Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Hún var hetja í þess orðs fyllstu merkingu. Dugnaðarfork- ur, úrræðagóð og hafði elskulegt viðmót. Hún útdeildi óendanleg- um kærleik til okkar allra sem stóðu henni næst og voru henni kærastir. Þess nutum við Árni minn og minnumst með innilegu þakklæti og biðjum henni Guðs- blessunar Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Kæri Friðgeir og fjölskylda, innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Sigurbjörg (Sibba). „Mundu mig“ „Ég man þig“ skrifaði mín hjartkæra vinkona, Elinborg Anna, fyrir 50 árum síðan í minningarbókina frá hér- aðsskólanum á Laugarvatni. Svo langt er nú síðan. Sannarlega mundum við alltaf eftir hvor ann- arri. Eitthvað tengdi okkur sam- an strax á fyrsta vetri, kannski var það að við vorum báðar úr Borgarfirðinum. Ég veit það ekki, en okkar vinabönd voru órjúfanleg síðan. Alltaf gat ég leitað til hennar, í gleði og einnig þegar illa gekk hjá mér. Tryggð- ina, kærleikinn og allt það góða sem hún gaf mér geymi ég í hjarta mínu. Ég sakna hennar sárt, vildi að hún hefði mátt vera lengur á meðal okkar. Hún sem var svo glaðleg, hress og kát. En í tilveru okkar stöndum við stundum frammi fyrir svo erfið- um staðreyndum, að vart virðist það yfirstíganlegt. Samúð mín er hjá fjölskyldu hennar, Friðgeiri, sonum og Heiðu Björgu tengdadóttur henn- ar, er hún mat svo mikils, barna- börnum sem hún þráði að geta fylgst með. Elsku Elinborg mín, mér þótti svo vænt um hana. Tár mín hafa fallið á koddann minn á hverju kvöldi síðan hún fór frá okkur. Að lokum ætla ég að skrifa orðin sem hún óskaði mér í minn- ingarbókina. Þau orð hennar hafa svo sannarlega ræst í lífi mínu. Hún óskar að gæfa og hamingja fylgi mér alla tíð, og síðast skrifar hún „Guð veri með þér“. Jóhanna G. Stefánsdóttir. Mig langar að þakka þér svo margt, Elinborg. Visku þína, gleði og leiðsögn. Þú gafst mér nýja sýn á lífið. Þrátt fyrir að hafa átt þínar erfiðu stundir áttir þú alltaf gleði og góða hluti að gefa mér. Mér er minnisstætt þegar við vorum að undirbúa fermingu Stefáns Smára. Því fylgdi mikill hlátur og galsi. Sennilega var það vegna þreytu og langra vinnudaga. En það stoppaði okkur ekki. Frumburð- urinn að fara að fermast og allt skyldi verða fínt fyrir veisluna. Við vorum langt fram á kvöld að mála dyrakarma og gera heimilið fínt fyrir stóru stundina. Og þannig varð það líka. Yndisleg stund sem ég geymi, ásamt mörgum öðrum, með sjálfri mér. Elsku Elinborg. Takk fyrir allt. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til Friðgeirs og fjöl- skyldu. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Sigríður Baldursdóttir. Sem barn og unglingur spáir maður ekki svo í hvers konar kjarnakonur maður umgengst og elst upp með en þegar maður eldist þá lærir maður að meta þær og átta sig á hversu frábær- ar fyrirmyndir þær eru. Elin- borg var óumdeilanlega ein af þessum kjarnakonum. Það var alltaf mikið um að vera í Laugardalshólum á sumr- in, stórt heimili og mikið fjör. Leiðin í Hólabrekkuna lá um hlaðið á Hólum og það var alltaf mikil pressa á að stoppa á leið- inni en óformlegt viðmið var að stoppa ekki ef bílar gesta í hlaðinu væru fleiri en þrír. El- inborg var reyndar ekki hress með þessa reglu því í hennar augum var alltaf pláss, tími og rúm fyrir alla í fjölskyldunni. Systkinabörn sóttu í að fá að vera hjá þeim, það var aldrei mál að fá að gista og ekki velti maður því fyrir sér hvort það væri pláss eða ekki, það var alltaf pláss. El- inborg