Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is Þetta eru allt fífl, ég veithvernig þeir eru. Allireins,“ segir GunnlaugurGuðmundsson þegar hann útskýrir hvernig menn fara að hugsa þegar þeir verða gamlir í huganum. „Við förum að merkja alla hluti og horfum ekki lengur á þá því „við erum búin að skoða þá“ og förum að alhæfa um hluti og fólk, eins og við höfum sett einhverja gamla merki- miða á þá,“ segir Gunnlaugur. Með því sé hugurinn að leyfa gömlum hugmyndum að stjórna lífi okkar á kostnað nýrra upplifana. Glötuð tækifæri Gunnlaugur segir að eitt af því sem „hjálpar“ fólki verulega að eld- ast sé þegar það leyfir gömlu hugs- anamynstri að yfirgnæfa raunveru- leika dagsins í dag. Þá verði lífið sífelld endurupplifun fortíðar í stað þess að það lifi í nútíðinni og njóti hverrar stundar. „Ég er orðinn gamall, ég get ekki gert þetta. Ég get ekki farið í nám því ég er orðinn of gamall … Svona hljóma hugmyndir sem loka á möguleikana og tækifærin. Eftir því sem maður verður eldri er maður með fleiri hugmyndir sem loka á fleiri möguleika og á endanum situr maður einn í einhverju lokuðu her- bergi og gerir ekki neitt! Af því að maður veit þetta allt. Það er ömur- legt,“ segir Gunnlaugur sem sjálfur er að verða sextugur en hefur tekist vel að viðhalda æskuljómanum sem í hans augum spyr ekki að líf- fræðilegum aldri. Stóra spurningin er þó í sjálfu sér hvernig hægt sé að sporna við þeirri leiðindaþróun að verða „gamall í huganum“. Vakandi athygli Gunnlaugur byrjar bókina sína, Leiðina til sigurs, á skemmtilegri og örstuttri sögu sem segir býsna margt í fáum orðum um viðhorf. „Tveir meistarar eru á ferðalagi með lærisveinum sínum. Þeir stoppa á gististað og sveinarnir hittast í matsalnum. „Meistari minn getur gengið á vatni,“ segir annar þeirra. „Hvað getur meistarinn þinn gert?“ „Þegar meistarinn minn er að borða þá er hann að borða,“ segir hinn. Þetta er æðsta stigið því þetta er vakandi athygli,“ segir hann og út- skýrir að þetta geti átt við víða, til dæmis í kynlífi eða íþróttaleik. Þá ætti hugurinn ekki að vera annars staðar. „Þú ert í fótboltaleik og það eru fimm mínútur eftir af níutíu. Ef þú ferð að hugsa um að það séu bara fimm mínútur eftir, leikurinn er sama sem búinn og þú getur ekki skorað. En það tekur tíu sekúndur að skora mark! Markmaðurinn þinn getur verið með boltann og tíu sek- úndum síðar er komið mark. Ef þú ert að hugsa um eitthvað annað og ferð út úr núinu, út úr vakandi at- hygli, þá fyllast menn örvæntingu þannig að síðustu mínúturnar tap- ast,“ segir hann. Með vakandi athygli hlýtur maðurinn að geta notið hverrar stundar og leyft lífinu stöðugt að koma sér á óvart. Jafnvel þó að ald- urinn færist yfir. Til að tileinka sér vakandi athygli þarf þjálfun og fyrir vikið notar maður hverja stund eins vel og hægt er. Fortíðinni fyrirgefið Flest viljum við vera í góðu formi líkamlega og í góðu jafnvægi andlega. Þetta tvennt þarf að tvinn- ast saman og styður hvað annað í raun og veru. Gunnlaugur segir að til að geta tekið framförum í lífinu sjálfu og gengið um hnarreistur sé nauðsyn- legt að vera sáttur í eigin skinni. Í því felst að sætta sig við hlutina eins Að eldast og komast af grát- og öskurstiginu Stjörnuspekingurinn Gunnlaugur Guðmunds- son er sannfærður um að viðhorf okkar og afstaða til ellinnar geti í raun og veru stýrt því dálítið hvernig við eldumst. Þetta skýrir hann í bók- inni Leiðin til sigurs. Morgunblaðið/Malín Brand Sveigjanlegur Gunnlaugur Guðmundsson segir miklu máli skipta að vera sveigjanlegur og að vökva jákvæðu blómin í kringum sig. Á vefnum www.spilareglur.is er að finna reglur ýmissa spila sem mörg okkar kannast við úr bernsku. Sum spilanna lærði maður kannski hjá afa og ömmu en man ekki reglurnar. Þarna er að finna lýsingar og regl- ur fjölda spila á borð við Rommí, Gúrku, Merki, Lönguvitleysu, Kana, Þjóf, Vist og svo mætti lengi telja. Það er ekki vitlaust að rifja upp nokk- ur spil á aðventunni og taka fram gamla góða spilastokkinn. Þau Nonni og Sigrún halda þessum vef úti og hvetja fólk til að senda inn fleiri spilareglur. Vefsíðan www.spilareglur.is Morgunblaðið/Golli Spilað Á síðunni er hægt að rifja upp ýmis spil og jafnvel læra önnur ný. Gömlu spilin rifjuð upp Í dag klukkan 16 stendur Kvennakór Akureyrar fyrir fjáröflunartónleikum í Akur- eyrarkirkju. Allur ágóði tón- leikanna rennur til Mæðra- styrksnefndar Akureyrar nú fyrir jólahátíðina. Inn á tón- leikana kostar 2.500 krónur en ókeypis er fyrir 12 ára og yngri. Endilega … … hjálpið bágstöddum Kórinn Styrkið endilega gott málefni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.