Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 27
sem ferðamönnum fjölgar þarf að efla innviðina, tryggja t.d. að nóg sé af hótelherbergjum og bílaleigubíl- um,“ segir hann. Fjárfesta til að styðja við vöxt – Margir hafa áhyggjur af því að fjárfest sé um of í hótelum hér á landi. Er rétt að hafa áhyggjur af því? „Það er áhugaverð spurning. Það þarf að þróa innviðina svo þeir geti mætt eftirspurn. Annars þurfa Ís- lendingar að segja, við ráðum ekki við fleiri ferðamenn, og hætta að vaxa á þessu sviði. Það mun hafa í för með sér að verð hækki og að Ís- land verði ekki jafn aðlaðandi áfangastaður. Það þýðir að erlendir ferðamenn komi ekki hingað í jafn- miklum mæli og fari hvorki á veit- ingastaði né versli í búðum og þar fram eftir götunum, sem mun leiða til að þið verðið af skatttekjum. Það þarf að halda áfram að fjárfesta í innviðum. Vörumerkið Ísland er gott og fólk vill koma til Íslands. Landið er stórfenglegt.“ Druslur – Er mikilvægt þegar fjárfest er í innviðum að fjárfest sé í gæðum? Ég nefni þetta meðal annars vegna bílaleigna sem leigja ferðamönnum druslur. Er það slæm stefna? „Almennt séð, já. Orðspor og ímynd Íslands lýtur að gæðum. Þeir sem sækja landið heim vita að það er eitthvað sérstakt. Innviðir eiga að endurspegla það. Það er ekki litið á Ísland sem ódýran áfangastað.“ – Hve stóran þátt átti fall krón- unnar í því að easyJet hóf að fljúga til Íslands? „Það réð ekki miklu en geng- isfallið þýðir að verð er skaplegra, “ segir Aitken og hrósar stjórnvöld- um fyrir það hvernig brugðist var við eldgosinu í Eyjafjallajökli sem kyrrsetti fjölda flugvéla í Evrópu. – Er mikilvægt að fjárfesta í nýj- um viðburðum til þess að draga að ferðamenn á veturna? „Viðburðir veita easyJet t.d. tækifæri til þess að tala við við- skiptavini sína og segja: Vissir þú af því að þetta eða hitt er gerast á Íslandi? Það er mikill áhugi á að upplifa Ísland, sjá norðurljósin og lands- lagið. Og margir koma aftur t.d. vegna viðburðar eða annars sem vekur áhuga. Aðrir kjósa að koma næst til landsins í heila viku ef þeir stoppuðu síðast yfir helgi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Flestir erlendir ferðamenn koma frá Bretlandi og Banda- ríkjunum, eða um 95 þúsund frá hvoru landi. Bandaríkja- menn voru fjölmennastir annað árið í röð, en fram að því höfðu Bretar verið fjölmennastir allt frá árinu 2003 þegar talningar hófust. Þetta kemur fram í rit- inu Ferðaþjónusta á Íslandi sem Hagfræðideild Landsbank- ans vann. EasyJet er breskt flugfélag, líkt og fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra þess hér til hliðar. Sveifla EasyJet hefur áhuga á að fjölga ferðamönnum árið um kring en árstíðasveifla í ferða- mennsku er umtalsvert meiri hér á landi en annars staðar, segir í ritinu. Mun fleiri ferða- menn koma á sumrin en á vet- urna. Næstflestir frá Bretlandi KANAR FJÖLMENNASTIR ● Icelandair flutti í nóvember um 144 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 10% fleiri en í nóvember á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 15% og sætanýting var 73,8% samanborið við 75,8% á sama tíma í fyrra. Farþegum fjölgaði mest á N-Atlantshafsmarkaðinum eða um 20,9%. Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 21 þúsund í nóv- ember og fækkaði um 17% á milli ára, samkvæmt fréttatilkynningu frá Icelandair. 10% fjölgun í millilandaflugi Icelandair í nóvember Brunagaddur Ljósmyndari Morgunblaðsins dró Hugh Aitken, framkvæmdastjóra easyJet, út í frosthörkuna. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? GÆÐAMÁLNING Mako pensill 50mm 225 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar 4.295 Deka Spartl LH. 3lítrar 1.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar 6.690 LF Veggspartl 0,5 litrar 795 DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 5.995 Deka Pro 4. Veggja- og loftamálning. 10 lítrar 5.795 GÓÐ Þ VOTTA HELDN I Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter 1.895 Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett 1.595
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.