Morgunblaðið - 07.12.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.12.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Bæjarstjórinn á Blönduósi, Arnar Þór Sævarsson, hefur átt í óformlegum viðræðum við stórfyrirtæki víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum og Evrópu, um byggingu gagnavers á Blönduósi. Í samtali við Morg- unblaðið segir hann að nokkur fyrirtæki hafi heimsótt Blönduós og kannað aðstæður en ekkert sé þó fast í hendi. Hann segir jafnframt að Finnar og Svíar hafi á sein- ustu árum laðað til sín stórfyrirtæki á borð við Face- book, Google og Microsoft sem hafi reist þar gagnaver. „Forsvarsmenn Facebook skoðuðu það árið 2011 að reisa gagnaver hér á landi en kusu að lokum að fara til Svíþjóðar,“ segir hann. Var gagnaverið opnað í Luleå í norðurhluta Svíþjóðar í sumar sem leið. Eins og fram kemur hér til hliðar hafði fyrirtækið Greenstone í hyggju að reisa gagnaver á Blönduósi en féll frá áformum sínum í fyrra. Arnar Þór segir að sveit- arfélagið hafi átt í samstarfi við Íslandsstofu um að markaðssetja Ísland, og þá sér í lagi Blönduós, sem fýsi- legan kost fyrir gagnaversiðnað. „Við teljum okkur vera með góða vöru í höndunum – staðsetninguna – og menn vita af okkur,“ bendir hann á. Kostirnir margir „Við erum búin að skipuleggja, í aðalskipulaginu, rúmlega 270 hektara land undir starfsemi af þessu tagi. Það er líka stutt í Blönduvirkjun, hér er kalt og gott loft og góðar raforku- og ljósleiðaratengingar eru fyrir hendi,“ segir hann um kosti þess að reisa gagnaver á svæðinu. Sveitarfélagið hafi lagt mikla vinnu í að laða er- lend fyrirtæki að og láti engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir að Greenstone hafi hætt við áform sín. „Við höld- um bara okkar striki. Við höfum ekki gefist upp og munum halda áfram að kynna svæðið sem fjárfest- ingarkost,“ segir hann. Það er mat Arnars Þórs að ekki hafi verið nóg gert til að laða hingað erlenda fjárfesta. Gjald- eyrishöftin séu til dæmis þrándur í götu nýrra fjárfestinga og markaðssetningin ekki nægi- lega markviss. „Finnar og Svíar hafa náð mjög góðum árangri í markaðssetningu og hafa laðað til sín fjölmörg fyrirtæki. Við þurfum að læra af þeim,“ segir hann.  Bæjarstjórinn á Blönduósi hefur átt í óformlegum viðræðum við erlend stórfyrirtæki um byggingu gagnavers  „Við höfum ekki gefist upp“  Facebook íhugaði það árið 2011 að reisa hér gagnaver Enn bjartsýnn á að gagnaver rísi „Við erum búnir að selja miða á ell- efu tónleika,“ sagði Bragi Valdimar Skúlason, liðsmaður í hljómsveitinni Baggalúti. Uppselt er á átta tón- leika í Háskólabíói. Auk þess verða þrennir tónleikar á Akureyri og þar ku vera örfáir miðar í boði. Miðar á ferna jólatónleika Bagga- lúts í Háskólabíói fóru í sölu í sept- ember og seldust upp fyrir hádegi sama dag. Þá var bætt við tvennum tónleikum sem einnig seldust upp og voru settir á tvennir tónleikar til viðbótar og miðar á þá kláruðust einnig. Tónleikaröðin hófst í gær í Háskólabíói. Um næstu helgi verða þrennir tónleikar í Hofi á Akureyri og svo aftur fernir tónleikar í Há- skólabíói 20. og 21. desember. „Það væri mjög gott fyrir okkur ef það væri hægt að bæta við einni helgi í aðventuna,“ sagði Bragi Valdimar. Þetta er áttunda árið sem Baggalútur heldur jólatónleika og það fjórða sem þeir eru í Háskóla- bíói. Þar áður voru þeir í Borgar- leikhúsinu, tvisvar í Salnum í Kópa- vogi og einu sinni í Iðnó. Bragi Valdimar sagði ljóst af vinsældum tónleikanna að dæma að það væri spurn eftir jólaálfunum í Baggalúti. Nýjasta plata Baggalúts, Mamma þarf að djamma, er nú í efsta sæti íslenska plötulistans. „Við reynum að taka eitthvað af henni, svo erum við með jólalag sem við gerðum í fyrra,“ sagði Bragi um efnisskrána. „Svo er alltaf háleynilegur leyni- gestur. Laddi var með okkur í fyrra, Megas hefur líka verið með okkur. Það er spurning hver verður í ár. Við erum bara kátir með þetta.“ Auk Braga skipa Baggalút þeir Guðmundur Kristinn Jónsson, Guð- mundur Pálsson og Karl Sigurðs- son. Einnig kemur að tónleikunum valið lið hljóðfæraleikara, tækni- manna, sviðshönnuða og ljósameist- ara. gudni@mbl.is Nær uppselt á ellefu jólatónleika Baggalútur Plata þeirra er í efsta sæti plötulistans um þessar mundir.  