Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 BÓK VIKUNNAR Adda í menntaskóla er sjötta bókin í bókaflokki eftir Jennu og Hreiðar. Þetta er sjötta útgáfa bók- arinnar, sem kom fyrst út árið 1951. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Bókabúð Eymundsson á Skólavörðustíg er nær daglegur viðkomustaður minn, enda fátt hlýlegra á köldum degi en bókabúð sneisafull af bókum og af- greiðslufólk sem dekrar við við- skiptavini. Nú hefur það verið svo í nokkurn tíma að sama sjón mætir mér í hvert sinn sem ég stíg inn í þessa búð. Þar er alltaf einhver viðskiptavinur að fletta sýningareintaki af Íslensku teiknibók- inni. Ég furða mig ekki beinlínis á þessu því ég er sjálf búin að fletta Ís- lensku teiknibókinni og dáist að hverri síðu. En mér finnst alveg sérstaklega gaman að horfa á aðra fletta bókinni með hrifningarglampa í augum. Og hvernig bók er þetta? Jú, Íslenska teiknibókin er safn fyrirmynda sem ís- lenskir listamenn miðalda notuðu við gerð listaverka. Bókin er svo falleg og vel úr garði gerð að það er hrein unun að fletta henni og skoða myndir byggð- ar á biblíusögum og sögum af helg- um mönnum. Heil- agur Georg og drekinn er þar í sérstöku uppáhaldi hjá mér, kannski bara af því að ég hef gaman af bar- áttu manna og skrímsla. Íslenska teikni- bókin er ekki bara bók fyrir þá sem hafa áhuga á fornum fræðum eða mynd- list. Þetta er bók fyrir alla fagurkera. Og þeir finnast þó nokkrir hér á landi enn – sem betur fer. Ég þekki fólk sem þefar af bókum áð- ur en og á meðan það les þær. Ég er ekki slíkt þefdýr. Undantekning varð á því þegar ég las þessa bók því hvað eft- ir annað þefaði ég af pappírnum. Papp- írinn sem notaður er í bókina virðist vera af alveg sérstakri gerð. Hann ilm- ar beinlínis. Ekki er hægt að nefna Íslensku teiknibókina án þess að tala um þátt Guðbjargar Kristjánsdóttur sem sá um útgáfuna og ritaði inngang og skýr- ingar. Hún hefur rannsakað Teiknibók- ina og hefur sínar eigin kenningar sem hljóma trúverðugar. Hún hefur unnið verk sitt af vandvirkni og alúð sem skil- ar sér til lesandans. Skýringar hennar við myndirnar eru afar upplýsandi og stundum beinlínis snjallar. Ýmsar fallegar bækur eru á markaði fyrir þessi jól. Íslenska teiknibókin er alveg örugglega með þeim allra falleg- ustu. Orðanna hljóðan BÓK FYRIR FAG- URKERA Guðbjörg Kristjánsdóttir. Íslenska teiknibókin Í bókinni Reimleikar í Reykjavík birtast nú í fyrsta sinn á prenti draugasögur úr Reykjavík frá seinni tíð. Steinar Bragi er höfundur bókarinnar en hann lagðist í mikla heimildarvinnu við gerð hennar. Jóhann Páll Valdimarsson tekur myndir í bókina en sögusvið draugasagnanna eru ýmsir þekktir staðir í Reykjavík, eins og Alþingishúsið, Austurbæjarskóli, Hegning- arhúsið og Dillonshús sem er nú kaffistofa Árbæjarsafnsins og Landakotsskóli ásamt fleiri þekktum stöðum. „Ég vann þetta verkefni í samstarfi við Rakel Garðarsdóttur, en á undanförnum tutt- ugu árum höfum við bæði safnað draugasög- um,“ segir Steinar Bragi. „Það þurfti að vinna sögurnar og ná í heimildarmenn, en mikil heimildarvinna er á bak við þessa bók. Svo talaði ég við miðla sem veittu upplýs- ingar um spíritismann, sögðu sögur og vísuðu á heimildarmenn. Eftir því sem verkefnið mjakaðist áleiðis fór áherslan að færast á helstu kennileiti miðbæjarins fremur en draugagang í heimahúsum og þar sem við sögu koma margar þekktar byggingar var ákveðið að hafa bókina ríkulega mynd- skreytta.“ Það kom í hlut Jóhanns Páls Valdimars- sonar, útgáfustjóra Forlagsins, að taka ljós- myndir í bókina. „Það sem lokkaði mig helst út í þetta verkefni var tækifærið til að kynn- ast Steinari Braga aðeins betur,“ segir Jó- hann Páll. „Megnið af tímanum vorum við saman á þeim stöðum sem koma við sögu í bókinni, skriðum til dæmis um háaloftið á Al- þingi og fórum inn í Hegningarhúsið á Skóla- vörðustíg. Í Hegningarhúsinu fórum við inn í pínulítinn klefa og Steinar Bragi lagðist til hvílu á lítinn bekk sem þar var. Ég ætlaði ekki að ná honum út úr klefanum. Það var eins og hann væri kominn heim.