Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 ✝ Sigurgeir Hall-dórsson var fæddur á Öng- ulsstöðum í Öng- ulsstaðahreppi 24. desember 1921. Foreldrar hans voru Þorgerður Siggeirsdóttir frá Stekkjarflötum í Saurbæjarhreppi og Halldór Sig- urgeirsson á Öng- ulsstöðum. Systkini eru Þór- hallur, Aðalbjörg, Helga og Jóhanna. Jóhanna er ein á lífi. Sigurgeir ólst upp á Öng- ulsstöðum.Hann kvæntist í maí 1950 Guðnýju Magnúsdóttir frá Litla-Dal í Saurbæjarhreppi en hún ólst upp frá fimm ára aldri á Ytra-Laugalandi, Öng- ulsstaðahreppi. Guðný lést þann 6. september síðastliðinn. Þau eignuðust fjögur börn. 1. Jóhannes Geir, f. 1950. Kona hans er Ragnheiður Ólafs- dóttir. 2. Halldór, f. 1951. Kona kosti jarðarinnar með Þórhalli bróður sínum og ófá voru hand- tökin sem þeir áttu í hýbýlum barnanna frá Öngulsstöðum. Sigurgeir og Guðný héldu heimili með Þórhalli meðan hann lifði og var heimili þeirra alla tíð félagsmiðstöð afkom- enda, ættingja og vina. Sigurgeir var virkur í fé- lagslífi og sat meðal annars í hreppsnefnd Önguls- staðahrepps og var formaður sóknarnefndar Munkaþverár- sóknar. Þá var hann um árabil virkur í starfi Framsókn- arflokksins. Á efri árum var hann kraftmikill félagi í fé- lagsskap eldri borgara. Þá var hann góður íþrótta- maður á yngri árum, bæði í frjálsum íþróttum og knatt- spyrnu sem hann stundaði um árabil. Á fullorðinsárum hóf hann síðan að stunda skíða- göngu sem hann gerði meðan kraftar entust. Síðustu árin bjuggu þau Guðný og Sigurgeir við gott at- læti á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þar sem hann lést þann 29. nóvember síðastliðinn. Útför Sigurgeirs fer fram frá Munkaþverárkirkju í dag, 7. desember 2013. hans er Sigríður Ása Harðardóttir. 3. Jóna, f. 1957. Maður hennar er Lúðvík Gunn- laugsson. 4. Snæ- björg, f. 1963. Mað- ur hennar er Friðrik Frið- riksson. Alls eru afkomendur Sig- urgeirs og Guð- nýjar orðnir 44 og hefur fjölgað um tvo frá andláti Guðnýjar. Sigurgeir vann öll almenn sveitastörf á búi foreldra sinna á Öngulsstöðum og fór í fram- haldinu á Hvanneyri þar sem hann stundaði búfræðinám í tvo vetur. Að loknu námi stundaði Sigurgeir búskap á Öng- ulsstöðum III með fjölskyldu sinni. Sigurgeir sinnti bústörf- um meðan þrek og aldur leyfðu. Hann var liðtækur smiður og samhliða bústörfunum vann hann að uppbyggingu á húsa- Elsku afi minn, mikið er nú skrítið að geta ekki lengur skroppið uppá Hlíð að heim- sækja þig og ömmu. Nú hafið þið kvatt með stuttu millibili sem sýnir hversu samheldin hjón þið voruð og er amma án efa ánægð að fá þig til sín. Þú varst hvíldinni feginn enda löngu orðinn saddur lífdaga. Bú- inn að skila þínu og varst sáttur við liðna tíð en kannski ekki svo sáttur við að vera á elliheimilinu þó að þar væri gott fólk sem hugsaði vel um þig, hugur þinn var alltaf á Öngulsstöðum og þú talaðir stanslaust um að fara þangað. Það tók á að sjá hvað söknuðurinn var mikill hjá þér. Ég sagði við þig í sumar að þú gætir ekki verið þar því þú vær- ir ekki fær um að sjá um þig sjálfur og þú svaraðir um hæl „Ég veit það, ég ætla bara að vera þar“. Núna svífur andi þinn án efa þar yfir og allt um kring og ég sé þig brosa á ný með ömmu þér við