Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Stjórnvöld hafa ákveðið að leggja til að heimila ein- staklingum að greiða viðbótarlífeyr- issparnað óskatt- lagðan inn á húsnæð- islán. Verði það samþykkt er það ómótstæðilegt tilboð sem flestir sem eru með húsnæðislán ættu að nýta sér. Þeir sem eru í fjárhagsvandræðum ættu þó að skoða málið vandlega áður en ákvörðun er tekin. Skattaafsláttur bætist við Viðbótarlífeyrissparnaður er hagkvæmasti sparnaður sem völ er á vegna mótframlags launagreið- enda sem bætist við framlag laun- þega. Samkvæmt hugmyndum stjórnvalda verður heimilt að greiða 6% viðbótarlífeyrissparnað af launum óskattlagt inn á húsnæð- islán í þrjú ár frá og með miðju ári 2014. Hámarkslaun sem heimilt er að greiða af eru 347 þúsund krónur á mánuði hjá einstaklingi og 694 þúsund krónur hjá hjónum. Með því má segja að mótframlag rík- issjóðs, sem nemur skattaafslætt- inum, bætist við sparnaðinn. Taflan sýnir innborgun inn á lán á þremur árum af mismunandi launum og fjárhæð skattaafsláttar. Í töflunni má m.a. lesa að ein- staklingur eða hjón með 694 þús- und krónur á mánuði geta greitt 1.499 þús- und krónur inn á lán en þar af er skattaaf- sláttur 603 þúsund krónur og munar um minna. Ekki er þó allt gull sem glóir og þessi leið hentar ekki fyrir alla. Viðbótarlífeyrissparn- aður er lögvarinn sparnaður sem þýðir að það er ekki hægt að ganga að honum við gjaldþrot. Þeir sem eru í miklum fjárhagslegum vandræðum ættu að hafa þetta í huga og sleppa því að greiða við- bótarlífeyrissparnað inn á lán ef þeir eiga á hættu að verða gjald- þrota. Í sumum tilvikum getur hlé á greiðslum til erlendra vörsluaðila séreignarsparnaðar haft áhrif á inneign og ættu einstaklingar með sparnað hjá þessum aðilum að leita ráðgjafar við þessa ákvörðun. Hluti af eftirlaunasparnaði Þeir sem skulda eftir að starfs- ævinni lýkur þurfa að greiða hluta af eftirlaunum í vexti og afborg- anir. Þar sem eftirlaun eru yfirleitt lægri en atvinnutekjur geta skuldir haft veruleg áhrif á lífsgæði. Flest- ir ættu því að stefna að því að vera skuldlausir þegar þeir láta af störf- um. Það er alltaf skynsamlegt að greiða niður lán og alveg sér- staklega ef ríkið leggur í púkkið með skattaafslætti. Að nota sér- eignarsparnað til að greiða niður lán er ein leið til að byggja upp eignir og eftirlaunasparnað. Þegar kemur að starfslokum er ráðlegt að líta til allra eigna og réttinda við ákvörðun um töku eftirlauna. Hluti af eftirlaunum getur verið að ganga á hefðbundinn sparnað eða að minnka við sig eignir, t.d. með því að skipta úr stærra í minna húsnæði. Börnin eiga ekki að borga Með því að heimila ein- staklingum að greiða viðbótarlíf- eyrissparnað óskattlagðan inn á húsnæðislán er ríkið að gefa eftir skatttekjur framtíðarinnar. Á árinu 2012 voru iðgjöld til séreign- arsparnaðar samtals um 29 millj- arðar en af þeim var hluti greiddur sem séreignarhluti lágmarks- iðgjalds hjá lífeyrissjóðum sem heimila slíkt. Með hliðsjón af þess- ari fjárhæð og tillögu um hækkun á heimildum einstaklinga til viðbót- arlífeyrissparnaðar má áætla að ríkið gefi eftir 20 til 30 milljarða í skatttekjur á næstu þremur árum. Séreignarsparnaður er mik- ilvægur hluti af lífeyriskerfinu. Kerfið byggist á því að hver kyn- slóð sparar fyrir sig til að greiða fyrir bæði einkaneyslu og sam- neyslu eftir að starfsævinni lýkur. Skattafslátturinn gengur gegn þessari stefnu og verður því að vera tímabundinn. Ef hann verður varanlegur er verið að nota skatt- tekjur framtíðarinnar til að greiða niður skuldir nútíðarinnar eða m.