Morgunblaðið - 03.12.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 03.12.2013, Síða 40
AF TÓNLIST Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það var vel viðeigandi að sækjatónleika í Fríkirkjunni áfyrsta sunnudegi í aðventu. Þar spilaði bandaríski ofursvali tón- listamaðurinn Mark Lanegan á tvennum tónleikum um helgina, þeir fyrri voru á laugardagskvöldið og þeir síðari á sunnudagskvöldið og um þá verður fjallað hér. Ásamt La- negan komu fram tónlistarmenn- irnir Duke Garwood og Lyenn. Þeir hafa verið að túra saman um Evr- ópu og voru tónleikarnir hér þeir síðustu í röðinni. Lanegan gaf út plötuna Black Pudding fyrr á árinu ásamt Garwood og hlaut platan magnaða dóma. Lyenn hóf tónleikana einn á sviðinu með gítarinn og tók nokkur eigin lög, sama gerði Garwood. Þá steig Lanegan á svið ásamt þeim tveimur og þremur öðrum hljóð- færaleikurum sem léku m.a. á fiðlu og selló.    Það verður að segjast að Frí-kirkjan var fullkomin umgjörð utan um tónlist Lanegans. Svart- klæddur, dularfullur og djöfullegur umvafinn rauðum bjarma upp við altarið og í bakgrunni var sjálfur Jesús Kristur. Tónlist Lanegans er kraftmikil og rödd hans svo djúp og rám að innyflin titruðu við hvern tón. Það fengu að óma lög af Black Pudding og Imitation, ábreiðusafni sem Lanegan gaf út í haust en af því safni fengum við að heyra m.a. lögin „Solitaire" og „Mack the Knife". Yndislega flott og tónlistin mjög vel flutt. Stemningin í kirkjunni var dá- leiðandi. Lanegan er ekki mjög þekkt Dimmraddaður og djöf- ullegur í drottins húsi Flottur Lanegan vígalegur á tónleikum í Barcelona árið 2010. nafn hér á landi, en nokkuð kunnug- legt. Ég hef hlustað heilmikið á sam- starf hans og Isobel Campell, fyrr- verandi söngkonu Belle and Sebastian, og þá sá ég hann troða upp á Hróarskelduhátíðinni 2007 með Soulsavers sem hann vann tvær plötur með. Lanegan sagðist hafa verið á leiðinni hingað lengi og nú loksins væri hann kominn, halelúja fyrir því. » Tónlist Laneganser kraftmikil og rödd hans svo djúp og rám að innyflin titruðu við hvern tón. Ljósmynd/Alterna 2 Morgunblaðið/Styrmir Kári Yndislegt Lyenn hóf tónleikana einn á sviðinu með gítarinn. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Tilkynnt var um tilnefningar til Ís- lensku þýðingaverðlaunanna í fyrradag en þau hefur Bandalag þýðenda og túlka veitt árlega frá árinu 2005. Tilgangur verð- launanna er að heiðra þýðendur og vekja athygli á þætti þýðinga og framlagi þýðenda til íslenskra bók- mennta og bókmenntaarfs þjóð- arinnar. Í ár eru eftifarandi þýðendur til- nefndir: Ingunn Ásdísardóttir fyrir þýðingu á Ó - Sögum um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, María Rán Guðjónsdóttir fyrir þýðingu á skáld- sögunni Rödd í dvala eftir Dulce Chacón, Njörður P. Njarðvík fyrir þýðingu sína á ljóðum Tomasar Tranströmer, Rúnar Helgi Vign- isson fyrir þýðingu á Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner og Stefán Steinsson fyrir þýðingu á Rannsóknum Heródótusar. Í dóm- nefnd sátu Móheiður Hlíf Geirlaugs- dóttir, formaður, Árni Matthíasson og Hermann Stefánsson. Tilnefndur Njörður P. Njarðvík er meðal tilnefndra þýðenda. Fimm tilnefnd til þýðingaverðlauna Austurstræti 14, 101 Reykjavík, sími 551 1020 *Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum sem panta rétt af matseðli. Hámarksfjöldi barna eru fimm. Jólaplatti verður í boði frá 22. nóvember. Á plattanum er hangikjöt, jólaskinka, dönsk lifrarkæfa, síld, reyktur lax, hreindýrapaté, kalkúnabringa, eplasalat, laufabrauð, rúgbrauð, flatbrauð, smjör, Cumberland sósa og súkkulaði marquise. af barnamatseðli og drykk úr vél frá 15. nóvember til 15. desember og því tilvalið að koma með börnin og gæða sér á dýrindis mat eða jólaplatta í jólastemningu FRITT FYRIR BORN* FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing Kvennakór Hafnarfjarðar heldur árlega jólatónleika sína annað kvöld kl. 20 í Víðistaðakirkju. Tón- leikarnir bera yfirskriftina Bernskujól og mun kórinn flytja klassísk kirkjulög, gospelsálma, hefðbundna jólasálma og ýmis jóla- lög sem flestir ættu að kannast við. Stjórnandi kórsins er Erna Guð- mundsdóttir, um píanóleik sér Anotnía Hevesi og flautuleik Krist- rún Helga Björnsdóttir. Í haust gegnu 16 söngkonur til liðs við kór- inn, flestar úr Kvennakór Öldutúns, og verður kórinn því töluvert stærri en á jólatónleikunum í fyrra. Jól Hluti Kvennakórs Hafnarfjarðar. Jólatónleikar í Víðistaðakirkju Barnamenningarhátíðin Börn fyrir börn verður hald- in í Hofi 16. febrúar nk. og er markmiðið með henni m.a. að stuðla að auknu samstarfi þeirra sem koma að menningarstarfi fyrir börn og með börnum. Öll börn á Norðurlandi á aldrinum 10-16 ára geta tekið þátt í hæfileikakeppni á vegum Hofs og verður völdum þátt- takendum boðið að koma fram á hátíðinni. Tekið er við umsóknum til 12. desember. Nánar á menningar- hus.is/is/moya/page/haefileikakeppni-i-hofi. Hæfileikakeppni fyrir börn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.