Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 38

Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Versnandi ástand á Fjarðarheiði veldur því að stjórnendur Smyril Line skoða nú hug- myndir um hvort heppi- legra væri yfir vetr- armánuðina að sigla Norrænu til Eskifjarðar eða Reyðarfjarðar. For- maður Framsókn- arflokkssins, sem er einn af þingmönnum Norðausturkjördæmis, skal ganga á undan með góðu fordæmi og fylgja þessu máli eft- ir í samgöngu- nefnd Alþingis eins og áhyggju- fullir Seyðfirð- ingar krefjast. Sá sem hér stingur niður penna skilur vel áhyggjur heimamanna sem hafa misst þol- inmæðina vegna versnandi ástands á heiðinni þegar of mikil veðurhæð og meira en sex metra snjódýpt hrellir flutningabílstjóra og starfsmenn Vegagerðarinnar í 640 m hæð þvert á allar veð- urspár. Enginn veit hver stefna þingmanna Norðausturkjördæmis er í þessu máli á meðan stjórn- endur Smyril Line treysta ekki veginum í þessari hæð á Fjarð- arheiði vegna fljúgandi hálku, ill- viðris og 6-10 metra snjódýptar. Tímabært er að allir þessir landsbyggðarþingmenn svari spurningunni um hvort þetta ástand á heiðinni geti valdið því að Seyðfirðingar missi ferjuna. Engin furða að þolinmæði heima- manna skuli nú vera á þrotum þegar þeir vilja taka málið í sínar hendur til að flýta undirbúningi á jarðgangagerð undir Fjarðarheiði og forðast slysahættuna sem veg- urinn á þessum snjóþunga þrösk- uldi býður upp á. Án samráðs við Seyðfirðinga var óskynsamlegt af stjórnendum Smyril-Line að fara í viðræður við yfirmenn Fjarða- byggðarhafna um að viðkomu- staður Norrænu yrði annað hvort á Reyðarfirði eða Eskifirði. Ástæðan er ótrygg leið yfir Fjarðarheiði. Upp í meira en 600 m hæð er ekkert hættulaust fyrir starfsmenn björgunarsveitanna að flytja fárveikan mann frá Seyðisfirði sem þarf að komast undir læknishendur í Reykjavík þegar sjúkraflugvél bíður á Eg- ilsstaðaflugvelli. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson forsætisráð- herra skal, ásamt innanríkis- ráðherra og fyrrverandi yfirmanni samgöngumála, Krist- jáni L. Möller, boða fund með vonsviknum heimamönnum sem hafa alltof lengi spurt núverandi landsbyggðarþingmenn kjördæmisins hvort besta lausnin felist í því að Seyðfirðingar missi ferjuna fyrir fullt og allt á meðan enginn veit hvort Fjarðarheið- argöng eða tvenn styttri göng inn í Mjóafjörð verða í sjónmáli eftir fimm ár. Í nóvember 2008 boðaði Kristján Lárus, þáverandi sam- gönguráðherra, fund með heima- mönnum þegar hann sagðist vilja skoða möguleika á jarðgangagerð milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar vegna hafnaraðstöðunnar fyrir Norrænu. Til þess mátti Kristján Lárus ekki hugsa að ferjan yrði tekin af Seyðfirðingum. Öryggi flutningabílstjóra, sem setja sig í of mikla hættu í 640 m hæð á heiðinni við að keyra fisk til Seyðisfjarðar, verður best tryggt með því að færa núverandi veg niður um 600 metra. Það við- urkenndi landsbyggðarþingmað- urinn frá Siglufirði þegar hann taldi að með þessum göngum til Seyðisfjarðar yrði stigið fyrsta skrefið til að tryggja heimamönn- um á svæðinu norðan Fagradals greiðari aðgang að sjúkrahúsinu í Neskaupstað sem hefur alltof lengi verið einangrað við Egils- staðaflugvöll. Án jarðganga, sem Seyðfirðingar vilja fá hið snar- asta eins og aðrir landsmenn, tekst það aldrei hvort sem þau yrðu tekin undir Fjarðarheiði eða í tvennu lagi inn í Mjóafjörð. Í tíð Halldórs Blöndals, þáverandi samgönguráðherra, fengust engin svör frá fyrrverandi þingmönnum Austurlands þegar þeir voru ár- angurslaust spurðir að því löngu fyrir kjördæmabreytinguna hvort Seyðisfjörður hefði verið heppi- legur viðkomustaður fyrir Nor- rænu án þess að kanna mögu- leika á jarðgöngum sem hefðu strax tryggt íbúum byggðanna norðan Fagradals greiðari að- gang að ferjunni. Kristján L. Möller, sem stóð í hörðum deilum við Ögmund Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, um tvíbreið Norðfjarðargöng skal fylgja þessu máli eftir í samgöngunefnd Alþingis og flytja þingsályktun- artillögu um að undirbúnings- rannsóknum á jarðgangagerð milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða verði flýtt hið snarasta. Formað- ur Framsóknarflokkssins skal sjá til þess að núverandi ríkisstjórn taki á þessu máli þó að stuðn- ingsmaður Vaðlaheiðarganga úr Þistilfirði láti öllum illum látum og vilji veg Seyðfirðinga sem verstan. Rjúfum strax víta- hringinn sem Seyðfirðingar sitja fastir í. Geta Seyðfirðingar misst ferjuna? Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Tímabært er að allir þessir lands- byggðarþingmenn svari spurningunni um hvort þetta ástand á heiðinni geti valdið því að Seyð- firðingar missi ferj- una. Höfundur er farandverkamaður. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.Eir hjúkrunar– og öryggisíbúðir | Hlíðarhúsum 7 | 112 Reykjavik | Sími 522 5700 | eir@eir.is Í dag, laugardaginn 7. desember, milli kl. 14 og 17 Leiguíbúðir - Opið hús Fróðengi 1-11, Grafarvogi Nokkrar nýjar, vandaðar, þriggja herbergja íbúðir 95 m2 til leigu fyrir alla aldurshópa. • Almenn leiga til allt að tveggja ára. • Öryggisíbúðarleiga, ótímabundin. Fallegir garðar. Verslunar- og þjónustu- miðstöðin við Spöngina í göngufæri. Golfvöllur Korpu, Egilshöllin, góðar göngu- og reiðhjólaleiðir í næsta nágrenni. Innangengt í þjónustumiðstöð Reykjavíkur- borgar, sem tekin verður í gagnið í apríl 2014.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.