Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 40

Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 ✝ Lilja Inga Jón-atansdóttir fæddist á Eyrar- bakka 24. janúar 1956. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. nóv- ember 2013. Foreldrar Lilju Ingu voru Jónatan Jónsson, f. 3. des- ember 1921, d. 28. mars 2006 og Sig- rún Ingjaldsdóttir, f. 10. nóv- ember 1932. Lilja var næstelst í hópi sex systkina. Systkini Lilju eru Bjarni Þór, f. 18. desember 1950, Guðrún, f. 19. júní 1957, eru: 1) Guðni, f. 9. desember 1980. Dóttir Guðna og Berg- lindar Sigurðardóttur er Emilía Hlín, f. 11. mars 2004. 2) Sig- urður Tómas, f. 19. október 1982. Lilja ólst upp á Eyrarbakka en hélt til náms til Reykjavíkur og tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum við Tjörnina árið 1975. Hún lauk námi í meina- tækni frá Tækniskóla Íslands ár- ið 1978 og starfaði lengstan hluta starfsævinnar sem meina- tæknir á Landspítalanum, eða í um 30 ár, þar til hún lét af störf- um vegna veikinda. Lilja bjó lengst af með fjöl- skyldunni í Reykjavík en flutti ásamt eiginmanni sínum að Ása- bergi á Eyrarbakka árið 2007. Útför Lilju Ingu fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 7. des- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Ólöf, f. 20. apríl 1959, Gíslína Sól- rún, f. 24. mars 1962 og Eyrún, f. 5. október 1966. Lilja giftist þann 15. ágúst 1981 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Helga Guðnasyni, f. 4. nóvember 1951. Hann er sonur hjónanna Guðna Guðmundssonar, f. 19. febrúar 1925, d. 8. júlí 2004 og Katrínar Ólafsdóttur, f. 30. september 1927, d. 27. febrúar 1994 . Synir Lilju og Guðmundar Nú hefur Lilja stóra systir mín og besta vinkona kvatt þetta líf. Hún sýndi ótrúlegan viljastyrk í veikindum sínum, vissi alveg að hún hafði ekki mikinn tíma, en hún nýtti hann vel, fór í eins mörg af- mæli og á mannamót og hún gat. Hún hafði einstaklega gott skap, var glaðvær og oft mjög hnyttin í tilsvörum, átti marga vini sem voru henni góðir og fékk margar heim- sóknir á Eyrarbakka. Henni þótti afskaplega vænt um Gumma sinn, strákana og barna- barnið Emilíu sem hún elskaði að vera samvistum við. Hún sagði mér hvað hún væri stolt af strák- unum sínum, fannst þeir svo vel heppnaðir, fallegir og góðir. Við Lilja höfum fylgst að allt mitt líf, höfum stutt hvor aðra á erfiðum stundum í okkar lífi og höfum líka átt ótalmargar skemmtilegar stundir saman. Það er skrýtið að heyra ekki í henni lengur, ekkert „hæ, hó“ í símanum. Okkur í fjölskyldunni langar að þakka öllu starfsfólki á 11-E fyrir alúðlegt viðmót og hlýju. Lilju verður sárt saknað af öll- um sem hana þekktu. Hvíldu í friði, systir góð. Guðrún. Það er þyngra en tárum taki að kveðja í dag elskulega systur sem var næstelst í systkinahópnum og elst okkar systra. Hún var lengst af í forystusveit í fjölskyldunni og leysti þau verkefni sem þurfti að leysa af snarræði og með bros á vör og gjarnan var leitað til hennar eftir áliti og aðgerðum í flestum málum. Létt og glaðvær lund, jafn- aðargeð og góð kímnigáfa voru hennar aðalsmerki. Lilja var fljót- huga og snör í snúningum í lífi og starfi, bæði þegar hún í starfi sínu