Morgunblaðið - 03.12.2013, Page 44

Morgunblaðið - 03.12.2013, Page 44
Tvö efstu liðin í úrvalsdeild karla í körfubolta eru dottin út úr bik- arkeppninni. KR féll á fyrstu hindrun, gegn Njarðvík, og í gærkvöld beið Keflavík lægri hlut fyrir Grindavík í hörkuspennandi leik á heimavelli, 68:72. Þjálfari Grindavíkur, Sverrir Þór Sverrisson, er kominn í átta liða úrslit með tveimur liðum eftir þenn- an sigur. »3 Tvö efstu liðin eru fallin úr bikarnum ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Byssumaðurinn er látinn 2. Féll fyrir skotum lögreglu 3. Nafn mannsins sem lést 4. „Grét er ég heyrði fyrstu hvellina“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndasafn Íslands sýnir í kvöld kl. 20 kvikmyndir um tvær af stærstu ballettstjörnum 20. ald- arinnar, Galinu Ulanova og Maju Plis- etskaja, í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Ul- anova og Plisetskaja voru báðar aðaldansarar, „ballerina assoluta“, við hinn heimskunna Bolshoj-ballett í Moskvu og í myndunum er varpað ljósi á líf þeirra og störf. Þá verður einnig sýndur kafli úr kvikmynd um fyrstu Alþjóðlegu ballettkeppnina í Moskvu sem haldin var árið 1969 en í henni hafnaði Helgi Tómasson í öðru sæti, á eftir sjálfum Mikhaíl Bar- isníkoff. Morgunblaðið/Kristinn Ballettstjörnur Bolshoj í Bæjarbíói  ASA tríó kemur fram á djasskvöldi Kex Hostel á Skúlagötu 28 í kvöld kl. 20.30. Tríóið skipa Agnar Már Magnússon sem leikur á Ham- mond-orgel, Andrés Þór Gunn- laugsson gítarleikari og trommuleik- arinn Scott McLemore. ASA djassar á Kexi  Kærleikskúlur Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra, frá árunum 2003 til 2013, verða sýndar í þeim glugga Hafn- arborgar sem snýr að Strandgötu í Hafn- arfirði fram að jólum. Ragnar Kjart- ansson hann- aði kúluna í ár. Kærleikskúlur í glugga Hafnarborgar Á miðvikudag Snýst í norðan 8-13 m/s og kólnar í veðri. Él um landið norðanvert, stöku él vestanlands framan af degi, annars bjartviðri. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustan- og austantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 8-20 m/s, hvassast við suðvesturströndina. Éljagangur en skýjað með köflum eða léttskýjað eystra. Dregur heldur úr vindi nyrðra og eystra í kvöld. VEÐUR „Ég er búinn að vera frekar óheppinn hvað meiðsli varðar og svo er ég bara ekki í náð- inni hjá blessuðum þjálf- aranum. Það hafa verið nokk- uð margir leikir sem ég hef ekki einu sinni verið í hópnum. Þetta er allt voðalega skrýt- ið. Þjálfarinn gefur mér undarleg rök fyrir því að nota mig ekki,“ segir Vignir Svavarsson, lands- liðsmaður í handknattleik og leikmaður Minden. »1 Vignir í vandræð- um hjá Minden „Ég er alveg heill heilsu en ég hef verið geymdur á bekknum í síðustu tveimur leikjum. Ég neita því ekki að maður var svolítið laskaður and- lega og líkamlega eftir umspilsleikina við Króatíu. Stjórinn hefur sjálfsagt tekið eftir því,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, sem hefur ekki spilað tvo síðustu leiki Cardiff í ensku úr- valsdeildinni. »2 Svolítið laskaður andlega og líkamlega ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir skömmu opnaði Haraldur Hrannar Sólmundsson fiskbúðina Sjávarhöllina í Hólagarði í Breiðholti. „Ég feta í fótspor feðranna,“ segir fisksalinn, sem er 33 ára smiður að mennt, en Sólmundur Þormar Mar- íusson, faðir hans, rak fiskbúð á Akranesi og Maríus Arthúrsson, afi hans, átti fiskbúð í Kópavogi. „Ég var þriggja ára gamall þegar pabbi byrjaði með fiskbúðina,“ rifjar Haraldur Hrannar upp. „Hann tók bílskúrinn heima í gegn, innréttaði hann og breytti í fiskbúð. Ég ólst því upp við fiskbúð í bakgarðinum og fisksalan blundaði alltaf í mér.