Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 42

Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 ✝ Guðbjörg Sig-urðardóttir fæddist í Njarðvík, N-Múl. 3. apríl 1922. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 22. nóv- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigurlaug Björnsdóttir og Sigurður Magn- ússon, bóndi í Hamragerði, Hjaltastaðaþinghá. Hún ólst upp hjá föður sínum og konu hans, Ingibjörgu Baldvins- dóttur, fyrstu árin í Hamra- gerði og síðan á Jökulsá í Borg- arfirði eystra þar til Sigurður lést (um 1940). Guðbjörg átti eina hálfsystur, Unni Gunn- laugsdóttur, f. 1917, d. 1990. Uppeldisbróðir Guðbjargar var Ólafur Sveinsson, f. 1902, d. 1986, sonur Ingibjargar. Guð- björg giftist Hákoni Aðalsteins- syni, sjómanni, f. 14. apríl 1921 d. 26. september 1961. Þau bjuggu sína búskapartíð á Húsavík, lengst af á Iðavöllum 6. Börn Guðbjargar og Há- nóvember 1956. Börn hennar eru Grazyna, Agnieszka og Pa- wel (látinn). Hún á fjögur barnabörn. Þegar Sigurður faðir Guð- bjargar lést fluttist hún til Unn- ar hálfsystur sinnar á Reyð- arfirði og vann þar á hótelinu. Einnig dvaldi hún um tíma á Siglufirði hjá uppeldisbróður sínum, Ólafi, og saltaði síld. Þá var hún vinnukona í Vest- mannaeyjum, þar sem hún kynntist Hákoni. Guðbjörg bjó á Iðavöllum 6 á Húsavík frá 1946 til ársins 2006. Með Há- koni til 1961, árið 1963 hóf Guðbjörg sambúð með Einari Sveinssyni, múrarameistara f. 7. janúar 1911 d. 11. júlí 1981. Sigurbjörn Kristján átti alla ævi sína heimili hjá móður sinni og frá andláti Einars héldu þau saman heimili. Árið 2006 fluttu Guðbjörg og Sigurbjörn Krist- ján að Unnarbraut 4 á Seltjarn- arnesi. Guðbjörg dvaldi síðustu mánuðina á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Jafn- framt því að sinna húsmóð- urstörfum og barnauppeldi vann hún ýmis störf utan heim- ilis, svo sem við síldarsöltun, í sláturhúsi, við ræstingar í barnaskólanum og leikskól- anum, svo síðustu árin á vinnu- markaði hjá Brauðgerð KÞ. Útför Guðbjargar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 7. desember 2013, kl. 14. konar eru: Ólína Ingibjörg, f. 27. apríl 1945, maki Gunnar J. Magn- ússon, f. 29. apríl 1942. Sonur þeirra er Hákon. Sigurður Aðalsteinn, f. 5. september 1946, maki Ruth S. Jóns- dóttir, f. 31. mars 1950. Börn þeirra eru Helga Björg og Hákon Hrafn. Sigurður og Ruth eiga sex barnabörn og eitt barnabarn. Aðalheiður Laufey, f. 31. júlí 1948, maki Valur B. Sigurðsson, f. 11. júlí 1949. Syn- ir þeirra eru Hákon og Sig- urður Bjartmar. Aðalheiður og Valur eiga tíu barnabörn og eitt barnabarn. Sigurbjörn Kristján, f. 24. desember 1949, d. 14. desember 2010, ókvæntur og barnlaus. Halldór, f. 8. sept- ember 1951, maki Anna Björg Stefánsdóttir, f. 16. júlí 1957 (skilin). Börn þeirra eru Eygló Sif (ættleidd dóttir Halldórs), Einar Daði og Eyþór Mar. Hall- dór og Anna Björg eiga fimm barnabörn. Sambýliskona Hall- dórs er Zofia Wasiewicz, f. 18. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund hjá okkur. Við átt- um svo margar góðar stundir saman í gegnum tíðina. Minning- arnar eru svo margar og það er mjög gott að eiga þær núna. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði. Þín verður sárt saknað, en þú lifir áfram í hjört- um okkar. Guð geymi þig, elskan. Þín, Inga og Gunnar. Elsku hjartans mamma, með ljúfa faðminn þinn. Sem barðist fyrir börnum, er kúrðu við þína kinn. Tími þinn er kominn, því englarnir kölluðu hátt. Ég verð því að trúa og treysta, á drottins mikla mátt. Þú varst mér meira en móðir, þú varst mér meira en allt. Hjá þér var best að vera, og hjá þér var aldrei kalt. Þú hélst alltaf áfram, og það er lærdómur minn. Því veit ég að himnasælan, er einmitt staðurinn þinn. Þar til við sjáumst aftur, elsku mamma mín. Ég hugsa alla daga, með ástúð og söknuði til þin. Og vermi mig við það á kvöldin, að þú sért engillinn minn. Hjá okkur er eilífðar tenging, og því finn ég enn ylinn þinn. Elsku hjartans mamma mín, takk fyrir allt og allt í gegnum líf- ið. Minning um einstaka og elsk- andi móður lifir með mér alla tíð. Þín elskandi dóttir, Aðalheiður Hákonardóttir. Elsku hjartans Björg. Þakka þér fyrir að hafa verið mér einstök tengdamóðir og taka mér alla tíð með ást og hlýju. Al- veg eins og ég væri sonur þinn. Minningarnar eru svo margar og góðar og má þar nefna yndisleg spilakvöld þar sem gleði og hlátur var ríkjandi. Eins öll þau sumur sem að við keyrðum norður til þess að eiga saman góðar stundir. Þakka þér fyrir hvað þú varst mér alltaf góð, það er heiður að vera tengdasonur þinn og sam- fylgdin með þér, Kristjáni heitn- um og fjölskyldunni allri er ómet- anleg. Þinn, Valur B. Sigurðsson. Kæra amma, þó svo ég vildi innilega að þú hefðir fengið að vera lengur hjá okkur þá er