þeyttist um ganga Landspítalans og heima fyrir. Hún var fljót að snara fram veislu þegar við átti og var höfðingi heim að sækja. Lilja var áhugasöm um fjölskylduna og systkinabörnin og fengu dætur mínar ómælt að njóta elsku hennar og umhyggju. Aldrei man ég eftir að okkur hafi orðið sundurorða. Greiðvikni var Lilju í blóð borin og þegar aðstoðar var þörf voru Lilja og Gummi gjarnan fyrst á staðinn. Síðustu árin glímdi Lilja við heilsu- leysi og þó að krabbameinið hafi ekki greinst fyrr en fyrir rúmu ári hafði Lilju lengi grunað hvers kyns væri en þrátt fyrir ótal ferðir til lækna fannst meinið ekki fyrr en allt of seint. Lilja hafði ótrúlega já- kvætt viðhorf, ómælt baráttuþrek og lífsvilja, en allt kom fyrir ekki og varð hún að lokum að lúta í lægra haldi fyrir þessum illvíga sjúkdómi. Ekki er það í fyrsta sinn sem upplifunin er að ekki hafi verið rétt gefið við útdeilingu lífsins gæða en ekki þýðir að deila við dómarann. Ég vil að leiðarlokum þakka Lilju ljúfa samfylgd í gegn- um árin og votta ástvinum öllum dýpstu samúð. Megi góðar minn- ingar um frábæra konu verða okk- ur styrkur og ljós í lífinu. Drottinn þig blessi, lýsi leiðir, létt í spori heldur þú á braut. Frelsarinn brosir, faðm út breiðir, fjarri þá ertu kvöl og þraut. Vakandi syrgir viðkvæm lundin, varirnar þakkir flytja hljótt. Kærleika vafin kveðjustundin komin og býður góða nótt. (Hörður Zóphaníasson) Þín systir Eyrún. Við kveðjum nú í dag hinstu kveðju Lilju Ingu Jónatansdóttur, kæra svil- og mágkonu. Fyrir rúmum fjörutíu árum var ég í Menntaskólanum við Tjörnina og þar hóf Lilja nám einnig. Guð- mundur nokkur Guðnason (Gummi) stundaði þar nám líka um sinn, og systir hans Guðrún Guðnadóttir (Gudda) stundaði frí- mínúturnar, en hún var í gullsmíð- anámi í húsi þar við hliðina. Svo æxlaðist til í framhaldinu að Gummi varð eiginmaður Lilju og Gudda varð eiginkona mín. Síðan þá höfum við verið samferða Lilju og Gumma í gegnum lífið í rúma fjóra áratugi, og á þeim tíma ým- islegt brallað og átt margar góðar og skemmtilegar stundir saman, bæði fyrir og eftir barneignir. Oft var kátt á hjalla í heimsóknum til þeirra á Barónsstíginn, Drápu- hlíðina, Eskihlíðina og loks nú síð- ustu árin í Ásaberg á Eyrarbakka. Þar komum við hjónin oft við á leiðinni í bústaðinn okkar, nú eða litum þar inn einhvern tíma yfir bústaðahelgina, og oft var hún Emelía Hlín þá hjá ömmu sinni og afa og henni þótti það sko ekkert leiðinlegt. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fyrir rúmu ári greindist Lilja með þann leiða sjúkdóm krabbamein, sem leiddi síðan til þess að kveðjustundin er nú komin allt of fljótt. Eins og við var að búast af Lilju tók hún veik- indum sínum af æðruleysi og dugnaði. Þetta síðasta ár var svona upp og niður, en alltaf var Gummi eins og klettur til staðar, og öllu reynt að haga á sem venju- legastan hátt. Það var t.d. mjög gaman að sjá Lilju mæta í „Nikó- línupartíið“ í byrjun nóvember sl., en það gerði hún nú meira af vilja en mætti. Ég held reyndar að Lilja hefði ekki trúað því upp á mig að ég færi að skrifa einhverja lofrullu um hana, eins og hún hefði sjálfsagt kallað það, og sagt … æ Jói góði …! Lilja mín, ég