Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 ✝ Elinborg AnnaGuðmunds- dóttir fæddist 21. ágúst 1946 að Arn- arholti, Stafholt- stungum, Mýra- sýslu. Hún lést á LSH 23. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Auðunsson Guðbjarnason bóndi, fæddur 20. maí 1896, lát- inn 31. janúar 1951 og Anna Kristjánsdóttir, fædd 29. októ- ber 1913, látin 26. desember 1990. Systkini Elinborgar Önnu eru: Sævar Blómkvist, f. 1938, d. 1995; Birgir, f. 1940; Hulda Björk, f. 1943; Guðmundur, f. 1951 og fóstursystir Kristný Björnsdóttir, f. 1951. Elinborg Anna giftist 20. ágúst 1966 eftirlifandi eig- inmanni sínum, Friðgeiri Smára Stefánssyni, f. 1944. Þau eignuðust þrjá syni: 1) Stefán Smári, fæddur 15. febrúar 1967. 2) Jóhann Gunnar, fædd- mennta. Eftir að barna- skólanámi á Varmalandi lauk hóf Elinborg Anna nám í Hér- aðsskólanum að Laugarvatni og fór síðan í Húsmæðraskól- ann þar einnig veturinn 1965- 1966. Þar í sveitinni kynntist hún Friðgeiri Smára, sem bjó á Laugardalshólum með móður sinni. Þau taka við búinu og hafa búið þar síðan með bland- aðan bústofn. Elinborg Anna vann með búskapnum við þrif og yfirsetu í prófum, en hætti störfum um síðustu áramót. Þau hjón hafa starfað í kirkju- kórnum og Friðgeir Smári er einnig félagi í Karlakór Hreppamanna. Elinborg Anna var virkur félagi í Kvenfélag- inu, var mjög félagslynd og virk í öllu félagsstarfi í sveit- inni. Var einnig í saumaklúbbi með hópi af skólasystrum sín- um úr Húsmæðraskólanum, en þær héldu vel saman alla tíð. Sonur þeirra Jóhann Gunnar býr með fjölskyldu sinni á Laugardalshólum, en synirnir Stefán Smári og Ingvar Atli búa á Vallholti, sambýli fatl- aðra á Selfossi. Útför Elinborgar Önnu fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 7. desember, kl. 11, jarðsett verður á Laugarvatni. ur 11. júní 1970, sambýliskona hans er Heiða Björg Hreinsdóttir, f. 1973, börn þeirra eru: a) Hreinn Heiðar, f. 1992, b) Elinborg Anna, f. 1996, c) Ingibjörg Andrea, f. 1999, d) Stefanía Maren, f. 2007 og e) Að- alheiður Erla, f. 2009. 3) Ingvar Atli, fæddur 1. júlí 1975. Elinborg Anna ólst upp í Arnarholti með foreldrum sín- um og systkinum. Fjölskyldan varð fyrir þeim mikla harmi 31. janúar 1951 að Guðmundur fórst með flugvélinni Glitfaxa, sem var að koma frá Vest- mannaeyjum. Var það mikið áfall fyrir fjölskylduna. Þau hjón voru með stórt bú í upp- byggingu og Anna gekk með þeirra fimmta barn undir belti sem fæddist þá um vorið. Hún hélt þó búskapnum áfram og kom öllum börnum sínum til Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxnes) Það eru margar ljúfar minn- ingar um mömmu sem hafa farið í gegnum hugann undanfarna daga og þær hjálpa mikið á þessum dögum þegar sorg og söknuður fylla hugann. Það var svo margt sem hún kenndi mér og eitt af því var að takast á við erfiða hluti og sætta mig við það sem ekki er hægt að breyta. Núna reynir á og það er erfitt að sætta sig við að hún skyldi fara svona snemma. Það var alltaf mikið að gera hjá mömmu og oft meira en góðu hófi gegndi, samt sem áður hafði hún lag á því að kenna manni ljóð og söngtexta um leið og verkin voru unnin. Hún kunni flestalla dæg- urlagatexta og það var mikil mús- ík á heimilinu. Hún hélt alltaf létt- leikanum þrátt fyrir að mörg verkefnin í lífinu hafi verið erfið og það var alltaf stutt í hláturinn. En það er umhyggjan og hjarta- hlýjan