var skörungur til verka á stóru heimili og krakkar fengu verkefni við hæfi og fengu þá til- finningu að þau hefðu gert gagn og skipt máli við verkefni dags- ins. Sjálf var hún alltaf hress, aldrei orðlaus og oftast syngj- andi og alltaf með gestabókina á lofti, enginn kvaddi nema skrifa í gestabókina. Elinborg samgladdist innilega þegar mamma og pabbi hófu að byggja sumarbústað í Hólaskógi og hlakkaði til að fá fleiri úr fjöl- skyldunni á svæðið, það fannst henni svo dýrmætt. Við sáum fyrir okkur að geta tekið kvöld- göngur í gegnum skóginn en því miður urðu gönguferðirnar færri en efni stóðu til. Þegar allt er tekið saman þá lifir minningin um frábæra konu með stórt hjarta sem sló fyrir fjölskylduna. Við þökkum fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við geymum vel í minninga- bankanum. Hildur Gunnarsdóttir og fjölskylda. Móðuramma mín Helga Tóm- asdóttir kom á kynnum við fjar- skylda frænku okkar sem var húsfreyja í Laugardalshólum. Á sumardaginn fyrsta 1972 fór fjölskyldan ásamt Helgu ömmu í kynnisferð að Hólum. Fallegt var útsýnið þegar stigið var úr bílnum enda rómað. Elinborg var ein heima með unga syni sína, Stefán og Jóhann Gunnar. Mér leist vel á þessa ungu, bros- mildu konu og var alveg sama þó ég hitti ekki bónda hennar. Svona góð og falleg kona hlaut að eiga almennilegan mann og það átti hún líka. Undir stjórn Friðgeirs átti ég tólf ára gamall að vinna fyrir mat mínum og hagabeit hryssu sem fylgdi mér. Matvinnungurinn fékk yfir sig marga skammadembuna þetta fyrsta sumar, oftast verðskuld- aða. Lærði fljótt að standa þær af sér eins og hver önnur él og langaði aldrei heim. Það birti svo vel upp á milli og Friðgeir fræddi náttúrubarnið um ótal margt og sagði marga skemmti- lega söguna. Eftir dimmustu demburnar og sjálfsmat í mol- um var gott leita til Elinborgar. Hún gerði lítið úr, það gengi bara betur næst, þýddi ekki að vera með lufsugang og Friðgeir yrði ekki lengi reiður við mig. Allt var þetta rétt, sýna æðru- leysi, vera glaður og duglegur að vinna sín verk. Þetta var hennar leið í gegnum lífið og þá erfiðleika sem þau Friðgeir fengu í fangið. Næsta sumar fór ég í aðra vinnu og óvíst er að þessi kynni hefðu orðið lengri ef ekki hefði tekist góður kunn- ingsskapur milli foreldra minna og þeirra. Næst fór ég til lang- dvalar 16 ára gamall sem full- gildur vinnumaður. Það var mjög skemmtilegt óþurrkasum- ar og gekk miklu betur að upp- fylla væntingar húsbændanna. Upp frá því var ég heimagangur á þessu heimili um árabil, var þar síðast í vinnu 18 ára gamall, kominn á eigin bíl og gaman að skreppa á ball eða annað á kvöldin. Alltaf var maður hjart- anlega velkominn hvenær sem var ársins til lengri eða skemmri dvalar. Elinborg tók á móti manni brosandi: „Sæll, elskan mín“ og koss og faðmlag bæði við komu og brottför. Þetta heimili var mér eiginlega sem önnur foreldrahús, slíkar voru móttökur og hlýja þeirra beggja. Stundum var reynt að hjálpa til við einhver verk en það var nú léttvægt á móti þeirri hlýju og rausn sem alltaf beið manns í Hólum. Seinna urðu samfundirnir færri en þó hefur alltaf verið sterk tryggðartaug að Hólum og heimsóknir með einhverju árabili. Elinborg og Friðgeir gáfu sér tíma til að gleðjast með okkur á ferming- ardegi allra barna okkar Þur- íðar að ógleymdri hryssunni Brúðu sem við fengum í brúð- argjöf og reyndist vel. Elinborg hringdi seint í haust, sagði mér að hún hefði greinst aftur og vildi segja mér það sjálf. Málið rætt af sama æðruleysinu og