Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 46

Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 ✝ Margrét Jóns-dóttir Larsen fæddist 5. nóv- ember 1919 á Arn- arstapa, Snæfells- nesi. Hún lést á Litlu-Grund 30. október 2013. Faðir Margrétar var Jón Sigurðsson, f. 17.8. 1876, d. 25.5. 1956, útgerð- arbóndi og kaup- félagsstjóri á Arnarstapa, móðir hennar var Guðrún Sigtryggs- dóttir, f. 17.6. 1878, d. 18.2. 1941. Systkini hennar voru Har- aldur, f. 1908, Trausti, f.1909, Víglundur, f. 1910, Tryggvi, f. 1911, óskírður drengur, f.1913, Grund alla sína starfsævi. Hann lést árið 1987. Þau eignuðust tvær dætur, Rítu, f. 1949, forstjóri Island- Reisen í Berlín. Eiginmaður hennar er dr. Jörg Duppler, sagnfræðingur. Börn þeirra eru Lars, f. 1975, píanóleikari, Elena, f. 1979, kvikmyndafram- leiðandi, Árni Stefán, f. 1983, handritshöfundur. Barnabörn eru tvö, Pepe og Mia. Ellen Margrét, f. 1954, hjúkr- unarfræðingur. Eiginmaður hennar er dr. Jón Ingólfur Magnússon, stærðfræðingur við HÍ. Dætur þeirra eru Margrét Manda, f. 1979, hjúkrunarfræð- ingur, Kristín Soffía, f. 1981, BSc í verkfræði, Valgerður, f. 1987, nemi í félagsfræði við HÍ. Barnabörn eru tvö, Huginn og Orri. Útför Margrét hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Sigurást, f. 1914, Hreiðar, f. 1916, Ársæll, f. 1918, og Skarphéðinn Trausti, f. 1922. Margrét lærði til ljósmóður og réðst til Ólafsvíkur árið 1942 þar sem hún var í eitt ár en gerðist að svo búnu ljósmóðir á Land- spítalanum og starfaði þar öll stríðsárin. Síðar hóf hún störf á Elliheimilinu Grund og vann þar við hjúkrun til 73 ára aldurs. Árið 1948 giftist hún Einari Larsen, frá Langeskov á Fjóni 1910, en hann starfaði sem garð- yrkjumaður á Elliheimilinu Margrét Larsen lést nokkrum dögum fyrir 94 ára afmælisdaginn sinn – ég veit að það er hár aldur en ég var farin að trúa því í hjarta mínu að amma yrði 100 ára og þess vegna var erfitt að kveðja og þess vegna er söknuðurinn mikill. Fram á síðasta dag var ótrúleg- ur kraftur í ömmu. Ég heimsótti hana oft, stundum stoppaði ég rétt til að smella kossi á kinnina á henni og fá koss á mína kinn, aðra daga stoppaði ég lengur. Þegar ég kom til ömmu fékk ég besta faðm- lag í heimi, hrós fyrir allt sem ég var og stuðning í öllu því sem ég var að gera. Ég fékk fótanudd og kaffibolla og endalausa athygli frá manneskju sem elskaði mig skil- yrðislaust. Ég fékk ráð, ég fékk sögur, ég fékk að leggjast upp í rúmið hennar og ég fékk að vera Kristín litla. Amma fæddist í torfbæ á Arn- arstapa en flutti snemma í burtu, staðráðin í að sækja sér menntun. Hún stóð við það en snéri aftur á Snæfellsnes þegar hún var 22 ára og þá sem ljósmóðir, eina ljósmóð- irin á norðanverðu Snæfellsnesi og tók á móti fjölda barna. Amma flutti síðan aftur til Reykjavíkur, kynntist afa og þau bjuggu svo í Reykjavík alla tíð. Amma upplifði hernámið, sagði mér sögur frá því þegar afi kom að sækja hana upp á Landspítala þar sem hún vann sem ljósmóðir þegar þau voru að byrja að hittast af því að það þótti ekki öruggt fyrir unga stúlku að vera ein á ferð. Hún sagði mér frá því hvernig það var að vera í miðri húsnæðiskreppu með tvö börn, hvernig lífið var fyrir fjögurra manna fjölskyldu í 25 