ásamt dugnaðinum sem einkenndi mömmu helst. Sam- band mömmu og pabba var líka einstakt, samtaka í öllum verk- efnum og aldrei rifist. Sem amma var hún einstök, alltaf til staðar og alltaf tilbúin að passa eða skutla barnabörnunum hvenær sem var. Fyrir okkur Heiðu og börnin hefur verið forréttindi að búa í næsta húsi og geta labbað yfir hvenær sem er til að njóta samverustunda og aðstoðar á all- an máta. Minningin um yndislega mömmu og ömmu lifir í hjörtum okkar. Jóhann Gunnar. Mig langar að minnast minnar elskulegu tengdamóður í nokkr- um orðum. Ég kem að Laugar- dalshólum fyrst haustið 1989, þá nýbúin að kynnast Jóa Gunna, ég var þá aðeins 16 ára gömul. Við Jói komum oft í sveitina eftir að við fórum að búa og var alltaf tekið á móti okkur með opnum örmum og áttum við ávallt góðar stundir þar. Við tókum þá ákvörðun að setjast að í sveitinni og innréttuðum við okkur íbúð á loftinu og bjuggum við þar í rúm fjögur ár, á þeim tíma voru börn- in okkar orðin þrjú og Jói Gunni var mikið í burtu að vinna og var þá gott að hafa góða hjálp á neðri hæðinni því að Elinborg var allt- af boðin og búin að passa elsk- urnar sínar. Það var yndislegt að fylgjast með börnunum skoppa á milli hæða að heimsækja ömmu og afa þegar þau langaði til, það var ansi oft rölt niður í náttföt- unum í morgunmat, sem var ansi oft heitt kakó og eitthvað gott í gogginn með. Börnin tala um að það sem þau söknuðu einna mest við það að flytja í húsið okkar, sem er örfáum skrefum frá, var að geta ekki rölt niður til ömmu á náttfötunum. Nokkrum árum eftir að við fluttum í okkar hús þá eignuðumst við tvær dætur og voru þá börnin okkar orðin fimm, Elinborgu til mikillar ánægju, hún elskaði að stússa í kringum barnabörnin og gaf hún þeim mikinn tíma. Það var mikið spil- að, sungið og hún kenndi þeim margar bænir sem var farið með þegar gist var hjá ömmu og svo var sungið Ó, Jesú bróðir besti, ekki bara eitt erindi, heldur öll. Við Elinborg áttum mjög góð- ar stundir saman og var alltaf gott og gaman að rölta uppeftir í kaffibolla og spjalla. Elinborg hafði alltaf tíma fyrir barnabörn- in og er það ómetanlegt að hafa fengið að búa það stutt frá ömmu að þegar litlu snótirnar hennar voru farnar að ganga voru þær farnar að stinga mömmu sína og pabba af til ömmu og skipti þá engu hvort þær voru alklæddar eða allsberar í stígvélunum. Ég verð ævinlega þakklát fyr- ir þær stundir sem ég átti með þér, elsku Elinborg, og mun ég sakna þess mjög sárt að geta ekki rölt uppeftir í morgunkaffi og spjallað við þig eða að sjá börnin rölta til þín til þess að spjalla eða spila. Þú varst mér sem tengdamóðir, mamma og ekki síst mjög góð vinkona. Elsku tengdamamma, þú varst yndisleg manneskja og mun minning þín ávallt lifa í hjarta mér, takk fyrir allt sem þú gafst mér og barnabörnunum þínum. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Heiða Björg. Ég var barn að aldri tekin í fóstur af föðursystur minni Önnu í Arnarholti, þegar faðir minn fórst og móðir mín veiktist. Hún bætti mér í barnahópinn sinn þó ekkja væri með fimm ung börn og stórt bú. Elinborg, sem við kveðjum hér í dag, var næst- yngst þeirra systkina. Hún hafði háð baráttu við sjúkdóm sinn í nokkur ár með hléum, en hann sigraði hana nú. Borgarfjörðurinn var okkar sveit, þar ólumst við upp. Sóttum kýrnar saman á sumrin í úthag- ann til mjalta og gengum saman í