“ „Það var svo einfalt og viðráðanlegt líf þarna inni,“ skýtur Steinar Bragi inn í. Þeir félagar fóru einnig að Landakotsskóla, en þó ekki saman. Steinar Bragi fór á þær slóðir með miðli eins og hann lýsir í bókinni og Jóhann Páll tók myndir af skólanum. „Ég óskaði eftir heimild til að ljósmynda í Landa- kotsskóla en fékk ekkert svar,“ segir Jóhann Páll. „Ég laumaðist því þar inn og ráfaði um ganga eins forvitinn túristi og myndaði.“ En hvernig leið Jóhanni Páli þegar hann var að taka myndir sem áttu beinlínis að vera draugalegar? „Ég var ekki hjátrúarfullur en varð hjátrúarfullur þegar við Steinar Bragi vorum komnir áleiðis með þetta verk,“ segir hann. „Það fór að fara um um mig ónotaleg- ur hrollur sem náði hámarki þegar ég kraup á leiði Margrétar Müller í Gufunes- kirkjugarði til að taka mynd af leiði hennar. Síðan fór ég að leiði séra Georgs, skólastjóra Landskotsskóla, sem er bak við Landakots- kirkju og þá var mér farið að líða mjög ónot- anlega. Ég spurði mig hvern fjandann ég væri eiginlega kominn út í. Ég hef upplifað ýmsar hrakfarir síðustu mánuði og kettirnir mínir eru til dæmis hoppandi út um glugga á fjórðu hæð. Það hefur ekki verið allt með felldu og ég tengi það við vinnu mína að þessari bók.“ Trúir Jóhann Páll þá á drauga? „Ég af- neita engu. Ég hef engar forsendur til þess,“ svarar hann. Steinar Bragi er sömuleiðis spurður hvort hann trúi á það yfirnáttúrlega og segir: „Ég er galopinn fyrir því og óstjórnlega forvitinn vegna þess að ég hef sjálfur enga reynslu af slíku. Ég leita nokkuð í fólk sem hefur lent í furðulegri reynslu. En hvort sem maður trúir á drauga eða ekki þá hljóta draugasögur að minnsta kosti að vera útlegging á furðum mannsandans.“ JÓHANN PÁLL VARÐ HJÁTRÚARFULLUR ÞEGAR HANN VANN AÐ DRAUGABÓK Furður mannsandans Steinar Bragi og Jóhann Páll Valdimarsson skriðu um háaloft Alþingis og fóru saman í Hegning- arhúsið þar sem Steinar Bragi lagðist til hvílu og virtist vera kominn heim. Morgunblaðið/Ómar ÝMSIR ÞEKKTIR STAÐIR KOMA VIÐ SÖGU Í BÓKINNI REIMLEIKAR Í REYKJAVÍK. STEINAR BRAGIR SKRÁIR SÖGURNAR OG JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON FÓR UM BÆINN OG MYNDAÐI. Bókmenntasmekkurinn fylgir þroskanum og breytist með tímanum. Þegar ég var barn las ég margar bækur Almenna bókafélagsins. Var það ekki íhaldsforlagið í den? Pabbi var auðvitað áskrifandi og ég var hlýðin og vel upp alin dóttir. Þegar skyldulesningu var lokið við stúdentspróf varð ég mikill aðdáandi Jean Paul Sartre og Simone de Beauvoir. Árum saman velti ég fyrir mér muninum á því að lifa eða vera bara til. Hef ekki litið í þær bækur síðan. Næstu tuttugu árin snerust um börn og vinnu, að leika, kenna, skrifa, þýða og tala. Þetta var enska tímabilið. Þær stöllur Iris Murdoch og Doris Lessing biðu eftir mér á náttborðinu. Ann- ars fannst mér á þessum árum að ég væri sjálf að- alpersónan í spennandi leiksýningu, sem enginn sá fyrir endann á! En þegar ég lít yfir farinn veg sé ég að áhugi minn virðist beinast að epískum skáldskap, bókum sem eru byggðar á sögulegum heim- ildum, um örlög fólks og þjóða. Ég hef búið víða og ósjálfrátt alltaf leitað uppi bókmenntaverk sem lýsa því hvernig þjóðin varð til, hvernig hún lifði af – og hvað sagan hefur skilið eftir í þjóðarsál- inni. Við eigum ótrúlega marga snjalla rithöfunda, sem sækja sér yrkisefni í okkar sögu og örlög. Sumir eru vinir mínir – og gefa mér bækur sínar. Aðra sæki ég heim í bókasafninu hér í Mosó. Þeir stytta mér stundir í andvökunni. Í UPPÁHALDI BRYNDÍS SCHRAM „Ég hef búið víða og ósjálfrátt alltaf leitað uppi bókmenntaverk sem lýsa því hvernig þjóðin varð til, hvernig hún lifði af,“ segir Bryndís Schram. Morgunblaðið/Kristinn Doris Lessing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.