Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Aðeins einnkrók var aðfinna í íbúð Winstons Smiths þar sem Stóri bróðir gat ekki fylgst með honum. Annars var söguhetjan í bókinni 1984, framtíðarsýn George Orwells, ávallt undir eftirliti. Nútímamaðurinn er líka allt- af undir eftirliti, þótt ekki séu kringumstæður jafnömurlegar og í bók Orwells. Í vikunni kom í ljós, enn úr sarpi Moskvubú- ans Edwards Snowdens, að bandaríska þjóðarörygg- isstofnunin, NSA, fylgist með ferðum manna um allan heim með því að rekja merkin, sem farsímar þeirra senda frá þeim. Um er að ræða yf- irgengilegt magn gagna, sem hlaðið er inn í gagnagrunna. Greiningartæki, sem nefnist því huggulega nafni „sam- ferðamaðurinn“, fer síðan í gegnum gögnin. Ekki hefur komið fram hvort Ísland er inni á ratsjá stofnunarinnar, en miðað við atburði liðinnar viku ættu gögnin að vera nokkuð aðgengileg stofnun á borð við NSA. Megnið af upplýsingunum skiptir engu máli. Stofnunin býr hins vegar yfir tækni til að komast að því hverja þeir ein- staklingar, sem talin er ástæða til að fylgjast með af ein- hverjum sökum, umgangast. Þannig gæti blásaklaus maður setið á næsta borði við grun- aðan hryðjuverkamann á kaffi- húsi. Þeir borga og fara út á sama tíma, taka sama strætó upp í Breiðholt, fara út á sama stað og eiga erindi í sömu blokkina. Þetta gæti vakið athygli „samferðamanns- ins“ og allt í einu nær eftirlitið til eins einstaklings í viðbót. Síðan er spurning hverja hann umgengst og þannig má telja. Í Bandaríkjunum virðist skipta mestu máli að þetta eft- irlit fari ekki fram í Bandaríkj- unum og helsta áhyggjuefnið að bandarískir farsímanot- endur slæðist inn í kerfið á ferðum sínum í útlöndum. Bandaríkjamenn hafa ekki áhyggjur af réttindum annarra borgara þessa heims. Einu sinni þurfti leyfi dóm- ara til að hlera síma og koma senditækjum fyrir á grunuðum mönnum til að rekja ferðir þeirra. Nú ganga allir með slíkt senditæki á sér þannig að rekja má ferðir þeirra hvert sem er, á leynifundi í Öskju- hlíð, á bari og öldurhús og heim í svefnherbergi. Ætla mætti að eina leiðin til að forð- ast eftirlitið sé að slökkva á farsímanum, en það vekur bara enn meiri grunsemdir „sam- ferðamannsins“ þegar sími hverfur og birtist svo aftur. Stundum er þeim rökum beitt að aðeins þeir, sem séu að gera eitthvað af sér, þurfi að hafa áhyggjur af slíku eftirliti. Ef fallast ætti á þau rök yrði friðhelgi einkalífsins mark- laust fyrirbæri. Hún byggist ekki á því að fólk eigi að fá að brjóta af sér í friði, heldur að fólk eigi einfaldlega að fá að vera í friði, jafnvel þótt það sé bara að stunda útsaum eða nostra við frímerkjasafnið. Friðhelgi einka- lífsins á undir högg að sækja} Undir eftirliti Síðustu ár, efekki áratugi, hefur endalokum prentunar verið spáð. Eftir svo og svo mörg ár myndi öll prentun og blaðaútgáfa vera komin á staf- rænt form og heilu dagblöðin einfaldlega hverfa. Og vissulega má segja að straumurinn hafi að einhverju leyti verið í þá áttina, en engin af dómsdagsspánum hefur ræst nema að hluta til. Uppfinning Gutenbergs ætlar að reynast með þeim lífseigari. Það vakti athygli þegar bandaríska tímaritið Newsweek tilkynnti að það myndi hætta að koma út á pappír. Voru það við- brögð eigenda blaðsins við versnandi samkeppnisstöðu á markaði, en tilraun með sam- þættingu við vefmiðil hafði ekki gengið sem skyldi. Sparnaður- inn átti að vera mikill en kostur hins sýnilega prentaða blaðs gleymdist. Ritstjórn tíma- ritsins virðist einn- ig hafa talið framtíð í pappírnum, því að margir af reyndari blaðamönnum Newsweek gengu hreinlega út í kjölfar breyting- arinnar. Nýir eigendur hafa nú tekið við eftir erfiðleika og þeir sjá þann kost