Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 50
Glæstur ferill Eiður Smári Guðjohnsen • Fæddur: 15. september 1978 • Hæð: 1,85 m Ár Félag Leikir/Mörk 1994 Valur Reykjavík 17 / 7 1995–1997 PSV 13 / 3 1998 KR Reykjavík 6 / 0 1998–2000 Bolton Wanderers 59 / 19 2000–2006 Chelsea 186 / 54 2006–2009 Barcelona 72 / 10 2009–2010 Monaco 9 / 0 2010 Tottenham (lán) 11 / 1 2010–2011 Stoke City 4 / 0 2011 Fulham (lán) 10 / 0 2011–2012 AEK Athens 10 / 1 2012–2013 Cercle Brugge 13 / 6 2013– Club Brugge 26 / 3 U-17 Leikir : 27 Mörk: 6 U-19 Leikir : 9 Mörk: 2 U-21 Leikir : 11 Mörk: 5 A-landslið Leikir : 76 Mörk: 24 H eimspressan beindi sjónum sínum að knattspyrnuliði Íslands í apríl 1996 þegar feðgarnir Arnór og Eiður voru valdir í A-landsliðsverkefni gegn Eistlandi. Arnór byrjaði leikinn en Eiður sat á bekknum því það hafði komið skipun frá knattspyrnuforustunni; það átti að láta þá byrja gegn Makedónum á heimavelli í leik sem fór fram í júní. Þeir feðgar höfðu átt þann draum um að spila saman landsleik en Arnór sagði frá þeim draumi nokkrum árum fyr- ir leikinn gegn Eistlandi. Í millitíðinni, 7. maí, spilaði Eiður nánast nauðbeygður af KSÍ ung- lingalandsleik gegn Norður-Írum en þar fótbrotnaði hann illa og var frá knattspyrnuiðkun í mörg ár. Sperrileggur hægri fótar brotnaði og liðbönd slitnuðu. Viðbrögð Eiðs við brotinu voru eftirminnileg. „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég brotnaði var: þar fór leikurinn með pabba,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið 1998 þegar hann var bú- inn að vera frá keppni í tvö ár. PSV vildi ekki sleppa Eiði í leikinn en KSÍ bar fyrir sig reglur UEFA. Eiður átti að hjálpa U-18 ára liðinu að komast einu skrefi lengra en hann hafði ekki spilað með því landsliði í tvö ár en var eðlilega þeirra besti maður. PSV átti bikarleik skömmu síðar og hafði engan áhuga á að missa einn af sínum dáðustu sonum en með Eiði í framlín- unni hjá PSV var Ronaldo, sem síðar varð besti knattspyrnumaður heims. Á glæstum landsliðsferli þeirra feðga er þetta eini skugginn sem bar á þeirra feril. Draumurinn um að spila landsleik saman rættist ekki og það hefur þeim sviðið lengi – og svíður enn. Eiður kom næst inn í landsliðshópinn gegn Andorra fjórða september 1999 og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 90. mínútu. Síðan bættust 23 landsliðsmörk til viðbótar en hann er langmarka- hæstur íslenskra landsliðsmanna. Ríkharður Jónsson er næstur á markalistanum með 17 mörk. Eiður Smári spilaði alla leiki Íslands í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Japan árið 2002, eða tíu talsins, og skoraði í þeim tvö mörk. Hann var leiðtogi liðsins um þetta leyti og tók Atli Eðvaldsson, þáverandi landsliðsþjálfari, þá ákvörðun að gera Eið Smára að landsliðsfyrirliða í júní árið 2003. Alls var hann fyrirliði í 26 leikjum. Alls gladdi Eiður Smári íslenska landsliðsstuðningsmenn í 17 ár en nú er tjaldið fallið – einn besti knatt- spyrnumaður Íslandssögunnar hefur kvatt landsliðið þó að allir voni að hann endurskoði þá ákvörðun og fylgi landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Eiður Smári í 17 ár EINN FREMSTI KNATTSPYRNUMAÐUR ÍSLENSKRAR KNATTSPYRNUSÖGU, EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN, HEFUR LÍKLEGA LAGT LANDSLIÐSSKÓNA Á HILLUNA EFTIR TAPIÐ GEGN KRÓAT- ÍU Í VIKUNNI. EIÐUR ER MARKAHÆSTI LEIKMAÐUR ÍSLANDS FRÁ UPPHAFI EN LANDSLIÐSFERILL HANS HÓFST ÞEGAR HANN KOM INN Á FYRIR FÖÐUR SINN Í EISTLANDI 1996. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Í Prag í undirbúningi fyrir leik gegn Tékklandi með Ríkharði Daðasyni. Morgunblaðið/Kristinn Alls hefur Eiður Smári leikið 123 landsleiki fyrir Ísland. Atli Eðvaldsson gerði Eið Smára að fyrirliða íslenska landsliðsins. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ísland vann Ítalíu 2:0 í vináttuleik þar sem Eiður skoraði. 2000 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Í myndum 20042000

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.