Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 18
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er markaður hér fyrir meira af góðu íslensku nautakjöti, bara ef menn nenntu að framleiða það. Ís- lenskir bændur geta gert betur, með betra eldi,“ segir Marteinn Sigurðs- son, bóndi á Kvíabóli í Kaldakinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Marteinn sparar hvergi fóðrið við íslensku nautkálfana og fær með því stærri sláturgripi á styttri tíma og fram- leiðslan verður til muna hagkvæm- ari en hjá meðalbóndanum sem not- ar afgangshey til fóðrunar. Þóroddur Sveinsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, bend- ir á það í grein að hér á landi sé löng hefð fyrir því að ala naut nánast ein- göngu á afgangsheyjum eða lakari heyjum. Það leiði til langs vaxtar- tíma, meiri viðhaldskostnaðar og minni kjötveltu miðað við að keyra kjötgripina áfram á sterkara fóðri. Hann segir að samkvæmt skýrslu- haldi nautgriparæktarfélaganna sé meðalaldur ungneyta við slátrun um 25 mánuðir og meðalfallþungi rúm- lega 240 kíló. Meðal vaxtarhraði þessara gripa sé því um 600 grömm á dag. Í Norður-Evrópu er stefnt að slátrun ungnauta 16 mánaða göml- um og þá yfir 500 kg þungum. Það svarar til 950 g vaxtar á dag að með- altali. Bóndinn á Kvíabóli er þarna á milli en í stöðugri framför með því að nota sínar aðferðir við fóðrun. Þegar Þóroddur gerði sína athugun var gripunum frá Kvíabóli slátrað við 20 mánaða aldur og voru þá 254 kg að þyngd, þannig að vaxtarhrað- inn var 775 g á dag. Þrátt fyrir að gripunum væri slátrað 5 mánuðum fyrr en hjá meðalbúinu voru þeir þyngri. Vaxtarhraðinn var 30% meiri. Marteinn segir að vaxtarhraðinn hafi aukist frá því athugunin var gerð. Núna slátri hann 290 til 325 kg nautum eftir 20 mánuði. Dælir korni í nautin Marteinn gefur nautunum besta heyið og bygg til að auka vaxtar- hraðann. Á eldisskeiðinu, síðustu mánuðina, fær hver gripur allt að 5 kg af korni á dag. Þótt töluverðu sé kostað til fóðursins telur hann það skila sér margfalt til baka og fram- legðarútreikningar Þórodds styðja það. „Því sterkara heyfóður og kjarnfóður sem gefið er þeim mun hagkvæmara verður eldið því það tekur styttri tíma og sparar við- haldsfóðrið. Þegar gripirnir eru orðnir svona stórir þurfa þeir mikið fóður til viðhalds, fyrir utan það sem þeir þurfa til vaxtar,“ segir Mar- teinn. Hann bætir því við að kjötið flokk- ist betur í sláturhúsinu. Hann segist oft fá 55 krónum meira fyrir kílóið en greitt er fyrir algengasta nauta- kjötsflokkinn og litlu minna en fyrir kjöt af holdanautum. Meiri inn- vöðvafita er í kjötinu og steikurnar verða mýkri og bragðbetri. „Kúnn- inn vill alltaf meira af því besta,“ segir Marteinn. Mjólkurframleiðsla er aðallif- ibrauð fjölskyldunnar og nautakjöts- framleiðslan því aukabúgrein. Allir kálfar eru settir á, ýmist til mjólk- urframleiðslu eða nautakjötsfram- leiðslu. Hann kaupir einnig naut- kálfa af nágrönnum sínum til að fylla gamla fjósið sem hýsir naut- gripaeldið. Þar hefur fjölgað og nú eru 40 gripir í eldi. Marteinn segir að nautakjötið skili ágætum viðbót- artekjum. Hann telur þó ekki að það myndi standa undir byggingu nýrr- ar aðstöðu. Eins og að skjóta sig í fótinn Marteinn tekur undir þau orð Þórodds að íslenskir bændur gætu gert miklu betur í nautakjöts- framleiðslunni. „Menn eru svolítið tortryggnir á að það borgi sig að gefa nautunum dýrt fóður. En þetta er sama grundvallarlögmálið og með kýrnar, þú færð ekki mjólk nema fóðra virkilega vel,“ segir Marteinn og bætir við: „Bændum þykir skrítið að sjá það þegar ég sópa moðinu frá nautunum yfir til kvíganna. Þær geta nýtt sér það. Ég tel það engu skila að spara fóðrið við nautin.