Morgunblaðið - 07.12.2013, Side 13

Morgunblaðið - 07.12.2013, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi í Reykjavík verð- ur opnaður um helgina. Mark- aðurinn verður með öðru sniði en hann hefur verið undanfarin ár en áhersla verður nú lögð á matvörur og ís- lenska framleiðslu. Fyrstu helgina verða 13 bjálka- kofar með margvíslegt handverk og ýmislegt matarkyns til sölu. Op- ið verður frá klukkan 12-18 laug- ardag og sunnudag. Jólamarkaðurinn hefst á Ingólfstorgi Á sameiginlegum fundi forsætis- nefndar Vestnorræna ráðsins og Evrópuþingsins í Strassborg nýlega fordæmdi forsætisnefndin harðlega hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Færeyjum og Ís- landi vegna makrílveiða landanna og ákvörðun ESB um refsiaðgerðir gegn Færeyjum vegna síldveiða. Fundinn sátu fyrir hönd Vestnor- ræna ráðsins alþingismaðurinn Unn- ur Brá Konráðsdóttir formaður og færeyski lögþingsmaðurinn Bill Justinussen en auk þeirra sátu fund- inn fulltrúar Evópuþingsins, þau Pat ‘the Cope’ Gallagher, Paul Rübig, Catherine Stihler og Indrek Tarand. Í tilkynningu frá Vestnorræna ráðinu segir, að ráðið hafi á fund- inum lýst þeirri skoðun, að aðferðir ESB séu óþolandi í alþjóðasamskipt- um. Þá hafi ráðið mótmælt því að ESB skuli í krafti stærðar sinnar og afls kjósa að gera hótanir í garð frið- samra granna sinna að lið í samn- ingaferli. Í tilkynningunni segir einnig, að á fundinum hafi komið fram að Evr- ópusambandið telji sig í fullum rétti til þess að beita refsiaðgerðum þegar þjóðir fylgi ekki meginreglunni um sjálfbærni. Eining hafi þó jafnframt verið um að það væri mjög brýnt, að ágreiningsmál væru leyst á dipló- matískan hátt fremur en með hót- unum. Mótmæltu refsiaðgerðum Í Strassborg Fulltrúar Vestnorræna ráðsins á fundinum með Evrópuþing- mönnum: Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri, Unnur Brá Konráðsdóttir formaður, Bill Justinussen varaformaður og Høgni Joensen ráðgjafi.  Vestnorræna ráðið segir aðferðir ESB óþolandi í alþjóða- samskiptum  ESB telur refsiaðgerðir réttlætanlegar Um fátt hefur meira verið fjallað í þjóðmála- umræðunni í meira en heila öld en skatta og gjöld. Sögu skattkerfis- breytinga hefur þó ekki verið gerð fræðileg skil fyrr en núna með ritinu Í þágu þjóðar eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Tíundarkerfið forna var orðið úrelt á 19. öld og þjóðina vantaði tilfinnan- lega sameiginlegan sjóð, ríkissjóð, til að geta byggt uppnútímasamfélag. Það var gertm.a. með því að taka upp tekjuskattskerfi árið 1877. Allar ríkisstjórnir hafa síðan breytt skattalögum og því er ritið hvort tveggja í senn mikilvægt framlag til stjórnmálasögu þjóðarinnar oggrundvallarrit umsögu skatta og skattkerfisbreytinga á árunum1877–2012. Sagan er sögð á ljósanog skilmerkileganhátt og margt kemur fram sem áhugafólki um þjóðarsöguna mun þykja fengur að. Saga skatta og skattkerfisbreytinga á Íslandi 1877−2012 Friðrik G. Olgeirsson Bækurnar fást í bókaverslunum Pennans/Eymundsson og hjá Bóksölu stúdenta Í þágu þjóðar Samhjálp fær eftir helgina til af- nota húsnæði við Vatnsstíg þar sem útigangsmenn í borginni geta feng- ið skjól yfir nótt. Samkvæmt samn- ingi við Reykja- víkurborg sér Samhjálp um rekstur Gisti- skýlisins í Far- sóttarhúsinu svo- nefnda við Þingholtsstræti. Þar er næt- urpláss fyrir tuttugu karla en í kuldatíð síðustu daga hefur kom- ið fyrir að vísa hafi þurft fólki frá. Það þykir ótækt og því bætir borg- in í. „Þetta er tímabundin lausn sem þó leysir mikinn vanda. Nú ætti varla að koma til þess vísa þurfi nokkrum frá, sem leitar nætur- staðar,“ segir sr. Karl V. Matthías- son, framkvæmdastjóri Sam- hjálpar, í samtali við Morgunblaðið. Þjónusta Samhjálpar við fólkið á götunni breytist á vordögum þegar starfsemin í Gistiskýlinu og á Vatnsstíg verður flutt í húsið á Lindargötu 48. Við það mun öll að- staða og öryggi aukast til muna, að sögn Karls. sbs@mbl.is Aðstoð auk- in við úti- gangsfólkið  Samhjálp fær við- bót við Vatnsstíg Karl V. Matthíasson Samverustund verður í Viðey á sunnudag þar sem lögð verður áhersla á frið og fjölmenningu. Miðað er við að farið verði með ferjunni til eyjarinnar kl. 14.15 en kl. 14.45 hefst upplestur í Viðeyj- arstofu. Þar verður föndrað og börn frá ýmsum löndum syngja jólalög á mörgum tungumálum. Kl. 16 verður gengið að frið- arsúlu Yoko Ono ef veðrið verður skikkanlegt og fylgst með því þeg- ar ljós verður tendrað þar en á sunnudag verða 33 ár liðin frá því Lennon var myrtur. Áhersla á frið og fjölmenningu í Viðey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.