Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 26
VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Lágfargjaldaflugfélagið easyJet reiknar með því að flytja um 250 þúsund farþega til og frá Íslandi ár- ið 2014. Langflestir þeirra eða 70% verða á leið til Íslands, segir Hugh Aitken, framkvæmdastjóri easyJet í Bretlandi, í samtali við Morgun- blaðið. Til samanburðar fóru 647 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð árið 2012. Hann leggur ríka áherslu á að markmið easyJet sé að fjölga ferðamönnum til Íslands árið um kring. Til þess þurfi að fjölga þeim sem sækja landið heim um veturna, og hann telji að um sé að ræða far- þega sem hefðu ekki komið til landsins ef ekki væri fyrir easyJet. EasyJet hóf að fljúga hingað til lands fyrir 18 mánuðum. „Það hefur gengið mjög vel. Meðalsætanýting er um 90%,“ segir hann og nefnir að á leið sinni til landsins hafi hann flogið í 180 sæta flugvél og setið var í 168 sætum. Flogið er til Íslands frá Edinborg í Skotlandi, London og Manchester í Englandi og í næstu viku hefst flug frá ensku borginni Bristol og Basel í Sviss bætist í hópinn í apríl. „Það hefur hvorki þótt auðvelt né hagstætt að ferðast til Íslands, en með tilkomu easyJet er hægt að ferðast hingað ódýrt og með auð- veldum hætti,“ segir Aitken. Ferðaþjónustan hratt vaxandi EasyJet er stærsta flugfélag Bretlands og það fjórða stærsta í Evrópu. Yfir 60 milljónir farþega flugu með flugfélaginu á tólf mán- aða tímabili sem lauk í maí. Það rekur 214 flugvélar og flýgur til 34 landa. Áhöfnin gistir aldrei á áfangastað og það takmarkar hve langt er flogið. Í því tilliti er stað- setning Íslands góð að hans sögn. Ferðaþjónustan hér á landi er hratt vaxandi. Fyrir áratug komu hingað til lands um 300 þúsund er- lendir gestir um Leifsstöð en eins og fyrr segir voru þeir um 647 þús- und í fyrra, samkvæmt úttekt Hag- fræðideildar Landsbankans. Hann segir að vöxtur ferðaþjónustunnar hafi gengið vel. Áskorunin felist í því að í nógu sé snúast hjá ferða- þjónustunni, t.d. hótelum og bíla- leigum, í júní, júlí og ágúst, en svo sé mun minna að gera aðra mánuði ársins. Það þurfi því að fjölga ferða- mönnum sem heimsæki landið allt árið um kring. „Við viljum líka draga ferðamenn hingað til lands þegar nóg er af lausum hótelher- bergjum,“ segir hann. „Eftir því Stórtækir í flutningum til landsins  Flugfélagið easyJet hyggst flytja 250.000 farþega til og frá Íslandi 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 ● Bolli Thorodd- sen, fram- kvæmdastjóri ráð- gjafarfyrirtækisins Takanawa og dokt- orsnemi við Wa- seda-háskólann í Tókýó, var kjörinn formaður Versl- unarráðs Íslands í Japan á aðalfundi félagsins í gær. Verslunarráðið fagnar á árinu 10 ára afmæli, en það var sett á stofn árið 2003 af Davíð Oddssyni, þáverandi for- sætisráðherra, og dr. Eyþóri Eyjólfssyni, þáverandi ræðismanni Íslands í Tókýó, í samstarfi við fulltrúa japanskra og ís- lenskra fyrirtækja og sendiráð Íslands í Tókýó, segir í tilkynningu. Bolli Thoroddsen Nýr formaður Versl- unarráðs Íslands í Japan Regluleg laun voru að meðaltali 0,5% hærri á þriðja ársfjórðungi 2013 en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 5,9% að með- altali, hækkunin var 6,1% á almenn- um vinnumarkaði og 5,3% hjá opin- berum starfsmönnum. Á sama tímabili hækkuðu laun ríkisstarfs- manna um 5,7% en hjá starfsmönnum sveitarfélaga um 5,0%. Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa mest í sam- göngum eða um 1,2%. Þá hækkuðu laun milli ársfjórðunga um 1,1% í byggingarstarfsemi, 0,4% í iðnaði og í fjármálaþjónustu og 0,3% í verslun. Frá fyrra ári hækkuðu laun mest í samgöngum eða um 7,0% en minnst í iðnaði eða um 5,6%. Frá fyrri árs- fjórðungi var hækkun reglulegra launa eftir starfsstéttum á bilinu 0,2% til 1,0%. Laun skrifstofufólks hækk- uðu mest en laun verkafólks hækkuðu minnst. Frá fyrra ári hækkuðu laun skrif- stofufólks mest eða um 7,8% en laun stjórnenda hækkuðu minnst eða um 4,9%. Á sama tíma hækkuðu regluleg laun sérfræðinga um 6,9%, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks og tækna um 6,4%, verkafólks um 5,7%, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samgöngur Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa mest í samgöngum eða um 1,2% og laun hækkuðu um 1,1% í byggingarstarfsemi. Laun hækkuðu um 0,5% á milli fjórðunga flutningur jókst um 4,2% á sama tíma og innflutningur dróst saman um 1,9%. Landsframleiðsla á 3. ársfjórð- ungi 2013, án árstíðaleiðréttingar, jókst um 4,9% frá sama ársfjórð- ungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 6,1% frá 2. ársfjórðungi 2013, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands. Landsframleiðsla á fyrstu níu mánuðum ársins 2013 jókst um 3,1% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2012. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjár- festingar, saman um 0,5%. Einka- neysla jókst um 1,3% og sam- neysla um 1,4%. Fjárfesting dróst hins vegar saman um 7,1%. Út- Hagvöxtur var 3,1% á fyrstu níu mánuðum þessa árs                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-+. +/0-01 ++2-,3 3+-.13 +/-+4. +,-+3. +0+-,3 +-+4.4 +,+-.5 +.+-1. ++,-11 +/0-,+ +++-+1 3+-524 +/-3+3 +,-+5/ +03-+/ +-+4// +,3-3+ +.+-/+ 3+1-5,35 ++,-53 +/1-3, +++-1. 3+-5., +/-3., +,-303 +03-4. +-+.00 +,3-54 +.3-0. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Munið að slökkva á kertunum Gætið þess að kerti séu vel stöðug og föst í kertastjakanum Slökkvilið höfuborgasvæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.