Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Dýrfiskur er að undirbúa umhverfis- mat fyrir stórfellt eldi regnbogasil- ungs í Arnarfirði, Tálknafirði og Pat- reksfirði. Stefnt er að 10 þúsund tonna framleiðslu á ári. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir að eldið verði samstillt laxeldi þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Fyrirtækið hefur kynnt drög að til- lögu að matsáætlun vegna 4.000 tonna framleiðslu í Borgarfirði og annarri eins í Trostansfirði. Báðir þessir firðir eru í Arnarfirði. Sömu- leiðis hefur fyrirtækið kynnt fyrirætl- anir um 4.000 t framleiðslu í Patreks- firði og Tálknafirði. Sigurður Pétursson framkvæmda- stjóri segir að til að reka arðbært fiskeldi þurfi einingarnar að vera til- tölulega stórar. Stefna þurfi að því að vera með 10 þúsund tonna fram- leiðslu í hverri starfsstöð. Vilji sé til þess að koma slíkri stöð upp á suður- fjörðum Vestfjarða. Sigurður getur þess að erfiðlega hafi gengið að fá leyfi til að auka framleiðsluna á norðurfjörðunum, í Dýrafirði, Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi. „Margvíslegar ástæður liggja að baki þessum erfiðleikum en þar má nefna flókið og óskilvirkt umsóknarferli auk þess sem skortur er á nauðsynlegum tækjabúnaði hjá rannsóknarstofn- unum hér á landi til að meta um- hverfisaðstæður.“ Hann getur þess að fyrirtækið sé með fimmtíu manns í vinnu í seiða- eldisstöð, við sjóeldi og vinnslu á Flateyri. „Umhverfið er erfitt þar sem við fáum ekki að fylgja eftir þeim möguleikum sem hér eru með því að stækka eldið.“ Önnur ástæða þess að sótt er um leyfi til eldis í þessum þremur fjörð- um er stefna fiskeldismanna á Íslandi og stjórnvalda um að vera með kyn- slóðaskipt eldi. Eina stóra eldið sem Dýrfiskur er með er í Dýrafirði og því er það hluti af aðlögun fyrirtækisins að þessum vinnuaðferðum að koma sér upp aðstöðu á fleiri svæðum. Sigurður getur þess að Dýrfiskur hafi fyrst íslenskra eldisfyrirtækja fengið vottun fyrir lífrænt eldi. Til þess að það gangi til langframa þurfi fiskurinn að hafa mikið rými í eldinu. Samráð við hin fyrirtækin Í þeim fjörðum sem Dýrfiskur hyggur á starfsemi eru önnur fisk- eldisfyrirtæki með sjókvíaeldi og áform um eldi, ekki síst Fjarðalax, sem er í öllum fjörðunum, og Arnar- lax í Arnarfirði. Sigurður segir að áform Dýrfisks hafi verið kynnt fyrir hinum fyrirtækjunum. Spurður um hugsanlegan ágrein- ing um staðsetningar segir hann að firðirnir séu stórir og geti vel borið mikið eldi. Verið sé að byggja upp iðnað sem geti orðið mikilvægur liður í framtíðaruppbyggingu Vestfjarða. Ef ekki sé hægt að leysa ágreining um eldissvæði sé það til marks um að fiskeldismenn sem heild séu ekki með rétt hugarfar. Leggur Sigurður áherslu á að leit- að verði eftir samkomulagi við önnur eldisfyrirtæki um samstillingu eldis- ins til þess að tryggja sjálfbærni og ekki síður til að minnka hættu á sjúk- dómum. Tíu þúsund tonn af regnbogasilungi  Dýrfiskur undirbýr umhverfismat fyrir stórfellt eldi regnbogasilungs í sjókvíum í Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði  Tillaga að matsáætlun kynnt almenningi og Skipulagsstofnun Dýrfiskur sækir um nýja staði Grunnkort/Loftmyndir ehf. Einherji ehf Ósafjörður Fjarðalax ehf Hlaðseyri Fjarðalax ehf Sandoddi Dýrfiskur hf Hlíðardalur Dýrfiskur hf Sellátrar Fjarðalax ehf Laugardalur BA337 ehf Smælingjadal Nýskel ehf Hópið Fjarðalax ehf Sveinseyri Fyrirhuguð eldissvæði Dýrfisks hf og Fjarðalax ehf í Patreksfirði og Tálknafirði. Á myndinni er einnig sýnd staðsetning núverandi leyfa til þorskeldis í Patreksfirði og Tálknafirði og kræklinga- ræktar í Tálknafirði. Patreksfjörður Tálknafjörður Fjarðalax ehf Suðureyri Fjarðalax ehf Þúfneyri Fossfjörður Lundhlíð Haganes Tjaldanes Hlaðseyri Fyrirhugað eldissvæði Dýrfisks við Hlaðseyri í Borgarfirði og við Lundhlíð í Trostansfirði ásamt eldisleyfum Fjarðalax og Arnarlax, sem hafa fullgild starfs- og rekstrarleyfi til laxeldis. Arnarlax 3.000 tonn Dýrfiskur Fjarðalax 1.500 tonn Arnarfjörður Borgarfjörður Suðurfirðir Grunnkort/Loftmyndir ehf. Dýrfiskur hefur verið með regn- bogasilungseldi í Dýrafirði frá 2007 og rekur seiðaeldisstöð í Tálknafirði. Afurðirnar eru unn- ar til útflutnings hjá systurfyrir- tæki þess, Arctic Odda á Flat- eyri. Dýrfiskur hefur flutt til lands- ins hrogn regnbogasilungs frá Danmörku til eldis í sjókvíaeld- isstöð fyrirtækisins í Dýrafirði. Hrognin þurfa að samræmast stöðlum um lífræna fram- leiðslu. Hrognin eru klakin út í seiða- eldisstöð Dýrfisks í Norður- Botni í Tálknafirði og fiskurinn alinn í 100 gramma stærð áður en hann er fluttur í sjókvíar. Regnbogasilungur var fluttur hingað til lands um 1950. Skúli Pálsson hóf eldi á Laxalóni við Reykjavík. Stofninum var síðar slátrað vegna nýrnaveiki en fluttur inn aftur. Fiskinum hefur verið sleppt í vötn til veiða. Regnbogasilungur fjölgar sér ekki í íslenskri náttúru. Seiðin lifa veturinn ekki af vegna kulda. Fjölgar sér ekki hér HROGN FRÁ DANMÖRKU www.birkiaska.is Birkilauf-Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Nú er vetur! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum S805-2Y 110cm ál snjóskófla 1.890 S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.495 S805-4L 170CM ál snjóskafa 1.990 Rúðuskafa 190 Hálkusalt 5 kg 490 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 690 Aukablað alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.