Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 12

Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 www.holabok.is/holar@holabok.is Í dag klukkan 14 kynna Amal Tamimi og Kristjana Guðbrandsdóttir bók sína Von - Saga Amal Tamimi í Eymundsson við Strandgötu í Hafnarfirði. Þetta er bókin um stúlkuna sem var fangelsuð af Ísraelsmönnum og flýði síðar á ævintýralegan hátt til Íslands. Allir velkomnir, ÚTGÁFUTEITI KAFFI OG KONFEKT! Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is sunnudaginn 8. desember kl. 16 og mánudaginn 9. desember kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg N ína Tryggvadóttir N ína Tryggvadóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Jólauppboð í Gallerí Fold Forsýning alla helgina í Gallerí Fold laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–15, mánudag kl. 10–17 (einungis þau verk sem boðin eru upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér finnst stundum vanta aukna virðingu fyrir námi barna. Of marg- ir líta á skólagöngu sem sjálfsagðan hlut og að hún sé fyrst og fremst á ábyrgð skóla. En þegar litið er til annarra landa, svo sem þeirra sem skora hátt í rannsókn Pisa, er skóla- starf þar gjarnan haft í hávegum og þátttaka foreldra í því er mun meiri en tíðkast hér. Skólinn þarf þó að sjálfsögðu líka að líta í eigin barm og skoða hvernig bæta megi starfið svo árangur verði betri,“ segir Ólöf Sigurðardóttir, skólastjóri í Flata- skóla í Garðabæ. Árangri hrakað um hálft ár Niðurstöður svonefndar Pisa- rannsóknar á færni nemenda í grunnskólum í 65 löndum þykja slá- andi og hafa verið í umræðunni alla vikuna. Hvað Ísland áhrærir þá versnar frammistaða skólabarna verulega frá 2009 og séu tíu ár und- ir hefur árangri hrakað sem nemur hálfu skólaári. Afturför þessi nær bæði til höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, þó sýnu meira til síð- arnefnda svæðisins. Piltar standa verr að vígi en stúlkur. Um 30% þeirra eru á tveimur neðstu þrepum lesskilnings og um 20% nálægt botni í stærðfræðilæsi. Hér verður sjónum beint sér- staklega að lestrarkunnáttu. Ólöf segir að í Flataskóla, þar sem eru nemendur í fimm ára deild og svo 1.-7. bekk, sé fjöldi barna vel læs eða vel undirbúinn til lestrarnáms þegar námið hefst. Undirbúningur úr leikskóla skipti miklu máli. Upplifa heiminn á skjá Skóladagur barna hefst á níunda tímanum á morgnana og stendur fram á eftirmiðdaginn. Þá taka við frístundaheimili, íþróttir, tónlist og svo framvegis. Vinnudagur barnanna er því oft ámóta langur og foreldra. Og þegar allir koma dauð- þreyttir heim undir kvöldmat má ætla að fólk – á hvaða aldri sem það er – hafi ekki mikla orku í nám eða lestur. Þetta leiðir af sér þá spurn- ingu hvort afturförin liggi í þjóð- félagsgerðinni. Er einhver tími? „Ein af forsendum fyrir góðum námsárangri er að nemendur búi við góðar aðstæður til náms. Þó formleg menntun fari fram að miklu leyti í skólunum, undir handleiðslu kennara og fagfólks, þá ræðst námsárangur þeirra líka að miklu leyti af öðrum þáttum og þá ekki síst áhuga og hvatningu foreldra,“ segir Ólöf. „Innan veggja heimilisins er grunnurinn lagður að færni og við- horfum barna og þau hafa mikið að segja varðandi framtíð þeirra í námi. Íslenskar fjölskyldur vinna mikið og við vitum líka að foreldrar verja löngum stundum í tómstundir og áhugamál sín, án barnanna sinna sem gjalda þess í mörgum tilvikum. Tíminn sem foreldrar eiga með börnunum er aðeins örfá ár sem þó skipta sköpum í lífi þeirra. Ég hef líka áhyggjur af því að þegar fjöl- skyldan hefur tækifæri til að vera saman þá bætist við andleg fjarvera foreldra og barna með tilkomu snjalltækjanna þar sem hver situr með sitt tæki og upplifir heiminn á skjá.“ Samningar gegn breytingum Ólöf segir ennfremur að mörg börn séu önnum kafin í tómstunda- starfi, svo sem íþróttum og tónlist sem er vissulega af hinu góða. Hún hafi þó stundum áhyggjur af því að markmiðið með æfingum þessum sé ekki endilega barnvænt, þ.e. að áhersla sé lögð á markmiðið að ná í fremstu röð fremur en að ala upp heilbrigðan einstakling. „Þegar barn kvartar yfir álagi og kvíða í tengslum við íþróttaiðkun og aðrar tómstundir eða nær ekki að sinna kröfum námsins erum við að missa sjónar á því að skólinn á að vera í fyrsta sæti.