fyrr, ásamt öðru. Kveðju- stundin kom ótrúlega fljótt en mikið var gott að fá að spjalla við hana og skiptast á góðum óskum. Kæri Friðgeir, Stefán, Ingvar og Jói Gunni og fjölskylda, ég bið Guð að blessa ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímamótum. Sjálf- sagt er æðruleysið hennar Elin- borgar einn af góðum vegvísum fram veginn og veit ég að þið eig- ið það eins og hún. Árni Brynjar Bragason. Kveðja frá skólasystrunum á Laugarvatni Það er haust, árið er 1965, fjörutíu ungar stúlkur allstaðar að af landinu streyma í „Lindina“ Húsmæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni til vetursetu og náms. Í þessu fallega umhverfi tengdumst við brátt vináttu- og tryggðarböndum sem staðið hafa óbreytt. Okkar góða Elínborg sem nú er kvödd var þar með- talin, hún hafði verið á Héraðs- skólanum og þekkti vel til, jafn- framt var hún búin að finna mannsefnið sitt, hann Friðgeir í Laugardalshólum þar í sveit. Hún var mikill gleðigjafi í hópn- um, alltaf brosandi, kát og já- kvæð, myndarleg í verkum sín- um bæði til munns og handa, trygglynd og traust. Ávallt fremst í flokki þegar kom að sprelli og söng, enda söngurinn hennar yndi, hún kunni alla texta og allar raddir og miðlaði til okk- ar hinna. Eftir að skóla lauk um vorið fór Elínborg til unnustans í daln- um og hóf búskap. Oft var heim- ilið mannmargt og í mörgu að snúast. Það blés ekki alltaf byr- lega, en Elínborg stóð ávallt upp- úr með jákvæðni, gleði og bjart- sýni í fyrirrúmi, nokkrum sinnum bauð hún okkur hópnum heim til veislu í sveitinni sinni með rausn og sóma. Minnisstætt er seinasta boðið í maílok á fal- legu vorkvöldi 2011, gróður að kvikna, gleði og gáski innandyra, en úti fyrir blasti við dalurinn hennar í kvöldkyrrðinni og mó- fuglarnir kvökuðu til dýrðar drottningunni í Laugardalshól- um. Haustið 2012 fórum við skóla- systurnar í helgarferð til Vest- mannaeyja, þar var Elínborg fremst í flokki eins og alltaf. Ferðin var svo ánægjuleg og líka áhrifarík fyrir margar sakir, þá fundum við að það varir ekki allt að eilífu og því betra að nota tíma sinn vel og þétta samverustund- irnar. Við það var staðið og inn- siglað með laginu sem fylgdi okk- ur alla tíð við texta Jensínu Halldórsdóttur skólastýru og er líka mjög táknrænt um Elín- borgu. Að Laugarvatni, í ljúfum draumi við leiddumst tvö ein um vonarstig Fjær dægurysi og dagsins glaumi í dýrðarheima þú seiddir mig. Í kvöldkyrrðinni, minn kæri vinur þú kveiktir eldinn í brjósti mér. Þig vafði ég örmum minn ungi hlynur og ást mín helgust var bundin þér. En nú er stuttu en snörpu veikindastríði lokið. Með þakk- læti og virðingu fyrir alla rækt- arsemina og augun full af tárum biðjum við henni blessunar og sendum jafnframt eiginmanni, sonum, tengdadóttur og barna- börnum hlýjar samúðarkveðjur. Við fylgjum henni heim í dalinn sinn, en sálin svífur að himna- borðum laus úr veikindafjötrum. Farðu sæl, kæra skólasystir inn í dýrðarheima og ljósblik aðvent- unnar. F.h. skólasystranna, Þóra Grétarsdóttir. Fallinn er í valinn góður félagi í Söngkór Miðdalskirkju í Laug- ardal. Elinborg starfaði með kórnum í áratugi og nutum við hennar mjúku, mildu sópran- raddar. Sá illvígi sjúkdómur sem hefur lagt hana að velli, eftir mikla baráttu, fer ekki í mann- greinarálit, eirir engu. Það er mikil sorg sem ríkir í sveitinni okkar þessa dagana. Fjölskyldan hennar í Laugardalshólum hefur misst mikið, söknuður barna- barnanna fimm sem hlupu á milli bæja til að heimsækja ömmu sína. Eftir stendur afinn