vænstan að hefja aftur prentun blaðsins. Elfur tímans áfram rennur, og ljóst að straumurinn er sá að í auknum mæli færist útgáfa dagblaða og tímarita yfir á staf- rænt form. Það felur þó ekki endilega í sér að þau geti yfir- gefið pappírinn, í það minnsta ekki í náinni framtíð. Dagblöð og tímarit eru enn að leita að réttu formúlunni með hliðsjón af nýrri tækni, en dæmi News- week sýnir þó svart á hvítu að menn geta fljótlega lent í ógöngum ofmeti þeir tæknina og vanmeti kosti hins gamal- reynda forms. Newsweek snýr aftur á pappírinn eftir mislukkaða tilraunastarfsemi} Sigur fyrir Gutenberg V odafone á ríkisstjórninni mikið að þakka fyrir að hafa haldið blaða- mönnum og álitsgjöfum upp- teknum liðna viku við að greina boðaðar aðgerðir í skuldamálum verðtryggðra heimila. Þótt hún hafi vissulega komið illa við þá sem áttu hagsmuna að gæta hefur þessi ömurlega uppákoma; þegar per- sónuupplýsingum og einkamálum þúsunda Ís- lendinga var lekið á netið, ekki vakið þannig ugg með fólki að netheimar hafi logað síðan, eins og stundum er komist að orði, né orðið til þess að menn hafi heimtað afdráttarlaus við- brögð stjórnvalda og hlutaðeigandi fyrir- tækja. Kannski er ein ástæðan sú að eigendur þeirra leyndarmála sem gerð voru opinber kæra sig ekki um að vekja á því athygli. Það var í lagi að hlæja og hneykslast á því þegar upptökur af símtölum Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles var lekið í fjölmiðla og fantasíur hans um að umbreytast í túrtappa gerðar opinberar en það er ekki jafnfyndið þeg- ar einhver nákominn á í hlut. Þegar orðum, hvísluðum á lyklaborðið í greddu eða reiði, er rænt og þau birt öllum til aflestrar. Þá eru hagsmunir og hamingja raunveru- legra fjölskyldna; fullorðinna og barna, undir. Megi þeir sem stofnuðu og like-uðu vefsíður, þar sem prívatmálum fólks var slengt fram öðrum til skemmt- unar í kjölfar Vodafone-lekans, aldrei lenda í því að þeirra leyndarmál séu dregin fram í dagsljósið og gerð að afþreyingarefni. Í upplýsingum felst gífurlegt vald. Það er óhugnanlegt að hugsa til þess ómælanlega tjóns sem fyrirtæki, sem safna kerfisbundið upplýsingum um fólk á netinu, gætu valdið með því að birta téðar upplýsingar. Ef það kæmi í ljós að Facebook og Google til dæmis geymdu öll samtöl, alla tölvupósta, og ákvæðu einn daginn að demba öllu á netið. Sá leki markaði armageddon fyrir tæknivædd samfélög; að leka leyndarmálum ríkisstjórna getur orskað stríð en að leka leyndarmálum fólks gerir út um traust. Samfélög virka af því að við ljúgum; ritskoðum hugsanir okkar áður en við opnum munninn. Hvað gerist þegar allir geta lesið hugsanir náungans hef- ur hingað til verið viðfangsefni vísindaskáld- sagnahöfunda en ekki lengur. Þegar orð hafa borist öðrum til eyrna verða þau ekki aftur tekin. Ef við höfum lært eitthvað af Vodafone- málinu þá er það að leyndarmál okkar eru hvergi óhult í tækniheimum. Tölvupóstur er eins og póstkort, sagði einhver. Það er spurning hvort við séum að forgangsraða rétt þegar við eyðum hundruðum milljóna í lofthelgiseft- irlit á friðartímum en klinki í forvarnir, eftirlit og öryggi netkerfa- og þjónustu. Árásir á þau eru stöðugar, er okk- ur sagt, og stundum árangursríkar, eins og dæmin sýna. Það er vonandi að sem fæstir hafi borið skaða af lek- anum síðustu helgi og að hann verði fólki, fyrirtækjum og stjórnvöldum víti til varnaðar. