Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 49
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 ég var ófrísk, það var einfaldlega bannað í náminu. En þá stóð Vigdís Finnbogadóttir upp og sagði: „Lilja er ekki veik. Hún á von á barni og heldur áfram.“ Skólanefndin varð að bíta í það súra epli að ég fengi að halda áfram. Ég eignaðist dóttur mína 10. desember, jólafríið byrjaði 12. desember og ég byrjaði í skól- anum aftur í janúar. Ég var í skól- anum frá morgni til kvölds og gaf daggjafirnar á næturnar. Ekki spyrja mig hvernig ég fór að því – ég hef aldrei skilið það sjálf en auð- vitað var það fyrst og fremst mamma sem hljóp undir bagga og stóra systir stappaði í mig stálinu.“ Stuðningur Bríetar Héðins Fólkið sem hafði áhrif á Lilju Guð- rúnu og studdi hana í gegnum nám- ið á einn eða annan hátt, auk systk- ina hennar og fjölskyldu, er margt hvað fólk í leikhúsinu. Bríet Héð- insdóttir var ein þeirra. Lítið fallegt dæmi: Þegar yngri dóttir Lilju Guðrúnar var fótbrotin og þurfti að liggja heima í nokkrar vikur í gifsi var Lilja Guðrún að æfa erfitt hlut- verk í Þjóðleikhúsinu, frá morgni til kvölds. „Ég fór heim í hádeginu til að sinna henni eins og ég gat í stutt- um pásum. Ég komst að því löngu síðar að allan þann tíma hafði Bríet komið heim til Ingunnar á daginn og kennt barninu vísur og verið hjá henni. Bríet passaði sig að vera far- in áður en ég kom. Þetta var þeirra leyndarmál. Ég skildi ekkert í því að barnið var sífellt farandi með nýjar vísur þegar ég kom heim. Ég sakna Bríetar.“ Fólk sem hefur haft áhrif á Lilju Guðrúnu í starfi er margt. „Ég er nú hrædd um að gleyma ein- hverjum af mínum helstu áhrifa- völdum. Þarna er fólk eins og Brynja Benediktsdóttir, Benedikt Árnason, Þórhildur Þorleifsdóttir, sem er frábært að vinna með, Helga Hjörvar og skólastjórinn minn gamli, Pétur Einarsson. Stef- án Baldursson, Benedikt Árnason sem var mentorinn minn. Náttúr- lega Vigdís og Sveinn, sem hafa sýnt mér mikinn stuðning. Ég lék mikið með Guðmundi Steinssyni, Helga Skúlasyni og Kristbjörgu Kjeld og Kristbjörg er mjög góð vinkona mín. Vinnan hefur gefið manni marga góða vini. Launin eru lág og þarna er því fólk sem ber mikla ást til leikhússins.“ Leikkonan segist líka alltaf hafa verið heppin með yfirmenn. Einnig áður en hún kom í leikhúsið. „Forstjóri Fálkans, Bragi Ólafs- son, reyndist mér ótrúlega vel. Honum þótti svo fyndið hvað ég var góð með mig þegar ég sótti um starf, og svaraði því til að ég kynni hvorki vélritun, tollskýrslugerð né annað tengt skrifstofunni, en gæti hreinlega lært þetta allt, að hann réð mig. Þegar ég hætti til að fara í leiklistina bauð hann mér að ég gæti fengið starf í öllum fríum.“ Lilja Guðrún hefur leikið aðal- hlutverk í leikverkum íslenskra og erlendra meistara – stykkjum Shakespeares, Jóhanns Sigurjóns- sonar, Halldórs Laxness, í kvik- myndum og sjónvarpsþáttum. Hún hefur nýlokið hundruðustu sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi en er komin langt frá barnaleikritinu núna þótt stykkið kallist Stóru börnin. Lilja Sigurðardóttir er höf- undur þess. Fullorðnir með bleiu Stóru börnin fjalla um fullorðna menn og konur sem hafa blæti, oft- ast af kynferðislegum toga, sem snýst um að vilja vera lítið barn og láta annast sig; keyra sig um í barnavagni, hugga og skipta á sér. „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri til. Þegar maður fór að afla sér upplýsinga á netinu komst maður að því að það er miklu meira um þetta en manni hefði nokkurn tímann dottið í hug. Fyrst hló ég eins og fífl því mér fannst þetta svo rosalega fyndið enda er þetta oft lyginni líkast. Fyrirbærið er þekkt og viðurkennt í helstu borgum heims, New York, London, Berlín, Kaupmannahöfn og fleiri stöðum og eftir því sem maður kemst næst eru þetta manneskjur með ýmiss konar bakgrunn. Hins vegar virðist kúnnahópurinn eins og í New York sérstaklega vera Wall Street- gæjar.