Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Umræðan Haft er eftir aðal- hagfræðingi Danske bank á þá leið að Ís- lendingar velji alltaf annað hvort smálausn- ir eða skamm- tímaúrræði í öllum sín- um málum. Nú hefur stærsti hluti leiðrétt- ingaráforma rík- isstjórnarinnar í skuldamálum heim- ilanna verið kynntur og þótt það sé auðvitað fagnaðarefni að slíkar aðgerðir standi til þá get ég ekki leynt því að ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Tillögurnar voru lengi í meðgöngu fyrir það sem þær svo reynast vera, eða eins og fíllinn sem tók jóðsótt og kastaði mús. Smámæltar aðgerðir Aðgerðirnar eiga í stuttu máli að felast í því að veita smá tekjuskatts- afslátt næstu fjögur árin af séreign- arsparnaði ef hann er nýttur til þess að greiða inn á húsnæðinslán annars vegar og svo með almennri leiðrétt- ingu á höfuðstól lánanna að hámarki 4 milljónir króna hins vegar. Það er nú allt og sumt. Ekki er minnst einu orði á stöðvun útburðar, það fólk sem er nú þegar á götunni, þá sem eru stórskuldugir, eða námsskuldir. Skemmdarvargurinn mikli, verð- tryggingin, er afgreiddur með því að það eigi að athuga málið síðar og hann megi tikka óáreittur á meðan. Skattaleiðin er ófær Það mætti setja upp spurninguna: Ef ein og hálf hæna verptu einu og hálfu eggi á einni og hálfri mínútu, hvað tæki það mann með staurfót langan tíma að sparka út fræunum úr súrsaðri agúrku? Þetta er jafn mikið út í hött og að ætla það vegna bóta- þegans og láglaunamannsins sem eiga lítinn eða engan séreign- arsparnað að skattaafsláttur af sparnaðinum í fáein ár geri eitthvað að gagni. Vonandi nýtist það þó sum- um þótt líklega séu margir þegar búnir að eyða því sem þeir áttu til vara. Auk þess lendir þessi aðferð á ríkissjóði sem er ekki of digur fyrir þessi misserin. Fjármögnunin – Fugl í skógi Til stendur að fjár- magna þann hluta að- gerðanna sem fjallar um almenna skuldaleiðrétt- ingu með aukinni skatt- lagningu á fjármálafyr- irtæki, sem ég held að fáir séu mótfallnir eins og sakir standa, en þó þarf að ákveða þann partinn á Alþingi ár hvert ef hann á ekki að lenda á ríkissjóði. Næst á svo með óskilgreindum aðferðum að semja við þrotabú föllnu bankanna til að ná fé þaðan og eiga þrotabúin sjálf að hafa frumkvæðið, en auðvitað veit enginn hve langan tíma slíkt tek- ur né um árangur. Auðvitað þarf að ná til ofsagróða þrotabúanna en spurningin er hvort fé það, sem þannig næðist, væri ekki betur nýtt til þess að greiða niður skuldir rík- isins og til annarra þjóðþrifamála? Leiðin, sem ekki var farin Hægri grænir fengu ekki braut- argengi í kosningunum og má fólk nú vita hvað það fór á mis við. Ef flokk- urinn hefði komist til nægilegra áhrifa þá væri verðtryggingin þegar löngu afnumin. Það er ennþá hægt að gera það með því að viðurkenna eða staðfesta strax lög nr. 108/2007 m.a. um ólögmæti afleiðna á neyt- endalánum til almennings eða þá að setja um það sérstök lög. Þá hefði flokkurinn ekki tekið það í mál að láta Seðlabankann ráða ferðinni, stofnun sem síðustu árin hefur varið verð- bólguvaldandi verðtrygginguna og afleiðinguna ofurhátt vaxastig og af- neitar tilvist magnbundinnar íhlut- unar, Quantitative easing (mí/Qe), sem hefur gefist svo vel erlendis vegna ýmissa afmarkaðra aðgerða. Sú leið hefði tekið strax á vanda allra í þessu sambandi, sama hver fjár- hæðin hefði verið, með því að færa öll lán í gildi eftir 1.11. 2007 niður um verðtrygginguna og skuldbreyta þeim til langs tíma og stilla greiðslu- byrðina af við greiðslugetuna og láta svo tímann og ákveðinn vaxtamun greiða fyrir dæmið innan lokaðs leið- réttingarsjóðs í Seðlabankanum. Sem betur fer ýjaði hinn röski for- sætisráðherra að því að þetta gæti enn gerst en hvers vegna ekki strax eða vilja menn bíða eftir því að verð- tryggingin verði dæmd ólögleg, sem er mjög líklega á leiðinni? Ekki held ég að mönnum muni lítast betur á blikuna þá. Mí/Qe er hins vegar fljót- virk og ódýr aðferð sem leysti öll þessi vandamál og ekkert lenti á rík- issjóði. Málið væri þá úr sögunni fyr- ir fullt og allt og allir sáttir. Gjaldeyrishöftin Það er þrátalað um að afnema þurfi gjaldeyrishöftin sem fyrst en lítið gert til þess að svo megi verða. Gott væri ef að þrotabúunum yrði gert sem fyrst að skipta gjaldeyr- iseign sinni yfir í krónur sem mundi létta mjög undir því að hægt sé að af- nema höftin, en t.d. Icesavedómurinn kvað á um að greiða mætti kröfu- höfum í krónum. Síðast þegar ég vissi nam þessi eign jafnvirði um 3.000 milljarða króna eða á að fara að semja um reglur og dóma við þrotabúin? Auk þess má enn skipta um íslenskan gjaldmiðil og þvinga með honum fram samninga við alla gammana eins og ég hef áður fjallað um. Jóla hvað? Oft er talað um að vilji sé allt sem þarf. Án þess að ég ætli að vanvirða einn eða neinn þá er stundum hætta á að fræði- eða stjórnmálamenn fjar- lægist lífið niðri á jörðinni og ein- angrist frá fólkinu og veruleika og vandamálum þess. Ég hef til þessa borið mikla von í brjósti og traust til þessarar ríkisstjórnar. Ég vona ein- læglega að hún valdi ekki kjósendum sínum vonbrigðum þegar upp verður staðið. Hún getur enn gert margt fljótt og gott ef hún vill það nógu mikið. Vonbrigði Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson » Það er út í hött að ætla að skattaaf- sláttur af sparnaðinum geri bótaþeganum og láglaunamanninum eitt- hvað að gagni. Höfundur er hægri grænn og fyrrv. forstjóri. 4 4 Tengimögul.,iPod/MP3 / Plötuspilara! Tengimögul.,iPod/MP3 / Plötuspilara! Tengimögul.,iPod/MP3 / Plötuspilara! Tengimögul.,iPod/MP3 / Plötuspilara! Jólagjöfin á einstöku verði www.tivoliaudio.de thdan@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.