Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Í tilefni af aldarafmæli breska tónskáldsins Benjamins Britten efnir 15.15 tónleikasyrpan til Britten-hátíðartónleika í Norræna húsinu á sunnudag klukkan 15.15. Lofað er sannkall- aðri hátíðarveislu þar sem flutt verða ein- söngsverk, kórverk, og kammerverk þessa merka tónskálds og mun breiddin í verkaval- inu sýna glögglega hæfni hans við tónsmíð- arnar. Flytjendur á tónleikunum eru Eyjólfur Eyj- ólfsson tenór, Gerrit Schuil píanóleikari, kvartettinn Dísurnar og sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur, en kórinn flytur „Hymn to St. Cecilia,“ við samnefnt ljóð eftir skáldið W.A. Auden. BRITTEN-HÁTÍÐARTÓNLEIKAR BRITTEN KL. 15.15 Sönghópurinn Hljómeyki flytur kunn verk Brit- tens, undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins kemur fram ásamt Háskólakórnum og einsöngvurum. Háskólakórinn kemur fram ásamt Sinfóníu- hljómsveit unga fólksins, Ungfóníu, og einvala liði einsöngvara á tvennum tónleikum, á sunnudags- og mánudagskvöld, og hefjast þeir klukkan 20. Efnisskráin er metnaðarfull. Fyrir hlé mun Ungfónían flytja Ítölsku sinfón- íuna nr. 4 eftir Felix Mendelssohn. Eftir hlé stígur Háskólakórinn á svið með þeim og flytur Requiem eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson og einsöngvarar þau Margrét Hannesdóttir sópran, Nathalia Druzin Hall- dórsdóttir alt, Egill Árni Pálsson tenór og Bragi Jónsson bassi. UNGFÓNÍA OG KÓR SAMEINAST SÁLUMESSAN Útvarpsleikhúsið á Rás 1 frumflytur á sunnudag verkið „Hér“ eftir Kristínu Ómarsdóttur, í nýrri út- varpsleikgerð Bjarna Jóns- sonar sem jafnframt er leikstjóri verksins. Hljómsveitin Múm samdi nýja tónlist við leik- gerðina en hún samdi einnig tónlist við leikgerðir Bjarna eftir skáldsögunum Svefnhjólið, eftir Gyrði Elíasson, og Augu þín sáu mig, eftir Sjón. Bæði verkin hlutu Grímuna og Svefn- hjólið auk Norrænu útvarpsleikhúsverð- launanna. „Hér“ fjallar um hermann sem kemur á bóndabýli þar sem rekið er heimili fyrir börn. Hann myrðir alla heimilismenn, unga sem aldna, en einnig félaga sína tvo, því hann vill hlaupast undan stríðinu. Hann þyrmir hins vegar lífi ungrar stúlku … NÝTT ÚTVARPSLEIKRIT HÉR KRISTÍNAR Kristín Ómarsdóttir Fyrst við höfum meistara Megas með okkur þá syngjum við hanslög,“ segir Jóhanna Þórhallsdóttir, ein söngkvennanna semkalla sig 3 klassískar. Ásamt henni eru í söngtríóinu þær Björk Jónsdóttir og Signý Sæmundsdóttir og þær halda tónleika í Iðnó í dag, laugardag, klukkan 17. Um undirleik sjá félagarnir sem kalla sig 3 prúðbúna, en það eru þeir Bjarni Jónatansson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleik- ari. Söngvaskáldið dáða, Megas, Magnús Þór Jónsson, er gestur þeirra á tónleikunum. Björk segir að á efnisskránni sé skemmtilegt úrval laga, meðal annars perlur eftir Gunnar Þórðarson, en einkum sé kastljósinu beint að lögum Megasar. Hún nefnir sem dæmi að þau syngi „Vertu mér samferða inn í blómalandið, amma“ og „Fegurðardrottningar fisk- iðjuversins“. „Það er alveg óborganlegt lag, og var bannað á sínum tíma. En við látum vaða, enda þýðir ekki að vera með neitt pjatt þegar við syngjum með Megasi,“ segir Jóhanna. Hún segir að Megas hafi ekki verið í aðstæðum sem þessum áður, að syngja einn með þremur klassískum söngkonum, og fá gestir því að upplifa nýtt sjónarhorn á hann. „Hann syngur með okkur í nokkrum lögum og syngur líka nokkur einn með hljóðfæraleikurunum. Þá syngjum við þrjár nýjar útsetn- ingar á nokkrum laga Megasar, meðal annars „Táraborg“, „Saga úr sveitinni“ og „Lengi má manninn reyna“. 