“ Lilja Guðrún horfði á viðtal við hjón þar sem karlinn lætur eigin- konuna annast sig eins og ungbarn að vinnudegi loknum. „Hann er yfirmaður í banka í Berlín og þegar hann kemur heim fer hann úr fínu jakkafötunum og er með bleiu og pela og eiginkona hans er þá mamman.“ Lilja Guðrún leikur í verkinu „mömmuna“ sem selur umönnun sína og ást. „Þessi hjón eru í félagsskap með öðrum í sömu stöðu og mér finnst „tragikómískt“ að sjá þau fyrir mér á kvöldin fara að ganga, þá keyrir hún hann um í stórum vagni fyrir fullorðna.“ Ýmislegt í kringum blætið hefur verið iðnaður í yfir tuttugu ár að minnsta kosti og heilu búðirnar sem selja barnavagna, bleiur, pela og allt það sem fullorðna barnið þarf. Það er jafnvel þekkt að fólk fari út að ganga í hópum í görð- unum á kvöldin. „Í New York þekki ég hjón sem bjuggu á hæðinni fyrir neðan svona „mömmu“. Strákarnir komu með skjalatöskurnar sínar og skildu þær eftir í eins konar leikskólahólfum og fóru í barnagall- ann.“ Höfundur leikritsins er einnig uppeldisfræðingur og hefur skoðað þessi mál vel. Þeir sem sækja í svona þjónustu hafa oftast orðið fyrir einhvers konar tilfinningalegri stöðnun, og þá í æsku. „Þeir eru fastir þar. Sem betur fer er þetta mjög skemmtilegt verk því annars hefði maður, held ég, ekki getað þetta. Þetta er sérkennilegt og dap- urlegt fyrirbæri. Einstaklingarnir eiga erfitt með að axla ábyrgð og flýja ábyrgðina inn í þennan heim og það er víst það sem heillar fólk í viðskiptalífinu – að flýja stressið og ábyrgðina.“ Lilja Guðrún segir siðferðislegar spurningar kvikna. „Af hverju fer fólk út í svona? Hvað gerðist á und- an? Og auðvitað er ekki hægt að sjá kaup á svona þjónustu öðruvísi en vændi því þessu tilheyrir nær alltaf eitthvað kynferðislegt.“ Ásamt Lilju Guðrúnu fara þau Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein og Stefán Hallur Stefánsson með aðalhlutverk en Rúnar Guðbrands- son leikstýrir. Líður þér alltaf vel á sviðinu? „Já, en ég er þó ævinlega með sviðsskrekk, sem versnar með aldr- inum. Maður er þroskaðri gagnvart heiminum, veit við hverju má búast og þekkir eigin veikleika mjög vel. En þetta er alltaf jafn stórkostlegt og gaman. Ég kalla þetta þó heppni, að vera þarna eftir öll þessi ár, því á Íslandi er svo mikið af góðum leikurum og listamönnum.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári * „Ég held að stundum hafi réttlætis-kennd mín þvælst fyrir mér og ég hefoft orðið óvinsæl fyrir að taka ekki þátt í að þegja einhvers konar óréttlæti í hel.“ – FULLT HÚS ÆVINTÝRA DIDRIKSONS ALVAR ÚLPA. Tveir litir. Stærðir: S–XXL 35.600KR. Verð áður 44.500 kr. COLUMBIA SPACE BARNAÚLPA Tveir litir. Stærðir: 2XS–L 15.992 KR. Verð áður 19.990 kr. COLUMBIA MINI LAY BARNAÚLPA Svört Stærðir: 104–152 15.992 KR. Verð áður 19.990 kr. DIDRIKSONS FELIX ÚLPA Svört. Stærðir: 130–170 15.992 KR. Verð áður 19.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.