fermetra herbergi og útskýrði fyrir mér að kreppan í dag væri nú ekki mikið miðað við kreppuna sem þá var. Amma er mér mikil fyrirmynd. Það er hægt að vera 40 ár í hjóna- bandi án þess að rífast eða láta ljót orð falla, íbúðir og þvott skal þrífa á föstudögum, helgarnar á að nota með vinum og fjölskyldu í sann- kölluðu helgarfríi, maður svindlar mest á sjálfum sér með því að fara illa með sig og ef maður hugsar vel um líkamann og stundar jóga þá fer maður létt með að reima skó á tíræðisaldri. Peninga skal fara vel með og aldrei skulda og með því að leggja fyrir má gera mikið úr litlu. Ég verð samt að taka það fram að peningar voru alltaf aukaatriði í augum ömmu, stundum hló hún og gerði grín að fólki sem virtist elska eyrinn sinn heitar en allt og benti á að það eru engir vasar á líkklæðunum og hin raunverulegu gæði í lífinu væru ekki föl. Ég og amma tókum að okkur ólík hlutverk hvor í lífi annarrar, amma passaði mig og hjálpaði mér með þá hluti sem ég réð ekki við þegar ég var lítil og hin seinni ár fékk ég að launa henni það og að- stoða hana á efri árum. En sama hvernig hlutirnir breyttust og þróuðust þá breyttist það aldrei hvað við vorum góðar vinkonur – í ömmu átti ég trúnaðarvinkonu sem ég mun sakna á hverjum degi. Ljósmóðir var valið fallegasta orð íslenskrar tungu, amma mín var ein fallegasta manneskja sem ég hef kynnst, megi hún hvíla í friði. Kristín Soffía Jónsdóttir Amma Margrét var einstök manneskja og besta amma sem nokkur gæti hugsað sér. Hún studdi alltaf vel við sína og tók okkur öllum eins og við vorum, með okkar kostum og göllum. Ömmu leið alltaf eins og hún væri í vinningsliðinu, hún átti besta manninn, bestu börnin og bestu barnabörnin. Hún elskaði æsku- heimilið sitt og þótti mjög vænt um bernskuárin sín á Arnarstapa. Samkvæmt ömmu þá átti maður aldrei að miða sig við aðra heldur vera þakklátur fyrir hversu gott maður hafði það í lífinu. Amma sagði okkur ítrekað að hamingjan væri ekki keypt fyrir peninga og að heilsan væri það dýrmætasta sem við ættum. Henni fannst mjög mikilvægt að hlúa að líkama og sál og kenndi hún börnum og barnabörnum það frá barnsaldri. Amma var ávallt mjög árrisul og þegar maður fékk að gista hjá henni þá hikaði hún ekki við að draga mann á fætur eldsnemma dags. Fyrsta mál á dagskrá var þá oftast að drífa sig fram úr og tipla á tánum eftir teppalögðum gangi og inn í teppalagða stofuna þar sem amma sat og gerði jógaæf- ingar. Amma var auðvitað löngu vöknuð, búin að setja rúllur í hárið og binda slæðu yfir rúllurnar, var klædd í skyrtu bundna um mittið og í léttum kvartbuxum. Amma var kattliðug þrátt fyrir töluvert hærri aldur en barnung stúlkan sem reyndi að herma eftir henni og átti amma það til að skella upp- úr meðan á æfingunum stóð, allt samt á mjög góðlátlegan hátt. Eft- ir jógað fékk maður staðgóðan morgunverð og ómaði Rás eitt undir, enda var það ömmu mik- ilvægt að fylgjast vel með þjóð- málaumræðunni. Amma dundaði sér í eldhúsinu á meðan ég sat og borðaði morgunverðinn og er það mjög eftirminnilegt hvernig hún blístraði og sönglaði við eldhús- störfin. Oft var matarlystin ekki mikil þar sem spennan við að vera að fara að eyða deginum með ömmu yfirtók allt og þegar maður sagði að