hlið. Alltaf var gaman að koma til þín í sveitina, þar féll þér ekki verk úr hendi enda hörkudug- legur og alltaf að. Heyskapurinn er mér minnisstæður, gaman var að fá að sitja í vagninum og hvað þá þegar ég fékk að vera í traktornum með þér. Þú varst ákaflega dagfarsprúður maður og skiptir ekki skapi, en ég man einu sinni eftir þér reiðast, það var þegar við krakkavitleysing- arnir vorum að fikta með eld í hlöðunni, já það gerðist nú ekki aftur enda vildi enginn sjá þig svona reiðan aftur. Þú varst ein- staklega handlaginn maður og smíðaðir mikið og skarst út. Ég á marga fallega hluti eftir þig og þá mun ég varðveita. Minningarnar úr fallegu sveitinni þinni voru mér svo kærar og þar leið mér alltaf svo vel að ég ákvað að setjast þar að og mun ég alltaf halda minn- ingu ykkar ömmu uppi. Þið vor- uð mér svo kær og reyndust mér og mínum alltaf svo vel. Söknuðurinn er mikill í hjartanu mínu en ég hlýja mér við góðu minningarnar með ykkur. Takk fyrir allt og allt. Elín Halldórsdóttir. Enn á ný fetum við frænk- urnar slóð minninganna nú þeg- ar við kveðjum elsku afa okkar sem oftar en ekki var með tvær litlar skottur í eftirdragi. Við vorum ekki gamlar þegar afi kenndi okkur hvernig ætti að beita hamri og áttum við eftir að eyða mörgum, góðum dögum í girðingarvinnu með afa eða þá að við slógumst í för með honum að hirða kirkjugarðinn á Munkaþverá. Afi var mikið snyrtimenni og vinsælt að fara með honum að brenna rusl, með lappirnar dinglandi niður af kerrunni. Síðan þurfti að þrífa fjósið, raka garðinn, höggva njóla og stinga undan rollunum í hlöðunni eftir sauðburðinn. Verkefnin voru endalaus í sveit- inni en í minningunni voru þetta gleðistundir með afa. Afi hreyfði sig alla tíð mikið, æfði lengi fótbolta og fór á gönguskíði. Þegar aldurinn færðist yfir stundaði afi göngu- ferðir sér til heilsubótar og notalegt var að slást í för með honum og rölta að Álfasteini og til baka. Tónlistin skipaði einnig stóran sess í lífi afa, við sjáum hann fyrir okkur sitjandi í ruggustólnum í stofunni að hlusta á harmonikkutónlist og svo var hlustað á Richard Clay- derman á kassettu í bílnum. Afi var ekki mikið fyrir að flíka tilfinningum sínum en hann sýndi umhyggju sína á svo marga aðra vegu og það var stutt í brosið. Hann bölvaði stundum litlum ferfætlingum sem fengu heimili í fjósinu en það brást ekki að hann segði sögur af skemmtilegum uppá- tækjum þeirra við matarborðið og hló þá dátt. Ekki urðu dýrin svöng í umsjá afa og á hann þakkir skilið fyrir að sinna dýr- um sem uppteknar stelpur gleymdu stundum að gefa. Hann hefur eflaust verið í miklu uppáhaldi hjá hestunum sem voru í stanslausu aðhaldi hjá okkur en ofaldir hjá afa. Afa var margt til lista lagt en viðurinn var hans leir. Afkom- endur hans eru svo heppnir að eiga listilega útskorna gripi eftir hann og þar á meðal er útskorin mynd af Munkaþverárkirkju. Munkaþverárkirkja var afa allt- af hugleikin, enda umsjónar- maður hennar til margra ára, og er það því vel við hæfi að kveðja hann þar í dag þar sem hann leggst nú til hvílu hjá ömmu sem kvaddi okkur nú í haust. Elsku afi og amma, við kveðj- um ykkur nú með söknuði og þakklæti í hjarta en eftir standa ótal, góðar minningar