ætla að virða það og láta þetta gott heita. En þó flaug um kollinn á mér eft- irfarandi og ég læt það vaða. Þú fyrirgefur hnoðið. Hún þoldi ekkert vol eða væl, voða lítið gaf fyrir svoddann, og lífinu hún lifði með stæl uns lagði í hinsta sinn höfuð á koddann. Lilja, takk fyrir öll þægileg- heitin, vináttuna og skemmtileg- heitin. Þín er sárt saknað. Vottum Gumma, Guðna, Sigurði Tómasi, Emelíu Hlín sem og aðstandend- um öllum okkar dýpstu samúð og kveðjum kæra svil- og mágkonu. Minningin lifir. Hvíldu í friði. Jóhann Hauksson, Guðrún Guðnadóttir og fjölskylda. Með sárum söknuði kveð ég mína elskulegu frænku, hana Lilju Ingu, sem lést 27. nóvember s.l. eftir erfið veikindi, sem hún tókst á við af einstöku æðruleysi. Við vorum systkinadætur og góð- ar vinkonur og áttum margar ánægjulegar stundir saman í gegnum árin, enda ólst hún upp í nágrenni við mig á Eyrarbakka. Lilja var afar ljúf og vel gerð kona sem alltaf sá björtu hliðarnar í líf- inu. Hún bjó lengst af í Reykjavík en flutti á æskustöðvarnar fyrir sex árum og var mjög ánægð þar. Eftir það var samgangur daglega okkar á milli og á ég henni og manni hennar margt að þakka. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Nú er komið að kveðjustund og votta ég þér, Gummi minn, Guðna, Sigga, Emilíu, móður hennar og systkinum mína innilegustu sam- úð. Guð blessi minningu þína, kæra frænka. Sigrún (Sía) Guðmundsdóttir. Lilju var gaman að kynnast og gott að eiga sem vinkonu, hún var blátt áfram og sannur vinur. Hún var gefandi í samskiptum, hún hlustaði, var sanngjörn, dæmdi engan, flest allir áttu sömu mögu- leika. Hún kom frá Eyrarbakka til námsdvalar í höfuðborginni, með sitt sindrandi augnaráð og glettni og oft á tíðum gráglettni blandað augnaráð sem var eitthvað svo hispurslaust um leið. Vinskapur okkar hófst í M.T. og stóð án þess að skugga bæri á þar til yfir lauk. Minnisstætt er hve örugg og ákveðin hún var í öllu fasi og aldr- ei var vafi á hvað hún vildi. Hún hætti t.d. í kennaranáminu stuttu eftir að fyrsta önn hófst og fór í Tækniskólann í meinatæknanám. Það tók hana skamman tíma að finna að kennslan ætti ekki við hana, annars konar nám tók við. Hún var ári yngri en flestir í ár- gangi okkar í M.T., en virkaði oft mun lífsreyndari en margur. Hún vann oft með skóla og tók þátt í fé- lagslífi eins og gengur og virtist ekki hafa mikið fyrir náminu. Oft var kíkt á Kokkhúsið, þar sem hún var um tíma í hlutastarfi og ef hún var ekki í vinnu þá kom hún með okkur sem gestur. Þetta voru mjög skemmtilegar samkomur og einnig var hist á ýmsum kaffihús- um borgarinnar og að sjálfsögðu fóru fram mjög svo háfleygar og gáfumannlegar umræður eins og menntskælinga er siður. Hún leigði allan námstímann og meðal annars með vinahópi að austan og síðar skólasystur að norðan. Það voru ófá skipti sem kíkt var með henni í kaffi eftir skóla og þar kynntist ég vinahópnum að aust- an sem enn er tengdur sterkum vinaböndum. Það var einnig mjög fjörugt og ekki síður gáfulegt tal sem þar fór fram. Í heimsóknum austur í helgarfrí var maður einn- ig kynntur fyrir fjölskyldunni sem var sérlega fjölbreytt og skemmtileg. Hún var í kórnum í M.T. og var mjög söngelsk og