Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Versnandi ástand á Fjarðarheiði veldur því að stjórnendur Smyril Line skoða nú hug- myndir um hvort heppi- legra væri yfir vetr- armánuðina að sigla Norrænu til Eskifjarðar eða Reyðarfjarðar. For- maður Framsókn- arflokkssins, sem er einn af þingmönnum Norðausturkjördæmis, skal ganga á undan með góðu fordæmi og fylgja þessu máli eft- ir í samgöngu- nefnd Alþingis eins og áhyggju- fullir Seyðfirð- ingar krefjast. Sá sem hér stingur niður penna skilur vel áhyggjur heimamanna sem hafa misst þol- inmæðina vegna versnandi ástands á heiðinni þegar of mikil veðurhæð og meira en sex metra snjódýpt hrellir flutningabílstjóra og starfsmenn Vegagerðarinnar í 640 m hæð þvert á allar veð- urspár. Enginn veit hver stefna þingmanna Norðausturkjördæmis er í þessu máli á meðan stjórn- endur Smyril Line treysta ekki veginum í þessari hæð á Fjarð- arheiði vegna fljúgandi hálku, ill- viðris og 6-10 metra snjódýptar. Tímabært er að allir þessir landsbyggðarþingmenn svari spurningunni um hvort þetta ástand á heiðinni geti valdið því að Seyðfirðingar missi ferjuna. Engin furða að þolinmæði heima- manna skuli nú vera á þrotum þegar þeir vilja taka málið í sínar hendur til að flýta undirbúningi á jarðgangagerð undir Fjarðarheiði og forðast slysahættuna sem veg- urinn á þessum snjóþunga þrösk- uldi býður upp á. Án samráðs við Seyðfirðinga var óskynsamlegt af stjórnendum Smyril-Line að fara í viðræður við yfirmenn Fjarða- byggðarhafna um að viðkomu- staður Norrænu yrði annað hvort á Reyðarfirði eða Eskifirði. Ástæðan er ótrygg leið yfir Fjarðarheiði. Upp í meira en 600 m hæð er ekkert hættulaust fyrir starfsmenn björgunarsveitanna að flytja fárveikan mann frá Seyðisfirði sem þarf að komast undir læknishendur í Reykjavík þegar sjúkraflugvél bíður á Eg- ilsstaðaflugvelli. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson forsætisráð- herra skal, ásamt innanríkis- ráðherra og fyrrverandi yfirmanni samgöngumála, Krist- jáni L. Möller, boða fund með vonsviknum heimamönnum sem hafa alltof lengi spurt núverandi landsbyggðarþingmenn kjördæmisins hvort besta lausnin felist í því að Seyðfirðingar missi ferjuna fyrir fullt og allt á meðan enginn veit hvort Fjarðarheið- argöng eða tvenn styttri göng inn í Mjóafjörð verða í sjónmáli eftir fimm ár. Í nóvember 2008 boðaði Kristján Lárus, þáverandi sam- gönguráðherra, fund með heima- mönnum þegar hann sagðist vilja skoða möguleika á jarðgangagerð milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar vegna hafnaraðstöðunnar fyrir Norrænu. Til þess mátti Kristján Lárus ekki hugsa að ferjan yrði tekin af Seyðfirðingum. Öryggi flutningabílstjóra, sem setja sig í of mikla hættu í 640 m hæð á heiðinni við að keyra fisk til Seyðisfjarðar, verður best tryggt með því að færa núverandi veg niður um 600 metra. Það við- urkenndi landsbyggðarþingmað- urinn frá Siglufirði þegar hann taldi að með þessum göngum til Seyðisfjarðar yrði stigið fyrsta skrefið til að tryggja heimamönn- um á svæðinu norðan Fagradals greiðari aðgang að sjúkrahúsinu í Neskaupstað sem hefur alltof lengi verið einangrað við Egils- staðaflugvöll. Án jarðganga, sem Seyðfirðingar vilja fá hið snar- asta eins og aðrir landsmenn, tekst það aldrei hvort sem þau yrðu tekin undir Fjarðarheiði eða í tvennu lagi inn í Mjóafjörð. Í tíð Halldórs Blöndals, þáverandi samgönguráðherra, fengust engin svör frá fyrrverandi þingmönnum Austurlands þegar þeir voru ár- angurslaust spurðir að því löngu fyrir kjördæmabreytinguna hvort Seyðisfjörður hefði verið heppi- legur viðkomustaður fyrir Nor- rænu án þess að kanna mögu- leika á jarðgöngum sem hefðu strax tryggt íbúum byggðanna norðan Fagradals greiðari að- gang að ferjunni. Kristján L. Möller, sem stóð í hörðum deilum við Ögmund Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, um tvíbreið Norðfjarðargöng skal fylgja þessu máli eftir í samgöngunefnd Alþingis og flytja þingsályktun- artillögu um að undirbúnings- rannsóknum á jarðgangagerð milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða verði flýtt hið snarasta. Formað- ur Framsóknarflokkssins skal sjá til þess að núverandi ríkisstjórn taki á þessu máli þó að stuðn- ingsmaður Vaðlaheiðarganga úr Þistilfirði láti öllum illum látum og vilji veg Seyðfirðinga sem verstan. Rjúfum strax víta- hringinn sem Seyðfirðingar sitja fastir í. Geta Seyðfirðingar misst ferjuna? Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Tímabært er að allir þessir lands- byggðarþingmenn svari spurningunni um hvort þetta ástand á heiðinni geti valdið því að Seyð- firðingar missi ferj- una. Höfundur er farandverkamaður. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.Eir hjúkrunar– og öryggisíbúðir | Hlíðarhúsum 7 | 112 Reykjavik | Sími 522 5700 | eir@eir.is Í dag, laugardaginn 7. desember, milli kl. 14 og 17 Leiguíbúðir - Opið hús Fróðengi 1-11, Grafarvogi Nokkrar nýjar, vandaðar, þriggja herbergja íbúðir 95 m2 til leigu fyrir alla aldurshópa. • Almenn leiga til allt að tveggja ára. • Öryggisíbúðarleiga, ótímabundin. Fallegir garðar. Verslunar- og þjónustu- miðstöðin við Spöngina í göngufæri. Golfvöllur Korpu, Egilshöllin, góðar göngu- og reiðhjólaleiðir í næsta nágrenni. Innangengt í þjónustumiðstöð Reykjavíkur- borgar, sem tekin verður í gagnið í apríl 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.