sem munu ylja okkur um ókomna tíð. Ykkar barnabörn, Helga Ósk Lúðvíksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Elsku afi minn Þinn tími var kominn, þú þráðir hvíldina en varst mest hræddur um að þú þyrftir að bíða lengi eftir henni. Það átti ekki við þig að vera uppá aðra kominn og geta lítið gert sjálfur. Þú varst svo sannarlega búinn að vinna fyrir hvíldinni, afi minn, alltaf að en kunnir samt einnig svo vel listina að njóta þess að slaka á með góðri tónlist og var harmonikkutónlist þitt uppáhald. Það held ég að þú setjir plötu á fóninn núna, bjóðir ömmu uppí dans og þið dansið saman inn í eilífðina. Takk fyrir okkur, elsku afi, við sjáumst síðar. Svo dreymi þig um fríðan Eyjafjörð og fagrar bernskustöðvar inn í sveit, Því enginn hefir guðs á grænni jörð í geislum sólar litið fegri reit. En upp á Brattahjalla hóar smalinn og hjörðin kyrrlát þokast framan dal- inn. (Káinn) Sveina Björk. „Hann afi þinn er einhvers staðar að girða, ég held svei mér þá að hann sé orðið giftur girðingum,“ svaraði amma mér eitt sinn þegar ég spurði eftir afa. Þessi pirringur ömmu átti sér þá skýringu að afi hafði mikla ástríðu til þess að girð- ingar á Öngulsstöðum 3 væru í lagi og eyddi miklum tíma í við- hald þeirra. Sem barn fór ég gjarnan með afa að girða og lagði hann þá upp með að kenna mér vinnubrögðin. Að strekkja, negla og jafnvel þegar ég varð stærri að reyna mig við að reka niður staura. Að girða var ekki það eina sem afi kenndi mér í lífinu. Það mikilvægasta sem ég lærði af afa var sjálfsbjargarvið- leitnin. Að sitja ekki bara og bíða eftir að einhver kæmi held- ur bjarga mér sjálf. Þegar ég sagði að ég gæti ekki farið á skauta því það væri snjór yfir svellinu smíðaði hann handa mér sköfu til þess að skafa það. Þegar ég fór að fara í fjárhúsin á nóttunni kenndi hann mér að reisa spil. Þegar ég síðan fékk bílpróf og mamma og pabbi sögðu að ég mætti fá bílinn ef ég gæti, í brjáluðu veðri, mokað hann upp fór afi og hjálpaði mér við verkið. Afi hjálpaði mér ekki bara heldur sýndi hann alltaf að hann hefði trú á mér. Ég var ekki gömul þegar þeir pabbi kölluðu mig til þegar kom að því að skrá niður kvígurnar, ætterni þeirra og fleira. Eins spurði afi mig stundum hvort ég myndi hvernig móðirin hefði verið og þá þuldi ég upp júgurbólgur, geðvonsku og fleira sem ég taldi lesti eða kosti ef þeir voru ofan á. Aldrei vantreysti afi þessum upplýsingum. Þetta traust, þessi trú og þessi kennsla eru stór hluti af því sem ég er í dag. Að alast upp á heimili með afa, ömmu, afabróður og langömmu er mín stærsta gæfa í lífinu og fyrir það get ég aldrei fullþakk- að. Foreldrarnir voru margir og uppeldið var traust. Elsku afi, þú varst töffari, myndir af þér sem ungum manni sanna það svo ekki verð- ur um villst. Þú varst afi minn, faðir, vinur og lærifaðir. Þú varst mér svo margt og fyrir það fæ ég seint þakkað. Eftir að ég flutti að heiman spurðir þú mig gjarnan hvort endar næðu saman, hvort allt væri í lagi og ef ég þurfti að fá eitthvað smíð- að eða lagað gat ég alltaf leitað til þín – og Halla. Eins og þú gat ég aldrei á heilli mér tekið þegar ég bjó fjarri Öngulsstöðum og ég fann alltaf að eitthvað vantaði. Þú sættir