Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Áokkar eilífu niðurskurðartímum, þegar engir peningar fást tilað kaupa tæki fyrir Landspítalann, fær Sjónvarpið snillings-hugmyndasmiðina Braga Valdimar Skúlason og Brynju Þor-geirsdóttur til að setja saman þáttaröð í félagi við Konráð Pálmason um íslenskt orðbragð til útsendingar á sunnudagskvöldum þegar þjóðin er að horfa, södd og sæl af lambasteikinni. Þetta sýnir hug- rekki því ekki hefur heyrst að þrenningin Vigdís, Elliði og Brynjar hafi gefið leyfi fyrir slíkri málmenningarstarfsemi – en þau eru, eins og kunnugt er, háværustu álits- og ráðgjafar stjórnvalda og fjölmiðla í menningarmálum. Mitt í sæluvímu yfir framtakinu, fullur aðdáunar á sjálfstæði og frumkvæði helstu menningarstofnunar landsins, mundi ég þó eftir rökfræðilegu yfirtrompi allrar umræðu um fjármál vorra daga: Hvað um heilbrigðiskerfið? Er hægt að vera með sjónvarpsþátt á besta útsendingartíma ef grunnstoðir og innviði kerfisins skortir? Það hrekk- ur skammt að halda úti heila- og hjartaskurðstofum en sleppa almennri heilbrigðisþjónustu. Málrækt er með þeim ósköpum gerð, sem einkenna menntun og menningarlíf, að það næst enginn ár- angur með átaksverkefnum. Málrækt þarf að iðka alla daga og öllum stundum líkt og barnauppeldi og aðra ræktun lífs og sálar. Enginn kaupir sig frí frá daglegri umönnun tungunnar með því að taka pabbahelgina á þetta með Húsdýragarð- inum, dótabúðinni, sundi, bíóferð og orðlögðum matsölustað. Málræktin byrjar með því að masa yfir vöggunni, segja sögur, fara með kvæði, syngja og tralla með hjálp innviða stoðkerfisins, stórfjölskyldu, vina og skólakennara. Útvarpið, einkum Rás eitt sem nú er kölluð Rás eytt til marks um nýsköpunar- og tjáningarmátt tungutaksins, hefur löngum verið stofnfjárfestir daglegrar málræktar í landinu með þáttum á borð við Íslenskt mál, Daglegt mál, Málfarsmínútuna og margvísleg innslög í þáttum Hönnu Gje, Péturs Halldórssonar og margra fleiri – svo dæmi séu tekin af þeirri menningarlífsnauðsynlegu dagskrá sem Rás 1 út- varpsins hefur getað framleitt hingað til fyrir aðeins 7% af rekstrarfé Ríkisútvarpsins. Upplýstur almenningur og kennarar um allt skólakerf- ið hafa sótt sér hugmyndir og andlega næringu í útvarpið og miðlað inni- haldinu áfram út um æðakerfi samfélagsins. Þannig virkar gæðaefni í fjölmiðlum – þó að það fái stundum minni hlustun/áhorf en peningatengt efni sem er eðlilega eftirlæti auglýsenda (og því hentugt einkareknum fjölmiðlum). Máttarstólpar mannlífsins á hverjum stað fylgjast með og tileinka sér hið nýjasta og frambærilegasta í dagskránni og nýta það til að halda umhverfi sínu áfram á því menningarstigi sem eitt tryggir byggð í landinu. Það er ófær leið til farsældar að hafa bara nóga vinnu og yfirvinnu, detta í það um helgar og enda dansandi uppi á borðum undir morgun – en leyfa skúmunum að kjamsa á fjöreggjunum. Málið El ín Es th er Iss, það er ekkert mál að spara í menntakerfinu.Við gætum til dæmis sleppt því að kenna íslensku nema þriðja hvert ár. Alla daga og öllum stundum Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Franz páfi í Róm hefur vakið athygli á heims-byggðinni fyrir nýjan tón, breyttar áherzlur,annars konar vinnubrögð og hófsaman lífsstíl.Hann hafnar íburðarmiklum húsakynnum páfa, leggur áherzlu á málstað fátæks fólks, gagnrýnir peningahyggjuna, sem gegnsýrir samfélög, tekur upp síma, og hringir í fólk, sem skrifar honum bréf og nú ber- ast fréttir af því að hann fari út á götur Rómar að kvöld- lagi, dulbúinn sem almennur prestur, gangi á fund heim- ilislausra, kaupi fyrir þá mat, tali við þá og borði með þeim úti við. Fyrir skömmu lýsti hann undrun sinni á því að það þætti meiri frétt að hlutabréfamarkaðir hækkuðu um tvo punkta en að heimilislaus