Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 50
Glæstur ferill Eiður Smári Guðjohnsen • Fæddur: 15. september 1978 • Hæð: 1,85 m Ár Félag Leikir/Mörk 1994 Valur Reykjavík 17 / 7 1995–1997 PSV 13 / 3 1998 KR Reykjavík 6 / 0 1998–2000 Bolton Wanderers 59 / 19 2000–2006 Chelsea 186 / 54 2006–2009 Barcelona 72 / 10 2009–2010 Monaco 9 / 0 2010 Tottenham (lán) 11 / 1 2010–2011 Stoke City 4 / 0 2011 Fulham (lán) 10 / 0 2011–2012 AEK Athens 10 / 1 2012–2013 Cercle Brugge 13 / 6 2013– Club Brugge 26 / 3 U-17 Leikir : 27 Mörk: 6 U-19 Leikir : 9 Mörk: 2 U-21 Leikir : 11 Mörk: 5 A-landslið Leikir : 76 Mörk: 24 H eimspressan beindi sjónum sínum að knattspyrnuliði Íslands í apríl 1996 þegar feðgarnir Arnór og Eiður voru valdir í A-landsliðsverkefni gegn Eistlandi. Arnór byrjaði leikinn en Eiður sat á bekknum því það hafði komið skipun frá knattspyrnuforustunni; það átti að láta þá byrja gegn Makedónum á heimavelli í leik sem fór fram í júní. Þeir feðgar höfðu átt þann draum um að spila saman landsleik en Arnór sagði frá þeim draumi nokkrum árum fyr- ir leikinn gegn Eistlandi. Í millitíðinni, 7. maí, spilaði Eiður nánast nauðbeygður af KSÍ ung- lingalandsleik gegn Norður-Írum en þar fótbrotnaði hann illa og var frá knattspyrnuiðkun í mörg ár. Sperrileggur hægri fótar brotnaði og liðbönd slitnuðu. Viðbrögð Eiðs við brotinu voru eftirminnileg. „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég brotnaði var: þar fór leikurinn með pabba,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið 1998 þegar hann var bú- inn að vera frá keppni í tvö ár. PSV vildi ekki sleppa Eiði í leikinn en KSÍ bar fyrir sig reglur UEFA. Eiður átti að hjálpa U-18 ára liðinu að komast einu skrefi lengra en hann hafði ekki spilað með því landsliði í tvö ár en var eðlilega þeirra besti maður. PSV átti bikarleik skömmu síðar og hafði engan áhuga á að missa einn af sínum dáðustu sonum en með Eiði í framlín- unni hjá PSV var Ronaldo, sem síðar varð besti knattspyrnumaður heims. Á glæstum landsliðsferli þeirra feðga er þetta eini skugginn sem bar á þeirra feril. Draumurinn um að spila landsleik saman rættist ekki og það hefur þeim sviðið lengi – og svíður enn. Eiður kom næst inn í landsliðshópinn gegn Andorra fjórða september 1999 og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 90. mínútu. Síðan bættust 23 landsliðsmörk til viðbótar en hann er langmarka- hæstur íslenskra landsliðsmanna. Ríkharður Jónsson er næstur á markalistanum með 17 mörk. Eiður Smári spilaði alla leiki Íslands í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Japan árið 2002, eða tíu talsins, og skoraði í þeim tvö mörk. Hann var leiðtogi liðsins um þetta leyti og tók Atli Eðvaldsson, þáverandi landsliðsþjálfari, þá ákvörðun að gera Eið Smára að landsliðsfyrirliða í júní árið 2003. Alls var hann fyrirliði í 26 leikjum. Alls gladdi Eiður Smári íslenska landsliðsstuðningsmenn í 17 ár en nú er tjaldið fallið – einn besti knatt- spyrnumaður Íslandssögunnar hefur kvatt landsliðið þó að allir voni að hann endurskoði þá ákvörðun og fylgi landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Eiður Smári í 17 ár EINN FREMSTI KNATTSPYRNUMAÐUR ÍSLENSKRAR KNATTSPYRNUSÖGU, EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN, HEFUR LÍKLEGA LAGT LANDSLIÐSSKÓNA Á HILLUNA EFTIR TAPIÐ GEGN KRÓAT- ÍU Í VIKUNNI. EIÐUR ER MARKAHÆSTI LEIKMAÐUR ÍSLANDS FRÁ UPPHAFI EN LANDSLIÐSFERILL HANS HÓFST ÞEGAR HANN KOM INN Á FYRIR FÖÐUR SINN Í EISTLANDI 1996. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Í Prag í undirbúningi fyrir leik gegn Tékklandi með Ríkharði Daðasyni. Morgunblaðið/Kristinn Alls hefur Eiður Smári leikið 123 landsleiki fyrir Ísland. Atli Eðvaldsson gerði Eið Smára að fyrirliða íslenska landsliðsins. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ísland vann Ítalíu 2:0 í vináttuleik þar sem Eiður skoraði. 2000 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Í myndum 20042000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.