Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Menning Á dögunum var haldið veglega upp á það að 350 ár voru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Í tengslum við afmælishátíðina kom út vegleg og fallega myndskreytt sýnisbók, 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar. Bókaútgáfan Opna gefur verkið út í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmanna- höfn, en þessar systurstofnanir varðveita alls um 3.000 handrit frá miðöldum og síðari öld- um. Í bókinni er staldrað við 66 handrit úr fórum Árna og þeim lýst í máli og myndum, auk þess sem fjallað er um nokkur fornbréf- anna í söfnunum. Svanhildur Óskarsdóttir, handritafræðingur á Árnastofnun, er aðalrit- stjóri bókarinnar, ritstýrir henni ásamt Matt- hew Driscoll, og hefur ritað glöggan inngang um Árna og ástríðu hans, og þær Laufey Guðnadóttir og Soffía Guðný Guðmundsdóttir bregða ljósi á handverkið sem tíðkaðist við bókargerð á miðöldum. Alls eiga 35 fræði- menn texta í verkinu, innlendir og erlendir. „Við töldum mikilvægt að eitthvað stæði eftir þegar afmælishátíðin væri afstaðin. Þessi bók er eitt af því sem mun gagnast okkur inn í framtíðina,“ segir Svanhildur. „Við ákváðum að gera sýnisbók, þar sem ekki væri af- skaplega mikill texti um hvert handrit en á móti hægt að fjalla um mörg þeirra. Við vild- um sýna hvað handritasafnið er marg- breytilegt og jafnframt nýjar og forvinilegar hliðar á safni Árna.“ – Framsetning efnisins er skýr og falleg, þetta er bók við alþýðuskap. „Svo sannarlega. Við viljum ljúka safninu upp fyrir almenningi.“ – Það hefur tekist vel. Og margt er afar forvitnilegt í bókinni, til að mynda skipting handritanna milli Árnastofnananna í Reykja- vík og Kaupmannahöfn, sem ég tel að margir viti ekki hvernig er hugsuð. „Jú, það var ástæða til að rifja það upp, án þess að fara í saumana á handritamálinu, og minna okkur á að það eru líka handrit í Kaup- mannahöfn. Bókin kemur einnig út á dönsku og ætti því að minna Dani á að þeir hafa ennþá handrit í sinni vörslu. Lagt var upp með það að bókin yrði unnin í samvinnu stofn- ananna beggja og haldið upp á að við stönd- um saman í þessu.“ – Er samstarf stofnananna gott? „Já. Við stöndum saman að ákveðnum verk- efnum, erum til dæmis með sumarskóla í handritafræðum fyrir meistara- og dokt- orsnema í handritafræðum sem koma víða að úr heiminum. Síðan eru önnur verkefni eftir hendinni. Við stöndum líka, ásamt Lands- bókasafni, að vefnum Handrit.is sem er raf- ræn handritaskrá. Það leiðir af sjálfu sér að þar sem safnið er á tveimur stöðum, þarf samstarfið að vera gott. Á rafrænum tímum er líka orðið auð- veldara að koma handritunum aftur saman. Við segjum oft að nú getum við sameinað í netheimum þetta safn sem var skipt, á nokk- uð sársaukafullan hátt.“ Mikilvægt og dýrmætt safn – Sumar bækurnar eru hreinlega í báðum löndunum, sinn helmingurinn í hvoru. „Já, eins og kemur glöggt fram í tveimur pistlum í bókinni. Saga hinna ýmsu handrita úr safni Árna er mjög merkileg. Þau hafa enst í margar aldir, kannski nú í sex eða sjö hundruð ár, og endast vonandi miklu lengur, en á þessum tíma hefur margt gerst. Í grein- um bókarinnar reynum við gjarnan að rekja feril handritanna, hvernig þau hafa borist milli fólks áður en Árni fékk þau. Dæmi um það er Reykjabók Njálu. Hún lenti í miklu ferðalagi, fram og aftur yfir Atlantshafið, en er nú í Danmörku í þriðja sinn. Við viljum ekki að fólk líti á handritasafnið sem einhvern stafla sem kúrir hér í kjallara í Reykjavík. Þræðir handritanna liggja um allt land og svo er hitt, að öll þjóðin ber ábyrgð á þeim. Við eigum öll að hafa áhuga á þeim, enda er ekkert ólíklegt að forfaðir minn eða formóðir þín hafi einhverntíma átt einhver af þessum handritum eða hafi lagt eitthvað til þeirra. Við þurfum að passa upp á þau og skila þeim til næstu kynslóða, og vitaskuld varðveita þau fyrir heiminn. UNESCO- viðurkenningin, sem setur þau á listann yfir minni heimsins, minnir okkur á hvað við erum með mikilvægt og dýrmætt safn í höndunum.