örugg þar eins og annars staðar. Svo fylgdist maður með þegar verðandi eiginmaður, hann Gummi, kom til sögunnar, sem einnig elskar að syngja, hann stóð sem klettur við hlið hennar, svo sannarlega í blíðu og stríðu. Eftir það var oftast bara talað um Lilju og Gumma. Ófá skiptin var komið við hjá þeim á Barónsstígnum og það var spjallað og hlegið og oft svo lengi að síðasti vagninn var farinn og Gummi skutlaði manni heim. Við höfum hist reglulega og óreglulega, mikið eða lítið en alltaf eins og hist hefði verið í gær. Það var einnig tekið vel á móti mínum manni, Egga, í vinahópinn og það var eitthvað svo eðlilegt að hitta Lilju og Gumma þegar við áttum leið í bæinn að vestan, eða úr höf- uðborginni og austur á Eyrar- bakka þangað sem þau voru flutt. Þau voru skemmtileg heim að sækja og gott að vera með þeim hjónum, bæði eitthvað svo full af almennri skynsemi og ekki vant- aði skopskynið, kryddað smá kaldhæðni. Takk fyrir allt, Lilja, mín kæra vinkona, við Eggert söknum þín. Við vottum ykkur samúð okk- ar, elsku Gummi, Guðni og Siggi, ásamt móður, systkinum og barnabarni, megi guð og góðar minningar ylja ykkur um hjarta- rætur. Kristín Björnsdóttir. Í annað sinn á stuttum tíma hefur verið höggvið skarð í okkar þétta vinahóp. Við stelpurnar höf- um þekkst frá fyrstu árum ævinn- ar og þegar leið á unglingsárin bættust strákarnir í hópinn. Okk- ur varð snemma ljóst hve mikil- vægur þessi félagsskapur væri okkur öllum og vorum við ófeimin við að tala um það eins og allt ann- að sem á daga okkar hefur drifið þá hálfu öld sem við höfum átt samleið. Á framhaldsskólaárunum lá leið okkar til Reykjavíkur, burt úr foreldrahúsum. Íbúðin á Ljós- vallagötunni varð miðpunktur til- verunnar þar sem oft var glatt á hjalla og margt um manninn. Lilja var hrókur alls fagnaðar, hnyttin og komst vel að orði. Hún var upp- örvandi og fordómalaus. Árin liðu, börnin bættust í hóp- inn og hljómur hversdagsins tók á sig nýja mynd en áfram gengum við í takt hvert við annað og fund- um þann stuðning hvert af öðru sem mikilvægastur er. Lilja var okkur mikill félagi, atorkumikil, drífandi og skemmtileg. Þær voru margar góðu stundirnar sem við vörðum saman, heima hjá hvert öðru, í tjaldútilegum, sumarbú- stöðum og á öðrum ferðalögum innanlands og utan. Börnunum fannst alltaf Stella í orlofi lifandi komin þegar Lilja var í essinu sínu í útilegunum. Þó oft hafi mik- ið gengið á þegar allur hópurinn kom saman var Lilja alltaf jafn ró- leg og æðrulaus. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á barnabarnið. Hún var svo sannarlega sólargeisli í lífinu á Ásabergi. Í ungæðishætti okkar vinanna ákváðum við einhverju sinni að aldrei mundum við skrifa minn- ingargrein hvert um annað. Orðin „það var gaman“ væru allt sem segja þyrfti og ekki ástæða til að orðlengja það frekar. Við minn- umst Lilju Ingu með þakklæti fyr- ir langa samferð og þökkum allt það góða sem hún lagði okkur vin- unum til af örlæti og ósérhlífni. Sigríður, Sigurlína, Sigurður, Ragnheiður, Birgir, Norma og Skúli. Í gömlu myndaalbúmi er mynd sem er mér sérstaklega kær. Myndin er af Lilju, Gumma og strákunum í sunnudagsheimsókn á Hraunbrautinni. Setið er úti