víst komið að kveðjustund. Þar sem ég sit og velti fyrir mér hvað mig langar að segja við þig að lokum kemur fátt upp í hugann annað en takk fyrir, amma. Takk fyrir svo margt, fyrir pönnukökurnar, kleinurnar og spilamennskuna, en samt aðallega allar samveru- stundirnar. Aðfangadagur án ykk- ar Stjána verður talsvert öðruvísi. Ég á eftir að sakna þín, en þú skildir að minnsta kosti eftir nóg af minningum og sögum. Það er svo margt sem maður man eftir. Öll ferðalögin sem við, þú, Stjáni, mamma, pabbi og ég, fórum sam- an eru minnisstæð. Ferðin til Bretlands er sérstaklega minnis- stæð. Það var gaman að fara þar með þér í búðir, þú talaðir bara íslensku við Bretana og komst það sem þú meintir samt ein- hvern veginn til skila. Minningar um að koma við á Iðavöllunum til að fá sér eitthvað í gogginn ylja manni líka. Þér fannst sjaldan að ég fengi mér nóg að borða hjá þér. En svo seinna þegar við vorum að bjóða þér í mat var viðkvæðið yfirleitt að það ætti ekki að hafa svona mikið fyrir þessu. Mér finnst það lýsa gestrisni þinni vel. Takk fyrir þetta allt saman, amma, þinn dóttursonur, Hákon Gunnarsson. Elsku hjartans amma mín. Þú varst mér meira en amma og hjá þér átti ég alltaf skjól. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og fyrir alla þína ást og umhyggju. Þú varst mér einstök amma og minningar um allar góðu stund- irnar munu lifa með mér alla tíð. Þar til að við sjáumst aftur, elskuleg. Þinn Hákon Valsson og fjölskylda. Guðbjörg Sigurðardóttir virðing reynsla & þjónusta allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Elskulegi pabbi okkar, tengdapabbi og afi, GUNNAR JÓNSSON, Klömbur, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn 29. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Grenjaðarstaðar- kirkju laugardaginn 14. desember kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga. Hrafnhildur Anna Gunnarsdóttir, Kristján Samúelsson, Eygló Dögg Gunnarsdóttir, Þorgrímur Jóelsson og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ERNA THEODÓRSDÓTTIR WHELAN ljósmyndari, Flórida, lést sunnudaginn 1. desember. Bálför hefur farið fram. Henry Whelan, Barbara Whelan, Theodore Whelan, Karen Whelan, Sigríður Theodórsdóttir, Solveig Theodórsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN MAGNÚSDÓTTIR, dvalarheimilinu Grund, lést föstudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 13.00. Sjöfn Jóhannesdóttir, Gunnar Jósef Jóhannesson, Ása Guðný Þorsteinsdóttir, Elín Theodóra Jóhannesdóttir, Jóhann Snorri Jóhannesson, Anna Guðrún Kristinsdóttir, Jóhannes Örn Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HARÐAR THORARENSEN, Birkihólum 4, Selfossi, áður á Eyrarbakka. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Guðrún Ólafsdóttir Thorarensen, Ólöf Dagný Thorarensen, Helgi Bergmann Sigurðsson, Ari Björn Thorarensen, Ingunn Gunnarsdóttir, barnabörn og langafabörn.✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA SIGURJÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR, lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember. Hún verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju þriðjudaginn 10. desember klukkan 14.00. Ari Bogason, Bogi Þór Arason, Hanna Guðjónsdóttir, Kristrún Aradóttir, Birgir Hermann Sigmundsson, Þorsteinn Arason, Inga Þorvaldsdóttir, Bryndís Aradóttir, Magnús B. Svavarsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Bróðir minn, JÓN ÓLAFSSON fv. bankastarfsmaður, Bólstaðarhlíð 44, er látinn. Útförin fer fram í kyrrþey. Birgir Ólafsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, INGÓLFUR VESTMANN EINARSSON, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hildur Guðmundsdóttir. ✝ Elskulegur sonur, bróðir og frændi, SIGFÚS BLÖNDAL SIGURÐSSON, Stafholtsey, Borgarfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 3. desember. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju föstudaginn 13. desember kl. 14.00. Sigríður Blöndal og aðstandendur. ✝ Elskuleg frænka okkar, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Túni í Flóa, áður Stigahlíð 88, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 6. desember. Útförin verður auglýst síðar. Systkinabörnin. ✝ Hjartkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir, stjúpmóðir, amma, systir og mágkona, HALLDÓRA BERGÞÓRSDÓTTIR, Litlahjalla 1, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 11. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða líknarfélög. Andrés Andrésson, Ólafía Sigurðardóttir, Andrés Andrésson, Íris Andrésdóttir, Anna Rut Guðmundsdóttir, Bergþór Andrésson, Erla Björk Tryggvadóttir, Jón Þór Andrésson, Erla Erlendsdóttir, Eyjólfur Bergþórsson, Nanna Bergþórsdóttir, Ólafur Kjartansson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.