maður vildi ekki að meira að borða þá sýndi amma því alltaf fullkominn skilning. Amma trúði því af mikilli sannfæringu að við ættum að hlusta á líkamann og var langt á undan sinni samtíð í lýð- heilsufræðum og alfarið á móti of- fitu ungmenna. Eftir morgunmat- inn höfðum við okkur til, amma greiddi sér, fór gjarnan í hvíta skyrtu og dökkar vel pressaðar buxur og punkturinn yfir i-ið var svo þegar amma setti upp alpahúf- una, þá var hún tilbúin. Amma tók aldrei bílpróf og fórum við því allra okkar ferða fótgangandi og í strætó. Hún bað mann um að vera sérstaklega vakandi fyrir köttum sem væru ekki með bjöllur þar sem þeir væru líklegir til að veiða smáfuglana. Hún sagði manni svo í kjölfarið ótal björgunarsögur af henni og afa þar sem þau hefðu elt uppi ketti með litla fugla í kjaft- inum og hlúð að fuglunum þar til þeim hafði batnað. Draumurinn minn var alltaf að bjarga fugli úr klóm kattar í einum af þessum göngutúrum, fara með hann heim og hlúa að honum í pappakassa. Sögurnar hennar ömmu og sýn hennar á heiminn hafa mótað mig og mín viðhorf gagnvart fólki, dýr- um og í lífinu almennt. Í dag er ég orðin mamma og lifir amma áfram í sögunum sem ég segi strákunum mínum. Hvíl í friði, elsku besta amma mín. Margrét Manda Jónsdóttir. Margrét Larsen, tengdamóðir mín, andaðist 30. október síðast- liðinn í hárri elli. Þar féll frá einn minn ágætasti vinur og er sökn- uður minn sár. Á vináttu okkar féll aldrei skuggi. Margrét var mjög aðlaðandi og sterk persóna. Einlægni, hlátur- mildi og hlýja eru þau orð sem koma upp í hugann til að lýsa henni. Hún lét öllum líða vel í kringum sig og gerði umhverfi sitt hlýlegt, hversu fábrotið sem það var. Hún var iðjusöm og vandvirk en gætti þess þó ávallt að eiga notalegar stundir fyrir sig og sína. Á slíkum stundum sagði Margrét sögur, sem ekki gleymdust, þvílík var frásagnargáfan. Hún gladdi full- orðna með hnyttni og næmu auga fyrir hinu spaugilega, en börn dá- leiddi hún með hvunndagssögum frá æskustöðvum sínum, Arnar- stapa á Snæfellsnesi. Þar kom hún í þennan heim 5. nóvember 1919 sú níunda í röð tíu barna Jóns Sig- urðssonar og Guðrúnar Sig- tryggsdóttur. Margrét lést síðust sinna systkina, sem öll voru mikið sóma- og atorkufólk. Bjartur dýrðarljómi var yfir æskuheimil- inu á Arnarstapa í hugum systk- inanna og í minningum sínum það- an áttu þau dýran sjóð þar sem þau gátu leitað styrks og áræðis þegar gaf á bátinn. Á Arnarstapa stendur mikil stytta af hálftröllinu Bárði Snæfellsás. Foldgnár og svipmikill hvessir hann sjónir á Jökulinn og dregur að sér stóra flokka ferðamanna ár hvert. Þessa styttu létu systkinin reisa til minn- ingar um foreldra sína og Trausta bróður sinn, sem varð úti á Jökl- inum í blóma lífsins. Margrét braust til mennta þrátt fyrir lítil efni og lærði til ljós- móður. Tuttugu og tveggja ára varð hún ljósmóðir í Ólafsvík; ein og óstudd því margra klukku- stunda sigling var í næsta lækni í Stykkishólmi. Síðar hóf hún hjúkrunarstörf á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund og vann þar til 73 ára aldurs. Á löngum starfs- aldri tók hún á móti mörgum börnum og hlúði að mörgum sem voru að skilja við. Hún sagði að sama tilfinning fylgdi þessum heil- ögu augnablikum. „Það er eins og tíminn standi í stað þegar við kom- um og förum.