sem mun gegna þar stóru hlutverki í framtíðinni. Þau voru lánsöm, Elinborg og Friðgeir, þegar son- ur þeirra Jóhann Gunnar og Heiða Björg, tengdadóttir, byggðu sér hús nánast á hlaðinu hjá þeim og eignuðust börnin sín fimm. Það er fallegur hópur sem Elinborg var ákaflega stolt af. Við félagar í Söngkór Miðdals- kirkju sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Friðgeirs, bræðranna Stefáns Smára og Ingvars Atla í Vallholti 9 á Sel- fossi, og Jóa Gunna og Heiðu og barnanna þeirra, svo og til stór- fjölskyldunnar. Megi guð styrkja ykkur öll og halda sinni mildu verndarhendi yfir ykkur öllum. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Þetta var eitt af uppáhaldslög- um Elinborgar. Við þökkum inni- lega fyrir samveruna og kveðjum kæran vin með söknuði. F.h. Söngkórs Miðdalskirkju, Lilja Dóra Eyþórsdóttir, formaður. Það voru mikil sorgartíðindi þegar ég frétti að Elinborg Anna, frænka mín og samstarfs- kona til margra ára hefði þurft að játa sig sigraða í baráttunni við harðskeyttan sjúkdóm. Það fyrsta sem ég hugsaði var að mikið hefði þurft að ganga á fyrst þessi kraftmikla og duglega kona komst ekki í gegnum þessa hindrun. Elinborg Anna Guðmunds- dóttir hóf störf við Íþróttakenn- araskóla Íslands árið 1987 og hætti störfum sökum aldurs árið 2012. Á þessum 25 árum starfaði Elinborg aðallega við ræstingar, en einnig prófayfirsetu og ým- islegt annað sem þurfti að gera hverju sinni. Það er ekki erfitt að skrifa nokkur minningarorð um Elin- borgu, því jafn vönduð og ynd- isleg kona er vandfundin. Elin- borg var gædd þeim einstöku eiginleikum að hún hugsaði allt- af fyrst um hagi og líðan fólks- ins í kringum sig og vildi allt fyrir alla gera. Það var henni svo eðlilegt að sýna samstarfs- fólki sínu áhuga, skilning og virðingu. En þegar maður reyndi að spyrja hana hvernig hún hefði það vildi hún helst ekki ræða það og fór strax að spyrja mann um börnin og segja sögur af ömmubörnunum sínum sem voru henni ákaflega dýr- mæt. Elinborg var mjög virkur þátttakandi í öllu því sem okkar litli starfsmannahópur á Laug- arvatni tók sér fyrir hendur og var alltaf tilbúin að taka þátt í skemmtilegum atburðum og uppákomum. Mér er mjög minnisstætt þegar starfsmanna- hópurinn fór í óvissuferð og ferðinni var heitið að Nesjavöll- um, nú átti að hræða líftóruna úr fólki í Adrenalíngarðinum. Þótt Elinborg væri á þessum tíma komin vel á sjötugsaldur- inn stoppaði það hana ekki í að fara í flestöll tækin á staðnum og hafa gaman af. Elinborg var alltaf mjög áhugasöm og meðvituð um allt sem var að gerast í samfélaginu ekki eingöngu í okkar þrönga starfsmannaumhverfi á Laugar- vatni, heldur einnig landsmálun- um og því sem var að gerast í hinum stóra heimi. Hún tók virkan þátt í umræðunni á kenn- arastofunni og lét ekki sitt eftir liggja í því samhengi og var allt- af vel með á nótunum. Elinborg var alla tíð húsmóð- ir í Laugardalshólum í Laugar- dal og rak þar myndarheimili. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til Elinborgar og þá átti maður von á að fá bestu kleinur í heimi. Kleinurnar hennar Elínborgar voru ótrú- lega góðar og við bárum þær ávallt á borð þegar stórmenni að „sunnan“ eins og hún nefndi það komu í heimsókn á Íþrótta- fræðasetrið á Laugarvatni. Við, starfsfólk Íþróttafræða- seturs Háskóla Íslands, erum sérlega þakklát fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að starfa með Elinborgu og fá að njóta hennar nærveru í öll þessi ár. Hennar dugnaður, áræðni og já- kvæða viðhorf