Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Hróbjartur Jónatansson hrl. skrifar grein í Morg- unblaðið 4. desember sl. Í greininni ræðir hann misnotk- un fjölmiðlamanna á gögnum um einkamál; gögnum, sem einhver hefur komist yfir á ólöglegan, saknæman og sérlega ógeðfelldan hátt og afhent fjölmiðlum. Grein- in er löngu tímabær, og hafi hann þökk fyrir. Á undanförnum misserum hafa leitað á mig efasemdir um það siðferði fjölmiðlamanna, að frjálst sé að stela gögnum úr tölvum og öðrum gögnum einstaklinga og opinberra aðila og afhenda þessi gögn til birtingar í fjöl- miðlum. Sú spurning hefur leitað á mig, hvaða hvatir liggja því að baki, að menn gera sig seka um slíkt. Ekki minnist ég þess, að þeirri spurningu hafi verið velt upp, hvort fé sé borið á menn í þessum tilgangi, og er þó ærið tilefnið. Hitt hefur mér þótt augljóst, að fjöl- miðlamenn hafa séð fjárhagslegan ávinning síns miðils í því að birta slíkt, en þeir hafa einlægt skotið sér undan ábyrgð með því að tala um trúnað gagnvart heim- ildamönnum sínum. Ekki þykir mér merkilegt siðferði manna, sem stela gögnum, sem þeim hefur verið trúað fyrir, og afhenda þau til birtingar, hvort sem það er gert af hugsjón eða fyrir peninga. Ekki þykir mér merkilegt siðferði þeirra manna, sem birta stolin gögn í sínum miðlum til að afla sér vinsælda og fjár. Oftast er því borið við, að gögnum sé stolið frá ein- staklingum og opinberum stofnunum, sem hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Sá sem stelur og þjófsnauturinn í fjölmiðlastétt setjast þá í sæti dómara og meta hvað er óhreint mjöl. Svo langt hefur verið gengið í málflutningi fjölmiðla, að það er kallað árás á tjáningarfrelsi ef ekki má birta stolin gögn. Svo langt hefur verið gengið í þeim mál- flutningi, að dómstólar hafa bognað fyrir þeim rökum. Þetta siðferði fjölmiðlamanna virðist eiga að ríkja í framtíðinni. Er þá ekki næsta skrefið að einkapóstur manna sé skorinn upp og afhentur fjölmiðlum (gegn greiðslu?) til birtingar svo þeir megi dafna af soranum? AXEL KRISTJÁNSSON lögmaður. Fjölmiðlar og stolin gögn Frá Axel Kristjánssyni Bréf til blaðsins Nú erum við enn og aftur komin í sömu stöðu og við virðumst því mið- ur vera í ár eftir ár. Ráðuneyti heil- brigðismála kemur fram með mis- gáfulegar og að okkar mati vanhugsaðar tillögur um niður- skurð og breytingar á heilbrigð- isstofnunum á Vestfjörðum. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ákvörðunin komi fram nú þegar að ástand í heilbrigðismálum hefur sjaldan verið jafn viðkvæmt og nú er. Það hefur líklega ekki farið fram hjá einu einasta mannsbarni á Íslandi í dag að það er ætlun ríkisstjórnarinnar að ná fram halla- lausum rekstri og það þýðir einfaldlega eitt, blóðugur niðurskurður og hagræðing. Flest- ir hafa skilning á þeim vilja, en því miður verða oft vanhugsaðar ákvarðanir teknar við slíkar aðstæður, því hagræðingin lítur afar vel út í Excelnum en endar svo í raunveru- leikanum á að valda enn meiri kostnaði. Ein slík Excel-hagræðing liggur nú fyrir á Vestfjörðum þar sem lagt er til að sameina heilbrigðisstofnanir Vestfjarða á Ísafirði og á Patreksfirði án tafar. Það hljómar auðvit- að eins og góð hugmynd í Excel-skjalinu enda tvær heilbrigðisstofnanir í sama lands- hlutanum en staðreyndin er allt önnur. Að okkar mati hafa fullnægjandi rök ekki verið sett fram um ágæti þessarar sameiningar og fráleitt að ætla að fara í tilraunastarfsemi með jafn viðkvæmt mál. Í okkar huga er auk þess algjör grund- vallarforsenda fyrir sameiningu að hægt sé að vísa til reynslu af gagnkvæmu samstarfi sem leiði þá mögulega til frekari umræðu um samvinnu og sameiningu, en í tilviki þeirra stofnana sem um ræðir þá hefur svo ekki verið. Það hefur einfaldlega ekki verið forsenda til þess að hlutirnir þróuðust þann- ig, enda um að ræða afar viðkvæma þjón- ustu sem hefur bein áhrif á daglegt líf íbú- anna og gæði búsetu. Samstarf milli stofnana eða sveitarfélaga á Vestfjörðum er þó að sjálfsögðu ekki óþekkt. En við þekkjum það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að eiga í slíku samstarfi, þar sem vetrarsamgöngur milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða, geta ekki talist eðlilegar með um 454 kílómetra á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar 6-8 mán- uði á ári. Þessi vegalengd þýðir að það er heilsdags ferðalag á milli staða að keyra, já eða fljúga til Reykjavíkur og fljúga þaðan til Bíldudals eða öfugt, sem tekur í það minnsta tvo daga, en þess má geta að kostnaður við flug fyrir einstakling frá Ísafirði til Patreks- fjarðar og til baka væri um 100 þúsund krónur. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur lýst yfir andstöðu sinni við sameiningu og sveitarfélög á Vestfjörðum hafa sömu- leiðis mótmælt áformum ráðherra. Íbúar í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi hafa lýst því á fjölmennum íbúafundi að þeir álíta fyrirhugaða sameiningu ógna þeirra öryggi og þá sérstaklega hvað varðar sjálfstæði og framtíð stofnunarinnar á Patreksfirði. Íbúar í Vesturbyggð og á Tálknafirði hafa gengið hús úr húsi til að safna undirskriftum gegn þessari sameiningu, enda sjaldan verið jafn mikið í húfi að þeirra mati. Verður hlustað á íbúa og sveitarstjórnir, eða hafa þessir aðilar ekkert vægi þegar jafn mikilvægar ákvarðanir eru teknar? Við undirritaðar hörmum það að ráðherra hafi farið í þessa vegferð, algjörlega án sam- ráðs við heimamenn og íbúa á áhrifasvæð- inu, sem og að því er virðist án samráðs við þingmenn kjördæmisins. Skilaboð okkar til ráðherra og ráðuneytis heilbrigðismála eru einföld: Hættið við sam- einingu! Skilaboð okkar til ríkisstjórn- arinnar og Alþingis eru einföld: Komið í veg fyrir sameiningu heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða á Ísafirði og heilbrigðisstofnunar á Patreksfirði með öllum ráðum. Brýnt er að tekið sé tillit til sérstöðu þeirra byggða sem ekki njóta jafnra réttinda og aðrir lands- menn, hvort þá heldur er í formi samgangna eða annarrar opinberrar þjónustu. Eftir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og Friðbjörgu Matthíasdóttur. » Skilaboð okkar til ráð- herra og ráðuneytis heil- brigðismála eru einföld: Hættið við sameiningu! Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Friðbjörg Matthíasdóttir Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands og Alþingis Íslendinga Albertína er forseti bæjarstjórnar í Ísafjarð- arbæ og formaður Fjórðungssambands Vest- firðinga. Friðbjörg er forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð og varaformaður Fjórðungs- sambands Vestfirðinga.                       Lækjargata 2a og Vesturgata 2a 101 Reykjavík. Opið frá 9 - 22 alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.