Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Aðeins munaði 2,5 milljónum á lægsta tilboði og því næstlægsta í smíði fangelsis og gerð fangelsis- lóðar á Hólmsheiði. Þegar tilboð voru opnuð hjá Ríkis- kaupum á fimmtudag kom í ljós að Íslenskir aðalverktakar hf. höfðu boðið rúmlega 1,8 milljarða í verkið, samtals 1.819.963.591 kr., svo allrar nákvæmni sé gætt. Jáverk ehf. bauð á hinn bóginn 1.822.496.000 kr. sem er 2,5 milljónum hærra, nánar til- tekið er munurinn 2.532.409 krónur. Munurinn er aðeins 0,13% af kostn- aðaráætlun fyrir fangelsið sem var rúmlega 1,9 milljarðar. 97,4 millj. undir áætlun Lægsta tilboð var 97,4 milljónum undir kostnaðaráætlun en það jafn- gildir 5,1%. Þrjú tilboð bárust og átti Ístak hf. hæsta boðið, upp á ríflega tvo milljarða, um 127,6 milljónum yf- ir kostnaðaráætlun. Fram- kvæmdasýsla ríkisins fer nú yfir til- boðin. Nokkuð er síðan vinnu við jarð- vinnu og heimlagnir innan lóðar lauk. Vinnu við heimlagnir utan lóð- ar er nýlega lokið. Smíði fangelsisins á að vera lokið í síðasta lagi 1. desember 2015. Fangelsið verður 3.700 fermetrar að stærð og í því verður rými fyrir 56 fanga. Það á að koma í staðinn fyrir Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi. Einnig er gert ráð fyrir að gæslu- varðhaldsdeild á Litla-Hrauni, þar sem eru sex klefar, verði lögð niður og klefarnir nýttir fyrir afplánun. runarp@mbl.is Munaði 2,5 milljónum Á heiðinni Vinningstillaga Arkís gerði ráð fyrir að fangelsið yrði klætt stáli.  Lægsta tilboð í nýja fangelsið liðlega 1,8 milljarðar JÓLAGJÖF SEM ALLIR GETA NOTAÐ Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út um klukkan átta í gærkvöldi vegna elds sem hafði kviknað í íbúðar- húsnæði í Nes- kaupstað. Um var að ræða tvíbýli en ekki var búið í þeim hluta hússins þar sem eldurinn kom upp. Slökkvilið Fjarðabyggðar náði tökum á eldinum upp úr tíu í gær- kvöldi. Mikill eldur logaði um tíma og náðu eldtungurnar marga metra upp í loft. Að sögn Guðmundar Sig- fússonar, slökkviliðsstjóra í Fjarða- byggð, er húsið tvíbýli en ekki er bú- ið í þeim hluta hússins þar sem eldurinn kom upp. Nágrannarnir voru heimavið og tilkynntu eldinn eftir að hann kom upp. Guðmundur segir að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort bjarga mætti þeim hluta húss- ins sem búið er í og á milli íbúðanna sé einungis tréveggur. Það hafi tekist en þónokkurt tjón varð í þeim hluta hússins sem búið er í vegna vatns og reyks. vidar@mbl.is Eldtungur í margra metra hæð  Tvíbýlið logaði Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnús- son, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson víki úr dómsal á meðan fórnarlamb þeirra gefur skýrslu við aðalmeðferð í máli á hendur þeim, sem hefst eftir helgi. Fórnarlambið krafðist þess að mönnunum yrði vikið úr salnum þar sem það væri honum afar þungbært að gefa skýrslu að þeim viðstöddum. Hann lagði fram vottorð sálfræðings sem hann hefur gengið til vegna andlegrar vanlíðunar, sem hann rekur til ákæruefnisins. Þá kvaðst hann hafa fengið áfallahjálp í kjölfar þess sem um getur í ákærunni. Hæstiréttur vísaði til forsendna héraðsdóms en samkvæmt ákær- unni sé ákærðu gefið að sök að hafa svipt brotaþola frelsi, beitt hann ólögmætri nauðung og staðið að sér- staklega hættulegri líkamsárás á hann. Í úrskurðinum segir að þess verði gætt við aðalmeðferð að ákærðu geti fylgst með skýrslutökunni af brotaþola um leið og hún fer fram og spurningar verði lagðar fyrir hann eftir því sem þeim þyki tilefni til. Ákærðu munu víkja úr dómsal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.