“ Árið 1948 gekk Margrét að eiga sinn heittelskaða, Einar Larsen. Hann var frá Fjóni en réð sig til Grundar til að byggja þar upp skrúðgarð sem hann og gerði af stakri prýði. Lifðu þau saman í miklu ástríki þar til Einar andað- ist árið 1987. Margrét tregaði hann mjög, en sótti styrk til æsku- slóðanna og lét gera sér sumarhús á Arnarstapa. Síðan hefur þar ver- ið sælureitur fjölskyldunnar. Margrét öðlaðist ekki lífsgleð- ina að fullu aftur fyrr en árið 1990 þegar hún kynntist síðari sam- býlismanni sínum, Jóhannesi Ólafssyni, og áttu þau saman gleðirík fimmtán ár. Eftir lát hans hreiðraði Margrét um sig á Litlu- Grund. Frásagnargáfan var söm við sig fram á hinstu stund og eft- irminnilegum mannlífsmyndum brugðið upp af hreinni snilld. Allt- af gekk maður sæll í sinni af henn- ar fundi. Margrét skildi við þennan heim í litla smekklega hreiðrinu sínu umkringd ástvinum. Mikill friður var yfir henni þar sem hún lá og skyndilega nam tíminn staðar en leið svo áfram. Minningin um Margréti Larsen verður okkur nánustu aðstand- endum hollt veganesti í lífinu. Hún kvaddi þennan heim í sátt við sjálfa sig og aðra. Hvíli hún í friði. Jón Ingólfur Magnússon. Elsku amma, í gegnum þig og mömmu munum við alltaf vera tengd Íslandi og fyrir það erum við ævinlega mjög þakklát. Í barnæsku okkar var landið í norðri fullt af ljóma og var und- ursamlegur heimur. Þú talaðir ekki þýsku, en orð þín voru full af hlýju og kærleika. Lyktin í húsinu og hlutirnir í kringum þig hafa brennt sig inn í æskuminningar okkar. Enn þann dag í dag fáum við „heimþrá“ þegar við heyrum íslensku eða finnum lyktina af lambasteik. Þegar við stækkuðum lærðum við mál þitt og gátum hlustað á sögurnar þínar, um æsku þína á Snæfellsnesi, um árin í húsmæðraskólanum og fyrstu ár ykkar afa í Danmörku. Á síðustu árum höfum við kom- ið oft til Íslands, ein eða með allri fjölskyldunni, bæði í vinnuferðir og sem ferðamenn. Það mikilvæg- asta var alltaf heimsóknin til ömmu. Þó við getum nú ekki heimsótt þig lengur og söknum þín innilega mun hver Íslandsferð samt verða ferðalagið til ömmu. Minningin um yndislega ömmu mun ávallt fylgja okkur. Lars, Elena og Arne Duppler. Amma Margrét, þú varst okk- ur öllum mjög góð fyrirmynd og það verður vart grisjað úr þeim aragrúa af heilræðum sem þú skildir okkur eftir með í vega- nesti. Frá þér er komið fólk sem hugsar um og starfar í þágu ann- arra. Þú ólst upp fólk sem trúði á nægjusemi og að lífið snerist ekki um að kaupa hamingjuna heldur að gera sem mest úr því sem mað- ur á. Þú ólst okkur upp í að vera ánægð með það sem við höfum og að vera góð hvert við annað. Þú varst svo skemmtileg og fyndin og sögurnar þínar slá öll- um öðrum sögum við. Í hvert sinn sem þú fórst í karakter sprakk maður út hlátri því aðra eins túlk- un og innlifun í sögur var ekki hægt að finna nokkurs staðar. Að fara til ömmu (og Jóhann- esar í mínu tilfelli) á Reynimel, þar sem var dúnmjúkt teppi á gólfum og aldrei vottur af kulda, í tánudd, buff og hrís, sjónvarps- gláp, kvöldkaffi og gistingu (á milli ykkar) var toppurinn á til- verunni. Það var vandasamt að verða skyndilega svo gömul að það þótti ekki normið að gista