Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Dr. Gunni og vinir hans munu á sunnudag skemmta gestum Þjóð- minjasafnsins ásamt Grýlu og Leppalúða. Skemmtunin hefst klukkan 14, aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, að því er kemur fram í tilkynningu frá safninu. Löng hefð er fyrir því, að Grýla og fjölskylda komi í Þjóðminjasafn- ið fyrir jólin. Í tilkynningunni segir, að jólaskemmtun Þjóðminjasafns- ins á sunnudag sé upphitun fyrir komu jólasveinanna. Sá fyrsti, Stekkjarstaur, kemur til byggða 12. desember og mun koma við í Þjóð- minjasafninu þann dag klukkan 11. Í kjölfarið koma bræður hans hver af öðrum en þeir heimsækja Þjóð- minjasafnið klukkan 11 alla daga til jóla eftir að hafa um nóttina dreift góðgæti eða kartöflum í skó barnanna. Grýla og Dr. Gunni í Þjóðminjasafninu Morgunblaðið/Kristinn Ófrýnileg Grýla er ekki sérlega frýnileg en hefur mildast í skapi með árunum. Jólakort SOS barnaþorpanna fyrir 2013 eru komin út. Um er að ræða tvö ný kort sem eru hönnuð af Maríu Möndu. Í tilkynningu segir, að kortin séu frábrugðin flestum öðrum jólakortum að því leyti að þau geti staðið upprétt og því sé hægt að hafa þau sem skraut eftir notkun. Hvert kort kostar 450 krónur. Einnig eru samtökin með eldri jólakort til sölu, meðal annars kort eftir Huldu Ólafsdóttur, sem eru seld á 200 krónur stykkið, Ingibjörgu Eldon Logadóttur, á 300 krónur stykkið, og Hrafnhildi Bernharðsdóttur, á 220 krónur stykkið. Hægt er skoða úrvalið og panta kortin á vefnum sos.is. Í desember verða SOS barnaþorpin með tilboð á gömlum jólakortum í Hamraborg 1 í Kópavogi. SOS barnaþorpin gefa út tvö jólakort Borðkort SOS barnaþorpa. Skógræktarfélag Reykjavíkur opn- ar jólaskóginn í Hjalladal í Heið- mörk í dag. Mun Jón Gnarr borg- astjóri fella fyrsta tréð kl. 11. Auk borgarstjóra hefur jólasveinn boð- að komu sína á svæðið. Fjölskyldur geta komið í Heið- mörk á aðventunni og höggvið sitt eigið jólatré. Í ár verður opið í Hjalladal næstu helgar klukkan 11- 16 báða dagana. Allur ágóði af sölu jólatrjáa rennur til skógræktar í Reykjavík. Þá verður opinn jólamarkaður um helgar á aðventunni við bæinn á Elliðavatni á milli kl. 11 og 16. Í kjallaranum í Elliðavatnsbænum er opið kaffihús þar sem rithöfundar lesa upp úr jólabókum. Um helgina munu höfundarnir Sigríður Þor- grímsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir lesa þar og hefst upplesturinn klukkan 13. Klukkan 14 í dag verður barna- stund í rjóðrinu við markaðinn. Þar munu barnabókahöfundarnir Elías S. Jónsson og Jóna Árnadóttir lesa úr bókum sínum. Klukkan 14:30 verður kveikt á jólatré við Elliða- vatnsbæinn. Morgunblaðið/Kristinn Jólaskógur Fjölskyldur geta höggvið jólatré í Heiðmörk fyrir jólin. Jólaskógur Heið- merkur opnaður Jólafundur mannúðarsamtakanna Handarinnar verður haldinn í Ás- kirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 20:30. Á fundinum mun Brokkkórinn syngja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar og hljómsveitin Upp- lyfting leikur. Ari Eldján verður með uppistand og lesið verður upp úr nýjum bókum. Eyjólfur Magn- ússon Scheving, fráfarandi formað- ur Handarinnar, flytur ávarp og Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju, fer með hugvekju. Jólafundur Hand- arinnar í Áskirkju Verslunin PopUp heldur árlegan jólamarkað í Hörpu í samstarfi við Epal um helgina og stendur markaðurinn yfir frá klukkan 12 til 18 bæði laugardag og sunnudag. Fram kemur í tilkynningu, að ferskustu hönnuðir landsins taki þátt í markaðnum og bjóði upp á gæðavör- ur, þar á meðal tískuvörur, skartgripi, heimilisvöru, leikföng, barnaföt, jólakort og margt fleira. Hönn- uðahópurinn er fjölskrúðugur og ættu allir að finna eitt- hvað íslenskt og fallegt í jólapakkann. Fram kemur í tilkynningunni, að PopUp sé far- andverslun stofnuð sem vettvangur fyrir hönnuði til að selja og kynna vörur sínar. Jólamarkaður PopUp í