingar um hvað hefði gerst í framhaldinu ef atbeini Lee Harveys Os- walds hefði ekki komið til. Ekkert er fast í hendi og vandi er um slíkt að spá, eins og þar segir. Nú er vit- að að sá læknir sem fylgdi forsetanum dældi í hann lyfjum, sem ekki voru endilega ólögleg á þeim tíma, hvað sem síðar varð. En hitt þykir hafið yfir vafa, að forsetinn hefði ekki þolað slíka meðferð og í þeim mæli lengi, án þess að bíða skaða af. Þrátt fyrir yfirgengilega velviljaða fjölmiðla þá hefði framhjáhald forseta „fyrirmyndarfjölskyld- unnar“ í Hvíta húsinu fyrr eða síðar sprungið í andlit hennar. Þar var ekki um nokkrar stúlkur að ræða, heldur tugi og mjög ríflega það, þótt ótrúlegt sé. Í samtali við MacMillan forsætisráðherra segir banda- ríski forsetinn allt í einu að fái hann ekki a.m.k. eina konu til sín á dag þá fái hann höfuðverk. – Af hverju er hann að segja mér frá því – spyr gamli, breski for- sætisráðherrann sjálfan sig í dagbók sinni! En spurn- ingin um hvað hefði orðið ef kúlur morðingjans hefðu misst marks eru aldrei annað en eðlilegar en æði loft- kenndar vangaveltur. Gore Vidal hefur þó vænt- anlega verið nærri því þegar hann sagði (efnislega): Ef leyniskytta hefði skotið Krútsjov en ekki Kennedy tel ég öruggt að Onassis hefði ekki gifst Ninu (Krút- sjov). Líklega er óhætt að fullyrða að það gerði réttindum blökkufólks og fátæklinga gott að Johnson varð for- seti í stað Kennedys. Ekki vegna þess að sá síð- arnefndi hafi ekki verið jákvæður í þeirra garð. En Johnson var forseti sem var flinkari við að eiga við Bandaríkjaþing en nokkur annar og gera frumvörp að lögum. Flestir telja að enginn annar hefði náð því að „böðla“ tillögum, sem jafnmikil undirliggjandi og dulin andstaða var við, í gegnum báðar deildir þings- ins. En Víetnam? er spurt. Aðdáendur Kennedys telja að hann hefði fyrr séð að sér en Johnson. Ken- nedy hóf hina ógæfusömu vegferð og ekki margt sem styður þessa kenningu. Enginn vafi er á því að mikið var í Kennedy forseta spunnið. Áratugum saman hafa vinir hans og sam- starfsmenn komið fram opinberlega og fjallað um hann og allt til þessa dags lýsir óblandin aðdáun af þeim frásögnum og frá þeim sem nánastir voru hrein og ósvikin væntumþykja. Einn af helstu samstarfs- mönnum Kennedys og vinur var Pierre Salinger, blaðafulltrúi hans. Salinger sá vin sinn og yfirboðara í síðasta sinn 19. nóvember 1963. Þann dag fékk hann bréf frá konu í Dallas í Texas: Don’t let the President come down here. I’m worried about him. I think something terrible will happen to him. (Forsetinn má alls ekki koma suður hingað. Ég óttast um hann. Ég er viss um að eitthvað hræðilegt muni henda hann.) Salinger svaraði konunni samdægurs og sagðist meta umhyggju hennar gagnvart forsetanum, en það væri dapurlegt fyrir landið sem heild ef til væri sú borg í Bandaríkjunum sem forsetinn yrði að forðast vegna ótta við óeirðir. Ég er sannfærður um að Dallasbúar munu taka honum fagnandi, sagði Salinger konunni. Var hann einn? Og það gerðu þeir langflestir. Þó ekki einn. Og enn ganga sögurnar um að hann hafi ekki verið einn á ferð, þessi misheppnaði ólánsmaður. Þannig sagði Kerry, utanríkisráðherra, fyrir fáeinum dögum, að hann tryði því ekki að Oswald hefði staðið einn að verki. Ráðherrann sagðist þó ekki vilja hafa uppi neinar kenningar að öðru leyti. Sú staðreynd að búllueigandanum Jack Ruby tókst að myrða Oswald fyrir framan nefið á fjölda lögreglumanna áður en náðst hafði að yfirheyra hann að neinu gagni, hefur ýtt undir samsæriskenningarnar og haldið lífi í þeim. Og eins hitt að bandaríska leyniþjónustan hefur enn sem komið er neitað að birta 1100 síður af skjölum, sem hún flokkar enn, hálfri öld síðar, sem fullkomin trúnaðargögn. Þessi skjöl verður hún þó að lögum að birta árið 2017, en svo vill til að það ár hefði John F. Kennedy orðið hundrað ára. Mikil viðhöfn var að vonum þegar Kennedy forseti var borinn til grafar 25. nóvember 1963. Sorg ríkti um gjörvöll Bandaríkin, og henni var deilt víða um heimsbyggðina. Leiðtogar hvaðanæva komu til að vera viðstaddir og votta samúð sína og virðingu. Jac- queline Kennedy og börn þeirra tvö hittu viðkvæm- ustu strengi í hjarta þeirra mörgu sem fylgdust með í sjónvarpi eða á fréttamyndum blaða eins og hér á landi. Lee Harvey Oswald var raunar einnig jarðaður þennan sama dag, svo sérkennilegt sem það er. Hon- um fylgdu aðeins tvær konur til grafar, Marguerite móðir hans og Marina Nikolajevna kona hans með barnungar dætur hins látna í fanginu. Marina hafði verið „snotur afgreiðslustúlka í lyfjabúð“ í Minsk í Sovétríkjunum þegar hinn 23 ára Lee Oswald kom auga á hana. Í nýlegri heimildarmynd, sem sýnd var á sögurás í sjónvarpi og byggð var á bókinni „Killing Kennedy“ kemur persóna þessarar sovétstúlku vel fyrir og kallar á samúð, jafnvel meiri en flestar aðrar og mikilvægari persónur. Marina hefur fram til þessa harðneitað að selja sögu sína fyrir fé. Bréfritari átti ógleymanlegan, persónulegan há- degisfund með Pierre Salinger blaðafulltrúa Johns F. Kennedy. Hann lýsti vini sínum sérlega hlýlega svo honum vöknaði um augu. Hann hafði verið um borð í hinni forsetaflugvélinni, með Dean Rusk utanrík- isráðherra, á leið til Asíu þegar skeyti barst, tor- kennilegt mjög, sem virtist gefa til kynna að skotið hefði verið á forsetann. Þegar málið skýrðist var vél- inni snúið við áleiðis til Bandaríkjanna. Salinger færði bréfritara bók sína „With Kennedy“ að gjöf með fallegri áletrun þar sem hann segir m.a. að þar sé fjallað um sögulegt augnablik í tilveru Bandaríkj- anna og hann var í miðju þeirra atburða. Sagðist hann sjálfur safna bókum um Kennedy og spurði hvort slík væri til frumsamin á íslensku. Ég sagði svo vera og sú bók hefði komið út strax árið 1964. Það var bók Thorolfs Smith fréttamanns sem margir lásu upp til agna fyrir næstum því hálfri öld. Morgunblaðið/Ómar 24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.