ö.o. að flytja hluta af skuldum okkar yfir á næstu kynslóð. Það má aldrei verða. Séreignarsparnaður aldrei mikilvægari Á undanförnum árum hafa reglu- lega komið fram hugmyndir um breytingar á séreignarsparnaði eða um að nota hluta sparnaðarins í annað en að greiða eftirlaun. Afar brýnt er að séreignarsparnaður fái að vera í friði í framtíðinni og byggjast upp til að bæta við eft- irlaunin. Það er sérstaklega mik- ilvægt núna en á næstu áratugum er talið að fjöldi ellilífeyrisþega tvö- faldist á sama tíma og ein- staklingum á vinnualdri fyrir hvern ellilífeyrisþega fækki um helming. Einnig er því spáð að meðalævi landsmanna haldi áfram að lengjast sem kallar á meiri sparnað til að tryggja eftirlaun ævina á enda. Eftir Gunnar Baldvinsson » Að nota séreign- arsparnað með skattaafslætti til að greiða niður lán er ómótstæðilegt tilboð en þó ekki fyrir alla. Gunnar Baldvinsson Innborgun inn á lán með séreignarsparnaði Mánaðarlaun 347.222 694.444 Innborgun inn á lán á 3 árum 750.000 1.499.999 Þar af skatta- afsláttur 301.650 603.300 Reiknað er með 4% framlagi launþega, 2%mótframlagi launagreiðanda og að iðgjöld greiðist óskattlögð inn á lán. Að greiða séreignarsparnað inn á lán Höfundur er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Æsispennandi í Kópavogi Nú er aðeins eftir að spila eina umferð í aðalsveitakeppni Brids- félags Kópavogs. Sveit Hjördísar hefur 14,48 stig á sveit Gulla Bessa og þarf að glíma við sveitina í þriðja sæti sem eru Björn Hall- dórsson og félagar en Gulli Bessa spilar við Bergvin sem er við hinn enda töflunnar. Staða efstu sveita er þessi: Hjördís Sigurjónsdóttir 174,45 Guðlaugur Bessason 159,97 Björn Halldórsson 150,78 Hjálmar 133,66 Vinir 132,11 Þorsteinn Berg 122,68 Aðalsveitakeppni Bridsfélags Hafnarfjarðar Mánudaginn 2. desember voru spilaðar 3. og 4. umferð í aðal- sveitakeppni BH. Staðan eftir 4 umferðir af 11: Sveitin mín 55,86 Miðvikudagsklúbburinn 5 3,98 Bland.com 49,96 Gabríel Gíslason 48,84 Pétur og Co 46,52 Mánudaginn 9. desember verða spilaðar 5. og 6. umferð og 16. des- ember verður jólakvöld BH. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar í Hraunseli, Flatahrauni 3, á mánudagskvöldum og byrjar spilamennska kl. 19:00 Allir spil- arar eru velkomnir og er tekið vel á móti vönum sem óvönum spil- urum. Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei- ríksson. Heimasíða félagsins er www.bridge.is/BH Ný Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía Meiri virkni fall Omega 3 fitusýrur nir mælir með lolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: Þín verslun Seljabraut, úsum, Fjarðarkaupum, ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt t hlut n læk Se pótekum, heilsuh Fiskbúðinni Trönuhrau Hát Min a Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Kanarí 3. janúar í 11 nætur frá kr. 99.800 B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Kr. 99.800 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi á Los Tilos. Sértilboð 3. janúar í 12 nætur Heimsferðir bjóða einstakt tilboð til Kanaríeyja. Við bjóðum fjölbreytt úrval gististaða. Mikil dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara. Ógleymanleg jól með Pandora K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D JÓLATILBOÐ 1 Leðurarmband og snjókúla kr. 14.900.- JÓLATILBOÐ 2 Silfurarmband með skínandi kúlu kr. 19.900.- MÍN SAGA, MÍN HÖNNUN Upplifðu jólin með okkur – ný jólalína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.