Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 8

Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Í þættinum Hringnum lokað semsendur var út á mbl.is á fullveld- isdaginn kom fram hjá bæði for- sætisráðherra og fjármálaráðherra að vinna þyrfti að því að einfalda regluverk til að íþyngja fyrirtækjum ekki úr hófi. For- sætisráðherra sagði á stundum nánast ómögulegt fyrir framtakssamt fólk að stofna fyrirtæki á tilteknum sviðum og að unnið væri að því að endurskoða regluverkið allt og vinnubrögðin við að setja nýjar reglur.    Þetta er jákvættviðhorf hjá forystumönnum rík- isstjórnarinnar og einnig það sem fram kom hjá forsætisráðherra að Íslendingar hefðu stundum verið kaþólskari en páfinn í því að innleiða ESB-reglugerðafargan sem hingað streymdi vegna EES-samningsins.    Á síðasta kjörtímabili rann mikiðaf þessum málum í gegn og jafnan eftir litla umræðu. Fimm mál af þessu tagi hafa verið tekin fyrir í þinginu á liðnum vikum og ekki er að sjá að þingmenn taki tillit til varn- aðarorða forsætisráðherra.    Þessi fimm mál, sem eru á 145blaðsíðum, hafa aðeins verið rædd í samtals 72 mínútur í þingsal og fjögur þeirra hafa þegar verið samþykkt og öll mótatkvæðalaust.    Fimmta málið mun vafalítiðrenna í gegn með sama hætti á næstu dögum.    Er ekki orðið tímabært fyrirþingmenn að velta fyrir sér ágætum ábendingum forsætisráð- herra? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Regluverkið þanið út umræðulaust STAKSTEINAR Bjarni Benediktsson Veður víða um heim 6.12., kl. 18.00 Reykjavík -7 skýjað Bolungarvík -8 skýjað Akureyri -16 léttskýjað Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn -5 léttskýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur -1 snjókoma Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 léttskýjað Brussel 2 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 2 heiðskírt London 7 léttskýjað París 6 léttskýjað Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 2 skýjað Berlín 2 skýjað Vín 3 skýjað Moskva -1 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 alskýjað Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -23 léttskýjað Montreal 2 alskýjað New York 9 skúrir Chicago -6 alskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:02 15:38 ÍSAFJÖRÐUR 11:42 15:07 SIGLUFJÖRÐUR 11:27 14:49 DJÚPIVOGUR 10:40 14:59 Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt eftir klukkan fimm í gær þegar tilkynning barst um slas- aðan mann í fjörunni utan við Þor- lákshöfn. Maðurinn var við skot- æfingar á berginu en féll ofan í fjöru og hlaut við það opið beinbrot á læri. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn og flutti hún mann- inn á Landspítalann í Reykjavík, en þangað kom hún með hann klukkan sex. Björgunarsveitarmenn báru þann slasaða þangað sem hægt var að koma honum um borð í þyrluna. Lærbrotnaði í fjörunni við Þorlákshöfn Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is J Ó L AT I L B O Ð L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N AL HORSE SHOW OF IC E L A N D Landsmót hestamanna óskar eftir aðilum til að sjá um veitingarekstur á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á mótssvæði hestamannafélagsins Geysis á Hellu dagana 30. júní – 6. júlí 2014. Búast má við allt að 12.000 gestum ámótið. Einungis koma til greina aðilar sem hafa reynslu af veitingarekstri. Á LM2014verður lögðáherslaá fjölbreytni, ferskleika, gæði, snyrtimennsku og þjónustuhraða. Frekari upplýsingar verða veittar í gegnum netfangið anna@landsmot.is ___________________________________________________________________________ Landsmót hestamanna, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, landsmot@landsmot.is / www.landsmot.is Sunnudaginn 8. desember kl. 14 mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, vígja Pál Ágúst Ólafsson til sóknarprestsþjónustu í Staðastaðar- prestakalli og héraðsprestsþjónustu í Vesturlandsprófastsdæmi. Vígt verð- ur í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vígsluvottar verða séra Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur, séra Helga Soffía Konráðsdóttir, Magnea Sverrisdóttir djákni, séra Guðni Már Harð- arson og Sigrún H. Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar Búðasóknar í Staðastaðarprestakalli. Vígður til prests Íslandsbanki hefur lokið sínu fyrsta erlenda skuldabréfaútboði að upp- hæð 500 milljónir sænskra króna eða sem nemur 9,1 milljarði íslenskra króna. Skuldabréfin bera 400 punkta ofan á sænska millibankavexti (STI- BOR) og eru til fjögurra ára. Alls tóku yfir 40 fjárfestar frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi þátt í útboðinu en umframeftirspurn var eftir bréf- unum. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Ír- landi hinn 16. desember. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá bankanum. Íslandsbanki hefur undirbúið út- gáfu skuldabréfa erlendis um tíma. Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) út- gáfuramma bankans sem tilkynnt var um í júlí en hann gefur Íslands- banka færi á að gefa út jafnvirði 250 milljóna Bandaríkjadala í mismun- andi mynt á föstum og fljótandi vöxtum. Umsjónaraðili útboðsins var Pareto Securities AB í Stokk- hólmi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir áhuga erlendra fjárfesta mikla traustsyfirlýsingu á íslenskt efnahagslíf. Fyrsta erlenda skuldabréfaútboðið  Mikil traustsyfirlýsing á efnahagslífið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.