“ Hafa verið gríðarlega glæsilegar – Við að lesa bókina er lesandinn minntur á að handritasafnið er annað og meira en skinn- bækur og Íslendingasögur. Þið geymið allra- handa texta, fornbréf og pappírshandrit. „Við reynum að draga fram þennan fjöl- breytileika. Fornbréfin eru til dæmis líka merkilegt safn og gaman að geta sýnt nokkur þeirra í bókinni, auk þess að sýna dæmi um þá ólíku texta sem finnast í safninu. Það er margt fleira en Íslendingasögur; alls konar sagnategundir, almanök, rím eða tímatals- fræði, og handbækur sem fólk hafði sér til halds og trausts í dagsins önn, til dæmis prestar. Þá veitum við innsýn í handrit sem tengjast Árna sjálfum og fjölskyldu hans. Loks má ekki gleyma myndlistinni í handrit- unum, við sýnum fallega upphafsstafi og skemmtileg síðari alda pappírshandrit, eins og Löngu-Eddu þar sem eru forvitnilegar teikn- ingar úr goðafræði. Við erum með dæmi um handrit frá 12. öld og alveg fram á 18. öld. Þetta val spannar langan tíma.“ Upptekin af Njáluhandritum – Í bókinni kemur fram að þrátt fyrir söfn- unina var Árni einnig helgimyndabrjótur og hikaði ekki við að eyðileggja ákveðin handrit og notaði þau í bókband og annað. „Það þarf líka að segja þá sögu,“ segir Svanhildur og hlær. „Þó Árni hafi verið fram- sýnn þá var hann líka barn síns tíma. Hann umgekkst kaþólskar tíðabækur eins og margir aðrir á þeim tíma og tók þær í sundur, fór næstum með þær eins og dagblað gærdagsins sem er endurnýtt eða notað í eitthvað annað. En það er síðan ákveðin þversögn, að það að fólk fann ný not fyrir svona skinnblöð, setti þær til dæmis utan um bækur, varð þeim til lífs. Þess vegna var þeim ekki hent. Hefðu þær ekki nýst í neitt annað hefðu sum þeirra sennilega glatast. En auðvitað vildum við hafa þessar bækur heilar, við sjáum á sumum þessara brota hvað þær hafa verið gríðarlega glæsilegar. Þótt okkur finnist þannig í dag Árni hafa verið heldur glámskyggn á gildi messusöngs- bókanna stendur hitt þó óhaggað, að Árni bjargaði með þráhyggju sinni og eftirfylgni ómetanlegum verðmætum frá glötun.“ – Þú vinnur með handritin alla daga; eru einhver í sérstöku uppáhaldi? Svanhildur hugsar sig um. „Núna er ég upptekin af Njáluhandritum,“ segir hún svo. „Við erum með rannsóknarverkefni sem snýr að Njáluhandritum ólíkra aldra. Ég hef verið að skoða Þormóðsbók Njálssögu, sem er eitt elsta handritið og ekki er nema fjórðungur af sögunni í því, en það er mér mjög kært og sama má segja um Gráskinnu sem er líka eitt elsta handrit Njálu. Það er ótrúlegt í útliti, er bundið í selskinn og orðið mjög meðtekið. Gegnum söguna hefur mörgum þótt vænt um þá bók. Á sextándu öld voru farin að detta úr henni blöð og önnur að skemmast og þá hefur einhver tekið sig til og bætt inn í bókina blöð- um og meira að segja klippt af ónýt horn, saumað ný á, og skrifað á þau textann sem vantaði. Þetta er heillandi bók.“ – Eru það ekki forréttindi að fá að vinna með handritin? „Jú, og við hugsum til Árna á næstum því hverjum degi. En það er synd að nú sé engin handritasýning í bænum. Vitaskuld er þessi bók lítil sýning í sjálfri sér en það kemur ekk- ert í staðinn fyrir alvöru handritasýningu. Þau eru einstakir gripir, hvert fyrir sig, í þeim eru einhverjir töfrar. Enda fellur fólk í stafi þegar það stendur frammi fyrir þessum gömlu skinnbókum. Þær hafa velkst gegnum ald- irnar og geyma texta sem við getum enn náð sambandi við. Við eigum þetta tungumál, sem hefur lítið breyst, og höfum nokkuð milliliða- lausan aðgang að efninu.“ „Þetta er heillandi bók,“ segir Svanhildur um Gráskinnu sem er lengst til vinstri á borðinu. En allt eru þetta fjársjóðir; hún heldur á Þorlákstíðum, litla bókin er Margrétarsaga en sú stóra Möðruvallabók með mörgum Íslendingasagnanna. Morgunblaðið/Ómar NÝ OG VÖNDUÐ SÝNISBÓK ER KOMIN ÚT UM HANDRITIN Í SAFNI ÁRNA MAGNÚSSONAR Þjóðin ber ábyrgð á handritunum „ÁRNI BJARGAÐI MEÐ ÞRÁHYGGJU SINNI OG EFTIRFYLGNI ÓMETANLEGUM VERÐMÆTUM FRÁ GLÖTUN,“ SEGIR SVANHILDUR ÓSKARSDÓTTIR, RITSTJÓRI NÝRRAR OG FAGURLEGA MYNDSKREYTTRAR BÓKAR UM HANDRITIN. HÚN SEGIR ÞAU ÖLL EINSTAKA GRIPI – „Í ÞEIM ERU EINHVERJIR TÖFRAR“. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.