uppi í hjá ykkur lengur. Okkur fannst það samt ekki vandamál og við héldum uppteknum hætti al- veg þangað til þið fluttuð í Ás í Hveragerði. Amma, þú varst best og það verður ekki hægt að velja úr bestu minningarnar um þig því þær eru óteljandi og allar jafn yndislegar. Að sjá þig skottast um Berghól með skyrtuna bundna og í litlu krúttlegu hælainniskónum er eitthvað sem mun aldrei líða mér úr minni. Takk fyrir öll árin, allar sög- urnar, alla ástina, alla hjálpina, öll áhrifin sem þú hafðir á mann í þroskaferlinu og takk fyrir að segja manni 100 sinnum hvað maður sé fallegt eintak og takk fyrir að minna mann á hvað for- eldrar manns eru góðir og hvað maður er heppinn að eiga þessa fjölskyldu að. Takk fyrir allt, elsku amma. Ég er viss um að það fari vel um þig hjá Jökli frænda, elsku amma mín. Valgerður Jónsdóttir. Margrét Larsen Elli bróðir fæddist í heiðarkoti sunnan Hrútafjarðar, elstur þriggja bræðra. Afi, Elli póstur, hafði keypt þetta kot, Óspak- sstaðasel, fyrir syni sína og þar bjuggu Jón faðir minn og Einar bróðir hans hvor með sinni syst- urinni og börnum sínum. Í þann tíma herjaði skæður sjúkdómur, berklar, á landsmenn og stráfelldi unga sem eldri. Móðir Ella og báðir bræður hans féllu fyrir þessum vágesti árið 1928, en Ella var komið í fóstur til góðra hjóna í Reykjavík og ólst þar upp sem einkabarn þeirra. Faðir okkar fór Elíeser Jónsson ✝ Elíeser Jónssonfæddist að Óspaksstaðaseli í Hrútafirði 20. apríl 1926. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 24. nóvember 2013. Útför Elíesers fór fram frá Nes- kirkju 3. desember 2013. um hávetur á sleða suður yfir Holta- vörðuheiði til Borg- arness og fékk það- an skipsferð til Reykjavíkur. Í at- vinnuleit lá leið hans suður með sjó til Keflavíkur þar sem hann hóf síðar bú- skap með móður minni, sem var þangað komin frá Dýrafirði, og áttu þau saman tvo syni. Faðir okkar dó í nóvember 1956. Efnin voru ekki mikil, en Elli fór samt utan og lærði flug í Englandi. Eftir heimkomuna ók hann leigu- bifreið en hóf jöfnum höndum að fljúga. Þróuðust mál þannig að hann sneri sér alfarið að flug- rekstri og flugkennslu í fyrirtæki sínu Flugstöðinni. Síðar hætti hann þessum rekstri, en hóf að fljúga leigu- og ljósmyndaflug í sérútbúinni flugvél sinni. Við þessa iðju fór hann víða um lönd og álfur. Heimsótti okkur m.a. til Kenya ein jólin ásamt Möttu konu sinni, en hann var í fleiri skipti með verkefni við ljósmyndaflug í Afríku, bæði Austur-, Vestur- og Norður-Afr- íku. Í síðari skiptin var Jón sonur hans og flugmaður með honum í slíkum verkefnum. Þau Matta voru einnig í Nepal og víðar vegna ljós- myndaflugsins. Elli var farsæll flugmaður og sagði stundum að hann hefði oft fundið fyrir því að Elli póstur sæti á vængnum hjá sér í flugferðum og þá væri allt í lagi. Elli og Matta voru afar sam- rýnd hjón eins og kom í ljós við fráfall hennar fyrir fáum árum, að upp úr því dvínaði lífslöngun Ella verulega. Síðan dró smám saman til þeirrar hinnar síðustu himna- farar Ella. Ég kveð Ella bróður með ljúf- um söknuði og ýmsum skemmti- legum minningum um samveru- stundir og margvíslegt spjall. Hann var sjarmör og skipaði sér- stakan sess hjá dætrum mínum sem ævinlega kölluðu hann Skeggja frænda. Farðu