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Leyndarmál í útrýmingarhættu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is F yrirhugaður fjöldi bíla- stæða við nýjan Land- spítala við Hringbraut dugar ekki miðað við óbreyttar ferðavenjur. Mæta þarf aukinni eftirspurn eftir bílastæðum með breyttum ferða- venjum þannig að dregið verði úr notkun einkabílsins í og úr vinnu um allt að helming frá því sem nú er. Þetta kemur fram í meistara- prófsritgerð Kristins Jóns Ey- steinssonar í skipulagsfræði og samgöngum við Háskólann í Reykjavík. Leitað var svara við þeim meg- inspurningum: Hvaða áhrif hefur tilkoma nýja Landspítalans á ferða- myndun svæðisins og á bílastæða- mál svæðisins? Til stendur að reisa nýtt sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu til að sameina stærstan hluta núver- andi starfsemi Landspítala á einum stað. Nýtt sjúkrahús verður byggt við Hringbraut og sameinast starf- seminni sem þar er fyrir. Samein- ingin mun ekki endilega kalla á fjölgun starfa vegna samlegð- aráhrifa. Ekki liggur fyrir hvenær nýr Landspítali rís. Öll bílastæði gjaldskyld Í nýju skipulagi fyrir lóð Land- spítalans á að takmarka aðgengi að bílastæðum enn frekar með að- gangsstýringu og gjaldskyldu og stýra því hvaða stæði eru nýtt fyrir gesti, starfsmenn og sjúklinga. „Það munu þurfa að verða breytingar á ferðavenjum hjá Land- spítalanum svo núverandi skipulag m.t.t. fjölda bílastæða fyrir nýjan Landspítala gangi upp,“ segir Krist- inn Jón. Samkvæmt ferðavenju- könnunum nota að meðaltali 62-67% starfsfólks Landspítalans og Há- skóla Íslands einkabíl til og frá vinnu eða námi. Í þessu samhengi vildi hann leita svara við spurningunni „hversu langt þarf spítalinn að ganga til að setja sér markmið í breyttum ferða- háttum?“ Aðeins munu allt að 40% þeirra sem starfa á svæðinu við nýjan spít- ala eiga þess kost að fá bílastæði en aðrir verða að nota annan ferðamáta sé tekið mið af fjölda bílastæða sem í boði verða á vegum Landspítalans. Hins vegar bendir hann á að samkvæmt aðalskipulagi Reykja- víkur sé stefnt að því að dregið hafi verulega úr umferð ökutækja í Reykjavík til ársins 2030, úr 75% í 58%. „Ef það gengur eftir þá styður það við þörfina á breyttum ferða- venjum við nýjan Landspítala,“ seg- ir Kristinn Jón. Ekki ættu að vera neinar hindranir í vegi fyrir því að nýr Landspítali setji sér metnaðarfulla samgöngustefnu sem stuðli að því að draga úr notkun einkabílsins og auka hlut annarra samgöngumáta. Vegna þess að framtíðarstefna í samgöngumálum Landspítala og Háskóla Íslands er ákveðinn sam- hljómur með samgöngustefnum þeirra og stjórnvalda í því að stuðla að aukinni sjálfbærni í umferð- armálum. „Þegar litið er til fjölda bíla- stæða í nýju skipulagi Landspítala tel ég að ekki hafi verið tekið nægi- legt mið af fjölgun nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands á svæðinu. Samkvæmt könnun um ferðavenjur nemenda Há- skóla Íslands nota nemendur einkabílinn talsvert en þó minna en starfsfólk Land- spítalans. Einnig bendir hann á að erfitt hefur reynst að henda reiður á þeim fjölda sem leggur ólöglega í hverfinu í kringum spítalann. Skortur á bílastæðum við nýja Landspítalann? Nýr spítali Tölvugerð mynd af 1. áfanga nýs Landspítala. „Erfitt er að reikna út þann fjölda nemenda sem stunda nám við háskólann á hverjum tíma. Það er stór óvissuþáttur í út- reikningum á þörf á bílastæð- um,“ segir Bergþóra Krist- insdóttir verkfræðingur, spurð hvort stefni í skort á bílastæðum við nýja Landspítalann. Bergþóra segir að samkvæmt markmiðum deiliskipulags verði í fyrsta áfanga fullnægt eftir- spurn eftir bílastæðum miðað við núverandi þörf á bíla- stæðum. Óvissan felist t.d. í því að þeir nemendur sem eru skráðir á heil- brigðisvísindasvið við Háskóla Íslands séu oft á launaskrá eins og hjúkr- unarfræðingar og læknar og séu því taldir tvisvar fyrir vikið. Oft taldir tvisvar FJÖLDI HÁSKÓLANEMENDA STÓR ÓVISSUÞÁTTUR Bergþóra Kristinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.