Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 47
að færa dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði mjólkina. Einn daginn var hann eitt- hvað illa upplagður og fékk sér kríublund í matsal heimilisins. Þegar hann vaknaði sátu nokkrar eldri konur yfir honum og mændu á hann. Þegar Hafsteinn bauð góðan dag hrukku þær í kút og sögðu: „Heyriði, hann talar íslensku.“ Þetta þóttu honum einlæg og skemmtileg viðbrögð. Áttu þau í framhaldinu gott spjall saman. Drullaðu þér heim! Hafsteinn lendir iðulega í því að vera ávarp- aður á ensku. Einhverju sinni kom hann í verslun og afgreiðslukonan brá sér strax á bak við til að biðja aðra að afgreiða hann. „Æi, ég er svo léleg í enskunni,“ heyrði hann hana segja. Önnur afgreiðslukona kom fram og fóru viðskiptin fram á ensku. Hafsteinn gat hins vegar ekki á sér setið að þeim loknum og kvaddi á kjarngóðri íslensku. Andlitið datt af afgreiðslukonunum. Sjaldan kemur fyrir að Hafsteinn sé áreitt- ur vegna húðlitar síns í seinni tíð. Það er helst á næturlífinu að menn láta vaða. „Það er ekki oft en kemur þó fyrir. Ég hef fengið að heyra allskonar frasa, eins og „drullaðu þér heim, negrinn þinn!“ Þegar ég slæ því upp í grín og svara á íslensku hvort mönnum sé sama þótt ég fari upp í Breiðholt eftir tvo tíma kemur á þá.“ Annars telur hann sig hafa sloppið furðuvel frá þessari áreitni gegnum árin. Hefur alltént heyrt um margt miklu verra sem hörunds- dökkir Íslendingar hafa mátt þola. „Ég er ekki í vafa um að það hefur með viðmótið að gera. Ég áttaði mig snemma á því að þetta gæti orðið óbærilegt léti ég það ná til mín. Þess vegna slæ ég þessu iðulega upp í grín og afvopna fólk þannig.“ Erum á réttri leið Spurður hvort miklir fordómar séu á Íslandi getur Hafsteinn ekki svarað öðruvísi en ját- andi. Hann hefur reynt það á eigin skinni. „Mér finnst við samt vera á réttri leið, dregið hefur úr fordómum á síðustu árum. Ætli það helgist ekki af því að útlendingum hefur fjölg- að hér á landi og fólk er fyrir vikið orðið van- ara að hafa samskipti við þá.“ Hann segir tungumálið algjört lykilatriði í þessu sambandi. Einstaklingur af erlendum uppruna sem tali góða íslensku verði fyrir miklu minni áreitni en sá sem ekki talar tungumálið. „Það er mjög erfitt fyrir krakka sem hvorki tala íslensku né ensku að laga sig að aðstæðum hérna. Um leið og tungumálið kemur batnar staða þeirra til muna.“ Hafsteinn vinnur sem frístundaleiðbeinandi hjá ÍTR í félagsmiðstöðinni 111 í Breiðholtinu og í því starfi leggur hann einmitt mikið upp úr því að virkja alla unglingana í hverfinu. „Bakgrunnur unglinganna hérna í hverfinu er mjög fjölbreyttur. Þeir koma víða að og við þurfum að sníða tómstundastarfið að þörfum allra. Þetta er viðkvæmur og mótandi aldur og mikilvægt að krökkunum líði vel. Þess vegna höfum við í félagsmiðstöðinni farið út á meðal erlendu krakkanna í hverfinu í því skyni að fá þá til að taka þátt í starfinu með okkur. Tali þeir ekki íslensku, sem er nokkuð algengt, notum við bara fingramál eða leik- ræn tilþrif til að höfða til þeirra. Þetta hefur gengið vonum framar en lykilnálgunin er að bjóða alla velkomna í félagsmiðstöðina.“ Spurður hvort honum gangi betur en öðr- um starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar að ná til erlendu krakkanna segir Hafsteinn sam- starfsmenn sína tala um það en hann finni ekki sérstaklega fyrir því sjálfur. Lét drauminn rætast Ekki þarf að sitja lengi með Hafsteini til að skynja að leiklist á vel við hann. Hann lék mikið í grunn- og framhaldsskóla og lét síðar drauminn rætast, skráði sig í nám í leiklist og kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands. Lauk þaðan prófi fyrir tveimur árum. „Þetta er frábært nám. Ég lærði auðvitað heilmargt um kvikmyndagerð og leiklist en ekki minna um félagslega færni. Allt á þetta eftir að nýt- ast mér.“ Hafsteinn hefur leikið töluvert í skólatengd- um verkefnum og einnig spreytt sig í auglýs- ingum. Stærsta tækifærið til þessa var hlut- verk í þriðju seríunni af spennuþættinum Pressu á Stöð 2, þar sem Hafsteinn lék einn úr glæpagenginu sem hleypti öllu í bál og brand. Hann var hvattur af kennaranum sínum, sem sá um leikaravalið, til að sækja um hlut- verk í þættinum og þegar hann varð fyrir val- inu hélt Hafsteinn í fyrstu að það hefði ekkert með hörundslit hans að gera. „Síðan fór ég að lesa handritið og þá var sérstaklega tekið fram að einn karakteranna í genginu ætti að vera dökkur á hörund. Það þótti vinum mín- um mjög fyndið,“ segir hann og hlær. Ekki svo að skilja að það breytti neinu. „Það var mikil upplifun að leika í Pressu og frábært tækifæri fyrir mig.