Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 60
ENSKI BOLTINN HEFST AFTUR UM HELGINA EFTIR LANDSLEIKJAHLÉ MEÐ ENGUM SMÁSLAG. MERSEY- SIDE-NÁGRANNASLAGURINN Á MILLI EVERTON OG LIVERPOOL BYRJAR UM HÁDEGISBIL OG MÁ REIKNA MEÐ HÖRÐUM SLAG EN ÓSJALDAN FÆR LEIK- MAÐUR RAUTT Í ÞESSUM VIÐUREIGNUM. E itt sinn voru Everton og grannarnir í Liver- pool eitt og sama liðið en Liverpool var stofnað eftir deilur sem upp komu vegna leigu á gamla heimavelli Everton, Anfield, árið 1892. Síðan þá hafa liðin ekki verið miklir vinir, langt í frá. Þó er leikurinn stundum kallaður vinalegi borgarslagurinn því margar fjölskyldur í Liverpool eiga stuðningsmenn úr báðum liðum. Náfrændi Wayne Rooney heldur til dæmis með Liverpool. Þetta er eini leikurinn sem hefur sérstakar reglur í kringum sig í enska boltanum. Fyrri leikur þessara liða fer fram á Goodison Park fyrir jól, sá síðari á Anfield Road eftir jól. Þetta er gert til þess að stuðningsmenn þurfi ekki að bíða í meira en ár til að sjá þessa leiki. Árið 1987 voru til dæmis þrír Merseyside-slagir en enginn af þeim á Goodison Park, heimavelli Everton. Það fer gríðarlega í taugarnar á stuðningsmönnum Everton að það sé tal- ið litla liðið í Liverpool-borg. Sannleikurinn er hins vegar sá að Everton hefur þurft að elta stóra liðið í borginni alveg frá því Bill Shankley kom Liverpool í hæstu hæðir. Everton hefði reyndar getað orðið stórveldi í Evr- ópu því félagið varð meistari 1985 en vegna Heysel-slyssins fékk það ekki að taka þátt í Evrópukeppninni það ár. Hver veit ef Everton hefði farið langt það ár hvað hefði gerst. Staðreyndin er bara því miður sú fyrir stuðningsmenn Everton að þeirra hlutskipti er að vera í baksýnisspeglinum. Engin rómantík Félögin hafa spilað 199 leiki sín á milli. Liverpool hefur unnið 76 þessara leikja, Everton 60 en 63 sinnum hefur orðið jafntefli. Í þessum leikjum hefur Liverpool skorað 269 mörk en Everton 232. En spjöldin er fjölmörg ? svo mörg að enginn annar leikur á milli Romelu Lukaku var frábær með WBA gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Hann hefur verið í banastuði það sem af er leiktíð. Mont- rétturinn undir Luis Suarez skaut Úrúgvæ á HM í vikunni og sendi Liver- pool einkaþotu eftir honum. Allt gert til að stjarna liðsins gæti komið heim sem fyrst og á sem þægilegastan máta. AFP 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 * ?Ég var búinn að vera stjóri Everton í fimm mínútur þegarég var búinn að átta mig á því hversu mikla þýðinguþessir leikir hafa fyrir stuðningsmenn.? Roberto Martinez, stjóri EvertonBoltinnBENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.