Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 57
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Hemmi Gunn – sonur þjóðar, ævisaga Hermanns Gunn- arssonar eftir Orra Pál Orm- arsson er nýkomin út og fór samstundis á metsölulista eins og búast mátti við. Í bókinni er rakin saga Hemma, sagt meðal annars frá íþróttaafrekum og farsælum ferli í fjölmiðlum en einnig frá sárum missi, en Hemmi missti ungur ástina í lífi sínu og átti eins og kunnugt er í baráttu við Bakkus. Í bókinni eru svo fjölmargir innskotskaflar þar sem sam- ferðamenn og vinir Hemma segja frá kynnum af manni sem var mun mótsagnakenndari manneskja en margir myndu ætla. Sagan af Hemma Þessa helgi, 23.-24. nóvember, er Bóka- messa í Bókmenntaborg haldin í þriðja sinn. Hún er í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður opin frá 12-18 báða dagana. Dagskráin er fjölbreytt og ætti að höfða til allra aldurs- hópa. Fjölskyldan ætti því að eiga góðar stundir saman í Ráðhúsinu. Höfundar lesa úr verkum sínum, tónlist hljómar, fræðandi erindi verða flutt og um- ræður verða um nýjar bækur. Auk þess verð- ur fjölmargt annað á dagskrá. það er til dæm- is hægt að skora á Gunnar Helgason í fótboltaspili, skrifa upp texta eftir handriti út fórum Árna Magnússonar, læra puttaprjón, taka þátt í að prjóna trefillinn endalausa og heimsækja sérstaka LEGO-smiðju. Klukkan 16 báða dagana verður bók- menntadagskrá í borgarstjórnarsalnum þar sem skáld og þýðendur ræða um verk sín. Tveir erlendir höfundar þýddra bóka árs- ins verða gestir messunnar: Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum og norski glæpasagna- höfundurinn Jørn Lier Horst. Hinn glaðlyndi Gunnar Helgason spilar fótboltaspil við aðdáendur sína. Morgunblaðið/Styrmir Kári GUNNI HELGA Í FÓTBOLTASPILI Elena Poniatowska, höfundur bók- arinnar Jesúsa – Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus, sem For- lagið gaf út í fyrra, hlaut nýlega Cervantes- verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi skrif á spænsku. Hin mexíkanska Elena hefur skrif- að um fjörutíu bækur á lífsleið- inni sem þýddar hafa verið á rúm tuttugu tungumál, þar á meðal ís- lensku, en þýðinguna annaðist María Rán Guðjónsdóttir. Jesúsa segir frá segir frá ævi og örlögum fátæku ind- íánakonunnar Jesúsu Palancares á stormasömum tímum í Mexíkó. Bókin er örugglega í hópi bestu bóka sem komu út hér á landi í fyrra og ástæða er til að mæla með henni við alla þá sem ekki hafa þegar lesið hana. Vonandi verða svo fleiri verk skáldkonunnar þýdd á íslensku. Cervantes-verðlaunin voru fyrst veitt 1975 og þykja mikilvægustu bókmenntaverðlaun spænskrar tungu. ELENA FÆR CERVANTES-VERÐLAUNIN Elena Poniatowska, höfundur hinnar frábæru bókar Jes- úsu, fékk Cervantes-verðlaunin. Margir hafa beðið með eft- irvæntingu eftir nýrri skáld- sögu frá Jóni Kalman Stef- ánssyni. Nú er hún komin og heitir Fiskarnir hafa enga fæt- ur. Hér er á ferð ættarsaga frá byrjun tuttugustu aldar til okk- ar daga. Þessi nýja skáldsaga er þessa vikuna í öðru sæti á bóksölu- listanum yfir innbundin íslensk skáldverk, en það er vitanlega Arnaldur Indriðason sem á mest seldu íslensku skáldsög- una, Skuggasund. Ættarsaga frá Jóni Kalman Veiðar, glæpir, Hemmi og Jón Kalman NÝJAR BÆKUR ÝMSAR VEGLEGAR BÆKUR KOMA ÚT FYRIR JÓLIN OG ÞAR Á MEÐAL MÁ NEFNA TVEGGJA BINDA VERK, STANGVEIÐAR Á ÍSLANDI OG ÍSLENSKA VATNABÓK. JÓN KALMAN STEFÁNSSON SENDIR FRÁ SÉR NÝJA SKÁLDSÖGU OG ÆVISAGA HEMMA GUNN SELST VEL. NÝR GLÆPASAGNAHÖFUNDUR STÍGUR SVO FRAM Á SVIÐIÐ. Hlustað er fyrsta skáldsaga Jóns Óttars Ólafssonar, en hann er doktor í afbrotafræðum og hefur starfað innan lögreglunnar, í fjárfest- ingabanka og hjá Sérstökum sak- sóknara. Árið er 2009 og ung kona finnst látin. Lögreglumanninn Davíð grun- ar að hún hafi verið myrt. Í ljós kemur að málið teygir anga sína víða. Nýr glæpasagna- höfundur Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók er mikið verk í tveimur bindum eftir Sölva Björn Sigurðsson. Hér er fjallað um stangveiði í ám og vötnum frá öll- um hliðum og á öllum tímum. Verkið hlýtur að vera á óskalista þeirra fjölmörgu sem hafa áhuga á stang- veiði. Vart þarf að taka fram að fjölmargar myndir, margar mjög fallegar, prýða þetta veglega verk, sem er samtals rúmar eitt þúsund síður. Óskabók stangveiðimannsins *Mannréttindi eru fólgin í því aðhver fái að vera svo heimskur semhann vill. Halldór Laxness BÓKSALA 11.-17. NÓVEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 SkuggasundArnaldur Indriðason 2 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 3 MeistarasögurBrjánn Guðjónsson 4 Guðni: léttur í lundGuðni Ágústsson 5 Hemmi Gunn: sonur þjóðarOrri Páll Ormarsson 6 Í nándinniGuðbrandur Árni Ísberg 7 Ólæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson 8 Sir AlexGuðjón Ingi Eiríksson 9 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason 10 PrjónabiblíanGréta Sörensen 1 SkuggasundArnaldur Indriðason 2 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 3 GrimmdStefán Máni 4 DísusagaVigdís Grímsdóttir 5 SæmdGuðmundur Andri Thorsson 6 Glæpurinn ástarsagaÁrni Þórarinsson 7 MánasteinnSjón 8 Látið síga piltarÓskar Magnússon 9 HlustaðJón Óttar Ólafsson 10 My pussy is hungryHugleikur Dagsson Íslensk skáldverk MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Betur má ef duga skal.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.