Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 VIÐTAL Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Þetta var ótrúlegur tími,“ segir Ólafur Laufdal, veitingamaður með meiru, um árin sem hann rak Hótel Ísland í Ármúla sem síðar varð að Broadway. Þegar Hótel Ísland var opnað í desember 1987 var það stærsti skemmti- og veitingastaður landsins og kannski er það ákveðin sárabót – úr því að búið er að ákveða að loka Broadway – að lækna- og heilsu- miðstöðin sem þar á að koma eigi þó að minnsta kosti að verða ein sú stærsta á landinu. Broadway verður rekinn í nokkra mánuði til viðbótar en það á að opna læknamiðstöðina 2015. Framkvæmdir við Hótel Ísland hófust árið 1985 og skemmtistað- urinn með sama nafni var formlega opnaður 17. desember 1987. „Þetta er langflottasti staður sem hefur verið gerður á Íslandi,“ sagði Ólafur Laufdal í samtali við Morg- unblaðið í gær. Þetta er ekki ofsagt því staðurinn rúmaði 2.300 manns á skemmtanir og hægt var að taka á móti allt að 1.300 matargestum. Bún- aður, innréttingar og annað var í hæsta gæðaflokki. „Það var smekkfullt þarna árum saman,“ segir Ólafur. Þegar Hótel Ísland var opnað hafði Ólafur rekið skemmtistaðinn Broadway við Álfa- bakka, þar sem nú er kvikmyndahús, í um sex ár. Þangað hafði hann fengið marga heimsþekkta listamenn, m.a. Ray Charles, og enn fleiri slíkir komu fram á Hótel Íslandi. Alls telst Ólafi til að hann hafi fengið 90 er- lenda listamenn til landsins. Meðal skærustu stjarnanna voru Tom Jon- es og Rod Stewart, en of langt mál er að telja alla þá fjölmörgu aðra, er- lendu og innlendu listamennina sem tróðu þar upp. „Fjöldinn allur af söngvurum og tónlistarmönnum, sem nú eru landsþekktir, steig sín fyrstu spor á Hótel Íslandi,“ segir Ólafur, oft undir styrkri hljóm- sveitastjórn Gunnars Þórðarsonar. Hljómsveitin Stjórnin hafi átt þar sitt blómaskeið, um margra ára skeið hafi sjónvarpsþættir verið sendir út beint á Stöð 2 frá Hótel Íslandi, ótal margar árshátíðir hafi farið þar fram sem og fegurðarsamkeppnir (kvenna og karla) að ógleymdum mennta- skóla- og háskólaböllum. Sýningar gengu lengi Sýningar á Hótel Íslandi hafi margar gengið gríðarlega vel og voru sýndar í yfir 100 skipti, s.s. sýningar með Björgvini Halldórssyni, Geir- mundi Valtýssyni og fleirum. ABBA-, Begees- og Queen-sýningar hafi sömuleiðis verið vinsælar enda mjög vandað til þeirra. Þegar ABBA- sýningin, sem Gunnar Þórðarson setti upp, gekk á Hótel Íslandi var sambærileg sýning á fjölunum í London og fór Ólafur að sjá þá sýn- ingu til að bera þær saman. „Við gerðum þetta miklu betur og flestum sem sáu þetta bar saman um það. Við vorum langt á undan öðrum með svona sýningar. Það sem er verið að rifja upp núna, í Hörpunni og svona, við gerðum þetta fyrir 20 árum.“ Eitt af því sem vakti mikla athygli þegar staðurinn var opnaður var að undir sviðsgólfinu var lyfta og því var hægt að láta listamenn „birtast“ á sviðinu. Ljósabúnaður og hljóðkerfið var fyrsta flokks. „Það var ekki til neitt flottara í heiminum á þessum tíma.“ Ólafur neyddist til að selja Bún- aðarbankanum Hótel Ísland árið 1991 en hann og börn hans leigðu reksturinn af bankanum. Árið 1998 var nafni staðarins breytt í Broad- way en Ólafur Laufdal hefur ekki komið að rekstri staðarins frá 2001. „Langflottasta staðnum“ brátt lokað  Tugir heimsfrægra listamanna komu fram á Hótel Íslandi sem síðar fékk nafnið Broadway  Rúmaði 2.300 gesti og hægt var að taka á móti 1.300 matargestum  Búnaður á heimsmælikvarða Morgunblaðið/Golli Glæsilegt Frá sýningunni Viva Latino. Í baksýn má m.a. sjá Gunnar Þórðarson sem oft spilaði í Broadway. Ólafur Lauf- dal segir að rekstur stað- ar eins og Broadway sé lýjandi og krefjist mik- illar nætur- vinnu. Hrunið, sem hafi orð- ið til þess að stórum veislum og viðburðum hafi fækkað og fjöldi nýrra staða í miðborginni, hafi gert sam- keppnisstöðu Broadway erfiðari undanfarin ár. Ólafur hefur fyrir löngu snúið sér að öðru og rekur nú, ásamt Kristínu Ketilsdóttur eiginkonu sinni, veitingahús og lúxusgist- ingu í glæsilegum orlofshúsum í Grímsnesi. Nú er þar gistipláss fyrir 92 en plássunum fjölgar í 120 í sumar. Reksturinn gengur vel og þegar er mikið búið að bóka á milli jóla og nýárs. Þeir sem áð- ur komu fram á Hótel Íslandi og Broadway koma margir til að skemmta á jólahlaðborðinu hjá Ólafi og Kristínu. Þeirra á meðal eru Bjarni Arason, Gunnar Þórð- arson, Magnús Kjartansson, Grétar Örvarsson og Eyjólfur Kristjánsson. „Þetta eru allt gamlir vinir mínir,“ segir Ólafur. Þeir sem koma og gista í Grímsnesinu voru margir áður viðskiptavinir Ólafs í Broadway og Hótel Íslandi. Og líklega hafa margir þeirra sem sækja sér lækningu í nýju heilsumiðstöðina áður stigið trylltan dans í sama húsi. Gamlir vinir í Grímsnesið GISTING OG VEITINGAR Ólafur Laufdal www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu BREYSKUR BRAUTRYÐJANDI VVVVV „... þakkarver t og merk i leg t innlegg í bókmenntasögu okkar Íslendinga.“ ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR / DV „Verk Sveins Einarssonar er mik ið afrek og vandaður kaf l i í sögu íslenskrar menningar.“ SVAVAR GESTSSON / SVAVAR.IS www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.