“ Önnur hlutverk hafa verið svipuð. Haf- steinn var fenginn til að leika mann sem ræðst á konu í undirgöngum í stuttmynd og var boðið að leika innbrotsþjóf í auglýsingu fyrir Skjá einn. Þannig stóð á hjá honum að hann gat ekki tekið það hlutverk að sér. Langar að leika feimnu týpuna „Ég hef aðallega leikið glæpamenn til þessa og kannski verður það hlutskipti mitt í fram- tíðinni. Ég kvarta alls ekki undan því, mér finnst mjög gaman að leika glæpamenn. Ég hef samt sem áður mikinn áhuga á að prófa hlutverk af öðru tagi. Það getur verið erfitt að festast í því sem við köllum „type-cast“. Ég er opinn fyrir öllu, ekki síst alvarlegri hlut- verkum. Ég lék til dæmis í styttri útfærslu af Kirsuberjagarðinum eftir Tsjékhov meðan ég var í skólanum og hafði mjög gaman af. Í öðru verkefni lék ég feimnu og óöruggu týp- una, sem er býsna langt frá mér sjálfum, og fékk mjög góð viðbrögð.“ Hafsteinn hefur nýtt kvikmyndanámið í starfi sínu fyrir ÍTR og í fyrravetur efndi hann til námskeiðs fyrir börn í 3. og 4. bekk grunnskóla og aftur nú. Börnin skrifa hand- ritið sjálf í félagi við Hafstein og bera hitann og þungann af kvikmyndagerðinni. Afrakst- urinn getur svo að líta í Sambíóunum í Mjóddinni. Hann er í senn stoltur og ánægður með verkefnið. „Þetta hefur gengið vonum framar. Ég hef hvatt krakkana til að taka þátt og það er ótrúlega gaman og gefandi að sjá þau koma út úr skelinni. Ég þekki það af eigin raun hvað svona skapandi vinna getur gert fyrir börn. Og það eru ekki bara krakkarnir sem læra, ég er alltaf að læra sjálfur í þessu starfi. Á hverjum einasta degi. Vonandi er þetta bara byrjunin. Mig langar að gera svo miklu meira fyrir þetta hverfi. Hverfið mitt.“ 24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Unnusta Hafsteins er Gyða Kristjáns-dóttir og eignuðust þau sitt fyrstabarn, Elísu Margréti, fyrir tíu mán- uðum. Allt gekk vel til að byrja með en þeg- ar Elísa Margrét var tveggja mánaða fór Hafstein og Gyðu að gruna að ekki væri allt með felldu. Sérstaklega ullu undarlegir kippir hjá þeirri stuttu þeim áhyggjum. Þau leituðu til læknis að kvöldlagi og grunaði hann bakflæði en gat ekki verið viss og ráðlagði Hafsteini og Gyðu því ein- dregið að koma aftur daginn eftir. Ástæða væri til að rannsaka barnið betur. Það var gert og fljótlega lá niðurstaðan fyrir, Elísa Margrét var greind með alvar- legan heilagalla. Hún er með sléttan heila, engar gárur, sem takmarkar líkamlega getu hennar og þroskamöguleika verulega. Hefur þetta valdið mjög illvígri flogaveiki sem reynst hefur erfitt að ná tökum á. „Fyrir liggur að þetta mun hafa mikil áhrif á þroska hennar, andlegan og lík- amlegan,“ útskýrir Hafsteinn. „Hún er orð- in tíu mánaða og heldur ekki ennþá höfði, þessi elska.“ Geðgóð eins og pabbinn Elísa Margrét hefur verið meira og minna á spítala síðan hún greindist og foreldrarnir með henni. „Það hefur orðið algjör viðsnún- ingur á okkar lífi,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir mótlætið hefur Elísa Margrét staðið sig eins og hetja. „Hún er mjög geð- góð að upplagi – eins og pabbi hennar,“ seg- ir hann og skellir upp úr. Þau vita ekki hvert framhaldið verður en læknar hafa ráðlagt þeim að gera sér ekki of miklar vonir. Ólíklegt sé að Elísa Mar- grét eigi nokkurn tíma eftir að geta talað né gengið. „Við tökum bara einn dag fyrir í einu. Það er lykilatriði að hugsa jákvætt og borða hollan mat. Maður þarf á öllu sínu að halda í baráttu sem þessari. Meðan Elísa Margrét brosir og hlær erum við ánægð. Þá líður henni ekki illa.“ Hann segir þau Gyðu aldrei hafa hugsað: Af hverju við? „Það er ekki til neins. Elísa Margrét er bara eins og hún er og veikindi hennar skyggja ekki á neinn hátt á okkar samband. Engin mann- eskja hefur gert mig eins stoltan í þessu lífi. Ég gæti ekki lifað án hennar!“ Hafsteinn ásamt unnustu sinni, Gyðu Kristjánsdóttur, og dótturinni, Elísu Margréti, sem gert hefur þau svo stolt. Engin manneskja gert mig eins stoltan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.