þig aldrei við að þurfa, sökum aldurs, að flytja þaðan í burt. Í sumar komst ég loks heim og nú veit ég að þú ert einnig kominn heim. Ég skal reyna að vanda mig við girðing- arnar og passa að fjárhúsin séu í lagi en ég treysti á að þú hjálpir mér við þau verk. Elsku afi, ég veit að þú ert hvíldinni feginn og við það hugga ég mig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín sonardóttir. Guðný Jóhannesdóttir Kæri langafi minn. Núna er komið að kveðju- stundinni okkar. Ég vildi gjarn- an fá að skrifa nokkur orð til þess að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt í gegnum tíðina. Minningar mínar um þig eru mér kærar og get ég ekki annað sagt en að ég muni bara eftir þér skælbrosandi. Öngulsstaðaferðirnar þegar ég var á mínum yngri árum eru í miklu uppáhaldi. Ég minnist þess þegar við fórum í fjárhúsin saman og komum síðan inn að borða eftir langa útiveru með Kátu okkur við hlið og ævinlega var amma búin að útbúa hlað- borð handa öllum. Síðan lagðist þú upp í sófa og horfðir á form- úluna, og amma síðan á Glæstar vonir. Þegar ég var svo heppin að fá að búa í kjallaranum man ég oftar en ekki eftir því að hafa komið hlaupandi upp og séð þig sitja í ruggustólnum inni í spari- stofu og hlusta á uppáhaldsplöt- urnar þínar, síðan spiluðum við og spjölluðum um allt milli him- ins og jarðar. Það var líka svo gott að geta alltaf kíkt í heim- sókn til ykkar og geta farið út í skemmu að skoða það sem þú og Halli voruð búnir að búa til, enda hæfileikaríkir bræður. Þér var svo annt um sveitina þína og ég man hversu oft þú talaðir um hana eftir að þú og amma flutt- ust á Hlíð. Þú spurðir mig alltaf hvernig mér gengi í skólanum og ég sagði alltaf við þig að mér gengi vel og ég kæmi aftur í tæka tíð. Nema núna næst verð- ur enginn til að spyrja mig að þessu því ég kom ekki í tæka tíð. Ég man þegar ég var með þér í erfidrykkjunni hennar ömmu hvað þú varst indæll og ég hélt í höndina á þér áður en það var farið með þig út í bíl og ég sagði: „Afi, ég kem síðan aft- ur eftir prófin og heilsa upp á þig.“ Söknuðurinn verður mikill en ég er þakklát fyrir allt sem þú og amma gáfuð mér og veit að þú ert feginn að fá að fara upp til himna eftir góða og langa ævi. Þið amma voruð tvær ynd- islegar manneskjur, sem skilduð eftir ykkur gleði og líflegar minningar úr sveitinni. Uppá- haldsminningin mín er úr 90 ára afmælinu þínu á aðfangadag þegar ég söng fyrir þig jólalög og allir vinir og ættingjar komu að fagna jólabarninu sjálfu há- tíðlega. Hvíldu í friði, elsku langafi minn. Ég elska þig og ömmu út af lífinu og minning ykkar mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Þið voruð flottust saman og gott að þið séuð saman á nýj- an leik núna. Það var vetrarkvöld á aðventu, ég kvaddi þig. Svo erfið stund, minn vinur fór mér frá. Það var um vetrarkvöld, af himnum stjörnur störðu á mig, alein ég var, er sveifst þú hjá. Það koma jól, þó einsemd á þér nái tökum þó þrautir lífsins, gleði taki af þér. Það koma jól þó minningarnar að þér sæki, þó allt sé breytt, þá koma jól. Ég sé þig þar á himnum, einn af englunum, svo fögur sýn í huga mínum er. Ég sé þig þar og minnist þín á jólunum. Við hittumst sæl, er upp ég