Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 L ilja Guðrún Þorvalds- dóttir leikkona hefur fengið prýðisdóma fyrir leik sinn í verkinu Stóru börnin sem sýnt er í Tjarnarbíói. Stykkið sjálft hef- ur þá hlotið einróma lof leikhús- gagnrýnenda, á annars stormasöm- um leikdómavetri hingað til. Lilja Guðrún er leikkona sem hefur fylgt leikhús- og kvikmyndagestum í nær 35 ár. Hún á forvitnilegan feril að baki en ekki síður líf – sérstaklega æsku. Í þann sarp sækir hún reynslu og visku fyrir túlkun sína. Byrjum þar. „Þegar ég er átta ára gömul veikist móðir mín og síðar kom í ljós að hún var með krabbamein. Við bjuggum á Akranesi, fjögurra barna hópur og faðir minn, sem var menntaður búfræðingur, en á Akra- nesi hafði hann starfað við sjó- mennsku. Hann hafði þá stuttu áð- ur lent í slysi við löndun svo það var skammt stórra högga á milli. Við flytjum þess vegna á æsku- heimili pabba í Melasveit, þar sem bróðir hans bjó einn. Elsti bróðir minn er þó þarna kominn á sjó og systir mín í skóla annars staðar en þau voru auðvitað hjá okkur þegar það var ekki vinna eða skóli. Ég ólst upp við lítil efni þótt ég hafi áttað mig á því í seinni tíð að æska mín var ákveðið ríkidæmi. Ég gat rætt allt við foreldra mína og ætíð leitað til þeirra,“ segir Lilja Guð- rún. Móðir flúði ömurlega vist Móðir hennar hét Ingunn V. Hjart- ardóttir og faðir Þorvaldur Steina- son. Ingunn var send sem ungbarn í fóstur til vandalausra í Staðarsveit vegna fjölskylduaðstæðna. Eftir góð ár þar deyr fóstra hennar og hún er send á nýtt heimili. Lilja Guðrún segir það hafa verið ömurlega vist. „Það fólk var helsjúkt. Bóndinn barnaði meðal annars jafnöldru mömmu sem einnig var í vist á bænum. Konan á bænum lagði fæð á mömmu. Þegar hún var fjórtán ára og var með barn jafnöldru sinn- ar á handleggnum í eldhúsinu kem- ur konan að henni og tryllist yfir því að hún skuli vera að hjálpa stúlkunni og sinna „króganum“, eins og hún kallaði barnið. Hún skvettir á mömmu sjóðheitu vatni úr potti og mamma var með bruna- sár á hálsi alla ævi. Mamma kvaddi heimilið þarna á stundinni.“ Mörgum árum síðar hitti Ingunn, þá orðin stórglæsileg kona, þennan gamla kvalara sinn sem boðaði hana heim til sín – hafði frétt af henni í heimsókn í sveitinni. „Mamma hafði alltaf samúð með lít- ilmagnanum,“ segir Lilja Guðrún. Þá var Lilja Guðrún sjálf barn að aldri og var með í för. Henni til mikillar undrunar sá hún móður sína bogna þegar konan skyrpti út úr sér hrakyrðum. „Ég sá mömmu fara mörg ár aft- ur í tímann, hún fraus hreinlega, gat engu svarað og ég man hvað ég varð reið og hissa, þetta var svo ólíkt þessari sterku, flottu, mömmu sem ég átti. Ég endaði á því að svara kerlingunni, sagði henni að hún væri vond kona og hreinlega norn. Það birti yfir mömmu og ég man hvernig hún rétti úr sér og kvaddi kerlinguna eftir ræðu mína: „Vertu sæl.“ Saga mömmu hefur verið mér mikilvæg uppspretta í túlkun í leiklistinni.“ Lilja Guðrún segir að þarna hafi komið sér vel að að geta ekki þag- að. Hún hafi aldrei þolað þöggun. „Ég held að stundum hafi réttlæt- iskennd mín þvælst fyrir mér og ég hef oft orðið óvinsæl fyrir að taka ekki þátt í að þegja einhvers konar óréttlæti í hel en þegar upp er staðið skiptir það mig ekki máli. Það er miklu verra að sitja uppi með að hafa ekki staðið upp þegar maður hefði átt að gera það.“ Veikindin voru ekki rædd Allt frá því að Lilja Guðrún fór að leika hefur hún verið spurð að því hvar hún hafi lært líkamsbeitingu og dans. Það lærði hún hjá móður sinni, sem kom tveimur systkinum Lilju Guðrúnar á fætur eftir löm- unarveiki. Hún nuddaði þau, kenndi þeim að dansa og færði hreyfingu í leik. Það sér enginn í dag hversu veik systkinin urðu. „Þegar ég var að byrja í leikhús- inu vissi ég ekki hvað ég átti að segja þegar blaðamenn spurðu hvar ég hefði lært dans. Sveinn Ein- arsson gekk á mig og spurði sömu spurningar. „Mamma …“ svaraði ég og fannst eitthvað asnalegt að segja það. „Nú, segðu það þá!