Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Í þættinum Hringnum lokað semsendur var út á mbl.is á fullveld- isdaginn kom fram hjá bæði for- sætisráðherra og fjármálaráðherra að vinna þyrfti að því að einfalda regluverk til að íþyngja fyrirtækjum ekki úr hófi. For- sætisráðherra sagði á stundum nánast ómögulegt fyrir framtakssamt fólk að stofna fyrirtæki á tilteknum sviðum og að unnið væri að því að endurskoða regluverkið allt og vinnubrögðin við að setja nýjar reglur.  Þetta er jákvættviðhorf hjá forystumönnum rík- isstjórnarinnar og einnig það sem fram kom hjá forsætisráðherra að Íslendingar hefðu stundum verið kaþólskari en páfinn í því að innleiða ESB-reglugerðafargan sem hingað streymdi vegna EES-samningsins.  Á síðasta kjörtímabili rann mikiðaf þessum málum í gegn og jafnan eftir litla umræðu. Fimm mál af þessu tagi hafa verið tekin fyrir í þinginu á liðnum vikum og ekki er að sjá að þingmenn taki tillit til varn- aðarorða forsætisráðherra.  Þessi fimm mál, sem eru á 145blaðsíðum, hafa aðeins verið rædd í samtals 72 mínútur í þingsal og fjögur þeirra hafa þegar verið samþykkt og öll mótatkvæðalaust.  Fimmta málið mun vafalítiðrenna í gegn með sama hætti á næstu dögum.  Er ekki orðið tímabært fyrirþingmenn að velta fyrir sér ágætum ábendingum forsætisráð- herra? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Regluverkið þanið út umræðulaust STAKSTEINAR Bjarni Benediktsson Veður víða um heim 6.12., kl. 18.00 Reykjavík -7 skýjað Bolungarvík -8 skýjað Akureyri -16 léttskýjað Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn -5 léttskýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur -1 snjókoma Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 léttskýjað Brussel 2 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 2 heiðskírt London 7 léttskýjað París 6 léttskýjað Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 2 skýjað Berlín 2 skýjað Vín 3 skýjað Moskva -1 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 alskýjað Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -23 léttskýjað Montreal 2 alskýjað New York 9 skúrir Chicago -6 alskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:02 15:38 ÍSAFJÖRÐUR 11:42 15:07 SIGLUFJÖRÐUR 11:27 14:49 DJÚPIVOGUR 10:40 14:59 Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt eftir klukkan fimm í gær þegar tilkynning barst um slas- aðan mann í fjörunni utan við Þor- lákshöfn. Maðurinn var við skot- æfingar á berginu en féll ofan í fjöru og hlaut við það opið beinbrot á læri. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn og flutti hún mann- inn á Landspítalann í Reykjavík, en þangað kom hún með hann klukkan sex. Björgunarsveitarmenn báru þann slasaða þangað sem hægt var að koma honum um borð í þyrluna. Lærbrotnaði í fjörunni við Þorlákshöfn Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is J Ó L AT I L B O Ð L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N AL HORSE SHOW OF IC E L A N D Landsmót hestamanna óskar eftir aðilum til að sjá um veitingarekstur á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á mótssvæði hestamannafélagsins Geysis á Hellu dagana 30. júní – 6. júlí 2014. Búast má við allt að 12.000 gestum ámótið. Einungis koma til greina aðilar sem hafa reynslu af veitingarekstri. Á LM2014verður lögðáherslaá fjölbreytni, ferskleika, gæði, snyrtimennsku og þjónustuhraða. Frekari upplýsingar verða veittar í gegnum netfangið anna@landsmot.is ___________________________________________________________________________ Landsmót hestamanna, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, landsmot@landsmot.is / www.landsmot.is Sunnudaginn 8. desember kl. 14 mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, vígja Pál Ágúst Ólafsson til sóknarprestsþjónustu í Staðastaðar- prestakalli og héraðsprestsþjónustu í Vesturlandsprófastsdæmi. Vígt verð- ur í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vígsluvottar verða séra Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur, séra Helga Soffía Konráðsdóttir, Magnea Sverrisdóttir djákni, séra Guðni Már Harð- arson og Sigrún H. Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar Búðasóknar í Staðastaðarprestakalli. Vígður til prests Íslandsbanki hefur lokið sínu fyrsta erlenda skuldabréfaútboði að upp- hæð 500 milljónir sænskra króna eða sem nemur 9,1 milljarði íslenskra króna. Skuldabréfin bera 400 punkta ofan á sænska millibankavexti (STI- BOR) og eru til fjögurra ára. Alls tóku yfir 40 fjárfestar frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi þátt í útboðinu en umframeftirspurn var eftir bréf- unum. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Ír- landi hinn 16. desember. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá bankanum. Íslandsbanki hefur undirbúið út- gáfu skuldabréfa erlendis um tíma. Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) út- gáfuramma bankans sem tilkynnt var um í júlí en hann gefur Íslands- banka færi á að gefa út jafnvirði 250 milljóna Bandaríkjadala í mismun- andi mynt á föstum og fljótandi vöxtum. Umsjónaraðili útboðsins var Pareto Securities AB í Stokk- hólmi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir áhuga erlendra fjárfesta mikla traustsyfirlýsingu á íslenskt efnahagslíf. Fyrsta erlenda skuldabréfaútboðið Mikil traustsyfirlýsing á efnahagslífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.