fer. (Hera Björk Þórhallsdóttir) Þín. Guðný Ósk. Það fækkar ört í hópi bændanna sem fengu það hlut- skipti að byggja nýtt Ísland á árunum eftir seinna stríð. Kyn- slóð þeirra fékk í fangið hljóð- látar sveitir þar sem hvinur ljás- ins og niður bæjarlækjarins tengdu saman sögu aldanna, lítt vitandi um þær róttæku breyt- ingar sem framundan voru með sístækkandi þéttbýli og ört vax- andi matarþörf. Sigurgeir ólst upp á mann- mörgu heimili í gamla bænum á Öngulsstöðum sem sonur hans og tengdadóttir hafa gert upp af miklum myndarskap. Tengda- móðir mín heitin, Aðalbjörg á Grenjaðarstað, var ein systra hans og þangað lá leið hennar og fjölskyldunnar oft, enda bjó Þorgerður móðir þeirra systk- ina í skjóli sonar síns og tengda- dóttur fram yfir nírætt. Það kom í hlut Sigurgeirs og Guðnýjar á Öngulsstöðum að byggja jörð sína á nútímavísu. Steinhús risu yfir fólk og fénað, skurðgröfur ristu landið, plógar plægðu það, nýræktun varð að túnum, heimilisdráttarvélin og sláttur greiðunnar urðu að tákni hinna endalausu framfara. Ræktaðu meira, girtu meira, byggðu meira, framleiddu meira. Slík voru boðorðin og þeim var ljúft að hlýða. Líklega hefur aldrei verið jafn gaman að vera íslenskur bóndi og einmitt þá og minn- isstætt er þegar Sigurgeir sýndi mér stoltur nýbyggt fjósið. Hann var bóndi af lífi og sál, maður ræktunar og framfara af þeirri eyfirsku hægð sem við Húnvetningar eigum stundum vont með að skilja. Af sjálfu leiðir að oft var mannmargt á Öngulsstöðum. Auk barnanna voru foreldrar Sigurgeirs, bróðir, vinnufólk og tilfallandi verkamenn í húsi. Vinnustundirnar voru margar en að því var ekki spurt. Nýja Ísland var í byggingu. Ég man ekki nákvæmlega hvenær við Ragnheiður komum fyrst saman í Öngulsstaði en hitt veit ég að dráttarvél fékk ég lánaða hjá Sigurgeiri þegar dimitterað var í MA vorið 1975. Það var ungum sveitamanni mikil ánægja að fá lánaða vél hjá þessum vel metna góðbónda frammi á Staðarbyggð. Um traust hans þurfti ég hvorki þá né síðar að efast. Seinna ræktuðum við hjónin kartöflur í landi Öngulsstaða og ævinlega vildi Sigurgeir hjálpa til við niðursetningu sem upp- töku og skipti engu þótt ald- urinn hækkaði. Ræktunareðlinu bar og varð að sinna. Á eftir var farið í kaffi og ríkulegra veit- inga notið. Úr augum húsbónd- ans skein góðlátlegur og kíminn glampi, Guðný var eilítið sneggri upp á lagið en Þórhallur íhugull og gætinn. Af þeim fundi fórum við jafnan auðugri en fyrr. Sigurgeir var hávaxinn, grannleitur og kvikur maður með afbrigðum. Fjöll voru hon- um engin fyrirstaða og skíða- ganga unun fram á tíræðisaldur. Lýsing Gríms Thomsen á Arn- ljóti gellini gæti sem best átt við hann: „Fer í gegnum skóg á skíðum / sköruglegur halur einn /skarlats kyrtli sveiptur síðum, / sára gyrður þorni fríðum; / geislinn hans er gambanteinn.“ Sigurgeir hafði gæfuna umfram Arnljót en sameiginlegt var báð- um að „þeim, sem fara villir vegar,“ vísuðu báðir „rétta leið.“ Sigurgeir á Öngulsstöðum gengur nú með töfrasprota sinn á lendum eilífðarinnar í trúrri samfylgd Guðnýjar. Við Ragn- heiður þökkum þeim kærlega fyrir samfylgdina. Bragi Guðmundsson. Sigurgeir Halldórsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.