3 klassískar hafa á undanförnum árum haldið tónleika vítt og breitt um landið, iðulega með 3 prúðbúnum, öllum saman eða hluta tríósins. Þær hafa sent frá sér einn geisladisk, Fyrir austan mána og vestan sól. efi@mbl.is 3 KLASSÍSKAR KOMA FRAM MEÐ MEGASI Þýðir ekki að vera með pjatt Söngvarar og hljóðfæraleikarar – Signý, Bjarni, Megas, Gunnar, Jóhanna og Björk. „Við látum vaða,“ segir Jóhanna um efnisskrána. LÖG EFTIR MEGAS VERÐA Í AÐALHLUTVERKI Á TÓNLEIKUM 3 KLASSÍSKRA Í IÐNÓ Á LAUGARDAG. Menning É g er orðinn 79 ára og ég er ennþá á hundrað. En þetta er það sem gefur lífinu gildi. Ég hitti mikið af fólki, er alltaf að búa til tónlist og það gefur mér mikið að gleðja áheyrendur,“ segir tónlist- armaðurinn Ragnar Bjarnason sem þjóðin þekkir betur sem Ragga Bjarna. Nýverið sendi hann frá sér plötuna Falleg hugsun sem inniheldur ellefu ný lög. Auk Ragga sjálfs eru laga- og textahöfundar þeir Jón Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Jón Jónsson, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason, Þorgeir Ástvaldsson, Megas, Kristján Þórður Hrafnsson, Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hreinsson og Þorvald- ur Þorsteinsson. Ekki er nema ár síðan Raggi sendi frá sér síðustu plötu, en þar var um að ræða dúettaplötu sem féll í mjög góðan jarðveg. Að sögn Ragga var hann ekkert að tvínóna við hlutina þegar sú hugmynd kom upp að hann gerði nýja plötu með frumsömdu efni. „Ég sagði strax já. Mig hefur um nokkurt skeið langað til að gera órafmagnaða plötu og í raun má segja að þessi plata nái þeim anda býsna vel enda nokkur lög þar sem ég syng einn við píanóundirleik Jóns [Ólafs- sonar]. Við vorum að stíla inn á að fólk gæti sest í rólegheitunum með kaffibollann sinn og notið tónlistarinnar. Markmið okkar var að setja saman plötu með lögum sem væri þess eðlis að þeir sem hlýði á lögin geti far- ið að raula með strax við aðra hlustun. Ég vildi alls ekki hafa lögin það erfið að enginn réði við þau.“ Hversu miklu máli skipta góðir söng- textar? „Textar skipta gífurlega miklu máli. Sem söngvari þarftu að geta sett þig í spor ljóð- mælanda til að miðla textanum. Ég bý mér því stöðugt til myndir. Í laginu hans Magn- úsar Þórs „Sestu hérna hjá mér sonur“ er Jón t.d. með langt píanósóló og ég hef alltaf séð fyrir mér að þar mætti heyra svar stráksins sem faðirinn í laginu talar við,“ segir Raggi og bætir við: „Textanir á þess- ari plötu eru fallegir, segja ýmist skemmti- legar sögur, minna fólk á að gera sitt besta eða miðla því að falleg hugsun kostar ekki neitt.