Hörpu um helgina Jólamarkaður Pop-Up er í Hörpu. Aðventuhátíð Bergmáls verður haldin í Háteigskirkju á sunnudag kl. 16. Þar munu Kolbeinn Ket- ilsson og Hildur Eva Ásmundsdóttir syngja. Allir eru velkomnir og eng- inn aðgangseyrir er. Bergmál er vina- og líknarfélag sem byggt hefur Bergheima á Sól- heimum og heldur þar hvíldarvikur fyrir krabbameinssjúklinga og langveika. Húsið er leigt út til hlið- stæðrar starfsemi. Bergheimar á Sólheimum. Aðventuhátíð Berg- máls á sunnudag ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Reykjanesbær verður jólalegri eftir því sem lengra líður á desem- bermánuð. Síðastliðinn laugardag voru ljósin tendruð á vinarbæj- arjólatrénu frá Kristiansand í 51. sinn og framundan er val á Ljósa- húsi bæjarins svo ljóst er að húsa- skreytingum mun fjölga á næstu dögum. Það eru íbúar sjálfir sem velja Ljósahúsið, en sérstök jóla- nefnd mun útnefna 10 best skreyttu hús bæjarins til rafkosningar á vef Víkurfrétta 12. – 15. desember.    Leikfélag Keflavíkur slær ekki slöku við þessa dagana og flytur nú jólaleikritið „Hamagangur í hell- inum“ eftir Maríu Guðmundsdóttur í Frumleikhúsinu. Verkið, sem er stytt og staðfært af leikfélaginu, var frumsýnt liðna helgi. Tvær sýningar verða í dag og á morgun og einnig tvær sýningar laugardaginn 14. des- ember, sem jafnframt eru síðustu sýningar. Leikritið hefur fengið góð- ar viðtökur og miðaverði er stillt í hóf, 1000 krónur.    Kaffihús hafa sprottið upp í Reykjanesbæ á undanförnum mán- uðum og miðað við aðsókn bæjarbúa hefur greinilega verið full þörf á fjölgun kaffihúsa. Knús Caffé við Hafnargötu 90 er heimilislegt og mjög barnvænt kaffihús sem mömmuhópar hafa nýtt sér mikið. Cafe Petite við Framnesveg 23 hef- ur einnig þetta heimilislega yf- irbragð með kráarstemmningu á kvöldin, gjarnan með lifandi tónlist. Þar er einnig hægt að spila ballskák. Ráðhúskaffi er staðsett í Ráðhúsi bæjarins við Tjarnargötu 12 og starfar í samvinnu við bæjarskrif- stofur og bókasafn bæjarins.    Bæjarbúum gefst nú tækifæri til að taka þátt í mannréttindabaráttu Amnesty International á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Bókasafn Reykjanesbæjar tekur þátt í bréfa- maraþoni samtakanna til 16. desem- ber og geta áhugasamir farið á safn- ið og undirritað póstkort sem komið verður áleiðis til áhrifa. Baráttu- málin eru mörg og margvísleg og hverjum og einum er frjálst að skrifa undir eins mörg kort og vilji er til.    Njarðvík, Keflavík og Grindavík hafa verið ofarlega í körfuboltanum í vetur. Liðin eru í 8 liða úrslitum bik- arkeppninnar, voru dregin saman fyrir skemmstu, Keflavík b í karla- flokki. Liðið dróst á móti ÍR og Njarðvík og Grindavík munu etja kappi í karlaflokki. Í kvennaflokki drógust Njarðvík og Keflavík saman og Grindavíkurstúlkur munu keppa við KR. Nágrannaslagir eru alltaf skemmtilegir og mikil stemmning myndast í íþróttahúsunum. Körfu- knattleiksáhugafólk getur þó haldið ró sinni yfir jólahátíðina því slag- urinn hefst 18. janúar. Morgunblaðið/Svanhildur Eirík Vinsælt hús Jólin eru hátíð barnanna. Það veit Hallbjörn Sæmundsson, íbúi við Túngötu í Reykjanesbæ og hefur hann fengið viðurkenningu fyrir jóla- hús barnanna. Húsið er vinsæll viðkomustaður barna á aðventu og jólum. Jólalegt í Reykjanesbæ Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 17 dagar til jóla Vertu vinur okkar á Facebook www.facebook.com/WeledaÍsland Gleðileg jól með Granatepla húðvörum Granateplin tilheyra hinum svokölluðu ”ofurávöxtum” vegna þess að þau innihalda óvenju mikið af vítamínum, mikilvægum fitusýrum og andoxunarefnum sem styrkja líkaman og er góð vörn gegn utanaðkomandi áhrifum. Núna í mesta skammdegi ársins þarf líkaminn á því að halda. Notalegur Granatepla ilmur. Fæst í apótekum og heilsubúðum um allt land. − Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is Since 1921
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.