Morgunblaðið - 03.12.2013, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.12.2013, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Munið að slökkva á kertunum Kerti úr sama pakka geta brunnið mis- munandi hratt og á ólíkan hátt Slökkvilið höfuborgasvæðisins „Þetta leit út eins og atriði í bíó- mynd,“ segir Einar Símonarson, íbúi við Hraunbæ, í samtali við mbl sjón- varp. Nágrannar byssumannsins í Árbæ vöknuðu á mismunandi tímum við hvelli og sumir sváfu lítið um nóttina. Margir tengdu hljóðin við það að verið væri að sprengja kín- verja eða skjóta flugeldum úti á bíla- stæði. Sigurður Stefánsson segir að sér hafi brugðið þegar hann sá sérsveit- ina ryðjast inn í íbúð mannsins og áttað sig á því að hann hefði verið að skjóta út úr íbúðinni. „Ég var ekki mikið við gluggann eftir að ég fattaði að verið væri að skjóta út af svöl- unum,“ sagði Sigurður við mbl sjón- varp. Forðaði sér frá glugganum Einn nágranni sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við mbl.is í gærmorgun að maðurinn hefði kom- ið heim með miklum látum um klukkan ellefu á sunnudagskvöldið, greinilega ölvaður. „Hundurinn vakti mig klukkan hálfeitt þegar ég var alveg að sofna, hann gelti við fyrsta skothvellinn. Ég hélt fyrst að þetta hefði verið árekstur,“ sagði ná- granninn en honum kom ekki dúr á auga alla nóttina. Hann sagði að skotið hefði verið út á bílaplan. Lögreglan hefði haft mikinn viðbúnað. Nágranninn segist hafa verið afar hræddur. „Ég viður- kenni alveg að ég grét þegar ég heyrði fyrstu hvellina.“ Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæ, sagði í gærmorgun að margir íbúar í næsta nágrenni við atburði næturinnar væru í áfalli. Hann kom því á framfæri að íbúar hverfisins gætu komið til kirkjunnar og fengið áfallahjálp. Einhverjir hefðu kosið að hringja og aðrir lagt leið sína í kirkjuna. Morgunblaðið/Rósa Braga Hleypti af haglabyssu Rúður voru brotnar í íbúð mannsins í gærmorgun eftir umsátur lögreglunnar við Hraunbæ. Eins og atriði úr bíómynd  Nágrannar vöknuðu upp við hvelli  Brá þegar þeir sáu viðbúnað lögreglu og áttuðu sig á því að skotið var úr byssu Forstofa Stofa Bað Svefnherbergi Eldhús Svalir Stigapallur Stigi ATH. Staðsetning húsgagna á teikningunni er ekki endilega rétt. Hraunbær 20 Sérsveit ríkislögreglustjóra sem stofnuð var fyrir rúmum þrjátíu ár- um hefur aldrei áður þurft að grípa til þess neyðarráðs að beita skot- vopnum á vettvangi, þó svo hún hafi margoft verið kölluð til í þeim tilgangi að yfirbuga menn, ýmist vopnaða skot- eða eggvopnum. Hins vegar kom fram í máli Jóns Bjartmarz, yfirmanns sérsveit- arinnar, á blaðamannafundi vegna lögregluaðgerðarinnar í Árbæj- arhverfi, að sérsveitin hafi áður skotið gasi í aðgerðum sínum. Sérsveitin hefur alloft verið köll- uð sérstaklega til á síðustu árum. Rifjuð eru upp nokkur tilvik í frétt á mbl.is í gær. Sérsveitin fór með þyrlu á Barðaströnd á árinu 2009 þegar maður gekk berserksgang, vopnaður skotvopni. Í nóvember var hún kölluð til þegar maður með lambhúshettu, vopnaður hagla- byssu, bankaði upp á í húsi í Selja- hverfi í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Talið er að húsráðandi hafi lokað dyrunum þegar hann sá byssumanninn en hann skaut þá fjórum til fimm skotum í útidyra- hurðina og í glugga við hlið hennar. Á aðfangadag 2010 var sérsveitin kölluð til eftir að skotið hafði verið úr haglabyssu á hurð við Ásgarð í Bústaðahverfi. Árásin var talin tengd átökum í undirheimum borg- arinnar. Sama ástæða var talin fyr- ir skotárás í Bryggjuhverfinu í nóv- ember 2011. Sérsveit oft kölluð til aðstoðar Morgunblaðið/Rósa Braga Vakt Lögreglumenn að störfum við blokkina við Hraunbæ í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.