“ sagði hann. Árin í sveitinni voru oft erfið. „Það er fallegt á Narfastöðum í Melasveit en þetta voru bara aðrir tímar. Ég var þarna átta til tólf ára. Á veturna varð ég oftsinnis að ganga næstum níutíu mínútna leið í skólann í kolniðamyrkri, kannski tunglsljós. Fyrst, áður en bróðir minn fór í skóla á Akranesi, var hann með mér og það var allt ann- að líf. Á þessum tíma voru veikindi ekki rædd og við máttum ekki heimsækja mömmu. Gömul ráðs- kona sem fengin var á bæinn notaði sínar aðferðir við uppeldið og sagði að það væri ekki að furða að mamma okkar lægi fyrir dauðanum – „eigandi svona óþæg börn!“ Við vöknuðum upp með martraðir þangað til faðir okkar komst að því hvað hvíldi á okkur.“ Lilja Guðrún átti fyrst ekki að fá að ganga í skóla í sveitinni þar sem börn voru ekki send í hann fyrr en þau voru tíu ára. Hún var átta ára en hafði orðið læs fjögurra ára gömul og fannst tilhugsunin um að fá ekki að fara í skóla skelfileg. Hún fékk það í gegn og sat uppi með Stærðfræðihefti Elíasar Bjarnasonar númer fjögur – sama hefti og elstu krakkarnir, fjórtán ára gamlir, voru að leysa. Lilja Guðrún var smávaxin og hún segir að það og þessi reynsla hafi gert það að verkum að hún áttaði sig á að það dugði ekkert annað en að steyta hnefann á móti óréttlæti. „Ég var svo lítil að mér var strítt á því að ég yrði dvergur. Og þegar ég sá loks dverg í kvikmyndahúsi varð ég svo hrædd að ég hljóp út! Sveitin mótaði mig mikið. Kuldinn, myrkrið og þetta harða líf, ég held að ég njóti góðs af því í þeim geira sem ég starfa í.“ Annað atriði sem mótaði líf leik- konunnar var þátttaka föður henn- ar í stjórnmálum og verkalýðsbar- áttu. Hann var mjög virkur í þeim málum á Akranesi. „Eftir slysið var hann í raun ör- yrki en þá voru þau mál með öðr- um hætti en nú og engar bætur að fá. Ég vissi að hann persónulega myndi ekkert hafa upp úr þeirri miklu vinnu sem hann lagði í hug- sjónir sínar og ég spurði hann af hverju hann væri að gera þetta. „Fyrir ykkur, börnin mín og barna- börnin,“ var hans svar.“ Mölinni fegin Leikkonan var guðslifandi fegin þegar hún flutti á mölina tólf ára. „Bara það að fá að gera vinnu- bækur í skólanum var svo stór- fenglegt í mínum augum að ég kláraði allar vinnubækurnar sem ég átti að gera yfir veturinn á fyrstu vikunum. Eftir grunnskóla fór ég í Leiklistarskóla Ævars Kvaran, lærði tækniteiknun og starfaði einn- ig hjá Fálkanum.“ Lilja Guðrún var með í stofnun Leiklistarskóla SÁL árið 1972 en meðlimir skólans börðust fyrir því að fullgildur leiklistarskóli yrði stofnaður hérlendis. Árið 1974, þeg- ar Leiklistarskóli Íslands var stofn- aður úr SÁL, fór hún yfir í nýja skólann ásamt velflestum nem- endum þaðan. Vigdís Finnboga- dóttir og Sveinn Einarsson börðust fyrir því að Leiklistarskólinn yrði settur á laggirnar. Parti af föðurfjölskyldunni hugn- aðist ekki að hún ætlaði að verða leikkona, fannst það ekki nógu fínt. Sá sami hluti talaði ekki við hana fyrr en hún var orðin þekkt fyrir leik í sjónvarpi og leikhúsi mörgum árum síðar. Og ekki hugnaðist þeim heldur að hún varð ólétt þegar hún var enn í námi. „Ég á tvær dætur; Karen Maríu Jónsdóttur, sem ég eignaðist á öðru ári í leiklistarskólanum, og Ingunni Valgerði Henriksen, sem fæddist tíu árum síðar. Ég átti ekki að fá að halda áfram í skólanum af því að Æskuárin mótuðu LILJA GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR LEIKUR Í NÝJU STYKKI UM FULLORÐIÐ FÓLK SEM VILL VERA BÖRN. SJÁLF ÁTTI HÚN ÓVENJULEGA ÆSKU OG LÆRÐI SNEMMA AÐ ÞAÐ ER GOTT AÐ GETA SVARAÐ FYRIR SIG. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Á veturna varð ég oftsinnis að ganga næstum níutíu mínútna leið í skólann í kolniðamyrkri, kannski tunglsljós,“ segir Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir um æsku sína í sveitinni. Viðtal PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 3 3 4 5 6 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚLPUM HLÝJAR Í KULDANUM Full búð af vönduðum vetrarúlpum DIDRIKSONS RONJA ÚLPA Þrír litir. Stærðir: 36–46 23.192 KR. Verð áður 28.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.