“ Það vekur athygli í hve góðu raddlegu formi þú ert. Hver er galdurinn? „Ef ég á að segja alveg eins og þá veit ég ekki hvernig mér hefur tekist að halda mér í svona góðu raddlegu formi, því það væri synd að segja að ég hefði gengið með trefil allt mitt líf. Ég hef aldrei sett upp trefil. Röddin hefur bara vanist því að hanga á þessum rugludalli,“ segir Raggi kíminn og bætir síðan við: „Ég hef aldrei hugsað um röddina eða hlúð sérstaklega að henni. Hún er bara þarna. Ég hlæ stundum aðsjálfum mér þegar ég heyri sprenglærða söngvara hita sig upp fyrir tónleika, því ég rek í mesta lagi upp einn tón í bílnum á leiðinni á tónleikastað til að athuga hvort ekki sé allt klárt og ég geti verið viss um að komast örugglega upp á hæstu tóna. Ég er ekkert viss um að það sé gott að hugsa of mikið um hlutina.“ Þarf að vera pínulítið nervös En ertu þá aldrei nervös þegar þú ert að troða upp? „Jú, ég er svona mátulega nervös. Ég hef reyndar einu sinni orðið svo nervös að ég leið nærri út af fyrir tónleika. Maður þarf að vera pínulítið nervös, því það hjálpar manni. Ég gæti hreinlega ekki komið fram ef ég væri ekki smá nervös.“ Gætir þú þess ávallt að velja lög sem henta röddinni þinni vel? „Já, en ég gæti þess líka að laga röddina að lögunum. Við Jón gerðum talsvert af því að breyta tóntegundum laganna til að fá meiri breidd í röddina og skoðuðum sér- staklega fraseringarnar. Við lágum lengi yfir þessu og ég tók þetta mjög alvarlega, enda vorum við rúma þrjá mánuði að vinna þessa plötu,“ segir Raggi sem man tímanna tvenna, því á sínum yngri árum skellti hann sér oft í stúdíóið með stuttum fyrirvara og söng lögin beint með hljómsveitinni. „Ég lét Jón spila öll lögin með mér á pí- anó. Svo fór ég með upptökurnar heim og lá yfir þessu m.a. í bílnum, velti fyrir mér lög- unum og söng sum þeirra aftur inn, þar til ég fann þá leið sem mér fannst að þyrfti að fara með þessi lög til þess að gera þeim al- mennileg skil,“ segir Raggi og tekur fram að vissara sé að skila af sér góðu dagsverki. „Því höfundarnir eru allir á svæðinu og geta hringt ef þeir eru ekki sáttir,“ segir Raggi og bætir síðan við. „En ég held að þetta hafi tekist ágætlega. Ég er að minnsta kosti mjög ánægður með plötuna,“ segir Raggi og þakkar það að nokkru góðum aðstæðum við upptökurnar, en bæði Falleg hugsun og Dú- ettar voru teknar upp í Eyranu, þ.e. í bíl- skúrnum hjá Jóni Ólafssyni. „Mér finnst miklu betra að vera í skúrnum hjá Jóni heldur en í stóru stúdíói, því það er svo af- slappað andrúmsloft í skúrnum og því þægi- legt að vinna þar. Og svo er Jón auðvitað líka snillingur,“ segir Raggi. Ekki er hægt að sleppa Ragga án þess að forvitnast hvort hann sé farinn að leggja drög að næstu plötu eða jafnvel farinn að skipuleggja afmælistónleika í tilefni af átt- ræðisafmæli sínu í september á næsta ári. „Þeir eru farnir að tala um næstu plötu, en það er enn bara á byrjunarstigi. Þó að maður eigi kannski ekki að vera að plana mikið fram í tímann, þá er ég ákveðinn í því að halda stórtónleika í september að ári í tengslum við áttræðisafmælið. Ég fæ nú að stjórna þessu dálítið og þá verður þetta rugludallalegt. Þetta verða ekki hefðbundnir tónleikar heldur eitthvað skemmtilegt. Ég þarf alltaf að hafa eitthvert fjör og grín í kringum mig,“ segir Raggi að lokum. NÝ PLATA FRÁ RAGGA BJARNA MEÐ NÝJUM LÖGUM „Hef aldrei sett upp trefil“ TÓNLISTARMAÐURINN RAGNAR BJARNASON ER ÞEGAR FARINN AÐ HUGA AÐ STÓRTÓNLEIKUNUM SEM HANN HYGGST HALDA Á NÆSTA ÁRI ÞEGAR HANN FAGNAR ÁTTRÆÐISAFMÆLI SÍNU. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.