á palli á sólskinsdegi snemma vors. Vöfflur og kaffi á borðum, háir snjóskaflar allt í kring og krakk- arnir léttklæddir að moka. Það er eitthvað svo dásamlega bjart, hversdagslegt og íslenskt við þessa mynd. Þetta er ein af gæða- stundum lífsins sem gott er að minnast. „Bjarni bróðir“ kynnti mig fyr- ir systur sinni þegar við vorum um tvítugt en þá þegar voru þau Gummi orðin óaðskiljanlegt par. Þau voru ein heild og varla hægt að nefna annað án þess að nefna hitt líka. Það einkenndi Lilju Ingu alla tíð hve glaðsinna hún var, örlát og lítið fyrir boð og bönn. Fárveik gat hún enn séð skoplegar hliðar á tilverunni og gert góðlátlegt grín á sinn einstaka hátt. Mörg skond- in tilsvör og góðar minningar um hana koma upp í hugann nú á ótímabærri kveðjustund. Sérstak- lega voru barnaafmælin skemmti- legir mannfagnaðir á sínum tíma bæði á Barónsstígnum og í Drápuhlíðinni. Þar komu saman fjölmennar fjölskyldur og nutu ríkulegra veislufanga; sagðar voru sögur, mikið hlegið og hátt. Lilja dvaldi á Landspítalanum síðustu dagana. Þar þekkti hún hvern krók og kima eftir að hafa starfað þar sem lífeindafræðingur lungann úr starfsævinni. Fyrir okkur Bjarna var það mikil gæfa að eiga hana að innan veggja spít- alans þegar tvíburadætur okkar fæddust löngu fyrir tímann árið 1985. Þá var aðstaðan þannig á Vökudeildinni að enginn utanað- komandi fékk að sjá börnin fyrr en heim var komið mörgum vikum síðar. Lilja kíkti á frænkur sínar oft á dag í „krafti embættisins“ og fylgdist með þeim af einlægum áhuga og natni sem var okkur for- eldrunum ómetanlegur stuðning- ur við erfiðar aðstæður. Enda kom það af sjálfu sér að önnur þeirra fengi nafnið hennar. Þegar þessar línur eru ritaðar skiptast á skin og skúrir fyrir utan gluggann rétt eins og í lífinu sjálfu. Lilju og Gumma auðnaðist að standa saman alla tíð og í loka- baráttunni stóð Gummi eins og klettur við hlið Lilju sinnar. Um leið og ég þakka Lilju Ingu fyrir samfylgdina votta ég fjöl- skyldu hennar mína dýpstu sam- úð. Jóna. Við Lilja kynntumst fyrst í Tækniskólanum fyrir margt löngu. Við vorum báðar komnar þangað í meinatæknanám. Þetta var skemmtilegur hópur á mis- jöfnum aldri. Við vorum eiginlega eins og eyland með öllum tækni- fræðistrákunum. Samstaðan var mikil og hvert tækifæri notað til að lyfta sér upp. Árin liðu og flest- ir fóru að búa, Lilja og Gummi settust að á Barónsstígnum og þangað kom ég oft á þessum ár- um. Man ég eftir hvað það var gaman að setjast í sófann og spjalla um allt milli himins og jarðar, drekka rjúkandi kaffi og narta í súkkulaðirúsínur sem oft voru í skál á borðinu. Samband Lilju og Gumma einkenndist af glettni, smástríðni og léttleika sem smitaði út frá sér, þar þreifst ekkert þunglyndi. Við Lilja áttum fleira sameig- inlegt en námið, vorum báðar ætt- aðar að austan og mamma og pabbi hennar voru góðir kunn- ingjar. Mamma frá Stokkseyri en pabbi Lilju frá Eyrarbakka. Það sem mér er minnisstætt er hve ættrækin Lilja var alltaf og alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem áttu erfitt, voru einir eða þurftu aðstoð. Heimili Gumma og Lilju var gestkvæmt og oft glatt á hjalla í góðra vina hópi. Guðni og Siggi uxu úr