“ Hin séríslenska fóðrunaraðferð sem Þór- oddur fjallar um gengur út á það að nota moðið frá mjólkurkúnum og af- gangshey í nautin. Mikið kal var á Norðurlandi í sumar og því lítil hey og korn- uppskera brást víða. Marteinn seg- ist ekki hafa fengið nema hálfan árs- forða af byggi. „Við verðum að kaupa innflutt korn. Mér dettur ekki í hug að minnka fóðurskammtinn, það er eins og að skjóta sig í fótinn. Sterkasta eldið borgar sig best,“ segir hann. Vill blóðblöndun Landssamband kúabænda telur brýnt að kynbæta holdanautastofn- ana sem eru úrkynjaðir. Hefur sam- bandið sótt um heimild til að flytja inn holdanautasæði til almennrar dreifingar og ákvað landbún- aðarráðuneytið að fela Mat- vælastofnun að láta gera mat á áhættunni sem því yrði samfara. Stjórn LK vill flýta þeirri vinnu og hefur haft til umfjöllunar að láta gera eigið áhættumat. Marteinn er fylgjandi því að fá nýtt blóð inn í kúastofninn. Með því að flytja inn kyngreint sæði mætti auka hagkvæmnina. Nefnir hann að hægt væri að bæta hagkvæmni mjólkurframleiðslunnar og síðan væri hægt að nota sæði úr holda- nautum fyrir lakari mjólkurkýrnar til að auka kjötframleiðsluna. „Þetta snýst um hagkvæmni rekstrarins svo við getum keppt við innflutning,“ segir Marteinn. Gefur eldisnautunum besta fóðrið  Marteinn Sigurðsson á Kvíabóli fær þyngri naut en aðrir bændur á mun styttri tíma  Rannsókn hefur sýnt að eldi hans er mun hagkvæmara en hið séríslenska eldi með moði og afgangsheyjum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Stríðeldi Marteinn segir sterkasta eldið á kálfum borga sig. Kostnaður við dýrara fóður skili sér margfalt til baka. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Alltaf er flutt inn eitthvað af nautgripakjöti, aðallega þegar innlenda framleiðslan dugar ekki. Unnt er að flytja inn toll- frjálst og með lágmarkstollum allt að 200 tonn á ári. Tæp 200 tonn voru flutt inn á síðasta ári en tvöfalt meira á árinu 2011. Þótt aðeins hafi ver- ið flutt inn rúm 100 tonn fyrstu tíu mánuði ársins er búist við að heldur dragi úr innlendu nauta- kjötsframleiðslunni næstu mán- uði vegna sérstakrar áherslu sem lögð er á að bændur fram- leiði meiri mjólk. Það leiðir væntanlega til þessa að eitthvað dregur úr slátrun kúa í bili og all- ir kvígukálfar verði settir á. Nú eru framleidd um 4.200 tonn af nautgripakjöti á ári. Rannsókn sem Þóroddur Sveinsson, lektor við Landbún- aðarháskóla Íslands, gerði á síð- asta ári og gerði grein fyrir í Bændablaðinu gefur góðar vís- bendingar um að auðveldlega megi auka nautakjötsframleiðsl- una um tugi prósenta með sterkara eldi nautkálfa af ís- lenska kúakyninu og lægri slát- uraldri en nú er. Það myndi einn- ig auka hagkvæmni eldisins með áþreifanlegum hætti, miðað við þær verðlagsforsendur sem þá giltu. Þórarinn notaði árangur eld- isins á Kvíabóli meðal annars við athugun sína. Auka má framleiðslu verulega NAUTAKJÖT FLUTT INN Laugavegi 174 Sími 590 5040 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-16 Einstakt tækifæri til að eignast Audi eðalvagn Við fjármögnum bílinn fyrir þig lykill.is Milano leðurinnrétting Audi A4 2.0 TDI AT Árgerð 2012, dísil Ekinn 35.500 km, sjálfsk. Ásett verð 5.290.000,- Audi A4 Avant 2.0 TDI Árgerð 2011, dísil Ekinn 45.500 km, sjálfsk. Ásett verð 4.790.000,- Audi A4 2.0 TDI Árgerð 2011, dísil Ekinn 57.000 km, beinsk. Ásett verð 4.190.000,- Audi A4 Avant 2.0 TDI AT Árgerð 2012, dísil Ekinn 24.500 km, sjálfsk. Ásett verð 6.250.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.