“ Þegar niðurstöður könnunar voru kunngerðar í vikunni sögðu fulltrú- ar Kennarasambands Íslands að út- koman helgaðist meðal annars af niðurskurði til skólamála. Ólöf segir þetta sjónarmið eiga rétt á sér. Laun kennara séu sannarlega ekki nógu góð en kjarasamningar kenn- ara séu líka að mörgu leyti úrelt plagg sem vinni jafnvel gegn nauð- synlegum breytingum á skólakerf- inu. Með breytingu á kennsluhátt- um, nýrri uppröðun á skóladeginum og aukinni áherslu á grunnþætti námsins megi ná lengra en nú er raunin. Það hafi líka góð og hvetj- andi áhrif t.d. í íslenskukennslu þegar góðir rithöfundar koma í heimsókn í skólana. Þarf enga töfra Góðar bækur geta breytt miklu. Hefur í þessu sambandi verið sagt að bækurnar um hinn rammgöldr- ótta Harry Potter sem hafa notið mikilla vinsælda hafi styrkt lestr- arkunnáttu íslenskra barna. En hvað hefur gerst? „Maður hefði nú haldið að Potter-kynslóðin væri nú að skila sér í könnuninni. Harry Potter er ennþá til. En þarf alltaf æði til að allir geri eitthvað sam- tímis? Ég held að það þurfi enga töfra, bara tíma með þessum krökk- um, ekki síst strákum,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Hann hefur á síðustu árum skrifað fjölda bóka sem ungmenni hafa haft gam- an af, svo sem Söguna af bláa hnett- inum. „Ég hef heyrt margar skýringar á niðurstöðum könnunar Pisa, jafn- vel að prófið sé gamaldags. En af hverju er þá kynjamunurinn svona mikill? Ef við lítum á sérstaka hópa – til dæmis börn innflytjenda – þá er málið enn alvarlegra, þar sem þau börn hafa sum hver ekki for- eldra til að hjálpa sér þar sem þeir skilja ekki íslensku. Þar erum við að kasta á glæ gríðarmiklum hæfi- leikum og tækifærum og hugs- anlega að skapa alvarleg félagsleg vandamál,“ segir Andri Snær. „Illa læsri þjóð farnast ekki vel. Ef skilur svona á milli drengja og stúlkna gæti það haft ófyrirséðar afleiðingar; ef spenna vex milli kynjanna þegar stákarnir enda sem eftirbátar stelpna. Svona vísar eru oft notaðir til að spá um hnignun og jaðarsvæði. Strákarnir verða eftir en konurnar fara,“ segir Andri. Hann nefnir einnig það sem Ólöf Sigurðardóttir segir að þegar börn- in séu á fullu í ýmsu tómstunda- starfi sé oft lítill tími til lestrar eða heimanáms. Betra skipulag til dæmis á vinnudegi barna myndi margt auðvelda. Ásköpuð fötlun Andri Snær segist þekkja þess dæmi að skólabókasöfn kaupi ekki nýjar bækur vegna fjárskorts. „Það er hrikalegt ef skólar eiga ekki þær bækur sem helst eru nefndar. Um- ræða um listamenn sem afætur á samfélaginu, sem eiga að spjara sig á frjálsum markaði, er athyglisverð í ljósi Pisa-könnunarinnar,“ segir Andri Snær sem telur athyglisvert að piltar standi talsvert verr að vígi en stúlkur hvað lesturinn varðar. „Ég held að andlegt líf, tungumál og tjáning stráka, sem eyða of mikl- um tíma í tölvuleikjum og hafa ekki náð tökum á lestri, sé því miður fá- tæklegt. Þeir muni ekki nota tölv- urnar til að opna fyrir sér heiminn. Geta ekki heldur orðað hugsanir sínar og líðan, fært rök fyrir máli sínu eða greint flóknar upplýsingar. Það er ásköpuð fötlun.“ Illa læsri þjóð farnast ekki vel  Lakur lesskilningur samkvæmt könnun Pisa hreyfir við skólafólki og skáldum  Vinnudagur barna er langur og þreytandi  Andleg fjarvera foreldranna  Þurfum að verja tíma með krökkunum Skólastrákar Tölvur eru þarfaþing en óttast er að verði krakkar of háðir þeim dragi úr lestraráhuga og -kunnáttu þeirra. Strákar í 5. bekk Flataskóla með spjaldtölvurnar sínar. Frá vinstri: Flóki Fannar Halldórsson, Ásgeir Bjarni Eyþórsson, Sigurþór Kristinsson, Askur Hrafn Hannesson, Kári Rafn Snæbjörnsson og Aron Frank Kristinsson. Ólöf Sigurðardóttir Andri Snær Magnason Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hugsanlega þurfa aðferð- ir í íslensku- kennslu í grunnskól- unum að vera fjöl- breyttari,“ segir Olga Lísa Garð- arsdóttir, skólameist- ari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Vísar hún þar til slakrar útkomu íslenskra barna í Pisa- rannsókn. Í íslenskukennslu þarf að verk- efnatengja vinnu nemenda í meira mæli. „Ég held að það ætti að lesa fyrir krakkana í skólanum upp úr skemmtilegum og spenn- andi skáldsögum við hæfi hvers aldurs, sem er hvati til að þau langi að lesa meira sjálf. Með nýrri námskrá á báðum skóla- stigum mun vægi íslensku aukast og kennslan breytast. Ég er viss um að það mun hafa góð áhrif á lestur og lesskilning.“ Lesið úr spenn- andi sögum FJÖLBREYTTARI AÐFERÐIR Olga Lísa Garðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.