önnur tilfallandi verk úti sem inni. Þetta voru yndislegir dagar saman í uppvextinum með þeim systkinum. Er skólaganga hófst hjá okkur yngri systkinunum var gott að hafa hana vinnandi í skól- anum þann fyrsta vetur. Þegar kom að námi eftir barnaskólaárin fór hún í Héraðs- skólann á Laugarvatni og síðan í Húsmæðraskólann þar einnig. Þar í sveitinni hitti hún lífsföru- naut sinn Friðgeir Smára Stef- ánsson frá Laugardalshólum í Laugardal. Það var systrabrúð- kaup 20. ágúst 1966 í Laugarnes- kirkju er þau Friðgeir giftu sig og Hulda Björk gekk að eiga Sigurð Óskar Jónasson. Var það mjög eftirminnileg stund með þeim. Friðgeir hafði búið á Laugar- dalshólum með móður sinni en nú tóku þau Elinborg alfarið við búskapnum og hafa verið með blandaðan búskap þó með ýms- um breytingum á þessum tæpum fimmtíu árum. Þau eignuðust þrjá syni og býr einn sona þeirra með þeim á jörðinni ásamt fjöl- skyldu sinni. Það var þeim mikið happ að fá að hafa fjölskyldu hans og barnabörn svo nálægt, saman hafa fjölskyldurnar unnið að búskapnum og notið samver- unnar vel í leik og starfi. Við systkinin og afkomendur okkar höfum fengið að njóta rausnarskapar og kærleika hjá Hóla-fjölskyldunni og þar hafa mörg ættarmót verið haldin yfir helgar á sumrum, á túninu á milli húsanna hefur verið tjaldað og sumir fengið að gista innan dyra eftir þörfum. Heimilin voru okkur öllum opin, morgunverður framreiddur, fyrir þá sem vildu þiggja og dekrað við okkur á all- an hátt. Alltaf hefur verið mjög gestkvæmt hjá þeim hjónum. Mörg eru þau börn og ung- menni sem hafa verið hjá þeim hjónum í gegnum árin og lært vel til verka undir góðri handleiðslu þeirra og haldið vinskap og tryggð við þau. Þá hafa mörg skyldmenni ver- ið hjá þeim og litið á þau sem sín önnur foreldri. Það er gott að eiga góðar minningar frá samveru með þeim hjónum í gegnum árin, heim- sóknum mínum til þeirra og ball- ferðirnar með þeim á unglingsár- unum á sveitaböllin fyrir austan fjall, þau voru mikið fyrir að dansa og dönsuðu saman nánast allt ballið, úthaldið var mikið. Þau hjón voru líka mikið söng- fólk, sungu í kórum, bæði í kirkjukórnum og Friðgeir í karlakór. Einnig var Elinborg í söngsveit nokkurra vinkvenna, sem sungu saman með gítarund- irleik á ýmsum mannamótum. Ég vil að lokum þakka fyrir mig og mína sem höfum notið samverunnar með fjölskyldunni á Hólum og bið guð að blessa ykkur öll. Sendi mínar samúðar- kveðjur til systkina og annarra náinna ættingja sem eiga um sárt að binda. Hvíldu í friði, elsku systir. Kristný Björnsdóttir. „Lífið er þeim fullt af stórum stundum sem kunna að umgangast smáar stundir.“ (Sigrid Undset) Kær systir er fallin frá aðeins 67 ára gömul. Hún var fé- lagslynd, mannblendin og vin- mörg og margir munu sakna vin- ar í stað. Það gustaði stundum af henni, rolugangur og gauf var ekki að hennar skapi; hún vildi láta hlutina ganga, drífa í verk- um, láta til sín taka. Það var ekki hennar stíll að byrgja inni eða hjúpa með þagnarmúr, þvert á móti: hún sagði hlutina umbúða- laust og var ekki að skafa utan af því, lognmolla var ekki í boði. Þetta upplag og skapgerð kom sér vel þegar takast þurfti á við erfið verkefni. Og lífið úthlutaði henni vænum skammti. Hún fékk svo sannarlega að kynnast því að lífið er ekki alltaf dans á rósum. Að eignast tvö fjölfötluð börn kallaði á geysilega vinnu og útsjónarsemi. Að búa í