Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 46
Í starfi sínu sem frístundaleiðbeinandi leggur Hafsteinn Vilhelmsson mikla áherslu á að virkja alla unglingana í hverfinu óháð þjóðerni. A llt hans fas er bráðsmitandi. Kveðjan er glaðleg og stutt í bjart brosið. Þegar hann byrjar að tala fer hann fljótt á flug. Meðan við sitjum saman um stund í félagsmiðstöðinni 111 í Breiðholtinu, þar sem hann vinnur, stendur hann meira að segja nokkrum sinnum upp til að leggja áherslu á mál sitt. Erfitt er að hrífast ekki með Hafsteini Vilhelmssyni í þeim ham. Ham sem er honum eðlislægur. Lífsgleðin geislar af honum. Hafsteinn fæddist á Srí Lanka árið 1984 en var ættleiddur til Íslands fáeinna vikna gam- all af hjónunum Margréti Ingibjörgu Haf- steinsdóttur og Vilhelm Einarssyni, og ólst upp með systur sinni, Hlíf Sigríði, sem einnig er ættleidd frá Srí Lanka. „Við erum ekki blóðskyld en þar sem aðeins nokkrir dagar eru á milli okkar vorum við alin upp eins og tvíburar,“ segir Hafsteinn sem stóð í þeirri meiningu fyrstu ellefu árin að hann væri eldri. „Það var þangað til mamma átti erindi við þjóðskrá og komst að raun um að kennitalan mín var ekki til. Þau héldu að ég væri fæddur 30. september en það reyndist vera 30. októ- ber. Ég yngdist sumsé um heilan mánuð sem þýðir að systir mín er í raun sex dögum eldri, fædd 24. október,“ segir Hafsteinn. Hann veit ekki hvernig þessi misskilningur kom til og hefur engin áform um að kynna sér málið frekar. „Ætli ég haldi mig ekki bara við 30. október úr þessu,“ segir hann hlæj- andi. Hvers vegna ertu svona brúnn? Hafsteinn ólst að vonum upp sem hver annar Íslendingur og veitti því ekki athygli að hann væri eitthvað öðruvísi fyrr en fólk fór að benda honum á það. „Haffi, hvers vegna ertu svona brúnn?“ spurðu börnin á leikskólanum. Ekki stóð á svari: „Ég borða svo mikið súkku- laði.“ Þar með var það afgreitt. Það var gæfa Hafsteins að kunna að svara fyrir sig. Þess vegna gáfust börnin snemma upp á því að atast í honum, hvort sem það var sprottið af stríðni eða forvitni. Það var eins og skvetta vatni á gæs. Eitt þótti honum þó leiðinlegt. Það var þeg- ar hann var spurður hverjir „alvöru“foreldrar hans væru. „Mér þykir ofboðslega vænt um foreldra mína og vildi ekki eiga aðra foreldra, þess vegna særði þetta mig. Að því kom að foreldrar okkar ræddu þetta við okkur systk- inin og lögðu þá málið svona upp: „Við erum og verðum foreldrar ykkar. Við ólum ykkur upp og verðum alltaf til staðar fyrir ykkur.“ Það var afskaplega dýrmætt að heyra enda auðvelt að rugla börn í ríminu í þessum að- stæðum.“ Hafsteinn hefur aldrei haft áhuga á því að vita hverjir blóðforeldrar hans eru enda þótt foreldrar hans búi yfir upplýsingum um þá. „Ég hef ekki séð tilganginn í því og hef satt best að segja afskaplega lítið velt uppruna mínum fyrir mér. Vissulega yrði gaman að fara einhvern tíma til Srí Lanka en það er samt ekkert forgangsatriði hjá mér. Aðrir staðir eru ofar á listanum,“ segir hann. Hélt aftur af félögunum Vinir og leikfélagar Hafsteins pældu aldrei í því að hann væri eitthvað öðruvísi. Hann var bara einn af hópnum. Þeir voru meira að segja gjarnan viðkvæmari fyrir áreitni í hans garð en Hafsteinn sjálfur. Fyrir vikið þurfti hann stundum að halda aftur af þeim. Hann lék knattspyrnu á yngri árum og fékk stundum gusur yfir sig á velli, aðallega frá áhorfendum. „Það var yfirleitt sagt í hita leiksins og ekki illa meint og oftast var ég beðinn afsökunar á eftir,“ segir Hafsteinn og erfir ekki upphlaup af því tagi við nokkurn mann. Því fer fjarri að öll athyglin hafi verið nei- kvæð. „Mörgum fannst ég mjög merkilegur þegar ég var krakki. Eins vakti það óskipta athygli að ég talaði lýtalausa íslensku. Ég kann margar meinfyndnar sögur af því,“ segir hann. Eitt sumarið vann Hafsteinn sem sendill og hafði meðal annars það hlutverk með höndum Heyriði, hann talar íslensku! HANN VAR VATNI AUSINN OG HLAUT NAFNIÐ HAFSTEINN VILHELMSSON. ÓLST UPP Í HÓLAHVERFINU Í BREIÐHOLTI, ÓSKÖP VENJULEGT ÍSLENSKT BARN. FYRIR UTAN EITT. HANN ER DÖKKUR Á HÖRUND. STAÐREYND SEM VAKTI ALLSKONAR VIÐBRÖGÐ HJÁ FÓLKI. HANN LÉT SÉR ÞÓ HVERGI BREGÐA, HVORKI ÞÁ NÉ NÚ, ÞEGAR HANN ER ORÐINN LEIKARI OG ÍTREKAÐ BEÐINN UM AÐ LEIKA GLÆPAMENN. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Viðtal *… mér finnst mjöggaman að leika glæpa-menn. Ég hef samt sem áður mikinn áhuga á að prófa hlutverk af öðru tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.