Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 11
og þeir eru og sumir geta þurft að fyrirgefa fortíð- inni. Öðruvísi sé ekki hægt að halda áfram stefnufastur. Það þekkir Gunnlaugur af eigin raun. Sem ungur maður var hann yfirfullur af sorg og söknuði. „Pabbi var sjómað- ur og drukknaði þegar ég var fimm ára og mamma mín veiktist,“ segir Gunnlaugur. Hann þurfti því snemma að horfast í augu við sjálfan sig og hreinsa í burtu neikvæðnina sem hlaðist hafði upp vegna erf- iðleika. Hann lærði að fyrirgefa sjálfum sér og þeim sem í kringum hann voru. Öskurstigið yfirstigið Gunnlaugur talar stundum um öskurstigið og grátstigið sem sumir virðast seint komast af. „Lítil börn tjá sig bara í gegnum grát, hlátur, hjal eða öskur. Þannig láta þau vita hvort þau séu svöng, þurfi að skipta á þeim eða eitthvað annað. Þetta er öskur- og grátstig,“ útskýrir Gunn- laugur. „Þegar við verðum eldri lærum við að eiga samskipti og tala með vit- rænum hætti. Það er samt margt fólk sem kemst aldrei af öskur- og grátstiginu. Ef þú ferð inn á sam- félagsmiðlana eða inn á blogg sérðu að bloggið byrjar oft á einhverju öskri. Ég þoli hann ekki! Ég hata hann! Það á aða setja þetta fólk í fangelsi! Og stundum fylgja þessu mörg upphrópunarmerki,“ segir Gunnlaugur. Fólk skrifar þá gjarnan með há- stöfum og er óspart á spurning- armerkin og upphrópunarmerkin. En hvernig kemst fólk af þessu stigi? Það er eitthvað sem Gunn- laugur hefur brotið heilann um. „Þetta er svolítið á ábyrgð for- eldra. Ef þú ert foreldri með lítið barn, þú vinnur allan daginn, nærð í barnið og festist í umferðinni á leiðinni í Bónus og þú rífst og skammast yfir því að þú sért þreytt/ ur. Svo komið þið heim og þú plantar barninu fyrir framan tölvuna. Þú öskrar á barnið og barnið öskrar á þig og samskiptin ganga út á skip- anir og öskur. Þannig eru mörg börn alin upp. Það er aldrei talað við þau. Svo verða þau fullorðin og eru reið út í foreldrana og reið út í þjóðfélag- ið. Þau kunna ekki að tjá sig á annan hátt en að öskra,“ segir hann. Þetta sjáum við gjarnan í at- hugasemdakerfum fjölmiðlanna þar sem reiðin virðist töluverð og sama getur átt við um samfélagsmiðlana eins og Gunnlaugur nefnir. Sigurleiðin Þetta er á meðal þess sem Gunnlaugur rekur í bók sinni. Hvernig maður þarf að vaxa upp úr bernskunni og hvernig maður á að koma fram við aðra í samskiptum. Á milli bókarkafla eru síður þar sem lesandi getur gert könnun á eigin hegðun, hakað við atriði og spurt sjálfan sig og gert ýmiss konar gagnlegar æfingar. „Í mínum huga er leiðin til sig- urs þessi: Ég hreinsa til í sálarlífinu, bý til jákvæðni í sálarlífinu, reyni að vera sveigjanlegur og mjúkur í lík- amanum, reyni að borða góðan mat, setja mér skýr markmið, vökva já- kvæð blóm og ég reyni að lifa í vak- andi athygli,“ segir stjörnuspek- ingurinn og höfundur bókarinnar Leiðin til sigurs, Gunnlaugur Guð- mundsson. „Ef þú ferð inn á samfélagsmiðl- ana eða inn á blogg sérðu að bloggið byrjar oft á einhverju öskri.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Það eina sem þarf til að hægt sé að spila þetta spil eru fjórir leikmenn og einn spila- stokkur. Þeir mega þó gjarn- an vera tveir til að auka á stuðið og geta þátttakendur verið fleiri. Hver og einn fær fimm spil á hendi og á hver að reyna að safna fimm spilum í sama lit, hjarta, spaða, tígli eða laufi. Allir spilarar velja sér eitt spil af þeim fimm sem þeir hafa og samtímis lauma þeir því til næsta leikmanns til vinstri og segja: „Lauma.“ Því næst taka leikmenn spil- in upp og leikurinn endurtek- inn þar til einhver er kominn með fimm spil í sama lit á hendi og vinnur sá. Einfalt og skemmtilegt! Spil vikunnar Lauma Morgunblaðið/Þorkell Lauma Spilastokkur + 4. Einfalt og spennandi Út er komin sérstök makrónuupp- skriftabók á íslensku og gefur Bóka- félagið út. Það má í raun segja að makrónuæði hafi gripið um sig hér á landi og þessar fallegu litskrúðugu kökur prýtt skrautlega diska í fínum boðum. Saga makrónanna er tæplega sex- tíu ára gömul en þessar kökur hafa einnig verið kallaðar Baiser de Mousse (upp á frönsku) og Luxem- burgerli sem vísar okkur á upprun- ann. Sagt er að Camille Studer hafi bak- að þessar kökur og eigi í raun réttri heiðurinn af þeim. Uppskriftina hafi hún farið með til Zürich þar sem kök- urnar unnu til verðlauna í sælkera- keppni. Svo eru vissulega aðrir sem telja markrónurnar mun eldri og rekja sögu þeirra margar aldir aftur. Út í það verður þó ekki farið nánar. Makrónugerð er ekki mjög flókin frekar en annað þegar maður hefur náð á því tökum. Þær eru búnar til á svipaðan hátt og marens og séu þær vel heppnaðar bráðna þær á tungunni. Kökurnar má gera í ýmsum út- færslum og eru margar góðar hug- myndir í uppskriftabókinni, Til eru klassískar makrónur: Sí- trónu-, kaffi-, pistasíu-, karamellu- eða súkkulaðimakrónur svo eitthvað sé nefnt. Litirnir geta verið eins fjöl- breyttir og þeir eru margir. Fyrir þá sem þora er hægt að fara út í nýstárlega makrónugerð og not- ast við ýmiss konar óhefðbundið hrá- efni og í bókinni er að finna fjölda slíkra uppskrifta. Sem dæmi má nefna ananasmak- rónur með pipar og fjólumakrónur með hvítu súkkulaði. Möguleikarnir eru óteljandi og er um að gera að prófa sig áfram. Ekki er verra að fá réttu sprautustútana með í pakkanum. Sett Bókin er í lítilli öskju ásamt sprautupoka með sex mismunandi stútum. Makrónur bakaðar í fimmtán skrefum á tuttugu mínútum Allt um makrónugerð í litlu kveri Trönuhrauni 8 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 2885 stod@stod.is | www.stod.is | Opið kl. 8 - 17 virka daga Kynning á baraHEALTH vörunum í STOÐ 11. desember frá kl 16:30 – 19:00 Bjargey Ingólfsdóttir iðjuþjálfi og hönnuður mun kynna vöruna Allir velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar Við kynnum nýja vörur í STOÐ Þessar vörur stuðla að réttri líkamsbeitingu við hin ýmsu störf og athafnir. Frábær jólagjöf til þeirra sem þér þykir vænt um Handunnin íslensk hönnun bara svo að þér líði betur Peran, Eplið, Handpad og Snákurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.