einstaklingur mætti dauða sínum á götum úti. Hvort sem fólk aðhyllist kaþólsku, önnur trúarbrögð eða engin trúarbrögð er það fordæmi, sem Franz páfi gefur mikilvægt. Hann vísar veginn, slær tón, sem hefur áhrif á það hvernig fólk hugsar um umhverfi sitt. Að þessu er vikið hér og nú vegna þess að fyrir viku kynnti ríkisstjórnin tillögur um lausn á skuldavanda heimila, sem lengi hefur verið beðið eftir. Tillögunum hefur verið vel tekið langt út fyrir raðir stuðningsmanna stjórn- arflokkanna og skoðanakannanir benda til að Framsóknarflokk- urinn, sem mest hefur barizt fyrir þeim hugmyndum, sem byggt er á sé að ná sér á strik, þegar horft er til fylgis flokkanna. En um leið og stjórnarflokkarnir hljóta að fagna góðum undirtektum mega þeir ekki gleyma því að þar með er ekki allur vandi fólks í þessu landi leystur. Stöku sinnum tala ég við Vilhjálm Bjarnason, formann Hagsmunasamtaka heimilanna. Hans skoðun er sú, að fimm árum eftir hrun sé framfærsluvandi fólks ekki síður alvarlegt vandamál en skuldavandinn. Það séu einfald- lega of stórir hópar fólks, sem komist tæplega af, eigi hreinlega ekki fyrir lágmarksútgjöldum í hverjum mán- uði. Á slíkar raddir ber að hlusta. Seinni áratugi hefur ekki verið til vinsælda fallið að tala um fátækt á Íslandi. Kannski hefur þessi þjóð, sem fór að rísa úr fátækt fyrir hundrað árum, átt erfitt með að horfast í augu við, að enn væri til fátækt á Íslandi. Kannski ekki fátækt í þeim skilningi sem lagður var í það orð fyrir heilli öld en fátækt í ljósi almennra lífskjara nú á tímum. Með fordæmi sínu er Franz páfi að minna okkur á hlut- skipti fátæks fólks um allan heim. Áminning hans á að verða okkur hvatning til þess að huga að þessum málum í okkar næsta umhverfi en láta ekki nægja að friða sam- vizku okkar með því að gefa einhverja peninga í safnanir fyrir fátækt fólk í öðrum heimshlutum. Fátæka fólkið á Íslandi á sér ekki lengur málsvara. Fyrsta kynslóð verkalýðsforingja í þessu landi var með hugann við að berjast fyrir hagsmunum fátæks fólks. Það er löngu liðin tíð. Hafnarverkamenn samtímans verða ekki lengur verkalýðsforingjar. Fátæka fólkið er eins og óhreinu börnin, sem enginn vill vita af – nema kannski prestur í Laugarneskirkju. Fátæka fólkið lendir fyrir ut- an kastljós fjölmiðlanna og hefur reyndar ekki áhuga á að koma fram í fjölmiðlum og lýsa hlutskipti sínu. Mér er það minnisstætt að fyrir svo sem þremur ára- tugum vorum við sem þá störfuðum á Morgunblaðinu upptekin af því að grafast fyrir um fátækt í samfélaginu. Við töldum þá að hana væri helzt að finna á meðal aldr- aðra og einstæðra mæðra. Og þannig er það sjálfsagt enn. Hvernig á einstæð móðir með börn að geta borgað þá húsaleigu sem tíðkast í dag? Lífeyriskjör aldraðra hafa batnað mikið en fyrir aldarfjórðungi gat enginn lifað af þeim lífeyri, sem lífeyrissjóðir borguðu þá til fé- lagsmanna sinna. Eitt það athyglisverðasta við samtöl okkar við aldraða á þeim tíma var að nánast enginn aldraður einstaklingur vildi viðurkenna að hann byggi við bágan hag, þótt það blasti við. Fastur kostnaður við framfærslu er orðinn svo hár á Íslandi í dag, á sama tíma og hert hefur að öllum lands- mönnum með einum eða öðrum hætti að öryggisnetið dugar ekki til. Verst hafa þeir orðið úti, sem hafa misst vinnuna, lifað á atvinnuleysisbótum en eru búnir að vera atvinnulausir svo lengi að þeir eiga ekki annan kost en að leita til sveitarfé- laga um framfærslustyrk. Og þá er ekki bara um að ræða erfiðleika við að komast af frá degi til dags heldur líka sálrænar afleiðingar slíkra áfalla, sem eru miklar. En því til viðbótar er ljóst að aldraðir, öryrkjar og einstæðar mæður hljóta að eiga mjög erfitt með að sjá fyrir sér og sínum. Það er tímabært að alþingismenn beini athygli sinni og samfélagsins