til lífsins gaf okk- ur aukinn lífsneista og þau atriði munu lifa í minningu okkar um þessa yndislegu konu. Við brotthvarf Elinborgar er missir Friðgeirs, Stefáns Smára, Ingvars Atla, Jóhanns Gunnars, Heiðu Bjargar og ömmubarnanna mikill. Hugur okkar er því hjá þeim á þessum erfiðu tímum um leið og við þökkum þeim fyrir að leyfa okk- ur að njóta Elinborgar með þeim. Erlingur Jóhannsson. erfidrykkjur Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi Kær vinur og skólabróðir, Gummi Helga, hefur kvatt eftir stranga líknarlegu. Við missi Katrínar sinnar virtist lífslöngun hans hafa dvínað mjög. Horft langt til baka Guðmundur Helgason ✝ GuðmundurHelgason fæddist í Reykjavík 1. desember 1927. Hann lést 19. nóv- ember 2013. Útför Guð- mundar fór fram í kyrrþey 28. nóv- ember 2013. var hann í þeim hópi, sem nam við Menntaskólann allt frá fyrsta bekk haustið 1941 og því nákunnugur skóla- félögum og skólalífi. Stríðs- og umbrota- tímar höfðu mikil áhrif á skoðanir ungmenna, einkum til ýktrar róttækni. Fundum okkar Hreggviðs námsfélaga míns bar saman við Gumma í upphafi 3ja bekkjar 1943, og var hann þá í kosningaham út í hægri sinnaða neðri bekkinga. Við tveir höfðum ásamt Árna Páls, síðar presti, stofnað Splæsfélagið, sem skjótt innbyrti Gumma, eða öfugt að þau hjón yfirtóku félagið. Ætt Gumma, full góðbænda og hefð- arklerka var kunn af suðvest- lenskum holtum, Syðra Lang- holti og Reykholti, þar sem afi hans og nafni hafði safnað börn- um til leikja. Skiptist hún á við Laufásfjölskylduna að ala bisk- upinn, og var ættlæg vinátta mili heimilanna. Með fyllri þroska hafði Gummi aðstöðu til vinsælla heimboða, og litu sumir vínskáp bankastjórans hýru auga. Stund- aði Gummi nokkuð þá íþrótt, sem kölluð var að ströggla og fól í sér að opna sál og innræti viðmæl- anda til sanninda um samfélags- hyggju og lýðhollustu. Fékk ég óspart að njóta þessa framan af sökum gruns um mengun af hag- rænni rót, og varð fremur þakk- látur fyrir þá umhyggju. Tónlist var ættlæg í fjölskyldunni, og kom knéfiðla í hlut Gumma. Sönghneigður knúði ég ítrekað á hann að töfra fram tónana, en kom engu fram, enda mun hann ekki hafa þóst fullþroska á því sviði. Alvara lífsins kallaði svo að, og brást hann fyrst við með verk- legu námi og kafaði síðan dýpra inn á fræðilega sviðið, uns ég í mannfagnaði dirfðist að líkja honum við drifhvítan svan á vötn- um Landsvirkjunar. Orðinn full- gildur rekstrarstjóri lýsti hann vissum létti af að vera laus við að- stoðarforskeytið og stríddi mér góðlátlega með að vera að burðast með mitt. Fylgdist hann af lifandi áhuga með nýjungum, svo sem er hann vitjaði ónefndrar stofnunar að kanna forkunnar segulhurð ætlaða til að fyrir- byggja ótilætlað útstreymi. Ung- um aldri heyra til fámenn boð en háum aldri fjölsóttar veislur. Í fyrri minningunni leika fingur Katrínar létt um hljómborð og laða fram glettnar vísur um menn og málefni, en helst Gilsbakka- þulu og fleira góðmeti nær jólum. Svo er sungið með, þegar við á, og allt í einlægri vinsemd. Með fjölg- un niðja, starfstengsla og króna komu svo veislutjöld yfir útigarð í Akurgerði og samkomusalir og hljómsveitir, og svo fjölbreytt framtak ungviðisins. Alls þessa er ljúfsárt að minnast og þakka. Ég votta syrgjandi stórfjöl- skyldu dýpstu samúð í nafni stúd- entsárgangs MR ’47. Hinsta ósk til brottnumdu hjónanna mætti vera, „að vakna upp ungur ein- hvern daginn með eilífð glaða kringum sig (ÞE)“. Bjarni Bragi Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.