Baggalútur nýtur mikilla vinsælda Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Erlendir ferðamenn í norðurljósaleiðangri þurftu að fá lánaðar húfur í jarðböðunum við Mývatn í gærkvöldi en aðstæður til baðferða voru með prýðilegasta móti þrátt fyrir frostið, sem fór í 31 stig á áttunda tímanum. „Það er fínt að mæta í þessu veðri,“ sagði Birgir Stein- grímsson baðvörður í gær. „Helvítis vindurinn er óvinur okkar. Það var hérna norðvestanskítur og lá við að snjó- aði ísnálum í gær en þetta er í sjálfu sér besta veðrið,“ sagði hann um froststilluna. 25-30 manns lögðu leið sína í jarðböðin í kuldanum í gær en Birgir segir að aldrei hafi fleiri erlendir ferða- menn sótt böðin í desember en í ár. „Það er nú eig- inlega núna í fyrsta skipti sýnist mér, á þessum tíma, að erlendu ferðamennirnir eru orðnir fleiri en heimamenn flesta daga,“ segir hann en það komi til bæði vegna fjölgunar ferðamanna og leti heimamanna við að sækja böðin í vindsperringnum. Hann segir að heilt á litið stefni í metfjölda gesta ár, þeir hafi verið í kringum 92 þúsund í fyrra en verði líklega um 104 þúsund á þessu ári. Kristján Stefánsson í Stekkholti tekur í sama streng og Birgir og segir frostið í lagi á meðan ekki blæs. „Það er þannig að þegar komið er á milli 20 og 30 stiga frost þá er þurrt og yfirleitt stafalogn og þá er ekkert svo rosalega kalt,“ segir Kristján. „Einu sinni fór ég úr Mývatnssveit í tæplega 30 stiga frosti og suð- ur til Reykjavíkur á námskeið sem var á Granda í þriggja stiga frosti og ég hélt ég dræpist þegar ég kom þangað,“ segir hann, svo miklu muni um rokið og rak- ann. Kristján segir haustið í ár hafa verið mun betra en haustið í fyrra. „Það er bara gott að hafa frost. Það á að vera vetur þegar er vetur; það er hundleiðinlegt þegar það er frost einn daginn og hláka hinn,“ segir hann. Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði frá því á vef- svæði sínu í gær að fjöldi lágmarkshitameta hefði fallið á fimmtudag, þeirra á meðal 112 ára gamalt dægurmet í Reykjavík. Hann segir metin ekki til marks um ákveðna þróun en þau sýni þó að um alvörukuldakast sé að ræða. „Ef maður skoðar þessa lista sér maður að þetta er kannski mesta kuldakastið í desember í fimm til sex ár,“ segir hann. „Þetta er alveg heiðarlegt kuldakast,“ bætir hann við. Trausti segir að síðustu ár hafi þó mun fleiri hita- met fallið en kuldamet en Íslandsmetin í hita og kulda standi enn: 30,5 stig sem mældust á Teigarhorni í Beru- firði 22. júní 1939 og -38 stig sem mældust á Gríms- stöðum og í Möðrudal 21. janúar 1918. Ferðamenn í jarðböð- um í 31 stigs frosti  Frostið í lagi ef veður er stillt  „Heiðarlegt kuldakast“ Morgunblaðið/Birkir Fanndal Frost Gestir jarðbaðanna við Mývatn létu kuldann ekki á sig fá en sumir fengu þó lánaða húfu yfir eyrun. Krafa KPMG um töku bús Green- stone, sem hætti í fyrra við áform sín um byggingu gagnavers á Ís- landi, til gjaldþrotaskipta verður tekin fyrir næsta miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greenstone var stofnað af fyrirtækjunum TCN í Hollandi, GEO í Bandaríkjunum og Ami- cus á Íslandi og vann að því, frá árinu 2008, að reisa gagnaver hér á landi. Eftir að hafa skoðað álitlega staði víða um land, og rit- að undir viljayfirlýsingar með fjöl- mörgum íslenskum sveit- arfélögum, varð Blönduós fyrir valinu. Félagið hætti hins vegar við áformin á síðasta ári en í samtali við Morgunblaðið sagði talsmaður þess, Sveinn Óskar Sigurðsson, að síðasta ríkisstjórn hefði verið óvilj- ug að vinna með félaginu. Að sögn Arnars Þórs var Green- stone milliliður fyrir bandaríska risabankann Morgan Stanley sem hugðist hýsa sín rafrænu gögn í gagnaverinu. Tekið til gjaldþrotaskipta GREENSTONE HAFÐI HÁLEITAR HUGMYNDIR UM GAGNAVER Arnar Þór Sævarsson L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N AL HORSE SHOW OF IC E L A N D Landsmót hestamanna verður haldið á mótssvæði hestamannafélagsins Geysis á Hellu dagana 30.6–6.7.2014. Landsmót auglýsir eftir aðilum/fyrirtækjum sem áhuga hafa á því leigja sölubása á mótinu. Búast má við allt að 12.000 gestum ámótið. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður á Íslandi og er frábær sölugluggi fyrir stóra sem smáa markaðsaðila og fjölbreyttar stærðir sölubása verða til leigu. Á LM 2014 verður lögð áhersla á fjölbreytni, gæði, snyrtimennsku og þjónustuhraða. Frekari upplýsingar verða veittar í gegnum netfangið anna@landsmot.is ___________________________________________________________________________ Landsmót hestamanna, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, landsmot@landsmot.is / www.landsmot.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.