grasi og seinna kom svo lítil prinsessa þeg- ar Emelía litla hans Guðna fædd- ist. Veit ég að hún var i miklu uppáhaldi hjá Lilju og Gumma, man eftir að Lilja sagði einu sinni að hana hefði alltaf langað í litla prinsessu. Lilja og Gummi fluttu austur á Eyrarbakka og komu sér vel fyrir í Ásabergi. Það voru yndislegar samverustundir sem við áttum með þeim Lilju og Gumma fyrir austan, spjallað var um allt milli himins og jarðar. Sagðar voru sögur af skemmtilegu fólki og hlegið og hlegið. Stundum gleymdum við alveg tímanum og komið var nær miðnætti þegar haldið var af stað heim á leið . Einu sinni kom ég á Jónsmes- suhátíðina og fór með Lilju í Hús- ið á Eyrarbakka og þar var sungið af hjartans lyst og spilað á gamla píanóið, yndisleg stund. Lilja og Gummi komu og sam- glöddust okkur í stúdentsveislu Salóme Jórunnar, erum við svo þakklát fyrir það. Lilja var einstök kona með stórt hjarta og einstakan húmor, gat alltaf séð björtu hliðarnar og var ekki að fjasa yfir smámunum. Hún hafði góða yfirsýn, list- rænt auga og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Hlýja, góðvild, glettni og gott skap voru hennar einkenni. Ég vil að síðustu þakka ein- staka vináttu og tryggð og megi góður guð vera með ykkur öllum, elsku Gummi, Guðni, Siggi og aðr- ir aðstandendur. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Katrín Þorsteinsdóttir. Í lífinu koma fyrir erfiðleikar og sorgir og þá virðist allt svo óréttlátt. Í dag þegar við fylgjum Liljunni okkar síðasta spölinn er sorgardagur og ýmsar tilfinning- ar og hugsanir sækja að okkur, en minningarnar eigum við sem er svo gott. Að fá að kynnast henni Lilju erum við þakklátar fyrir. Við unnum með henni, sátum með henni í kaffispjalli, súpuferðirnar okkar á Rauða Húsið, skemmtum okkur, sungum, hlógum og gönt- uðumst. Hún átti svo skemmtileg tilsvör, var með svo góðan húmor, réttlát og var yfirleitt ekki að velta sér uppúr einhverjum vandamálum. Hún var skilnings- rík og með góða nærveru. Á gleði- stundum var eitt lag öðru fremur í uppáhaldi hjá Lilju og var mikið sungið. Þetta lag sagðist hún ætla að kenna Gumma sínum, en það var lagið Liljan. Okkur þykir því vel við hæfi að láta það fylgja og munum ávallt minnast Lilju eftir sem áður með gleði og þakklæti. Ég leit eina lilju í holti, Hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk. En blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann. En liljan í holtinu er mín. Þessi lilja er mín lifandi trú. Þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú. Og þó að í vindunum visni á völlum og engjum hvert blóm, og haustvindar blási um heiðar með hörðum og deyðandi róm og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó, hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mín lifandi trú. Þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú. (Þorsteinn Gíslason) Við vottum Gumma, sonum þeirra og barnabarni og móður Lilju, öllum ættingjum og vinum innilega samúð. Við kveðjum með orðunum hennar Lilju: „Kyss kyss, dúllan mín.“ Auður, Vigdís, Sigríður Jóns, Sigríður Sæm, Auðbjörg, Snjólaug og Helga Hall- gríms. Lilja Inga Jónatansdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.