sveit fjarri læknisþjónustu bætti ekki úr skák og sambýli, eins og nú tíðkast heima í héraði, voru ekki komin til sögunnar. En hún stóð ekki ein í þessari baráttu, þau hjónin stóðu alla tíð mjög þétt saman og mættu erf- iðleikunum af æðruleysi og nær- samfélagið var þeim styrkur, fólk lætur sig náungann varða í litlum samfélögum. Æskustöðvarnar í Borgarfirði voru henni kærar, þar lágu ræt- urnar, en skólavistin á Laugar- vatni varð örlagarík; þar hitti hún ástina sína og bjó í Laug- ardalnum upp frá því. Henni þótti ákaflega vænt um sveitina sína og naut sín vel í þeirri nánd og samhygð sem skapast í litlum samfélögum. Hún var virk í sam- félaginu og meðvituð um að orð- takið „maður er manns gaman“ er ekki innihaldslaus frasi heldur lýsing á einni mikilvægustu þörf mannsins. Það var henni mikil gæfa þegar sonur hennar og tengdadóttir, Jó- hann Gunnar og Heiða Björg, ákváðu að reisa sér hús á hlaðinu á Laugardalshólum. Fimm ynd- isleg barnabörn voru heimagang- ar hjá henni gegnum árin, henni til ómældrar gleði og ánægju. Það var mikil blessun fyrir manneskju sem vildi helst alltaf hafa fólk í kringum sig og líf og fjör. Lóukvak og léttfætt lömb á grundum kalla hug minn heim, á hljóðum stundum hvíslar hjartað: geym þann hreina söknuð. Komið er kvöld um fjöll og kyrrðin vöknuð. (Snorri Hjartarson) Þó söknuðurinn sé djúpur og sár og óendanlega erfitt að sætta sig við missinn er mikilvægt að geyma með sér allar góðu minn- ingarnar um heilsteypta og lífs- glaða konu sem lifði lífinu lifandi og lét svo margt gott af sér leiða. Kæra fjölskylda á Laugardals- hólum: Megi góður Guð fylgja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Guðmundur Guðmundsson. Hún Elínborg mágkona okkar í Laugardalshólum lést 23. nóvem- ber. Hún var frá Arnarholti í Stafholtstungum. Við kynntumst í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Þarna kom saman ungt fólk víða að af landinu. Nemendur kynnt- ust vel og áttu saman frábær ár, ómetanlegar minningar og góða vini til lífstíðar. Allir komu með Ólafi Ketilssyni og ef farið var eitthvað þá var farið með Ólafi Ketilssyni. Okkur varð vel til vina og ekki var það verra þegar við tengdust fjölskylduböndum. Frið- geir bróðir okkar dansaði ásadans við hana á árshátíð, þau unnu dansinn og dönsuðu saman eftir það. Hún fór í Húsmæðraskólann á Laugarvatni og ung að árum var hún orðin húsmóðir í Laugardals- hólum. Henni fórst það einstak- lega vel úr hendi. Þau hafa alltaf verið samtaka hjón og vinsæl heim að sækja og létu sig varða það sem var um að vera. Hún var í kvenfélaginu, söng í kirkjukórn- um og vann úti á seinni árum. Margir unglingar voru hjá þeim til lengri eða skemmri tíma og hún hélt góðu sambandi við þau og fylgdist vel með þeim. Fjöl- skyldur þeirra nutu líka góðs at- lætis hjá Elinborgu. Hún var mik- il fjölskyldukona og vinamörg. Margir áttu vísan stað hjá henni. Hún Elinborg ræktaði garðinn sinn, sinnti sínu fólki og margir áttu skjól hjá henni og öllum fannst þeir svo velkomnir. Það er stórt skarð sem Elinborg skilur eftir sig. Hjartans þakkir fyrir allt sem við fjölskyldurnar höfum notið. Þín verður sárt saknað. Böðvar, Stína og fjölskyldur Amma okkar var yndisleg kona, við systkinin erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að búa í aðeins tíu metra fjarlægð frá henni. Það var alltaf jafn gott að skottast