að þessum þjóðfélagshópum. Þetta er nú hinn þögli minnihluti, sem lætur ekki til sín heyra og fáir ef nokkrir taka upp hanzkann fyrir. Það gæti verið góð byrjun fyrir ráðamenn þjóðarinnar að taka upp símann og hringja í Vilhjálm Bjarnason, for- mann Hagsmunasamtaka heimilanna, og fá að heyra hans lýsingar á þessari stöðu. Úr því að Franz páfi hefur tíma til að taka upp símann hafa þeir það. Svo getur verið gagnlegt að kynna sér boðskap páfans og íhuga, hvort hugsanlegt sé að boðskapur hans um hóf- semi og fábreytni og tilgangsleysi hækkunar og lækk- unar á verði hlutabréfa sé kannski til eftirbreytni. Fámenni fylgja bæði kostir og gallar. Að hluta til átti hrunið sér rætur í þessu fámenni. En kostir þess eru m.a. þeir að við eigum að geta séð betur hvað er að gerast í kringum okkur. Stundum blasir það við – en við viljum ekki sjá. Framfærsluvandi fólks er ekki síður alvarlegur en skuldavandinn – að sögn formanns Hagsmuna- samtaka heimilanna Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Franz páfi minnir okkur á fátæka fólkið Oft er misfarið með fleyg orð. Eittíslenskt dæmi er af Jóni Þor- lákssyni, forsætisráðherra og borg- arstjóra. Hann á að hafa kallað nas- ista, sem létu að sér kveða á fjórða áratug, „unga menn með hreinar hugsanir“. Hið sanna er, að margir þeir, sem stofnuðu Þjóðernishreyf- ingu Íslendinga vorið 1933, voru alls ekki nasistar, og gerðu þeir kosn- ingabandalag við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórnarkosningunum 1934. Hinir eiginlegu nasistar tóku ekki þátt í því bandalagi. En Jón Þorláks- son sagði á Alþingi 22. maí 1933 í and- mælum við eina ræðu Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu: „Þá gat hann ekki stillt sig um, sem ekki er von, að senda hnútur til þess æskulýðs, sem í ýmsum flokkum og í ýmsum myndum rís upp til að skipa sér með hreinum hugsunum undir fána þjóðarinnar.“ Átti Jón bersýnilega annars vegar við fánalið sjálfstæðismanna, sem starf- aði um hríð, og hins vegar við félaga í Þjóðernishreyfingunni, sem þá var nýstofnuð, en skiptist síðan í þá, sem gengu í Sjálfstæðisflokkinn, og hina, sem héldu áfram að vera nasistar. Einnig má nefna hin kunnu vísuorð Hallgríms Péturssonar í XXII. pass- íusálmi: Góð minning öngva gerir stoð, gilda skal meira Drottins boð. Oft er vitnað í þetta svo: „Góð meining enga gerir stoð.“ En það er rangt. Hallgrímur er hér að tala um venjur eða minningar, sem víkja skuli fyrir Drottins orði. Þriðja dæmið er í Sturlu sögu, sem gerist á 12. öld. Brandur Sæmund- arson, biskup á Hólum, segir við Sturlu Þórðarson í Hvammi, ætt- föður Sturlunga: „Engi maður frýr þér vits, en meir ertu grunaður um gæsku.“ Oft er þetta haft svo, að Brandur hafi grunað Sturlu um græsku. En hér er sögnin að gruna höfð í fornri merkingu: að hafa efa- semdir um eitthvað. Brandur er að segja, að hann efist um gæsku Sturlu eða manngæsku, þótt hann telji hann vissulega slunginn. Má hér raunar bæta við óskyldri athugasemd. Orðin „manngæska“ og „mannvonska“ eru íslenskulegri en „góðmennska“ og „illmennska“. Ráð- stjórnarríkin voru til dæmis „veldi mannvonskunnar“ í munni Reagans (evil empire), og Eichmann í Jórsöl- um var hin „hversdagslega mann- vonska“ holdi klædd (banality of evil), eins og Hannah Arendt komst að orði. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Nasistar, minning- ar og manngæska Svartur 49.000,- Silfur 74.000,- Glær 49.000,- BOURGIE Hönnun: Ferruccio Laviani Mikið úrval af vinsælu Kartell borðlömpunum stórir og smáir í mörgum litum Frábærir í jólapakkann Take Hönnun: Ferruccio Laviani Verð 17.500.- stk Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is Opið í Skeifunni alla sunnudaga fram að jólum frá kl.13-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.