vel bróðir, – svífðu hátt og berðu gamla manninum kveðju þess sem aldrei sá hann né þekkti. Börnum Ella og Möttu, Jóni og Guðlaugu, börnum Möttu þeim Jóhönnu og Sigurjóni og Reyni syni Ella, mökum þeirra og börn- um vottum við Silla samúð okkar. Sigurður Jónsson. Með Elíeser er fallinn frá ein- stök persóna og mikill fag- og at- vinnumaður í fluginu. Ég kynntist Elíeser í loftmyndaflugi Landmæl- inga Íslands 1989, þá sem ljós- myndari á Fjarkönnunardeild stofnunarinnar. Elli tók mér vel frá fyrstu kynnum á sinn rólega og yf- irvegaða máta, en það var hann ávallt hvað sem á dundi í fluginu. Hann var ætíð nákvæmur í að fljúga á þær fluglínur sem fylgja þurfti við myndatöku kortagerðar- mynda og sparaðist mikill tími á svo góðu og nákvæmu flugi. Það fór ekki á milli mála að þar hafði hann næmni og mikla þekkingu. Það var alltaf gaman í TF-ERR, Rockwell Turbo Commander vél- inni hans eða errinu eins og við kölluðum vélina og þær voru ófáar stundirnar á flugi yfir landinu. Að eiga þann vinnustað meira og minna sumarlangt á hverju ári í fjölda ára var afar lærdómsríkur og ánægjulegur tími. Elli gerði alla vinnuna aftur í hjá ljósmyndaran- um auðveldari með sinni yfirvegun og stjórn enda um margt að hugsa fljúgandi í 18.000 feta hæð eða lægra á miklum hraða með risa filmumyndavél sem malaði og tók myndir. Að skipta um filmu var ekki gert á augabragði en með yf- irvegun og rólegheit Ella, sem flugstjóra, var maður í öruggum höndum. Margar minningar á ég frá þeim tíma og skemmtilegt er að rifja upp að með honum kom ég í fyrsta skipti til Vestmannaeyja, þá í „stopp over“ á flugvellinum þar á síðasta degi þjóðhátíðar þegar beð- ið var eftir að þoku létti af Surtsey. Það er langt síðan þetta var en samstarfið við Ella hélt áfram eftir tímann hjá Landmælingum og var það einstaklega skemmtilegur og frjór tími. Margir voru þeir laug- ardagsmorgnarnir á Hörpugötu 1 með honum og Matthildi yfir kaffi- bolla þar sem við ræddum sameiginlegt áhugamál að fylgjast með þróun svæða og ljósmynda þau úr lofti með reglubundnum hætti. Það kallaði á ófáar stundir út í flugskýli að græja myndavélagöt í maga Cessnu- og Beeachcraft- flugvéla til að setja upp Hassel- blad-myndavél og fullkomið tölvu- stýrt flugstjórnarkerfi til mynd- stýringa. Með þennan búnað úthugsaðan og uppsettan flugum við síðan vítt og breitt um landið og virkaði búnaðurinn einstaklega vel. Eftirminnileg er þó loftmyndataka okkar af endurnýjun Reykjavíkur- flugvallar sem við einir manna vöktuðum og tókum lóðréttar loft- myndir af meðan á framkvæmdum stóð. Samverustundunum fækkaði síðan hin síðari ár þegar aðrir hlut- ir lífsins gerðu okkur upptekna í lífsbaráttunni. Oft hef ég hugsað til Ella en eitt er víst að kynnin við hann kenndu mér ákveðna lífs- leikni og yfirvegun í lífsins hasar. Það eru margar aðrar góðar minn- ingar um þennan tíma sem ekki er hægt að gera skil í svo stuttri minningargrein en með Elíeser er fallinn frá einstakur karakter og góður samferðamaður. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (ÁK) Ég sendi öllum aðstandendum Elíesar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Skúli Viðarsson, ljósmyndari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.