uppeftir í ömmudekur. Það var mikið spilað og spjallað. Kvöldstundirnar voru ljúfar og aldrei var farið að sofa án þess að fara með kvöldbænirnar. Amma hafði alltaf tíma fyrir strákinn sinn, snúlluna, ljós- ustuna, telpuna og ljósið sitt og mætti hún á alla viðburði hjá okk- ur. Hún studdi okkur í einu og öllu og verðum við ævinlega þakk- lát fyrir þann stuðning. Við lærðum margt og mikið af ömmu okkar og var hún mikil fyr- irmynd. Ófáum stundum höfum við systkinin eytt með henni og munum við sárt sakna þessa stunda. Minning hennar lifir ætíð í hjörtum okkar. Kveðja frá barnabörnunum þínum. Hreinn Heiðar, Elinborg Anna, Ingibjörg Andrea, Stefanía Maren og Að- alheiður Erla. Við systurnar vorum báðar ungar að árum þegar við fórum að vera í sveitinni hjá Elinborgu frænku á Laugardalshólum. Við nutum góðs af dvölinni og lærð- um snemma að gera gagn. Við stelpurnar voru í inniverkum og fjósi á meðan strákarnir sinntu öðrum útiverkum með Friðgeiri. Elinborg var dugleg að finna okkur eitthvað að gera, hún kenndi okkur að vinna og við höf- um grínast með það í gegnum ár- in að við værum með meistara- próf í að raða í uppþvottavélina. Eins með þvottinn, hún kenndi okkur hvernig ætti að hengja hann upp á réttan hátt. Og þótt okkur hafi nú á stundum þótt hún of smámunasöm sjáum við í dag hvað þetta gerði okkur gott. En öll þessi kennsla fór fram af alúð og hlýju eins og Elinborgu var einni lagið. Eins og gjarnan á sveitaheim- ilum var oft mikið að gera, en það var líka passað upp á að gera eitthvað skemmtilegt saman í frí- stundum. Henni var umhugað um að unga fólkið fengi að upp- lifa ýmislegt skemmtilegt sem lífið býður upp á. Það var yfirleitt stutt í hláturinn og brosið og söngurinn aldrei langt undan, sama hvort það var inni í stofu eða jafnvel í fjósinu við mjaltir. Dansspor tekin í flórnum ef svo bar undir. Hún var mikil félagsvera og dugleg að hafa samband við fólk og oftar en ekki var mjög gest- kvæmt á heimilinu. Elinborg hélt fast í þá hefð að láta skrifa í gestabókina og gilti þá einu hvort stoppað var í 10 mínútur eða næturlangt. Henni fannst mikilvægt að við þekktum ætt- ingja okkar og síðastliðin ár hafa verið haldin minni ættarmót í túnfætinum á Laugardalshólum; segja má að þau séu henni að þakka því hún vildi að afkomend- ur okkar myndu kynnast, enda höfðum við mörg verið hjá henni og Friðgeiri í sveit. Og okkur og okkar fólki alltaf vel tekið þegar komið var í heimsókn. Elinborg var stolt af sonum sínum og ekki síst af barnabörn- unum fimm sem veittu henni mikla gleði og hún talaði mikið um. Okkur langar að kveðja okk- ar kæru Elinborgu með textan- um við eitt af uppáhaldslögunum hennar eftir Stephen C. Foster: Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig inn í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Elsku Friðgeir, Stefán, Jói Gunni, Heiða, Ingvar og barna- börn, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Borghildur og Eyrún Guðmundsdætur. Elskuleg vinkona mín, Elin- borg í Laugardalshólum, lést að kvöldi laugardagsins 23. nóvem- ber eftir snögg og óviðráðanleg veikindi. Með miklum trega og sorg í hjarta langar mig að kveðja hana og þakka samfylgd- ina. Elinborg Anna Guðmundsdóttir Davíð útfararstjóri Jóhanna guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur útfararstjóri Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.