Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Innflytjendayfirvöld í Taílandi hafa selt hundruð Rohingya-múslíma frá Búrma mansali til smyglara sem halda þeim við slæman aðbúnað í fangabúðum í frumskóginum. Rann- sókn fréttamanna Reuters- fréttastofunnar í þremur löndum hef- ur leitt þetta í ljós. Þúsundir Rohingya hafa flúið trú- arofsóknir í heimalandinu og hefur rannsóknin leitt í ljós að yfirvöld í Taílandi hafa leynilega stefnu um að sigta þá út í innflytjendabúðum og færa þá í hendur smyglaranna til að losna við þá úr landi. Þeir flytja fólkið svo yfir suður- hluta landsins í búðir við landamærin að Malasíu þar sem því er haldið þar til ættingjar greiða þúsundir dollara í lausnargjald fyrir það. Reuters held- ur því fram að þúsundir Rohingya hafi farið í gegnum slíkar búðir og að ótalinn fjöldi þeirra hafi látið lífið í þeim. Sumir hafi verið myrtir af vörðum en aðrir látist úr sjúkdómum eða ofþornun að sögn eftirlifenda. Ekki rannsakað sérstaklega Taílensk yfirvöld halda því fram að flutningar Rohingya-fólks í gegnum landið teljist ekki til mansals. Næst- ráðandi taílensku lögreglunnar við- urkennir hins vegar að mögulegt sé að embættismenn hafi hagnast á smygli á fólkinu og staðfestir tilvist ólöglegra fangabúða í suðurhluta landsins. Talsmaður sérdeildar lög- reglunnar segir að hún hafi heyrt um slíkar búðir en ekki sé verið að rann- saka þær sérstaklega. Muhammad Ismail er einn af þeim sem segjst hafa verið seldir af taí- lenskum yfirvöldum. „Þetta virkaði svo opinbert í byrj- un. Þeir tóku myndir af okkur. Þeir tóku fingraför. Svo þegar við vorum komin á báta og um 20 mínútur á haf út var okkur sagt að við hefðum verið seld,“ segir hann við Reuters. Ismail var fluttur í búðir í Suður- Taílandi þar sem hann lýsir reglu- legum barsmíðum og vosbúð fang- anna. Ekki er ljóst hvað hefur orðið um það fólk sem ekki gat fundið neinn til að borga sig úr prísundinni. Taíland er eitt af þeim löndum heims sem hafa staðið sig hvað verst í því að stemma stigu við mansali, ásamt t.d. Mið-Afríkulýðveldinu, Norður-Kóreu og Íran. Yfirvöld selja flóttamenn  Hulunni svipt af illri meðferð á múslímum sem hafa flúið ofsóknir í Búrma  Leynileg stefna taílenskra yfirvalda AFP Fangar Rohingya í fangelsi í Indónesíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fjöldi einstaklinga sem þjást af Alz- heimers-sjúkdóminum á eftir að þre- faldast á næstu fjórum áratugum. Þessar tölur koma fram í skýrslu sem gerð hefur verið opinber í að- draganda fundar G8-ríkjanna um vitglöp sem fer fram í London í næstu viku. Nú er talið að um 44 milljónir manna þjáist af Alzheimers en búist er við því að fjöldinn verði 135 millj- ónir fyrir árið 2050. Ástæðan er sögð lengri lífslíkur í fátækari löndum, sérstaklega í Suðaustur-Asíu og Afr- íku. Um 38% tilvika sjúkdómsins eru nú í auðugum löndum en gangi þess- ar spár eftir verður 71% allra þeirra sem þjást af sjúkdómnum í þeim löndum sem nú teljast fátæk eða í meðaltekjuhópi. Engu að síður kemur fram í skýrslunni að flest ríki heims séu engan veginn í stakk búin fyrir þessa þróun. Í Bretlandi eru framlög til rannsókna á vitglöpum til að mynda aðeins einn áttundi af því fjármagni sem veitt er til krabbameinsrann- sókna. „Þetta er heimsfaraldur og hann á aðeins eftir að ágerast. Ef við lítum til framtíðar þá á öldruðu fólki eftir að fjölga verulega,“ segir Marc Wortmann, framkvæmdastjóri al- þjóðlegra samtaka gegn Alzheimer. Tvö af hverjum þremur tilvikum vitglapa eru af völdum Alzheimers en engin lækning er til við þeim sjúk- dómi, né öðrum vitglöpum. Lyf geta létt á einkennum hans en þau ráðast ekki að rót sjúkdómsins. Sjúklingur getur jafnvel gengið með hann í ára- raðir áður en einkenni koma fram. AFP Hrörnun Eldri kona á deild fyrir Alzheimers-sjúklinga í Teheran í Íran. Fólki með vitglöp á eftir að fjölga mikið í heiminum á næstu áratugum. Þrefalt fleiri þjáist af vitglöpum 2050  Heimsfaraldur sem á eftir að ágerast gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.