“ Skatan hans afa Eftir bankahrunið var lítið um störf hjá smiðum. Haraldur Hrannar fór til Danmerkur í atvinnuleit sum- arið 2011 en segir að hann hafi heldur ekkert fengið þar að gera og því snúið til baka og opnað fiskbúðina Sjáv- arhöllina við Háaleitisbraut um haustið. „Ég var blautur á bak við eyrun en stakk mér strax í djúpu laugina, þó að ég þekkti varla allar fisktegundirnar, því ég hafði pabba og afa á bak við mig. Ég hafði aldrei unnið í fiskvinnslu og aðeins verið á sjó, en þeir eru hoknir af reynslu og hafa reynst mér vel.“ Haraldur Hrannar nefnir að mikl- ar breytingar hafi orðið á fisksölunni og rekstrarumhverfinu á liðnum ára- tugum, þó að grunnurinn sé sá sami sem og handtökin. „Þegar afi var fisksali var allur fiskur hausaður og seldur þannig en að litlu leyti í flök- um. Þegar pabbi var með fiskbúðina var fiskurinn flakaður að mestu leyti og afgangurinn roðflettur. Nú er fisk- urinn 99% roðflettur og útbúinn í fiskrétti.“ Pabbi Haraldar Hrannars vinnur hjá honum tvo daga í viku og Einar Steindórsson, sem lengi rak fiskbúð á Freyjugötu, er í fullu starfi, en þrjár konur skipta með sér afgreiðslunni. „Það vantaði fiskbúð í hverfið og móttökurnar hafa verið mjög góðar,“ segir Haraldur Hrannar. „Ég hef bú- ið í Breiðholtinu meira og minna í rúm 20 ár og hef haft augastað á þessu plássi lengi. Þegar ég ákvað að reyna eitthvað nýtt og fara út í fisk- söluna sótti ég um þetta rými en þeg- ar það gekk ekki opnaði ég á Háaleit- isbrautinni. Ég hafði áfram auga með húsnæðinu og þegar það losnaði um síðustu áramót sótti ég um og fékk. Ég er því kominn á þann stað sem ég vildi byrja á, flyt reynsluna með mér frá Háaleitisbrautinni og er með sama nafn og sömu kennitölu. Afi er til staðar, hefur gaman af því að snú- ast í kringum mig, tekur út saltmagn- ið í saltfiskinum og kæsinguna á sköt- unni enda kalla ég skötuna mína skötuna hans afa.“ Fisksali í fótspor feðranna  33 ára maður með Sjávarhöllina í Breiðholtinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungur fisksali Haraldur Hrannar Sólmundsson í fiskbúðinni Sjávarhöllinni í Hólagarði í Breiðholti. Í viðtali Haraldar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu á mbl.is á sunnudag kom meðal annars fram að regluverkið væri mikið vandamál á Íslandi og það þyrfti að einfalda. „Reglugerðin og kerfið eru það þung í snið- um að það tók mig tvo og hálf- an mánuð að fá útgefið bygg- ingarleyfi til þess að byrja á einföldum framkvæmdum,“ seg- ir Haraldur Hrannar Sólmunds- son í þessu sambandi. „Það þurfti mikið til að fá pabba samþykktan sem bygging- arstjóra,“ heldur hann áfram. „Hann þurfti að fá uppáskrift frá byggingarfulltrúa í Skorra- dal, þar sem hann var síðast skráður fyrir verki, en það er enginn miðlægur gagnagrunnur, fulltrúinn var í fríi og enginn staðgengill. Oddvitinn gafst á endanum upp á mér og skrifaði upp á staðfestinguna sem hann hefði getað gert strax.“ Tók tvo og hálfan mánuð ÚTGÁFA BYGGINGARLEYFIS ÞUNG Í VÖFUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.